Þjóðviljinn - 01.12.1973, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. desember 1973.
múÐVIUINN
MALGAGN SÓSiALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufétag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Kitstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
1. DESEMBER - PÓLITÍSKUR BARÁTTUDAGUR
I dag 1. desember, eru 55 ár liðin frá þvi
að ísland varð fullvalda riki og þvi var
lýst yfir sem meginstefnumiði islenskrar
utanrikisstefnu að landið yrði hlutíaust.
Þessari stefnu fullveldisdagsins var siðan
kastað fyrir róða með aðild Islands að
Atlantshafsbandalaginu fyrir nærri 24 ár-
um.
Hernáms- og NATO- sinnar hafa siðan
haldið þvi fram, að hlutleysið hefði reynst
okkur haldlitið i siðari heimsstyrjöldinni
sem grundvöllur utanrikisstefnunnar og
þessari firru er haldið fram enn i dag,
enda þótt hún verði þvi meiri fjarstæða
sem vigbúnaðar- og striðstækni eflist.í sið
ari heimsstyrjöldinni réðu allt aðrar for-
sendur hernaðaruppbygging. en gerist i
dag. Þá og áður var það jafnan megin-
stefna að safna saman sem mestu liði tii
árásar i návigi. Nú tekur það sprengjur
aðeins nokkrar sekúndur að ferðast með
eldflaugum vegalengdir sem ekki einu
sinni flugvélar komust i siðari heimsstyrj-
öldinni. Nú er spurningin um minútur,
sekúndur og sekúndubrot; þá var reiknað i
sólarhringum, vikum og mánuðum.
Það er sagt einkenni lélegra herfor-
ingja, að þeir séu jafnan að búa sig undir
næstu styrjöld á sömu forsendum og þeir
töpuðu þeirri siðustu. Þannig er hershöfð-
ingjum islenskra hernáms- og NATO-
sinna farið. Þess vegna halda þeir þvi enn
fram að hlutleysið sé úrelt, enda þótt það
verði með hverjum deginum ljósara að
hlutleysi er okkar eina raunverulega vörn,
aðild að hernaðarbandalagi og herseta
tryggir ekki öryggi smáþjóðar. Það sann-
ar reynslan siðustu áratugina. Þess vegna
er það sérstaklega ánægjulegt að islenskir
námsmenn hafi nú i svo til öllum samtök-
um sinum lýst andstöðu við hernaðar-
bandalag og hersetu.og það er fagnaðar-
efniað þeir skuli nú hafa gert 1. desember
að pólitiskum baráttudegi fyrir frjálsu og
fullvalda íslandi.
1. desember hlýtur alltaf að verða póli-
tiskur baráttudagur, ekki flokkspólitiskur
þar sem menn skipta sér i A, B, D, F, G
eða aðra hópa eftir bókstöfum. Pólitiskt
stefnumál 1. desember eru i senn þjóðleg
og alþjóðleg. Þau eru i fyrsta lagi hluti af
striðandi sjálfstæðisbaráttu örlitillar
þjóðar, en i öðru lagi hluti af baráttu allra
smárra þjóða gegn stórveldastefnu, ný-
lendukúgun og hernaðarofbeldi.
Nú loks eftir áratugabaráttu her-
stöðvaandstæðinga hefur starf þeirra bor-
ið þann árangur að hillir undir lausn. í
landinu situr rikisstjórn sem hefur heitið
þvi, að herinn fari úr landinu á kjörtima-
bilinu og herstöðvasamningnum verði
sagt upp. Stuðningur herstöðvaandstæð-
inga við þessa rikisstjórn byggist á fyrir-
heitinu um brottför hersins.
Þjóðviljinn heitir á alla herstöðvaand-
stæðinga i öllum stjórnmálaflokkum og
utan flokka að gera sér það ljóst,að úr-
slitastund getur sénn runnið upp i her-
stöðvamálinu. Það hversu til tekst er
komið undir starfi, þrotlausu starfi. Það
er ekki tómstundaiðja eða áhlaupaverk að
glima við islenska hernámssinna; til þess
að bera af þeim sigurorð þarf glögga póli-
tiska sýn og mikið baráttuþrek.
Hernmámsandstæðingar hafa sannar-
lega ekki mikla tiltrú á orðum æfðra
stjórnmálamanna, enda þótt loforð séu.
Hernámsandstæðingar vildu hins vegar
og vilja láta reyna á það af heiium hug
hvort alvara fylgir máli og samþykktum
stjórnmálaflokka um andstöðu við her-
stöðina. Þess begna styður Alþýðubanda-
lagið núverandi rikisstjórn af heilindum.
Það mun með þátttöku sinni lita á það sem
höfuðverkefni sitt að sjá til þess að fyrir-
heit málefnasamningsins um brottför
hersins verði framkvæmd.
En þrátt fyrir fögur orð, jafnvel i mál-
efnasamningi stjórnarflokka, um her-
stöðvamálið er baráttan ekki unnin. Hér
þarf enn að koma til mikið starf. Er við
hæfi að hefja það starf með mikilli þátt-
töku i baráttusamkomu stúdenta i Há-
skólabiói i dag. Unga kynslóðin vill nú
hefja á ný á loft það merki sem feður
hennar létu siga fyrir gullklyfjum erlends
auðvalds og hernaðaryfirgangs. Hún
tengir baráttu sina þjóðlegri reisn og al-
þjóðlegri viðsýni. Þessi kynslóð mun senn
taka við forustunni; vonandi verður hún
sigurstrangleg.
Ásgeir Sigurgestsson skrifar frá Árósum:
UM 560 HERSKIP
Fyrir kemur, aö hið sérstæða
fyrirbæri i blaðaheimi Norður-
landa, Morgunblaðið, rekur á
fjörur hér á flatlendi Jótlands.
Eins og titt er um landa stadda
fjarri ættjörðinni, eru fregnir að
heiman jafnan kærkomið lestrar-
efni. Minningargreinar og
Ferdinand, tilkynningar um
heilög hjónabönd og bilstuldi, við
öllu þessu er gleypt af þvilikri
áfergju, að lesandinn er i
huganum kominn útá mitt
Atlantshafið, á heimleið.
Það er einnig all-titt, að valdir
kaflar úr blaðinu eru lesnir
upphátt þar sem Islendingar
koma saman, fólki til
skemmtunar. Eru það gjarnan
bútar úr Staksteinum, rit-
stjórnargreinum eða Velvak-
anda. En i þeim skrifum blaðsins
þykir húmorinn alla jafna risa
hæst. Afburða kaflar eru jafnvel
festir uppá vegg með teiknibólu,
svo sem flestir fái notið.
Þessa dagana berasthins vegar
heldur válegar fregnir með blaði
þessu. Okkur, sem hér sitjum i
faðmi Efnahagsbandalagsins,
sem sér fyrir daghækkandi
matarprisum, og heldur að okkur
fagurgala um sameinaða Evrópu
með sameiginlegum her, er
gjarnt að lita á eyjuna okkar sem
fagurt griðland norður i höfum.
Land þar sem við erum laus við
oliuskömmtun og Brússel-pólitik,
þurfum ekki að horfa uppá unga
vini okkar marséra um i grá-
grænum einkennisbúningum og
járnslegnum stigvélum, land þar
sem við lifum i sátt og samlyndi
hvert við annað og nágranna
okkar (að undanskildum
nokkrum NATO-þjóðum).
En nú erum við skyndilega svift
þessari draumsýn.
Rússarnir eru að koma!
Reyndar hefur Morgunblaðið
reynt að telja okkur trú um það i
aldarfjórðung eða svo, að Rúss-
arnir séu að koma. Þeir hafa hins
vegar látið standa á sér. En nú
eru þeir alveg að koma. Þyrpast
svo tugþúsundum skiptir allt i
kringum landið, vopnaðir alls
kyns morðtólum og sprengi-
græjum.Togararmeðfullfermi af
njósnatækjum og loftnet i stað
togvira leynast i eyðifjörðum,
sjaldgæfustu tegundir herskipa
beina eldflaugatrjónunum að
suðausturströndinni, og risa-
vaxnar sprengjuflugvélar þekja
himininn svo dregur fyrir sólu.
tslenski bóndi.hafðu augun hjá
þér og fjárbyssuna uppi við!
Rússneskir kafbátar gætu leynst
undir fjörukambinum neöan við
túngarðinn.
Nú boðar Morgunblaðið hins
vegar ekki sovéska innrás. Nei,
nú stendur til að „finnlandisera”
okkur. Blaðið hefur sem sé birt
nýja framtiðarspá.
„Finnlandisering” er orð
dagsins. (Það heitir „finnlandis-
ering” að eiga vinsamleg sam-
skipti við nágrannariki sitt og
dansa ekki i einu og öllu eftir pipu
Vesturveldanna).
Gráklædd vofa kommúnismans
reynir nú með lævislegri klæk-
indabrögðum en nokkru sinni fyrr
að læsa helkaldri kló sinni um
fjöregg islensku þjóðarinnar,
sjálfstæðið, til þess að geta mulið
það miskunnarlaust undir járn-
hæl sinum. (Hefur nokkur heyrt
þennan áður?^
Þannig er framtiðarspá
Morgunblaðsins þessa dagana.
Það kann hins vegar að létta
nokkrum áhyggjum af herðum
islenskra manna og kvenna, sé á
það litið, að spá þessi tekur ekki
gildi nema vissum skilyrðum sé
fullnægt. Sem sé, að „bandariska
varnarliðið hyrfi af landi brott,
eins og kommúnistar krefjast,
allt eftirlitsstarf yrði lagt niður,
eins og kommúnistar krefjast,
tsland segði sig úr Atlantshafs-
bandalaginu, eins og kommún-
istar krefjast.” (Mbl. 15. nóv. s.l.)
— M.ö.o., að Island yrði að öllu
leyti frjálst og fullvalda riki, sem
viki sér undan náðarfaðmi
hernaðarbandalagsins NATO,
lýsti yfir hlutleysi og frábæði sér
alla þátttöku og ábyrgð i hernaðar
tafli annarra rikja. Fylgdi þannig
fordæmi sivaxandi fjölda rikja
þriðja heimsins. — Ja, ófor-
skömmugheitin i þessum
kommúnistum alla tið.
Það er þetta sem Morgunblaðið
óttast mest að gerist. Þvi ekki er
nóg, að við sitjum uppi með alla
þessa kommúnista, einnig „eru
þeir islenskir stjórnmálamenn til,
sem meira meta imyndaða
flokkshagsmuni en öryggi
þjóðarinnar. Menn sem láta
hrekjast undan þrýstingi afglapa
og valdastreitumanna i eigin
flokkum, eða leggja svo mikið
upp úr svokölluðu vinstra sam-
starfi, að þeir tala i alvöru um
það, að kannskí sé nú bara allt i
lagi að láta skeika að sköpuðu”.
(Mbl. Reykjavikurbréf 18. nóv.
s.l.)
Þá vitum við hvers vegna
Framsóknarflokkurinn og
Samtök frjálslyndra vilja losa
okkur við ameriska hersetu. Ég
sem hélt að afstaða þeirra
markaðist af þvi einu, að þeir létu
kommunista svinbeygja sig.
Þvi er stundum haldið fram, aö
Islendingar séu stórir uppá sig.
Hefur það verið nefnt sem dæmi.
að þekkja megi fslending erlendis
á þvi, að hann gangi úti á miðri
götu og láti eins og hann eigi
heiminn. Vist er um það, að
minnimáttarkennd gagnvart
öðrum rikjum þessa heims hefur
litt háð okkur. Hins vegar þykir
mér nú skörin vera farin að
færast uppi bekkinn. tsland er nú
hvorki meira né minna en að
verða miðpunktur alheimsins.
Svo skilst mér alla vega á
Morgunblaðinu. Ein stærsta þjóð
heims girnist pólitisk áhrif á
tslandi svo mjög, að heil flotastöð
hefur verið byggð okkur til
höfuðs. Á Kolaskaga, i norð-
vesturhorni Sovétrikjanna, eiga
heimahöfn hvorki meira né
minna en 560 — fimmhundruðog-
sextiu — herskip, sem eru reiðu-
búin að umkringja landið „til
þess að minna okkur á að
sovéskur herafli getur, hvenær
sem er, stigið hér á land, ef
islensk stjórnvöld fara ekki að
óskum ráðamanna i Moskvu.”
(Mbl. 15. nóv. s.l.)
Þó dálæti mitt á þessari grjót-
hrúgu okkar fast upp við heim-
skautsbaug sé nær ótakmarkað,
lét ég mér aldrei koma til hugar,
að við skiptum þvilikum sköpum
i gangi heimsins, eins og
Morgunblaðið nú upplýsir mig
um. í einfeldni minni hélt ég, að
viðsjár milli austurs og vesturs,
sem hafðar voru að tylliástæðu tii
að setja hér á land ameriskan her
1951, færu nú óðum dvinandi. Til
marks um það hafði ég m.a. þau
heitu faðmlög, sem Sovetrikin og
Bandarikin hafa verið að fallast i
undanfarin 3 ár eða svo, og
stöðugt þéttari handtök og
breiðari bros mili ráðamanna i
Austur- og Vestur-Evrópu. Ég
gerði mér meira að segja i hugar-
lund, að af þessum sökum, ef ekki
kæmi annað til, ætti ég eftir að
lifa þann gleðinnar dag að fá að
horfa á eftir ameriskum sol-
dátum Miðnesheiðar halda heim
til sin.
En samkvæmt Morgunblaðinu
er þvi aldeilis ekki að heilsa.
Girnd Sovétrikjanna á pólitiskum
áhrifum á Islandi er þvilik, að
hún verður vart skýrð á annan
hátt en sem náttúrulögmál. Hér
skal þvi verða ameriskur her til
frambúðar. Þvi „jafnvel þótt
hvergi væri ófriðvænlegt i
heiminum i dag, jafnvel þótt
breytt hernaðartækni hefði ekki
gert fyrirvarann frá 1949 (um að
hér skuli ekki vera erlendur her á
friðartimum; innsk.mitt) úreltan,
gætum við tslendingar með engu
móti komist hjá þvi að horfast i
augu við þann kalda veruleika,
sem við okkur blasir vegna
uppbyggingar sovéska flotans á
N-Atlantshafi og þeirra áhrifa,
sem hún hefur á öryggi okkar og
sjálfstæði. Þessi ástæða ein er
nægilega sterk til þess að hér yrði
að vera viðbúnaður til varnar.”
(Mbl. 15. nóv. s.l.)
Astandið er m.ö.o. þannig, að á
islandi verður að vera erlendur
her (þvi vonandi er langt i þann
islenska) eins lengi og Sovétmenn
sigla herskipum um Norður-
Atlantshafið. — Möguleikar
lslendinga á að vera hlutlaus þjóð
i frjálsu og fullvalda riki eru,
samkvæmt Morgunblaðinu,
engir.
Þegar svo er komið, er þá ekki
orðið nærtækast, að við förum
aftur að velta fyrir okkur þeirri
gömul hugmynd, að þeim sem
byggja þetta eyðilega sker i
Norðurhöfum sé best borgið með
þvi að fá skika af jósku heiðunum
til varanlegrar búsetu?
Asgeir Sigurgestssón