Þjóðviljinn - 01.12.1973, Side 9

Þjóðviljinn - 01.12.1973, Side 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. desember 1973. Laugardagur 1. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Ólafur II. Kinarsson. Ólafur R. Einarsson 1 skuldabyröi Chile erlendis 4.l2f miljarðar $ „Spiegel lýsti þessu svo: „Bandarikin höfðu dælt yfir 1.30C miljónum dollara til Chile á 7unda áratugnum, en árið 1972 námu skammtimalán til Allende aðeins 35 miljðnum dollara. Was- hington hafði knúið Eximbank- ann og Alþjóðabankann til að hætta allri lánastarfsemi til Chile þar eð Allende þráaöist við að greiða koparfólögunum Kenne- cott og Anaconda 600 miljónir i skaðabætur vegna þjóðnýtingar á námum þeirra.”." Koparauðhringarnir fyrr- nefndu höfðu einnig gripið til sinna ráða, eftir að þjóðþing Chile ákvað að þjóðnýta þessa mikil- vægustu náttúruauðlind lands- manna er veitti nær 80%af gjald- eyristekjum þjóðarinnar. Þeir lækkuðu heimsmarkaðsverðið á kopar. Arið 1966 var verðið 69,5 cent pundið, en 1971 aðeins 49,3 cent. TaliðeraðChilehafi á árinu 1971 tapað er nam 200 miljónum $ á þessari verðlækkun. A þessu ári hefur koparverð hins vegar hækka úr 450 sterlingspundum tonnið i 915 pund. Við lslendingar getum gert okkur i hugarlund hvaða áhrif slikar refsiaðgerðir hafa, ef við fmynduðum okkur ámóta lækkun á þorskblokkinni. Það sem gerði stjórn Allende kleift að standast svo lengi þessar refsiaðgerðir var það að bandarikjastjórn naut ekki sams konar stuðnings i þessari einangrunartilraun gagnvart Chile hjá auðvaldsrikjum Vestur- Evrópu og árið Í960 gegn Kúbu. Refsiaðgerðirnar voru fram- kvæmdar undir þvi yfirskini.að Chilestjórn greiddi ekki bætur vegna þjóðnýtingarinnar á koparnámunum. En þegar haft er i huga að á árunum 1950—67 tóku erlend auðfélög fjögurra dollara gróða úr landi fyrir hvern einn dollara, sem þeir fjárfestu i Chile, og að i 42 ár höfðu koparauðfélög- þýðu er fordæmi sem kæfa varð i fæðingu. Bandariskir heimsvaldasinnar með fjölþjóðahringa i fararbroddi og með liðstyrk innlends herafla er lýtur lögmálum rikjandi borg- arastéttar kæfðu hið volduga og djarfa ævintýr félaga Salvadors Allende i blóði. 1 nafni „laga og réttar” og með það i huga að „frelsa” Chile undan oki marx- ismans er valdi beitt gegn lýð- ræðislega kjörinni stjórn, sem haldið hafði i heiðri leikreglur rikjandi stéttar. Sú gamla góða röksemd bandarikjastjórnar var þarna i góðu gildi: þ.e. að til að vernda lýðræðið yrði að fórna lýð- ræðinu'. Þann 11. september komust til valda herforingjar sem á s.l. tveim mánuðum hafa sýnt umheiminum, að þeir eru engir eftirbátar fasista millistriðsár- anna. Chile i dag hefur mátt horf- ast í augu við ógnarstjórn, f jölda- aftökur, bókabrennur og fanga- búðir. Dagens Nyheter greinir frá þvi að 900 manns hafi verið tekin af lifi morguninn sem valdaránið var framið. Sjálf telur fasista- stjórnin að aðeins um 500 manns hafi verið tekin af lifi, en meira að segja bandariska upplýsinga- þjónustan telur töluna fjórfalt hærri. Fjöldamorðin við Tækni- háskóla rikisins og á iþróttaleik- vanginum i Santiago, auk fanga- búðanna á Dawson og á fleiri eyj- um undan strönd Chile, eru tákn þeirra fasisku laga og réttar, sem herforingjarnir eru fulltrúar fyrir. „Viðreisn” herforingjanna Stjórnarráðstafanir herfor- ingjastjórnarinnar sýna og vel hvers hag þessir menn bera fyrir brjósti: Þeir hafa numið úr gildi þá til- skipun Allende, er bauð að öllum börnum i fátækrahverfum skyldi hjara veraldar. þá tók það aðeins tvær klukkustundir. þar til mót- mælaaðgerðir gegn valdaráninu hófust viða um heim. 1 lok sept- ember komu saman 200 fulltrúar frá 57 löndum og 17 alþjóðasam- tökum, fulltrúar frá yst til vinstri til frjálslyndra hægrisamtaka, til fundar i Helsinki, þar sem hafin var skipulagning alþjóðlegrar „solidaritets-hreyfingar”. I Róm mynduðu alþjóðasamtök og flóttamenn frá Chile hjálparsjóð. Þessa dagana eru sendinefndir Chile-útlaga á fundaferðum til allra Evrópurikja og er ein slik nefnd væntanleg hingað um mán- aðamótin. Fjölmargar þjóðir hafa slitiö stjórnmálasambandi við Chile og boðið flóttamönnum landvist og fjárhagsaðstoð. En þótt fljótt og vel hafi verið brugð- ist við, þá er hætt við að dofni yfir þessu andófi er fram liða stundir eins og raun varð á i sambandi við baráítuna gegn herforingja- stjórninni i Grikklandi. En hvað sem um baráttuna gegn herforingjastjórninni verð- ur, þá skiptir höfuðmáli fyrir al- þýðu heimsins að hún geri sér Ijósa grein fyrir heimssögulegu gildi valdaránsins og taki til endurmats baráttuaðferðir sinar gegn heimsvaldastefnunni. Vinnubrögð f jölþjóöahring- anna, bandarikjastjórnar og eignastéttanna i Chile með herinn i fararbroddi sýna ljóslega að auðvaldið hikar ekki við að gripa til fasiskra stjórnhátta ef valda- aðstöbu þeirra er ógnað. Við- brögðin eru þau sömu og evrópskrar borgarastéttar á rnillistriðsárunum. Valdataka nasista i Þýskalandi fyrir 40 ár- um og valdataka herforingjanna i Chile á þvi herrans ári 1973 eru sæmbærilegar. Aður fyrr var vettvangurinn Evrópa, i dag þriðji heimurinn. 1 dag reynir á hvort sósialisk vinstrihreyfing hefur eitthvað lært. Ljóst er að Bandarikjastjórn leggur þann * * • V 0 Fasistasamtökin Partia og I.ibertad (Köðurland og frelsi). riskra fjölþjóðafyrirtækja eru i rómönsku Ameriku. Þá kemur fram að fjölmörg þessara fyrir- tækja eru umsvifameiri á fjár- málasviðinu en einstök riki. Framleiðsla þeirra tiu stærstu er um lslendinga við voldugar þjóð- ir, þá kemur margt keimlikt upp. Þannig hafa Chile-búar gert til- raun til að endurheimta yfirráð sin yfir mikilvægustu náttúruauð- lind sinni, koparnum, eins og við heimska stórveldis, og hér fyrir- finnast persónur er vel væru gjaldgengar i samtökunum Föð- urland og frelsi i Chile, enda tók fyrrnefndur prestlingur upp hanskann fyrir þau og kallaði þá Valdarániö í Chile og viöbrögð alþýðu Fyrir skömmu var ég staddur á fundi, sem helgaður var bar- áttunni gegn herforingjastjórn- inni i Chile. Einn ræöumanna tók þar svo sterkt til orða að segja að ,efekki tækist að velja alþjóðlega baráttu gegn fasistastjórninni i Chile, þá væri óhætt að fullyrða aö alþjóðahyggja verkalýðsins væri liðin undir lok”. Mér þótti þetta nokkuð stór orð, en við nánari ihugun komst ég að raun um, að það væri réttmætt að lita á valdaránið i Chile og viðbrögð al- mennings við þvi sem prófstein á samvisku heimsins. Ef við siðan hugum að viðbrögðunum hér norður við Dumbshaf, hugleiðum þyrnirósarsvefn islenskrar verka- lýöshreyfingar og skrif fjölmiðla, þá kemst maður ekki hjá þvi að spyrja sig, hvað orðið hafi af hug- tökunum samhugur og andóf. Þvi er þaö mikið fagnaöarefni, aðloks tveim mánuðum eftir valdaránið skuli islenskir stúdentar taka þátt i alþjóðlegum baráttudegi stúd enta gegn fasisma og efna til Chile-fundar. Prestlingur Morgunblaðsins En ekki er siður fróðlegt að kanna viðbrögð ihaldsaflanna er- lendis og bera þau saman við skrif málgagns bandariskrar heimvaldastefnu á Islandi. Þannig rakst ég nýlega á tilvitnun i timarit Jesúitareglunnar, sem gefiö er út I Róm. Þann 3. okt s.l. segir þar m.a. um valdarán hers- höfðingjanna i Chile: „Hers- höfðingjarnir hafa varið valda- ránið með þeirri nauðsyn að koma þyrfti á reglu i landinu. Af- leiðingin blasir við: dauðir, særð- ir, fangelsanir, bann á flokkunum o.s.frv. Verkefnið sem her- foringjarnir hafa sett sér er að vera dómarar sem kæmu reglu á, „að vinna yrði hafin á ný, bann við verkföllum, öruggar sam- göngur”. En sú regla mun vart duga, borgarar landsins eru kúgaðir til að hugsa allir eins, og frumstætt, og þeir eiga engan kost frjálsra hugsana”. Timarit Jésúitanna vitnar siðan i orð kardinálans i Santiago, Silva Enrikes: „Það verður að við- halda félagslegum umbótum til þess aöskapa jöfnuð I þjóðlifinu”. En siðan spáir timaritið hers- höfðingjunum þvi að þeir taki á sig þá áhættu að verða þess vald- andi að voldug örvæntingarfull bylting brjótist út, sem borin verði uppi af vonum hinna fá- tæku. Timaritið lýkur greininni með þvi að tjá Aalvador Allende virðingu sina og segir aö einnig ó- vinir hans verði að virða mannúð- legt hugarfar hans og að hann hafi gert allt til að forða landinu frá þvi versta. „Raunveruleiki Chile er fátæklingar landslin, mannlegur þroski þeirra er það mikilvægasta til að skapa félags- lega og stjórnmálalega festu”. Þannig ritar timarit þess hóps innan kaþólsku kirkjunnar, sem löngum hefur þótt málsvari hins svartasta afturhalds. En Morg- unblaðið og prestlingur þess eru kaþólskari en páfinn. Hið svo- nefnda „blað allra landsmanna” birti með forgangshraða eftirfar- andi ummæli: „Allir góðviljaðir menn ættu að fagna þessari gagn- byltingu, enda eru góðar vonir bundnar við það, að yfirmenn hersins i Chile — hingað til kunnir sem mestu lýðræðissinnar meðal suður-ameriskra herforingja — endurreisi þingræðisstjórn innan fárra messera, þegar búið er að friða landið og frelsa það undan oki marxismans”. Þannig voru viðhorf prest- lingsins sem að námi loknu hyggst boða landsmönnum ná- ungakærleik og kristilegt hugar- far! íslenskir fjölmiðlar og Chile Það er skemmst að minnast fyrstu viðbragða rikisreknu fjöl- miðlanna og furðulegra frétta- skýringa þeirra. Til að mynda hafa þessir fjölmiðlar aldrei hirt um að gefa aðra skýringu á dauða Allende en fyrstu sjálfsmorðs- söguna. Þann 24. sept. birti hins vegar þýska blaðið Spiegel viðtal við Hortensiu Allende, ekkju for- setans, þar hún sagði: „í Santiago létu herforingjarnir þann orðróm út ganga að maður- inn minn hefði framið sjálfsmorð. En sjónarvottar, sem með honum voru i forsetahö'llinni, og þeir, sem báru lik hans út úr forseta- höllinni, tjáðu mér, að sá orðróm- ur fengist ekki staðist. Þá sögðu dætur minar, sem kl. 10 að morgni þess 11. sept hittu hann i höllinni, að hann hafi þá verið með hjálm á höfði og sjálfvirka byssu i hendi. Þá hafði hann alltaf sagt við mig, að aðeins dauðan gætu þeir fjarlægt sig úr forseta- höllinni. Eg er sannfærð ura, að hann framdi ekki sjálfsmorð”. Hér á landi hafa fjölmiðlar hins vegar séð til þess, að almenning- ur hefur orðróm fasistanna fyrir hinn endanlega „sannleika”. Ef menn lesa ræðu Allende sem út- varpað var að morgni þess 11. september munu þeir komast að raun um, að sá er þann boðskap flytur, mun berjast til siðustu stundar. Valdaránið og ihlutun Bandarikjanna Bandarikjastjórn hefur leitast við að hvitþvo sig af allri ábyrgð á valdaráni herf or i ngjanna. Þannig birti talsmaður Banda- rikjastjórnar yfirlýsingu daginn eftir valdaránið þar sem segir: „Það er algerlega óyggjandi á hreinu, að stjórn Bandarikjanna og allar stofnanir bandarikja- stjórnar voru ekki — ég endur- tek ekki — viðriðnar valdatöku hersins" Hins vegar bera aðrar bandariskar heimildir með sér, að bandarikjastjórn hafi haft vit- neskju um valdaránið sólarhring áður. Þá spyrja menn einnig, hvort það hafi verið einskær til- viljun, að bandariskar flotadeild- ir voru einmitt á æfingu undan strönd Chile þann 11. sept. og vikurnar á undan voru deildir .úr Chile-her á sérstöku þjálfunar- námskeiði I Bandarikjunum. Þá hafði bandarikjastjórn allan valdatima Allende ekki stöðvað lánveitingar og aðstoð til Chile hers, þótt Chile væri að öðru leyti á bannlista. Segja má, að valda- ránið i Chile sýni, að banda. rikjastjórn hafi lært „snyrtilegri” Ihlutun i málefni þróunarlanda en hún beitti i Vietnam — að ósigur- inn þar hafi kennt henni að „sprengjudiplómati” kalli aðeins á andspyrnu, beita beri „snyrti- legri”og dulbúnari aðferðum. ís- lenskir fjölmiðlar reyndu að saka stjórn A)lende um hvernig ástatt væri i efnahagslifinu i Chile. Með þeirri ásökun sýndu fréttaskýr- endurnir aðeins, að þeir bera ekkert skynbragð á efnahagsleg- ar refsiaðgerðir heimsvalda- sinna, fremur en á lögmál skæru- hernaðarins i Vietnam. Þeir, sem hins vegar hafa fylgst með þróun mála i Chile s.l. þrjú ár, kannast við áætlanir þær sem fjölþjóða- fyrirtækið ITT lagði fyrir Kissinger, um hvernig skapa mætti efnahagsöngþveiti i landinu og hagnýta það til að skapa ólgu er herinn gæti hagnýtt sér. Hægustu heimatökin i þvi efni var aö stöðva allar lánveit- ingar til stjórnar Allende. Þegar Allende tók við völdum var in grætt i Chile fjóra miljarða dollara, þé þarf engan að undra þótt skuldaskilin byðu ekki uppá miklar bætur. Hins vegar greiddi stjórn Allende nýjum fyrirtækj- um er voru þjóðnýtt fullar bætur. Beittasta vopnið til að skapa efnahagsöngþveiti reyndist þó verða vörubilstjóraverkbannið. Land að lögun eins og Chile er mjög háð góðum samgöngum. Verkbann vörubilstjóra i októ- ber 1972 og i sumar hafði viðtæk áhrif og ól á óánægju millistéttar- innar, sem ekki gat uppfyllt neysluþarfir sinar. Sagt er að vörubilstjórarnir hafi haft meira fé milli handanna meðan á verk- banninu stóð en þegar þeir störfuðu, og orsök verkbanns þeirra sögðu þeir sjálfir skort á varahlutum sem Bandarikin voru raunar völd að, vegna erfið- leika á innflutningi á varahlutum i bandariska bíla. Segja má, að áætlun ITT, CIA og bandarikjastjórnar hafi þvi náð tilætluðum árangri þann 11. september s.l. ,,Sekt” Allende- stjórnarinnar En hvað höfðu Allende og stjórn hans til sakar unnið? I heimsálfu, þar sem 60% ibú- anna hafa aldrei bragðaö mjólk, þar sem 70 börn af 1000 deyja á fyrsta ári; i heimsálfu þar sem 37% ibúanna fá minna en 2000 hitaeiningar I fæðunni á dag og á hvern ibúa koma að meðaltali minna en 12 kiló af kjöti i fæðu á árij og 70% ibúa Rómönsk- Ameriku eru vannærðir og 170 miljónir ólæsir, þar er það dauða- sök að dómi eignastéttanna að veita hungruðum lifsvon. Að þjóðnýta mikilvægustu náttúru- auðlind Chile og skipta jarðnæði upp handa landlausri bændaal- gefin hálfur litri af mjólk á dag, en sú ráðstöfun hafði dregið mjög úr barnadauða. Þeir hafa lengt aftur vinnuvik- una úr 44 stundum i 48 og viðbót- ina skal meta sem þegnskyldu- vinnu. Hafinn er undirbúningur að þvi að afhenda koparauðhringunum aftur itök I koparnámunum. Gengið hefur verið fellt og verkföll bönnuð. Stjórn Allende hafði reynt að halda niðri verði á helstu neyslu- vörum. Eftir valdatöku herfor- ingjanna hefur kiló af sykri hækk- að úr 24 escudo i 120, mjólk úr 8 i 30 og brauð úr 11 I 40 escudo. Miilistéttin getur nú á ný fullnægt sinum neyslu- og gerviþörfum, en láglaunafólkið getur ekki lengur veitt sér brýnustu lifsnauðsynjar. Verkamaður þarf nú að greiða fyrir kjötkilóið einn tiunda af mánaðarlaunum sinum. Gjaldeyrisskortur háir ekki lengur stjórnvöldum i Chile, enda standa fulltrúar fjölþjóðafyrir- tækja og lánastofnana i biðröðum við stjórnarskrifstofurnar i Santiagó, bjóðandi gull og græna skóga. Alþjóðlegur samhugur með alþýðu Chile Þau vinnubrögð sem banda- riskir heimsvaldasinnar beittu gagnvart Chile með góðum árangri i stjórnartið Aiiende og sem urðu honum að falli voru þaö lymskuleg, að samviska alþýðu heimsins var ekki vakin til stuðn- ings við hina mikilvægu tilraun Allende. En hefur valdaránið og ógnarstjórn herforingjanna kom- iðaf stað alþjóðlegri baráttu gegn fasistastjórninni? Óhætt er að fullyrða, að sjaldan hafi verið brugðið eins skjótt við. Þótt það hafi tekið tvo mánuði að koma á Chile-fundi hér norður á skilning i friðsamlega sambúð, að vegna hættu á gereyðingarstyrj- öld, þá verði hún að gefa upp von- ina um að endurheimta þau svæði sem teljast til sósíalisku rikjanna, sætta sig við tilvist þeirra, aftur á móti skal righaldið i öil þau svæði og náttúruauðlindir sem auðvald- ið hefur i dag tangarhald á. Eftir hrakfarir bandariskra heims- valdasinna i Vietnam hafa þessi afturhaldsöfl ýmislegt lært og nú skal leita hefnda. I Santiagó telur auðvaldið bandariska sig hafa veitt þjóðfrelsisöflum þróunar- landanna verðuga lexiu, þannig meðferð fái hver sú þjóð, er dirf- ist að hrófla við valdastöðu þeirra. Nú riður aftur á móti á, að verkalýður heimsins kunni að móta þær baráttuaðferðir og mvnda þá alþjóðlegu samstöðu sem einar duga gegn slikum ógn- unum. Hættan af fjölþjóðahringum Atburðirnir i Chile hafa einnig varpað skýru ljósi á þær hættur sem verkalýð heimsins stafa af fjölþjóðlegum hringum. Gera verður ýtarlega úttekt á starfsað- ferðum þeirra og itökum og efja alþjóðlega baráttu gegn þeim. A þingi Sameinuðu þjóðanna árið 1972 vakti Allende máls á hætt- unni er stafaði af starfsemi þess- ara fjölþjóðlegu fyrirtækja og fletti ofan af vinnubrögðum ITT i Chile' Þetta varð til þess að S.Þ. efndutil ráðstefnu um þessi fyrir- tæki og hafa Sameinuðu þjóðirnar nýlega birt skýrslu um fjölþjóða- samsteypurnar, sem nú ógna sjálfstæði einstakra rikja. Þar kemur m.a. fram að átta af tiu stærstu samsteypunum eru með höfuðstöðvar sinar i Bandarikj- unum. Einn þriðji hluti starfsemi þeirra fer fram i þróunarlöndun- um og 70% af útibúum banda- árið 1971 meira virði en þjóðar tekjur rúmlega áttatiu rikja eða 3 miljarðar $. Þessi auknu umsvif hljóta að verða þess valdandi að verkalýðshreyfing heimsins verðuraðtaka upp ný vinnubrögð og nánara samstarf út yfir þjóð- leg landamæri, jafnframt þvi sem þjóðfrelsisöfl þriðja heimsins sjá á framferði ITT, að þessi óþjóiV legu fyrtæki svifast einskis, þau lúta eingöngu lögmáli gróða- hyggjunnar. Ilvað um þingræðisleiðina? Margir hafa viljað draga þá á- lyktun af valdaráninu i Chile að hin þingræðislega tilraun Allende tii að koma á sósialisma hafi ver- ið óframkvæmanleg og sanni að aðeins alræði öreiganna geti tryggt sósialiskri stjórn völdin. Um það atriði vil ég að sinni aðeins segja, að vissulega hafi þessi tilraun sýnt ljóslega þær hættur og erfiðleika sem við er aö etja, ef stjórna á á grundvelli borgaralegra leikreglna. Hins vegar er ekki hægt að alhæfa og, vegna ósigursins i Chile, að full- yrða að þingræðisleið sé þvi ekki fær fyrir aðrar þjóðir. íslendingar og valdaránið i Chile Að lokum vil ég leyfa mér að varpa fram einni spurningu og reyna að leita svara við henni: Hvað varöar okkur lslendinga um örlög litillar þjóðar á suðurhveli jarðar? Þannig hugsar ef til vill margur og enn fleiri segja sem svo, að ekki stoði fyrir vanmáttuga ein- staklinga hér á noröurhveli að hreyfa andmæium. En þegar bet- ur er að gáð og verður saman- burður á baráttu hinnar dugmiklu þjóðar suöur i Chile og samskipt- höfum reynt að ná yfirráðum yl'ir mikilvægustu náttúruauðlind okkar, fiskimiðunum. Báðar þjóðirnar reka sig á viðbrögð stórvelda heimsvaldasinna, þeg- ar hrófla á við hagsmunum þeirra. A meðan við glimdum við Unilever, 10. stærstu fjölþjóða- samsteypu heims, stóð Chile i ör- lagarikri baráttu við ITT, Kenne- cott og Anaconda. Og bæði rikin höfðu innan sinna landamæra borgarastétt, er-skorti alla þjóð- lega reisn og sem reiðubúin var til samstarfs og samninga við er- lenda auðdrottna. Baráttan fyrir yfirráðaréttinum yfir eigin nátt- úruauðlindum er fyrst og fremst sjálfstæðisbarátta smáþjóðar gegn alþjóðlegu auðvaldi og imperialistiskum stórveldum.en i Chile tók þessi barátta á sig ó- hugnanlega mynd og afdrifarikan endi. Viðbrögð bandarisku heimsvaldasinnanna og starfsað- ferðir leyniþjónustunnar sýna vei, að Bandarikin sleppa ekki fúslega þeim yfirráðum, né áhrif- um, sem þau einu sinni hafa náð. Þetta færir tslendingum heim sannindin um það, að rétt sé að varast barnalega bjartsýni i við- ureign okkar við fulltrúa Penta- gon hér á landi. Bandarikjastjórn mun, áður en hún neyðist til að hafa sig á brott með vighreiðrið á Miðnesheiði, nýta öll áhrif og jafnvel beita hótunum til að reyna aðhalda i aöstööu sina hér. Þræö- ir hermangsgróðans liggja viða, einnig inn i raðir þeirra er kalla sig vinstri menn. Áróöursmáttur bandarisku heimsvaldasinnanna er einnig mikill, eins og við höfum séð i útbreiddasta blaði landsins, sem hafið hefúr áróðursherferð fyrir Pentagon siðustu daga i anda kreddufestu kalda striðsins. Andstæðingar bandariskrar her- setu á tslandi skyldu varast að vanmeta áhrifamátt hins vestur- innan þeirra vébanda göl'ug- menni. liins vegar hafa atburðir sið- ustu vikna, jafnt i Chile sem Watergatc, orðið islenskum vinstrimönnum hvatning að herða sóknina i baráltunni gegn bandariskum herslöðvum á tslandi. 1 þeirri baráttu er loka- sóknin nú hafin. Orslitin kunna að ráðasl á næstu vikum og mánuð- um. Barátlan fyrir brottför hers- ins er jafnframt raunhæfasti sluðningur okkar við Alþýðu Chile. Her i Chile, her i Indó-Kina, her á Miðnesheiði og 3000 banda- riskar herstöðvar um allan heim allar þessar hersveitir gegna einu og sama hlutverkinu: Aö vernda hagsmuni bandariskra auðdrottna og gera þessu vestur- heimska stórveldi kleift að gegna hlutverki varðhundsins gegn þjóðfélagsbyltingum — að gæta þess að vannærð alþýða heimsins svipti ekki heimsvaldasinnana þeirri aðstöðu að ganga óhindrað- ir i náttúruauðlindir annarra. Ef lslendingar vilja vera sjálfum sér samkvæmir i baráttunni fyrir verndun náttúruauðlinda, þá ber þeim að skipa sér á bekk með samherjunum, alþýðu þriðja heimsins, styðja baráttu hennar gegn rányrkju auðvaldsrikjanna og fjölþjóðlegra fyrirtækja á nátt- úruauðlindum. tslendingum ber skylda til að sýna samhug og þjóðlega reisn. Það gerum við best með þvi að framkvæma uppsögn hernáms- samningsins og segja skilið við herpaðarbandalag nýlendukúg- ará. Sókn i baráttunni fyrir brottför hersins er þvi besta framlagið sem islenskir stúdentar geta lagt af mörkum á alþjóðlegum bar- áttudegi stúdenta gegn heims- valdastefnunni. I'

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.