Þjóðviljinn - 01.12.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.12.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA Í3 leiðréttir Straumfræðistofnun Orkustofnunar: Líkantilraun með höfn Vegna ummæla i Þjóðviljanum i gær, sem höfð eru eftir öddu Báru Sigfúsdóttur varðandi undirbúning að byggingu geðdeild ar á Landspitalalóoinni, þá hef- ur Adda Bára óskað að koma á framfæri þeirri leiðréttingu, að ummæli hennar hafi ekki verið á þá leið, að lóðin yrði byggingar- hæf næstu daga, eins og skilja mátti á frásögn Þjóðviljans, en hins vegar verður vinna við grunninnn væntanlega boðin út i næstu viku. i Keldnabolti er starfrækt straumfræðistöð en hún var byggð með styrk Sameinuðu þjóðanna 1966, og rekstur hennar falinn orkustofnun. Straumfræði fæst við rannsóknir á sjávarföll- um og öðrum vatnshreyfingum.-í scptemberlok var hafist handa um fyrstu likantilraunina meö is- lenska höfn i Straumfræöistöð- inni, og varö llúsavikurhöfn fyrir valinu. Blaðamönnum var á fimmtudag boðið að skoða líkanið oe kvnnast starfi stöövarinnar. Likanið sem nú hefur verið gert er i hlutföllunum 1:80. Tvær bylgjuvélar eru notaðar til að veita öldum að höfninni frá norð- vestri og suðaustri en sú fyrr- nefnda mun vera versta áttin á Húsavik hvað sjólag snertir. bau vandamál sem við er að etja á Húsavik, eru fyrst og fremst þau, að lægi fyrir minni báta er mjög slæmt, svo að leggja verður þeim út á legufæri nema yfir hásumartimann. Viðlegu- rými er of litið og afgreiðsla flutningaskipa allmiklum erfið- leikum háð, þar sem öll af- grciðsla veröur að fara fram á til- tölulega mjóum hafnargörðum. Adda Bára Séð yfir sal straumfræðistöðvarinnar. Yst til beggja hliða eru bylgjuvélarnar tvær en höfnin er á miðri mynd. Landbúnaðar vörur hækka t frétt frá upplýsingaþjónustu landbúnaöarins seint i gær segir að framleiðsluráð landbúnaðarins hafi auglýst nýtt verð á landbún- aðarvörum vegna hækkana á vinnslu og dreifingakostnaði og verði til framleiðenda sem Sexmannanefnd hefur nýlega ákveðið. Fullt samkomulag varð i Sexmannanefnd um verðbreytingarnar. Verð til framleiöenda hækkar um 8,83% Hækkun á fjármagnskostnaði er samkvæmt samkomulagi, sem gert var i Sexmannanefnd i haust, en var skipt i áfanga. Vinnu- launahækkunin er sú sama og launþegar fá, vegna visitöluhækkun- ar, og er hún ásaint öörum hækkunarliöuni reiknuð út samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu islands. Niðurgreiðslur standa óbreyttar að krónutölu og þess vegna veröa hækkanir til neytenda nokkru meiri i prósentum talið en til fram- leiðenda. Verð til neytenda hækkar sem hér segir: Mjólk i tveggja litra hyrnum kostar nú 51.90 kr., hækkar um tæpar 6 kr. — 1/4 1 rjóma- hyrna kostar nú 55 kr., hækkar um 5 kr. — kg af smjöri er nú á 356 kr., hækkar um 44 kr. — kg súpukjöts kostar 236 kr., kindalæri i heilu 265 kr. kilóið, kartöflur 5 kg 1. verðfl., 148 kr., 2. verðfl. 119.50. r Islensk tillaga samþykkt hjá SÞ Könnun á ástandi fiskistofnanna Viö náöum í gær tali af Jónasi Árnasyni alþingis- manni sem nú situr alls- herjarþing Sameinuðu '-'ióðanna í New York og *»fði hann ýmsar fréttir að færa lesendum Þjóðvilj- ans. Gefum Jónasi orðið: I gær var samþykkt i efnahags- og auðlindanefnd allsherjar- þingsins, eða 2. nefnd eins og hún er kölluð, tillaga, sem islenska sendinefndin hafði haft forgöngu um. Efni tillögunnar var að fela hinni nýju Umhverfisverndar- stofnun Sameinuðu þjóðanna og einnig Matvælastofnuninni að kanna sameiginlega ástand fiski- stofna i úthafinu og á könnunin að verða fyrsta skrefið i þá átt, að mannkynið geti gert sér heildar- grein fyrir ástandi og horfum i sambandi við þessa miklu auð- lind, fiskinn i hafinu. I framhaldi á svo að koma reglugerð um nýt- ingu auðlinda úthafsins. Þær stofnanir, sem var falið að vinna þetta verk, eiga að gera næsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna grein fyrir niðurstöð- um, svo að hægt verði að gera nauðsynlegar varúðarráðstafan- ir. tslenska sendinefndin hafði for- göngu um flutning þessarar til- lögu, en meðflutningsmenn okkar voru Kanada, Ghana og Kýpur. Tillagan var lögð fram á mánu- dag af Ingva Invarssyni, sendi- herra okkar hér, og i gær gerði Gunnar G. Schram nánari grein fyrir henni. Enginn á móti Til marks um mikinn áhuga fyrir tillögunni var óvenju mikil þátttaka i atkvæðagreiðslunni en fulltrúar 116 þjóða greiddu tillög- unni atkvæði, enginn var á móti, en 10 sátu hjá, voru það Sovétrik- in og nokkur fleiri riki úr Austur- Evrópu, sem gerðu þá grein fyrir hjásetu sinni, að þau væru ekki andvig efni tillögunnar, en sætu hjá vegna þess, sem þar væri sagt um umhverfismálaráðstefnuna i Stokkhólmi i fyrra, sem þessi riki neituðu að viðurkenna, — og svo voru það örfá önnur riki, sem sátu hjá. Til marks um þaö, hvað is- lenska sendinefndin hjá Samein- uðu þjóðunum er athafnasöm um þessar mundir, er það að strax i dag talaði svo sendiherra okkar fyrir annarri tillögu, sem við flytjum ásamt Kenya og fleiri þjóðum. Sú tillaga er að mestu it- rekun á auðlindatillögunni, sem samþykktvará allsherjarþinginu i fyrra um rétt sérhverrar þjóðar til yfirráða á náttúruauðlindum sinum i landi og sjó. En nú er samt kveðið fastar að orði varð- andi fordæmingu á beitingu her- valds til að fá skorið úr deilum um yfirráð yfir náttúruauðlind- um. Framganga Islands Það er athyglisvert hve mikla athygli framganga Islands á sviði hafréttarmála hefur vakið. Til marks um þetta er m.a., að fyrir stuttu var opnuð i New Orleans árleg sjávarútvegssýning með þátttöku nær allra aðila, er við sjávarútveg fást i Bandarikjun- um. Á þessari miklu sýningu, sem okkar menn i sjávarútvegi og fiskiðnaði mættu reyndar veita meiri athygli en gert hefur verið, var fulltrúum þriggja þjóða boöið að gera grein fyrir viðhorfum sín- um til hafréttarmála, en þessi riki voru Bandarikin,Kanada og tsland. Fjármálaráðherra boðar virðisaukaskatt eftir 2 ár Beinir skattar eru lægri hér en í nágrannalöndunum Viðamikið nefndarálit um heildarskattheimtu opinberra aðila lagt fram I gær efndi Halldór E Sigurðsson fjármálaráð- herra til fundar með fréttamönnum, þar var fulitrúum fjölmiðla af- hent skýrsla frá nefnd umtekjuöflun ríkisins, en skýrslu þessari hafði nefndin skilað til fjár- málaráðherra nú fyrir stuttu Nefndin var skipuð 10. ágúst 1971 og hefur hún unnið að verk- efni sinu siðan. 1 nefndinni eiga sæti Jón Sigurðsson ráðuneytis- stjóri, sem er formaður nefnd- arinnar, Guðmundur Skaftason, löggiltur endurskoðandi, Gunn- ar Reynir Magnússon, löggiltur endurskoðandi, Halldór S. Magnússon, viðskiptafræðingur og Jón Sigurðsson, hagrann- sóknastjóri. Skýrsla nefndarinnar er stór bók upp á 159 blaðsiður og hefur hún nú verið afhent ráðherrum og alþingismönnum. Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra sagði, að skýrsl- unni væri ætlað að gefa heildar- mynd varðandi allt sem lyti að tekjuöflun þess opinbera. Þetta yfirlit ætti að geta auðveldað stjórnmálamönnum að marka stefnu til lengri tima. Ráðherr- ann tók fram, að hér væri ekki um tillögur rikisstjórnarinnar að ræða, þvi að ráðherrarnir hefðu fyrst fengið skýrsluna i hendur i gær, en hins vegar hefði nefndin unnið i góðu sam- starfi við sig. Þaðkemur fram i skýrslunni, að hér á Islandi nema skatta- tekjur hins opinbera mun lægra hlutfalli af vergri þjóðarfram- leiðslu en i þeim 4 löndum,sem tekin eru til samanburðar, en þau eru Danmörk, Noregur Svi- þjóð og Bretland. A árinu 1972 var hcildarskattheimta hins opinbera áætluð 33,5% af þjóðarframleiðslu á tslandi,en i íiinum löudunum fjórum frá 35,3% og upp i 40,9% Sé eingöng- ii litið á bcina skatta voru þeir hér á tslandi þetta sama ár tald- ir 10,3% af þjóðarfrainleiðslu, en 17,7% i Danmörku 21.5% i Bretlandi, 21,8% i Noregi og 28,6% i Sviþjóð. Hins vegar er mun meira hlutfallslega inn- heimt með tollum á Islandi en hinum löndunum fjórum. Fjármálaráðherra sagði það engu að siður sina skoðun að stefna bæri að þvi að færa nokk- uð til frá beinum sköttun yfir i ó- beina skatta. Tollur hlyti að fara lækkandi vegna samninga við EBE og EFTA. Ráðherrann sagðist telja, að virðisaukaskattur væri það form skattheimtu, sem taka þyrfti upp, þvi að gallarnir við söluskatt færu vaxandi eftir þvi sem hlutfall hans væri hærra. Hann tók fram, að þó væri úti- lokað, aö innleiða virðisauka- skattinn fyrr en i fyrsta lagi þann 1. janúar 1976 en sagðist vona, að stjórnmálaflokkarnir gætu náð sem bestri samstöðu um þá breytingu áður en að slikukæmi. Eðlilegt væri að sin- unt dómi, að kynna og ræða virðisaukaskatt á alþingi i vet- ur, og samþykkja lög um hann á næsta þingi. Kosturinn við viröisaukaskatt er sá, að hann tryggir innheimtuna mun betur en söluskaltur. Um tekjuskattinn sagði ráð- herrann, að hann teldi æskilegt að gera hann að brúttóskatti, eins og útsvarið, þvi að reynslan væri sú, að þvi færri sem undan- þágurnar væru, þeim mun færri skattsvik, en með brúttóskatti yrði skattprósentan mun lægri, en gæta yrði þess, að stórar fjöl- skyldur og lágtekjufólk yrði ekki fyrir skakkaföllum við slika breytingu. Taldi Halldór, að i þvi skyni mætti beita trygg- ingarkerfinu meira en nú er gert. Fjármálaráðherra lagði á- herslu á, að með skýrslunni væri fyrst og fremst verið að skapa betri skilyrði fyrir stjórn- málamennina til að marka framtiðarstefnu i skattamálum, en engar stórbreytingar væru á næsta leiti umfram það, sem kynni að koma út úr viðræðum lulltrúa verkalýðshreyfingar- innar og rikisstjornarinnar um tilfærslu frá tekjuskatti til sölu- skatts, eins og verkalýðshreyf- ingin helur larið fram á. Meginatriðin Halldór dró saman megin- atriði þess, sem stefna bæri að að hans dómi: 1. Fækka sköttum, en þeir eru nú um 70 2. Lækka tekjuskatt og breyta honum í brúttó- skatt 3. Hækka óbeina skatta 4. Innleiða virðisauka- skatt er taki gildi 1. janúar 1976 og komi að verulegu leyti i stað söluskatts 5. Herða skattaeftirlit og þyngja viðurlög við skattsvikum, þannig að með það sé farið eins og þegar f jármunir eru teknir ófrjálsri hendi í öðrum tilvikum. Siðar mun Þjóðviljinn skýra nánar frá elni hinnar viðamiklu skýrslu nefndarinnar, en hún er ærið fróðleg og hefur mikil vinna verið á hana lögð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.