Þjóðviljinn - 06.12.1973, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 06.12.1973, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN IFimmtudaKur li. desemher l!)7:i. FÉLAGSLÍF Borgfirðingafélagiö minnir félaga og velunnara á aö skila munum á basarinn 9. des. n.k. hið allra fyrsta til Ragnheiðar sima 17328, Guðnýjar sima 30372 og Ragn- heiðar i sima 24665. Kvenfélag Hreyfils Fundur fimmtudag 29. nóv. kl. 20.30 i HreyfilshúSinu. Sýndar verða myndir úr sumarferða- laginu. t>ær konur, sem tóku myndir, taki þær með. Mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Minningarkort Styrktarfélags vangefinna fást á eftirtöldum stöðum : Bókaverslun Snæbjarnar, Ilafnarstræti Bókabúð Braga, llafnarstræti Versluninni lllin, Skólavörðu- stig Bókabúð Æskunnar. Bauga- vegi og á skrifstofu félagsins að I>augavegi ll,simi: 15941. DJOÐVIUINN Blaðberar óskast á Seltjarnarnes Grimsstaðarholt Háskólahverfi Hverfisgötu Sundlaugaveg Nökkvavog Hraunbæ Skipholt Stórholt Þjóðviljinn simi 17500 Og 17512. SKIPAUTGCRB RIKISINS M/s Baldur fer frá Reykjavik mánudaginn 10. þ.m. til Breiðaf jarðarhaf na. Vörumóttaka: fimmtu- dag og föstudag. Dönsku Framhald af bls. 16. skipan og vinnubrögð þeirra flokka, sem stjórnað hafa til skiptis undanfarin kjörtimabil. — Gæti þessháttar komið fyrir á tslandi að þinu áliti? — Eg held að það sé engin leið að draga hliðstæður milli danskra stjórnmála og islenskra: þar er umtöluvert mismunandi viðfangsefni að ræða. En að minnsta kosti sýnir þetta þörfina á þvi, að flokkar, sem orðnir eru gamlir i hettunni, lagi vinnubrögð sin meira en gert hefur veriö að nýjum kröfum, sem rás timans gerir til stjórnmálanna. Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubanda- lagsins: Hin megna pólitiska óánægja og leiði á forustumönnum danskra stjórnmála, sem kosningarnar þar i landi bera vitni um, á sér vafalaust margar orsakir. Almenningur hefur ekki orðið var við, að innganga Dan- merkur i Efnahagsbandalag Evrópu hefði i för með sér þann búhnykk, sem lofað hafði verið, heldur hefur reyndin orðið þver- öfug. Vonbrigðin valda megnri vantrú á forustunni, einkum meðal sósialdemókrata og hægri manna. Einnig hefur verðbólgan vafa- laust haft mikil áhrif, þótt hún sé að verulegu leyti af erlendum toga spunnin, en þar eins og i mörgum öðrum löndum iendir ábyrgðin af hinni gifurlegu al- þjóðlegu verðbólgu á þeim, sem með völdin hafa farið, þ.e. á sósialdemókrötum og SF. En ég held ekki, að lukku- riddarar eins og Glistrup og Jakobsen verði langlifar stjörnur á himni danskra stjórnmála. Vonbrigðin vcrða sjálfsagt ekki minni en hin barnslega eftir- vænting, sem nú virðist hafa gripið um sig meðal danskra kjósenda við óvenjulegar aðstæður. Magnús Jónsson, vara- lormaöur Sjálfstæðis- iiokksins: Frá minum bæjardyrum séð virðist þetta benda til mjög alvar- legrar upplausnar i dönskum stjórnmálum. Fljótt á litið er að sjá, að straumurinn liggi til hægri, þar eð báðir þessir nýju flokkar, sem ná þessum miklu áhrifum virðust vera þeim megin. Annarer klofningsflokkur úr jafnaðarmannaflokknum og að þvi er virðist heldur úr hægra armi þess floks, og hinn, ef flokk Auglýsingasíminn er 17500 UNDRALAND ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst, skoppar, tistir og brunar: Fjölbreytt úrval. Komið, sjáið, undrist i UNDRALANDI ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Gamli bærinn Innan ABR hafa um skeið verið starfandi þrir umræöuhópar, er gert hafa frumathuganir á ýmsum þáttum borgarlifsins vegna stefnuskrár- gerðar ABR fyrir kosningarnar i vor. Föstudagskvöldiö 7. des. boðar sá hópur, er fjallað hefur um skipulag og uppbyggingu borgarinnar, til opins fundar að Grettisgötu 3. Umræðuefnið verður: Vandamál við verndun og uppbyggingu gamla bæjarins. skyldi kalla, er samansettur af mönnum, sem eru ákaflega andvigir öllum rikisafskiptum, nánast hverju nafni sem þau nefnast. Hverjar afleiðingar þessara kosninga verða, er auð- vitað ómögulegt um aö spá nú, en þetta hlýtur að merkja eitthvert millistig i þróuninni. Ekki er gott um það að segja á þessu stigi hvort þetta eru að einhverju leyti afleiðingar velferðarþjóðfélag- sins, en meðal annars sýnist þetta benda til þess aö fólk almennt sé ákaflega andvigt skattaálögum tii opinberra þarfa. Mér sýnist ástæða til að gefa að þessu gaum, þar sem hér er um m jög þroskaða þjóð að ræða. Af þeirri ástæðu lit ég svo á að við þurfum að huga vel að þvi hvaöa raunveruleiki sé hér að baki og hvaða tilfinningar eru hér helst að brjótast fram. betta getur auðvitað ekki orðið til frambúðar, vegna þess að þessir nýju flokkar virðast ekki eiga sér neinn traustan grundvöll, og flokkakerfið þar að auki nú orðið svo flókið, að um einhverja upp- stokkun flokkakerfisins eða algert öngþveiti er að velja. — Þar eð Sjálfstæðisflokkurinn er til hægri i stjórnmálunum hér, telurðu þá likur á þvi að hann snúi stefnu sinni enn meira til hægri með hliösjón af þessum úrslitum i Danmörku? — Ég hef enga trú að þvi að það breyti hans afstöðu i megin- atriðum. Hitt er annað mál að ég hygg að öllum flokkum væri hollt að draga af þessu vissa lærdóma. Norðurlöndin hafa verið talin fremst i röð þróaðra þjóðfélaga, svo að nauðsyn ber til að fylgjast með þvi hvert þau stefna, og hvaða áhrif, sem sú grundvallar- stefna, sem þar hefur verið fylgt, virðist hafa á hugi fólksins. Annaðhvort virðist hér vera um að ræða þreytu á þessu stjórnar- fari almennt eða þá einhvern pólitiskan uppreisnaranda, sem maður veit ekki hvert kann að leiða. En satt best aö segja hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei dregið sérstaklega dám af erlendum stjórnmálum og er ekki tengdur erlendum stjórnmála- samtökum, þannig að hann hlýtur áfram að móta afstöðu sina eftir innlendum viðhorfum. Kötlugos Framhald af bls. 3. inu undanfarin ár. Hann sagði i gær að jarðskjálftahrinur eins og nú hefðu fundist, siðan 25. nóv. sl., hefðu oft komið áður undanfarin ár. Til að mynda heföu komið mjög miklar hrinur 1966 en þær svo liðið hjá án goss. — Þess vegna l'innst mér ekki ástæða til að óttasl gos nú frekar en olt áð- ur. Ilitl er annað mál að timi Kötlu mun vera kominn og þvi full ástæða til að vera á verði. Eins er hitt að l'erli þeirra jarð- skjáll'ta sem verið hala þarna að undanförnu er þess eðlis að á- stteða er til þess að fyigjast vel með öllum mælitækjum á svæð- inu. sagði Ragnar. en ástæðulaust að spá gosi nú frekar en áður, svona hrinur hafa oft komið á undanförnum árum og alveg eins iniklar og nú. — S.dór. Hrakfarir Framhald af bls. 1 sem missti nær helming kjós- enda- og þingfylgis sins, en enn meiri athvgli vekja þó ófarir sósialdemókrata, sem frá þvi á millistriðsárunum hafa verið þungamiðjan i dönskum stjórn- málum og stundum haft hreinan meirihluta i þinginu. Nú hafa þeir aðeins fjórðung kjósenda á bak við sig, og er erfitt að sjá annað en forustuhlutverki þeirra i dönskum stjórnmálum sé lokið i bráð. Anker Jörgensen hefur þegar gengið á fund drottningar og tilkvnnt henni lausnarbeiðni stjórnar sinnar. og er talið ólik- legt að hann taki að sér að revna að mvnda nýja stjórn. Alls greiddu atkvæði i kosningunum 3.052.844 manns eða 88.2 af hundraði kjósenda. en 1971 greiddu 87.2% atkvæði. Eftirtektarvert er að flokkarnir til vinstri við sósialdemókrata hafa haldið sinu nokkurnveginn, þar eð fylgið, sem Sósialiski þjóðarflokkurinn tapar nú, svarar nokkurnveginn til aukningarinnar hjá kommúnistum. 17. júni Framhaid af bls. 1 loforð um brottför Bandarikja- hers frá tslandi að striðslokum. Nú spyrjum viö Morgunblaðið: Var það Kóreustriðiö 1951 eða rússnesk herskip á Atlantshafi 1973, sem réðu áformum Banda- rikjamanna 1944 um að veita tslendingum ,,vernd” sina á friðartlmum? Hvað hefðu tslendingar sagt 17. júni 1944, ef Bandarikjamenn hefðu sýnt okkur sitt rétta andlit? Sþ Framhald af bls. 7. þjóða almennt og Rhódesiu- málsins sérstaklega, en við túlkuðum ekki orðalag tillög- unnar sem kröfu um valdbeit- ingu. Ég tel sóma að þvi að við skyldum standa að samþykkt til- lögunnar, en hún hlaut um 100 atkvæði i nefndinni. Aðeins þrjú riki voru á móti, Bandarikin, Bretland sjálft og Portúgal (S- Afrika tekur ekki þátt i svona), en auk Norðurlanda sátu nokkur riki hjá eins og Vestur-Þýskaland, Holland og ttalia. — Hafði afstaða okkar áhrif? — Ég er nú hræddur um það'. Norski fulltrúinn var mjög leiður ylir þvi að hann skyldi ekki vera búinn að fá heimildir til að haga sér eins og við, en atkvæða- greiðsluna bar brátt að. Allar likur eru til að bæði Noregur og Kinnland samþykki tillöguna þcgar hún kcmur fyrir allsherjar- þingið. — Hvað viltu segja að lokum? — Mér fannst mjög fróðlegt að fylgjast með störfum allsherjar- þingsins og nefnda þess i þessar 5 vikur sem ég dvaldist vestra. Ég sannfærðist enn betur en áður um það, hvilika hauka við eigum i horni, þar sem eru nýfrjálsar þjóðir i Afriku og önnur riki þriðja heimsins. Milli okkar getur skapast dýrmætur gagnkvæmur stuðningur, og við þurfum á þvi að halda. Með tilliti til þessara nýju viðhorfa er utanrikisþjónusta okkar úrelt að skipulagi, þvi hún er miðuð við gamla heiminn. Sér- staklega þykir mér brýnt að komið sé upp sendiráði i Afriku. Þar eru 42 riki en ekkert islenskt sendiráð. Stjórnmálasamband er aðeins við 4 riki (það fimmta er á leiðinni), en það er svo falið sendiskrifstofum okkar i gömlu nýlenduveldunum i Evrópu. Hagsmunir okkar krefjast þess að hér verði breyting á. hj— Skólakerfi Framhald af bls. 9. kennslubækurnar. ()g þar eiga þeir. sem skikkaðir verða, aldeil- is verk fyrir höndum, þvi i kennslubókunum, sem nú eru not- aðar. er bókstaflega meira og minna morandi af lordómum, úr- eitum hugsunarhætti. hefðbund- inni hlutverkaskipan Irá siðustu öld, verkaskiptingu á heimili og vinnustað, sem konur berjast nú gegn og eru óðum að losna um. — karlmannasumfélaginu. sem ætla mætti að höfundar hefðu i huga að viðhalda, en er þarna sjálfsagt meira af hugsunarleysi en með vitund og vilja. Þetta er svo sem ekki einsdæmi i kennslubókum islenskra skóla. en meðan málin eru rædd og jafn- vel unnið af opinberri hálfu að endurskoðun með jafnréttið i huga i nágrannalöndunum. heyr- ist alltof litið um þessi mál hér og ekkert frá viðkomandi vfirvöld- um. Nokkrir kennarar — konur. — hafa vakið máls á þessu á- standi skólabókanna hér i blaða- og timaritsgreinum. en ekki er að sjá. að opinberir aðilar hafi kippt við sér. Þegar nýju lögin um skólakerfið hafa verið samþykkt og taka gildi,hlýtur endurskoðun skólabókanna að vera með fyrstu verkum. sem setja þarf vel starf- hæfa og fordómalausa nefnd i að hafa yfirumsjón með. —vh t næstu viku verður sagt frá skyndikönnun nokkurra rauð- sokka i gagnfræðaskóla á kennslubókum sinum s.l. vetur. Farþegaskip Framhald af bls. 4 að koma á norrænni samvinnu um málið. Upphaf málsins innan Norður- landaráðs má rekja til tillögu, er Magnús Kjartansson, núverandi iðnaðarráðherra, flutti þar fyrir N nokkrum árum er hann átti sæti i samgöngunefnd ráðsins. Siðan hefur málið verið þar á dagskrá og samþykkt hefur verið ýtarleg álitsgerð þar sem skýrt kemur fram þörfin fyrir reglu- bundnar skipaferðir milli land- anna. Sagði Svava. að ekki vantaði nema herslumuninn til að koma á fót rekstri farþegaskips á sam- norrænum grundvelli og það teldi hún æskilegt. Eystcinn Jónsson fagnaði til- lögunni og taldi það rétt athugað hjá flutningsmanni að heimahöfn sliks skips ætti að vera á Aust- fjörðum, og tillagan bæri vott um góðan skilning á gerbreyttum viðhorfum, sem lagning hring- vegarins hefði i för með sér. Hclgi Scljan fagnaði tillögunni og sagði, að hún væri eins og töluð út úr sinu hjarta. llann minnti á að árið 1957, er hann sat sem varamaður á þingi, hafi hann ein- mitt flutt tillögu um fastar skipa- ferðir milli Austfjarða og annarra landa, og slikar ferðir hafi jafnan veriö sér mikið áhugamál. Helgi sagði, að tilkoma hringvegarins nýja hefði ekki eingöngu stórkost- leg áhrif á samgöngur hér innan- lands, heldur einnig á samgöngur við útlönd. Gils Guðmundsson sem á sæti i samgöngunefnd Norðurlandaráðs sagði, að innan nefndarinnar væri mikill áhugi fyrir þvi, að Norður- ' lönd sameinuðust um rekstur far- þegaskips, er héldi uppi sigling- um á þann hátt, sem hér væri rætt um. Auk tslendinga hefðu Norð- | menn sýnt málinu mestan áhuga, | en nokkurrar tregðu gætti hins | vegar hjá sumum dönsku fulltrú- ■ anna. Gils minnti á, að af öllum Norðurlandaþjóðunum ættu Fær- eyingar mest undir þvi komið, að reglubundnar ferðir farþegaskips kæmust á, og sennilega væri á- huginn á málinu hvergi meiri en þar. Vel meint IFramhald af bls. 2. dagsblaði Þjóðviljans, þá geta börn orðið bæði bæld og beisk, og áhöld um. hvort er lakara. Þetta getur orðið af litlu tilefni, svo litlu, að við gerum okkur ekki grein fyrir þvi, og það getur lika stafað af veigameiri ástæðum, það geta meirað segja myndast komplexar, sem þörf er að leysa. Þá geta svona sögur einmitt verið sannkallaður lifselexir. Bannið lifir i huganum það sem gerist i sögunni. Þannig réttir það hlut sinn á vissan hátt. Börn gera minni greinarmun á hugmyndum sinum og raunveruleika en full- orðið fólk. Þetta verður likast þvi að hreinsa gröft úr kýli. Hins veg- ar hefur saga ekki eins djúp áhrif til eftirbreytni og t.d. kvikmynd. Það ættu allir uppalendur að hafa i huga. En það er fleira. sem ber að þakka. en sagan hennar Olgu Guðrúnar. Ég hef ekki haft minni ánægju af öllu fjaðrafokinu kring- um þetta mál. en af sögunni sjálfri. 1 flestum okkar býr ein- hver skollans demón, sem iðar i skinninu af ánægju. þegar náunginn verður að athlægi. Les- endabréfin i Morgunblaöinu. að ógleymdu framlegi þeirra Magnúsar Þórðarsonar og Þor- valdar Garðars. hafa skemmt öll- um. sem hafa óspillta kimnigáfu. Ég undrast mest. hve fáir hafa kunnaö að meta öll þau skemmti- legheit. Það er jafnvel svo að sjá. að útvarpsmennirnir okkar hafi ekki i sínum fórum nægilegan hú- mor til að njóta þessa frábæra skemmtiatriðis. Þeir mættu gjarnan treysta meira á eigin dómsgreind en á bréfin frá ,,hús- móðurinni i Vesturbænum". Oll þessi frábæru skemmtilegheit vil ég hér með þakka lika. Það er ekki oft. sem Mogginn er svona skemmtilegur. Siglufirði 29. nóv. Illööver Sigurðsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.