Þjóðviljinn - 15.12.1973, Síða 7
Laugardagur 15. desember 1!)7:!. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7
Sitt af hverju tagi
Ég væri brotin
væri ég gler
Þriöja bindi Þjóðsagnabókar
Sigurðar Nordals kom út á dög-
unum. Þótt frumsmiðar margs-
konar riði mjög húsum þessa
daga eins og siðvenja er og heimti
að þær séu lesnar, þá freistast
maður samt til að eiga stolna
stund með þessum ágæta grip:
rifja upp kynni af útlegumönnum,
ævintýrum, viðburðasögum,
gamansögum og bæta á sig
nýjum hlutum i leiðinni.
Nú ætla ég mér ekki þá dul að
skrifa umsögn um þetta safnrit,
sem geymir vist á sjötta hundrað
sögur, en það væri þarft verk að
fróðir menn tækju sig til og gerðu
úttekt á vali 'Sigurðar og að-
ferðum. En hinn almenni lesandi
á harla auðvelt með að trúa þvi,
að hann hafi i þessari bók ekki
verið svikinn um neitt sem máli
skiptir. Enn á ný megum við
kætast yfir þvi, hve tslendingar
hafa látið sér verða mikið úr
söguefnum (Grámann), við
undrumst hina einkennilegu
grimmd sumra ævintýra
(Sigurður slagbelgur), einhvern-
veginn höldum við enn að ævin-
týri eigi að vera ..falleg’’ og yfir-
máta uppbyggileg. Við erum
Sigurði Nordal þakklátir fyrir að
hann gleymir ekki kynferðis-
legum gamanmálum — og að
sjálfsögðu er hann maður hinna
miklu tilsvara. ,,Ég væri brotin
væri ég gler, og bráðnuð væri ég
smér, og farðu inn að sjóða,
Lauga”, sagði Guðleif á Lamba-
stöðum við vinnukonu sinu þegar
þær höfðu séð mann Guðleifar og
einkason drukkna þar skammt
undan landi.
Þjóðsagnabókin verður
mönnum þeim mun meiri upp-
lyfting, að hún færir mönnum
sjálfan kjarnann, það besta sem
skráðhefur verið, einmitt á þeim
tima, þegar við erum lang-
þreyttir orðnir á viðleitni til að
þynna og þynna út án enda tilefni
til að búa til bækur sem eru sum-
part þjóðfræði, sumpart persónu-
saga, sumpart atvinnuháttalýs-
ingar. Og eru samt ekkert af
þessu i þeim mæli, að
nokkruskipti. Að öllu samanlögðu
hefur Þjóðsagnabókin verið eitt
skynsamlegasta tiltæki AB, sem
virðist reyndar i allmikilli óvissu
i sinniútgáfupólitik um þessar
mundir. Eins og reyndar fleiri.
Ósigur fyrir
Skugga-Sveini
AB hefur einnig gefið út
Djöflana, stutta sögu eftir Hrafn
Gunnlaugsson, ungan mann sem
hefur komið þó nokkuð við sögu i
fjölmiðlun. Liklega er réttast að
kalla þessa samantekt útilegu-
mannasögu. Byggðamaður —
ungur jarðfræðingur við mæl-
ingar — ætlar að frelsa unga
stúlku úr klóm afdalaþurs
roskins. Kunningsskapur, sem
virðist bjóða upp á vel heppnaða
lækningu á kvenmannsleysi tjald-
búa, er meira hættuspil en i fyrstu
virtist. Nema hvað byggðamaður
telur sér trú um að það sé köllun
sin að hafa Jjósálfinn” sinn á
brott frá karli þeim, frænda
stúikunnar, sem hefur tekið hana
frillutaki. 1 loftinu eru morð og
geðveiki. En þetta er nútimaúti-
legumannasaga og endar öðruvisi
en þær fyrri. Byggðamaður
gengur á hólm við Skugga-Svein
vopnaður tveim viskiflöskum. en
fellur i eigin gildru og undir borð
eins og við mátti búast á
karakterlausri brennivinsöld.
Lýsingin á ósigri þessum full-
komnuðum er allgott dæmi um
stilsmáta Hrafns, sókn hans i að
skapa áhrif með hraða. örstuttum
setningum, ofhvörfum og af-
dráttarlausum fullyrðingum :
..Hann vaknar i ælu sinni á eld-
húsgólfinu með sólina i andlitið og
logsvíður i skraufþurr augun.
Slagæðarnar bylja i höfðinu. Lim-
kennt slim og rotbragð f munn-
inum. Heilinn sullast inni i kúp-
unni. Fingurnir dofnir og tillinn-
inga-lausir. Brennandi þorsti
herpir að kverkunum. Gleraugun
brotin undir borðinu. Tvær tómar
flöskur á eldavélinni. Tættar
myndir frá nóttinni leiftra i si-
feliu. Ruglingsleg orð klingja i
eyrum hans. Minnsti hávaði er
járnkólfur sem dynur á höfuð-
kringlunni. Taugarnar þandir
fiðlustrengir".
Þessi skilmerkilega timbur-
mannalýsing segir m.a. frá þvi.
að Hrafn Gunnlaugsson kann
ýmislegt fyrir sér. Það kemur
einnig fram i þvi hvernig hann
áður skapar andrúmsloft vissrar
spennu og óhugnaðar. En hitt er
svo alveg óvist hvað Hrafn Gunn-
laugsson lætur sér verða úr
þessari kunnáttu siðarmeir,
þegar hann hefur lokið fingra-
æfingum sinum.
Símalína úr
Hallgrímskirkju
önnur ljóðabók Friðriks Guöna
Þorleifssonar heitir Augu i
svartan himin (útgefandi Hörpu-
útgáfan).
Fyrsti þáttur bókarinnar heitir
Um ársins hring, syrpa smá-
mynda,sem helgast af þvi að
verðurfar sætir meiri tiðindum á
tslandi en viðast annarsstaðar.
Þessi smákvæði eru að þvi leyti
hefðbundin, að ekkert er okkur
eðlilegra en að gera árstiöirnar
að lifandi verum bæði i skáldskap
og almennu tali. Þetta gerir Frið-
rik Guðni skynsamlega og er
fylginn sér:
Ýlir
er með tannkul
en rauðtypptir jólasveinar
kveikja stjörnublys
i augum lians.
Bálkarnir Með spekings svip,
Gamalt og nýtt og Frá hinu opin-
bera minna á það að Friðrik
Guðni er ekki ákaflega hátiðlegur
i þessari bók. Fyrsti flokkurinn er
safn aforisma, um 20-30 orð starfa
saman að einni hugsun á sem ein-
faldastan hátt og má enginn
óþarfi komast að. Þankinn sjálfur
þarf ekki endilega að vera spánný
speki, það væri til of mikils
mælst, en hann þarf að orðast
með einhverju af galdri hins
óvænta. Þetta tekst ekki alltaf.
Stundum er þankinn of flatur.
Hnyttilegust er þessi visa:
llvort sem þú læðist upp
eða niður stigann
brakar alltaf
i sama þrepinu.
1 Gamalt og nýtt leikur höf
undur sér að þvi að búa til kokk-
teil úr þjóðsöguminnum og
nútima. Honum hættir til að of-
segja, en öðru hverju verður úr
þessu nokkuð skondinn texti:
ef stóra nautið hans föður mins
væri komið á bandarikjamarkað
glófaxi gullintanni
graðhestur til útflutnings
renni renni rekkjan min
daglega til mæorka..
Friðrik Guðni er fremur góð-
viljaður ljóðasmiður, broddur
hans er ekki hvass. Ekki heldur i
bálkinum ,,Frá þvi opinbera” —
en þó verður skens hans þar
ismeygilegast og haglegast.
Hefðu ýmsar góðar hugmyndir
þar notið sin betur með niður-
skurði á þeim sem minna skipta,
og fyrir minn smekk er ofrausn
að endurtaka tvisvar i sömu
..visu” linu sem gengur i gegn um
hvert kvæði. En þarna segir m .a.
frá þvi að á alþingi eru ..bætiflák-
arnir orpnir sandi”og i stjornar-
ráðinu" er verðurbliðan i al-
glevmingi / og skjaldarrendur til
náttverðar"og er ekki nema gott
um það að segja að fleiri skuli
fást við pólitiskan orðaleik af
þessu tagi en Jónas Svafár,
meistari þessarar aðferðar. 1
..Kirkja" segir svo-og kannski
hefði kvæðið ekki þurft að vera
lengra:
ofan úr turni llallgrimskirkju
liggur griðarleg simalin-
enginn veit hvert númerið er.
t Gömlu stefi fer Friðrik Guðni
laglega með forn minni, og i loka-
kvæðinu Um sólina og blómin
talar hann smekklega og skyn-
samlega um náttúruna, beitir
hana röksemdum:
en þar sem skuggarnir eru langir
og nóttin dimm
skin sólin lika glaðst
meðan hún skin...
Þessi bók er áreiðanlega lram-
för frá þeirri fyrstu, það er i henni
meira öryggi, hófstilling, engin
óráðsia. ekki sagt annað en það
sem unnt er að standa við. En
sumt er i bókinni of dauflegt,
hlutlaust.t.d. finnst lesanda mjög
skorta snerpu i bálkinum um
Göngulúna menn, sem er tilbrigði
við bibliumótif og endurskoðun á
þeim — þótt við vel getum verið
sammála t.d. þvi, að á Golgata er
„tómlæti lýðsins" þyngstur kross
á herðum.
Sprunga
í frumskorpu
draumsins
Undir hamrinum heitir fjórða
ljóðabók Jóns frá Fálmholti sem
einnig hefur gefið út skáldsögu og
smásögur. Bókin hefst á bálki
sem nefnist Astir fjallsins.
Upphafiðereinfaltog blátt áfram
fallegt:
þögnin talar við vatnið....
háturinn horfir á tunglið
kveikja eld i djúpinu
lángt er heim til landa
ljóðið vakir.
En einhvernveginn verður
minna úr en skyldi hjá Jóni, sem
hefur ýmsa hluti vel gert. 1
þessum bálki hnýtur lesandinn
um full einhæfa notkun á and-
stæðum (mýkt/harka,
þögn/sprenging) og myrkviði i
likingum, sem hann veit ekki
hvort borgar sig að brjótast i
gegn. Út af fyrir sig er máski ekki
nema gott eitt um linur eins og
þessar að segja:
opnum hlátri rennur blóð
um þöglan streing hörpunnar
En þegar á heildina er litið flýr
þessi metnaðarmikla („sprunga i
frumskorpu draumsins splundrar
eldinum”) tilraun til að bræöa
saman i nýja heild mann og
náttúru skynjun okkar og
skilning. Onnur tóntegund er
slegin i syrpunni Inntak.en það er
þvi miður allt og sumt sem ég fæ
um hana sagt, lengra nær
skilningurinn ekki, og við skulum
vona að ég beri einn skömm þar
af. Eða hvað segið þið?:
utar
vakti búrinu
frjáls
og æfður
nema stúlkur
laða ótta
i ncfin.
Hinsvegar er Kyrrð og breiða,
sem ort er i minningu Drifu
Viðar, einfaldleikinn sjálfur. Þar
eru staðreyndir náttúru og mynd-
Sigurður Nordal
Jón frá Þálmholli
Indriði G. Þorsteinsson
Hrafn Gunnlaugsson
listar raktar, þeim raðað hlið við
hlið, úrvinnslan er kannski i
minnsta lagi:
land og þögn
sól i dögun
grjót og lauf
tært vatn
og birta.
Jón minnist fleiri samferða-
manna. Kvæðið um Ástu
Sigurðardóttur er reyndar einum
of venjubundiö að hugsun og
formi til að vekja athygli. Miklu
meira tekst Jóni að segja um
Jóhannes úr Kötlum á þennan
einíalda hátt:
Aður en við héldum heim, litum
við til
fjalla að skyggnast eftir veðri,
en fyrst
spurðuin við þig ráða : Hvar er nú
vegurinn
Jóhannes, sögðum við. Þvi enn
varst þú
mcira lifandi en við sem höfðum
kvatt þig.
Aftast eru nokkur þýdd kvæði,
þar eru m.a. á ferð Norðurlanda-
menn sem hafa haft nokkra við-
dvöl á tslandi. Einn þeirra, Ole
Lillelund, lýsir vetri i Reykjavik
á svolelldan hátt:
Hrafnarnir krúnka. en það
verða ekki
okkar lik sem þeir tæta.
Og við frrðumst ekki til
vinalegri
sólarstranda. við verðum hér
i snjónum
ástin er sólskin okkar...
Augun eru okkar eina ljós
ástin er sólskin okkar.
Jón frá Pálmholti hefur sjálfur
lagl stund á þessháttar óþving-
aðar lýsingar á mannlifi i borg
sem reynast sýnu betur en sá
veikleiki hans fyrir afslrak-'
sjónum sem er fyrirferðarmikill i
þessari bók.
Þjóölegar
syndir
Dagliók um veginnheitir ljóða-
bók sem Indriði G. Þorsleiusson
hel'ur gelið út. Þetta er safn smá-
synda i anda þjóðernisins; hve
margir eru ekki þeir islendingar
sem freistast til að rima um
heimaslóðir, hendur forfeðranna,
gera i ljóðformi athugasemdir á
ferðalögum, ekki sisl þegar
einhver þekklur lundi helur áður
komiðá sama stað? I fyrsta hluta
bókarinnar er sterkastur þáttur
ræktarsemi við heimaslóðir,
samanburður á okkar hlutskipli
og hlul lyrri kynslóða, blandinn
sam viskubiti:
Og ofur þægindum öllum
allri virkt sem við njótuni
hýr minning um heitar hendur
selii hlýjuðu kölduni fótum.
En ferðakvæðin eru mest að
fyrirferð, i sumum er elnið það,
að hér gengu frægir menn um
garða, önnur eru pólitiskar
athugasemdir á stórveldareisum.
Fer nú fyrir Indriða eins og
mörgum langferðamönnum sam-
timans, að hann er skeptiskur á
Rússa og Kana en Kinverjar eiga
hans virðingu:
Það hriklir i fyrri herrum
og hroll setur að oss þegar
framliðin tyllir tánuiti
á torg hins himneska friðar.
Indriði er i þessari bók oltast
nær dugandi hagyrðingur og
stundum ivið meira. Hann kann á
ýmsar tegundir kvæðagerðar og
tekur sér ekki nærri að hafa hlið-
sjón af ýmsum fyrirmyndum
(Jónas, Halldór Laxness, Tómas
ofl. i.Kverið bætir ekki við Indriða
sem rithöfund, en það er
skemmtilegt veikleikamerki á
hæfu sagnaskáldi. Bókinni lýkur
á svofelldri játningu:
Þótt fari það allt Ijandans til
i flestra liuguni sem ég vann
skal enginn kunna á þvi sil
að mér þyki miður.
Um það saka ég cngan mann.
Ég er mitt skáld og smiður.
Það er oft kvartað yfir þvi, hve
lággróður og milligróður sé fyrir-
ferðarmikill i islenskum kveð-
skap. En i raun og veru er það
ekki nema ágætt að hver maður
sé „sitt skáld”, og enginn ástæða
til að amast við þvi að hver gefi
út kveðskap sinn frekar en hann
máli sitt hús eftir sinu höfði.
Mestu skiptir að ekki fylgi vand-
ræðatilgangssemi af hálfu höf-
unda eða einhverra annarra að-
standenda bóka, þvingað bram-
bolt sem á að skapa hugmynd um
að eitthvað stórfenglegt hafi
gerst.
Árni Bergmann