Þjóðviljinn - 08.12.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.12.1973, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN Laugardagur 8. desember 1973. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gef"''- J simsvara Læknafélags Reykja vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Helgar-, kvöld- og næturþjónusta lyfjabúða i Reykjavik 7.des. — 13. des. verður i Laugavegsapóteki og Holtsapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans' er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Ráðherraráðstefna Nató: Kólnar milli N ató-ríkj a BRUSSEL 7/12 — Sérfræðingar um Nató-mál hafa fyrir satt að klofningurinn, sem kominn er upp milli Bandrikjanna og evrópskra Natórikja, muni allmjög setja svip sinn á ráðherrafund banda- lags þessa, sem nú er hafinn i Brussel. Er talið að fulltrúar sumra Evrópurikjanna muni á fundinum vekja máls á þvi hátterni Bandarikjastjórnar að gera allan herstyrk sinn alkláran til striðs á Enn mikil stríðshœtta við Súes KAtRÖ, TEL AVIV 7/12 — Stjórnarblöðin i Egyptalandi héldu þvi fram i dag, að trú- lega brytist út strið i Austur- löndum nær i fimmta sinnið, ef tsrael ekki samþykkti að draga lið sitt vestan Súes- skurðar austurfyrir skurðinn. 1 Tel Aviv telja menn einnig mikla hættu á nýju striði. Egyptar hafa þó gefið til kynna að þeir muni taka þátt i friðarráðstefnunni i Genf, sem á að hefjast átjánda desem- ber. Finnskir friðargæsluliðs- menn lentu i eldlinunni milli Egypta og tsraelsmanna i dag, er þeir skutusl á við Súes- borg. Enginn Finnanna særð- ist, og mátti það að sögn kall- ast mikil heppni. Skothriðin stóð yfir i stundarfjórðung, og var þetta eitt það alvarlegasta af vopnahlésbrotunum til þessa, en þau hafa upp á sið- kastið komið fyrir daglega. dögunum, þegar tsraelar og Arabar börðust, en eins og kunn- ugt er þótti þá liggja við borö að þriðja heimsstyrjöldin hæfist. Evrópsk Nató-riki létu þá þegar I ljós mikla óánægju með umrætt tiltæki Bandarikjastjórnar, sem stefndi Vestur-Evrópu i mikla hættu vegna bandariskra her- stöðva þar, sem viðbúnaöarskip- unin var gefin án þess að svo litið væri látið að tilkynna banda- mönnunum i Nató um það áður. Eins og menn muna brást Banda- rikjastjórn hin versta við gagn- rýni bandamanna sinna, kvað þá hafa svikiö sig á örlagastundu og var alveg sérstaklega harðorð i garð Vestur-Þýskalands. James Schlesinger, varnar- málaráðherra Bandarikjanna, flutti ræðu i dag á ráöstefnunni og reyndi að afsaka viöbúnaðartil- skipun Nixons. Annars snýst ráð- stefnan mikið til um reksturinn á bandariska hernum f Evrópu, en hann telur um 310.000 manns. Bandarikin hyggjast nú i sparn- aðarskyni og vegna breyttrar hertækni leggja niður allnokkrar herstöðvar viða um heim, og eru þvi aðeins reiðubúnir að hafa á- fram jafnf jölmennan her i Evrópu að evrópsku Nató-rikin borgi brúsann. Að afloknum fundi, sem haldinn var fyrir lukt- um dyrum i gær, var tilkynnt að tíuevrópsk Nató-riki (Frakkland, tsland og Portúgal undanskilin) myndu auka fjárframlög sin til hermála um tvo miljarða dollara á komandi ári. 1 ráðstefnunni taka þátt varnarmálaráðherrar allra Nató- rikja nema Frakklands, sem að mestu hefur haldið sér fyrir utan hermálasamstarf bandalagsins frá þvi á tið de Gaulle, og ts- lands, sem engan her hefur og þar af leiðandi engan varnarmála- ráðherra. Af tslands hálfu tekur ambassador þess hjá Nató þátt i ráðstefnunni. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Miðst jórnarfiindur Fundur er boðaður i miðstjórn Alþýðubanda- lagsins mánudaginn 10. des. kl. 20.30 að Grettisgötu 3. Dagskrá: 1. Kosning starfsnefnda miðstjórnar 2. Efnahagsmálin og kjarasamningarnir 3. Herstöðvarmálið Ragnar Arnalds Gamli bærinn Innan ABR hafa um skeið verið starl'andi þrir umræðuhópar, er gert hafa frumathuganir á ýmsum þáttum borgarlifsins vegna stefnuskrár- gerðar ABR fyrir kosningarnar i vor. Föstudagskvöldiö 7. des. boðar sá hópur, er fjallað hefur um skipulag og uppbyggingu borgarinnar, til opins fundar að Grettisgötu 3. Umræðuefnið verður: Vandamál við verndun og uppbyggingu gamla bæjarins. Messías fluttur í þriðja sinn í dag Flutningur Söng- sveitarinnar Filharmóniu og Sinfóniuhljómsveitar Islands á Messiasi Handels er mikils- háttar tónlistarviðburður. Viðtökur á hinni vönduðu túlkun verksins, semdr. Ró- bert A. Ottóson stjórnar, hafa verið með afbrigðum góðar og aðsókn svo mikil, að verkið er flutt i þriðja og siðasta sinn i Háskólabiói i dag. Verkið hefur verið flutt þrisvar áður hér á landi, fyrir tiu árum af sömu aðilum og nú og svo árin 1940 og 1946. Allt frá i fyrsta sinn hefur þetta verk með nokkrum hætti verið einskonar mælikvarði á stór- hug tónlistarfólks i landinu og Robert A. Ottóson áhuga almennings. Þeir sem hlýddu á Messias i fyrri viku hafa lokið upp einum munni um að einstaklega vel hafi til tekist. t söngsveitinni Filharmóniu eru nú um 150 manns ög alls taka um 200 manns þátt i fliitningi verksins. Dr. Róbert A. Ottóson hefur stjórnað Söngsveitinni Filharmóniu allt frá þvi hún var stofnuí haustið 1959. Að undanförnu hefur sveitinni borist drjúgur liðsauki af ungu fólki. Ein- söngvarar eru þau Hanna Bjarnadóttir, Kristinn Halls son, Ruth Little Magnússon og Sigurður Björnsson. GRIKKLAND: Hvatt er til samstöðu st j órnmálamanna gegn ógnarstjórninni AÞENU 7/12. — Dimitrios Papaspýros.sá er siðastur manna var forseti griska þjóðþingsins, deildi i dag harðlega á hina nýju valdhafa fyrir að draga ckkert úr einræðinu i landinu. Papaspýrú er i svokölluðum „iiberaldemó- kratiskum" flokki. Hann benti á að herlög giltu enn i landinu og að herdómstólar færu sinu fram. Ennfremur vakti Papaspýrú athygli á þvi að stúd- entar, háskólakennarar, fyrr- verandiþingmenn, liösforingjar, lögmenn og listamenn sætu enn fangelsaðir þótt aldrei hefði verið kveðinn upp yfir þeim dómur. Þeir fangelsuðu fá ekkert sam- band að hafa við fjölskyldur sinar. Papaspýrú hvatti stjórn- málamenn til samstöðu i þvi skyni að bæta úr ástandinu, og réðist sérstaklega á ofsóknir einræðisstjórnarinnar gegn blöðunum, en nýlega hefur hald verið lagt á eignir blaðsins Vradýni. IB-málið: Harðorð mótmœli norskra rithöfunda og blaðamanna OSLÓ 7/12. — Fjöldi norskra rithöfunda, blaðamanna og fólks vinnandi að útgáfustarfsemi hefur skrifaö Olof Palme, for- sætisráðherra Sviþjóðar, mót- mælabréf gegn handtöku sænsku blaðamannanna Jan Guillou og Peters Bratt, sem sænska rann- sóknarlögreglan fangelsaði vegna uppljóstrana þeirra um hina ólöglegu leyniþjónustu- stofnun IB. Ilinir norsku rithöfundar og blaðamenn segja meðal annars i bréfi sinu að þeir hafi verið svo barnalegir að halda að atburðir sem þessir gætu ekki skeð i landi eins og Sviþjóð. — Við vissum ekki annað en að prentfrelsi væri tryggt i stjórnarskrá Sviþjóðar, og að lögregluaðgerðir á borð við handtöku blaðamannanna gætu ekki átt sér stað i þessu nágrannalandi okkar, stendur i brefinu. — Bréfritarar leggja áherslu á að aðfarir sænsku lögreglunnar og ákæruvaldsins gegn blaðamönnum séu i algeru ósamræmi við skandinaviskar erfðavenjur, og ennfremur spyrja þeir hvenær þjóðfélagsgagnrýni hafi farið að teljast til njósna. Flokkurinn Leikbrúðuland, sem sýnt hefur brúðuleikþættina um Meistara Jakob undanfarna sunnudaga við góðar undirtektir yngstu leikhúsgestanna, mun nú hefja fastar sýningar á laugar- dögum lika. Verður fyrsta laugardagssýningin i dag kl. 3, á sama tima og á sunnudögum, að Frikirkjuvegi 11, kjallara. Happdrættí Þjóðviljans 1973 Um árabil hefur verið haldin svokölluð Eystrasalts- vika i Rostok i Þýska alþýðu- lýðveldinu i byrjun júli. Þátttakendur skipta þúsundum og koma frá þeim rlkjum, er eiga lönd að Eystrasalti. Fulltrúar frá tslandi hafa löngum sótt þessa ráðstefnu, enda er samvinna þeirra við ýmsar Eystrasalts- þjóðir, t.d. Norðurlöndin, umtalsverð. Mörg málefni eru rædd á Eystrasaltsvikunni. Þáttak- eiidum er skipt eftir starfs- hópum. Þannig koma saman verkamenn. þeir sem vinna við borgarstjórn og heima- vinnandi húsfreyjur, svo að eitthvað sé nefnt. Listasýningar blómstra i Rostock þessa viku. tslenskir málarar tóku t.d. þátt i mál- verkasýningu þar i fyrra. Rostock er gamalgróin borg, og þar má sjá margar menjar fornrar frægðar. Borgin var mjög illa leikin i siðustu heimsstyrjöld, en Ibúar hennar hafa byggt upp mikið af gömlum byggingum i elsta hluta bæjarins, þannig að enn má þar komast i snert- ingu við gömlu Rostock Hansakaupmannanna. Fjórði vinningur i happdrætti Þjóðviljans er að þessu sinni ferð til Rostock fyrir tvo og dvöl á Eystra- saltsvikunni. Verðgildi þessa vinnings er kr. 50.000.00. Dregið á Þorláksmessu Skrifstofan Grettisgötu 3, sími 18081. Eflið Þjóðviljann! Gerið skil!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.