Þjóðviljinn - 18.12.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.12.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. desember 1973. Hugmyndasamkeppni 1 tilefni af 1100 ára afmæli Islandsbyggðar á næsta ári ráðgerir þjóðhátlðarnefnd Hafnarfjarðar gerð veggskjaldar fyrir Hafnarfjörð og óskar eftir tillögum um gerð hans. Veitt verða ein verðlaun Teikningar að hygmyndum sendist for- manni nefndarinnar Hrafnkeli Ásgeirs- syni fyrir næstkomandi áramót, og veitir hann jafnframt upplýsingar. ORÐSENDING frá Skattstofu Yestmannaeyja Skattstofa Vestmannaeyja hefur flutt að- setur sitt úr Tollstöðinni, Tryggvagötu 19, að Skúlagötu 57, 4. hæð, i sama hús og skrifstofur rikisskattstjóra. Siminn er: 17490. P.t. Reykjavik 15. desember 1973 Skattstjórinn i Vestmannaeyjum. f&mfáimmir&iM Gjöfina sem veitir varanlega ánægju fáið þér i Jasmin Lauga- vegi 133. Ath. opiðtil kl. 22 alla föstudaga til jóla. Auglýsingasíminn er 17500 rr i VQÐVIUINN. Atvinna RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Staða AÐSTOÐARLÆKNIS við taugalækningadeild LAND- SPITALANS er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur og stjórnarnefndar rikisspitalanna. Umsóknir, er greini frá aldri, námsferli og fyrri störfum, sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, sem fyrst og eigi siðar en 16. janúar n.k. Reykjavik, 17. desember 1973 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765 Orlagaþættir og Tómasar Ot er komin hjá Forna tíunda bókin sem þeir Sverrir Kristjánsson sagn- Svorrir Krixljánssun fræðingur og Tómas Guðmundsson skáld setja saman undir samheitinu islenskir örlagaþættir. Nefnist hún Gullnir strengir. Hið skáldlega nafn er tengt þvi, að i bókinni segir frá fjórum görpum nitjándu aldar, sem allir voru hin merkustu skáld. Tómas Guðmundsson ritar þrjá þætti sem bera samheitið Þrjár kyn- slóðir — ein örlög. Þar fjallar hann fyrst um Benedikt Gröndal eldri, ekki sist áhrif Jörgensens- mála, Hundadagarikisins, á feril hans, þá um tengdason Bene- dikts, Sveinbjörn Egilsson, og að siðustu um son hans, Benedikt Gröndal yngri, sem reyndar hefur sjálfur sett saman itarlegri sjálfslýsingu en flestir aðrir menn þeirrar aldar, i Dægradvöl. Þáttur Sverris nefnist Fann- hvitur svanur og fjallar um Bjarna Thorarensen. Sverrir Sverris Tómas Guðmundsson leitast þar m.a. við að draga sem skýrast fram hinar miklu og sér- kennilegu andstæður á milli hins rómantiska skálds og hins stranga em bættismanns og dómara, sem aldrei þótti nóg- samlega refsað smáafbrotafólki, einkum ef það hafði gerst brotlegt á kynferðissviði. Bókin er 265 bls. Okkur er ánægja ao tilkynna þeim fjölmörgu, sem hafa keypt af okkur kæliskápa og þvottavélar og eru ánægðir með þau kaup, að nú höfum við einnig á boðstólum Ignis- eldavélar, sem einnig má mæla með sem sérstakri gæðavöru. Við bendum meðal annars á, að fylgjandi er grill ásamt rafknúnum grillteini,svo að nú er hægt að elda matinn með þeim hætti, sem mest tíðkast nú — grillið læri, kjúklinga eða annan mat eftir hentugleikum, og smekk og látið hitastilli og klukku vera yður til hjálpar við að fá sem beztan mat með sem minnstri fyrirhöfn, Það er tryggt með þessari IGNIS-vél, sem er að öðru leyti búin eins fullkomlega og kröfur eru gerðar til víða um heim. Og um hagstæðara verð er vart að ræða núna. Og þegar þér kaupið IGNIS, skuluð þér muna. að þar fer tvennt saman, sem aðrir bjóða ekki — ÍTALSKT HUGVIT OG HAND- LAGNI. ÍSLENSKUR LEIÐARVISIR FYLGIR — IGNIS VERÐ. VARAHLUTA OG VIÐGERÐAÞJÓNUSTA. HVERS VIRÐI ER ÞEKKING OG ÞJÓNUSTA FAGMANNA? RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 SÍMI 19294 RAFTORG V/AUSTURVOLL SÍMI 26660

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.