Þjóðviljinn - 18.12.1973, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. desember 1973. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7
Brúöhjón í smábæ og
frelsi gagnrýninnar
Thor Vilhjálmsson. llvað er
San Marino? Ferðaþættir og
fleira. ísafoldarprentsmiðja.
Keykjavik 1973.
t þessa bók hefur Thor
Vilhjálmsson safnað saman
greinum og frásögnum ýmiss
konar frá rúmum áratug. Fyrst
fara ferðaþættir, tengdir bók-
menntalifi, þá myndlistarþættir
og svo kvikmyndapistlar — i
bland frásögur, umsagnir um
listaverk, kynningar, viðtöl, fróð-
leiksmolar.
Satt best að segja finnst mér sá
kafli þessarar bókar rýrastur
sem fjallar um kvikmymdir og
höfunda þeirra. Þessir þættir eru
blaðamennska sem viðast hvar
myndi vel sóma sér, þar eru hlut-
irorðaðir af meira fjöri i stilnum
en blöð og timarit yfirleitt leyfa
sér. En i heild er hér um að ræða
of ósamfellt safn af fróðleiksmol-
um og geðhrifum til að það þoli
timans tönn. Það rifjar upp vissa
hluti sem við höfum séð, en færir
okkur ekki nær þeim svo um
muni, né heldur nær þeim mynd-
um sem við alls ekki sáum. Auk
þess er alltof mikið skilið eftir af
nöfnum hér og þar. „Hann hefur
sótt sér rikulegan innblástur til
málaralistarinnar, einkum til
impressjónistanna. Sumir nefna
Monet, mér kom i hug Sisley og
Berthe Morisot, og sjálfur Re-
noir, auk þess ýmsir ítalir frá
renisans”. Svonalagað gera
margir sig seka um, en maður
áttar sig fyrst á þvi hve skammt
svona samanburður dregur, þeg-
ar hann dynur yfir i hrossa-
skömmtum.
#Færri gallar og fleiri kostir
Thors koma fram i myndlistar-
þáttunum. Að visu er það ókostur
þegar skrifað er um myndlist að
ekki fylgja myndir með textan-
um, ekki sist þegar útlenda menn
er um að ræða. En það bætir úr
skák að oftast er fjallað um is-
lenska samtiðarmenn, sem verk
þeirra eru innan seilingar ef vill. I
þessum bálki eru mjög skemmti-
legir þættir með meira jafnvægi i
fróðleiksmiðlun og huglægu mati
en i þeim sem fyrr voru nefndir.
Fyrst og fremst eru þeir fyllri,
holdmeiri, skrifaðir af meira ör-
yggi. Liklega er það blátt áfram
vegna þess, að Thor hafi hér fast-
ara land undir fótum. Ég vil
nefna sérstaklega þættina um
Ninu og Þorvald Skúlason. Og það
er heilmikið sagt um Kjarval i
þessum fáu orðum: ,,að sjá og
heyra þennan mann sem var eng-
um likur, sem gerði umhverfi sitt
ððlilega ævintýralegt, hið óvænta
sjálfsagt þegar hann var búinn að
sýna manni það og segja”.
1 pistli um Karl Kvaran kemur
Thor aö merku máli. Honum
gremst „upphefð kunnáttu-
lausra” og á þá við hræringar
meðal ungra manna, sem vilja
hafa ærsli og leik i listinni, uppá-
komur, hvort sem það stendur til
að ganga fram af smáborgaran-
um eða eitthvað annað. Hann
nefnir einnig „velmeinandi hóp
ungra manna, sem vilja útvega
okkur lifvænlegt þjóðfélag og gá
ekki að sér i ákafanum, og gerast
stundum einsýnir gagnvart list,
heimta að hún sé einföld og
snöggvirk i daglegri baráttu fyrir
byltingu þjóðfélagsins”. Sjálfur
teflir Thor fram fordæmi Karls:
tær list eldi skirð þar sem öllu er
hafnaðsem ekki þarf brýnt, sköp-
uð með vægðarlaustri sjálfsögun
og er árangur af langri baráttu
þar sem aldrei var slakað á en
glimt við að heyja sér alþjóðlega
fullgilt formmál .
Ekki veit ég hvernig ástatt er i
umræðu listamanna um þessa
hluti i dag. Sá sem stendur á-
lengdar vill helst, að hver hafi sér
til ágætis nokkuð. Maður skilur
vel að grónir listamenn séu tor-
tryggnir á umbrot þeirra yngri,
sem þeim finnst stefna i hættu
virðingu fyrir námi, kunnáttu og
aga. Hitt er jafnvist, að fyrr eða
siðar hlaut að koma upp andóf
gegn þvi að listin væri einskonar
pýramidi, þar sem efst uppi sitja
fáeinir útvaldir sem skipta máli,
og siðan séu allir hinir að reyna
að brjótast upp með kannski
hæpnum baráttuaðferðum og
feikilegu mannfalli. Kynslóð
Thors — og Karls Kvarans — var
alin upp við vald meistara, við
fótskör þeirra settust menn og
bjuggu sig undir þeirra hlutverk
kannski. En sjálf hin óendanlega
margbreýtni i listrænni við-
leitni, efasemdir um skynsamleg-
an mælikvarða á mikilleik verður
til þess, að fleiri hugsa sér menn-
inguna spanna miklu fleira en
fagrar listir i hefðbundinni merk-
ingu, draga i vitund sér úr mun á
„æðri” og „lægri” sköpun, úr
mun á ræktun einstaklingshæfi-
leika og leikþörf mannkindar. Við
skulum bara vona að úr þessari
togstreitu verði eitthvað nýtt og
merkilegt.
#Fyrsti hluti bókarinnar eru
ferðapistlar frá Finnlandi, Pól-
landi og einkum Italiu, af löndum
og innlöndum, nafnlausu fólki og
fallstykkjum listarinnar. 1 þætti
frá Lecco er að finna þessa prýði-
legu smámynd: „En fyrir miðju
háborði voru brúðhjónin eins og
herteknir þjóðhöfðingjar i hátið
sigurvegaranna og vissu ekki vel
hvernig þau áttu að vera. Stund-
um var einsog fólkið i kringum
þau myndi allt i einu eftir þeim og
stansaði hláturinn og köllin og fór
að tala af hátiðlegri kurteisi við
svo háttsettar persónur. Þá flýtti
brúðurin sér að hætta að horfa út
um gluggann og fór að brosa, likt
og hún væri að reyna að finna til
uppljómunar af hamingju sinni
og finna til hamingjunnar en
kannski var þessi dagur furðu lit-
ið ævintýralegri en aðrir dagar og
furðu mikið einsog allt kæmi af
sjálfu sér, og maður var hissa á
þvi að finna ekkert sérstakt og
vera að horfa út um gluggana i
sinni eigin brúðkaupsveislu”.
Skömmu siðar erum við kynnt
fyrir rithöfundinum Carlo Levi
með þessum hætti: „Það var
einsog hann væri alveg ósnortinn
af öllum þeim listmálarefjum
sem hvarvetna lágu i loftinu og
klókindunum sem voru að tefla og
kanna möguleikana i hinni hörðu
samkeppni menningarpólitikur-
innar... 1 svip hans bjó framand-
leiki likt og hann bæri með sér
önnur lönd með sannara lifi og
meiri tima en þetta piskrandi
andartak samkvæmisleikhússins
með allri þess hröðu fánýtu hug-
kvæmni og andriki hinnar spring-
andi bólu glæsilegra tilþrifa”. Og
fáum við strax mikla samúð með
þessum manni.
Sérkenni stils og athyglisgáfu
Thors Vilhjálmssonar njóta sin
mjög vel i frjálsu formi ferðalýs-
ingarinnar (og N.B. ekki siður i
skopstælingu á ferðalýsingu ).
Þar býður hann oft upp á bragð-
góöa blöndu af sögu og óvæntum
og mjög persónulegum hugdett-
um, dæmum af nafnleysingjum
sem frægðarmönnum, nýtur
frelsis augans á ferðalagi, sem
hafa má galopið og einbeitt og
eins loka þvi, horfa inn á við, skrá
niður þá úrvinnslu sem þar fer
fram við sérstæðar aðstæður.
Stllsmáti Thors er samur við sig,
honum verður ekki ruglað saman
við aðra menn, en i ferðalýsing-
unni er eins og meiri hófstilling,
jarðsamband öflugra en allviða i
framúrstefnuskáldverkum hans.
Á málþingum rithöfunda tekur
Thor þá virðingarverðu afstöðu,
að halda fram málstað rithöfunda
sem valdhafar telja til villutrúar-
manna og vilja skrúfa fyrir með
tukthúsi, ritskoðun eða öðrum
ráðum. Sérilagi hefur hann
áhyggjur af hlutskipti höfunda i
sósialiskum rikjum, en man vel
dæmi Spánar, Afriku, Suður-
Kínversk Ijóö frá
Helga Hálfdanarsyni
Helgi Hálfdánarson hefur tekið
saman og þýtt Kinversk Ijóð frá
liönum öldum.sem Heimskringla
gefur út. Bókin geymir Ijóð eftir
um sjötiu höfunda nafnkennda
sem og ókunna höfunda — þau
yngstu eru frá átjándu öld en þau
elstu frá þvi um 2300 f.Kr.
1 formála segir Helgi Hálf-
danarson á þessa leið: Að efni til
er kinverskur kveðskapur um-
fram allt náttúruljóð. öll kin-
versk skáld ná hæst með smáum
kenndaljóðum, sem risa af
glöggri náttúruskynjun. Að öðru
leyti eru yrkisefni skáldanna at-
burðir daglegs lifs, heimilisham-
ingja, vinna, ást og hverfleiki,
auk þess er i mörgu ljóði fjallað
um hernað, landflótta og útlegð,
skáldin lýsa bölvun styrjalda með
miskunnarlausu raunsæi, án allr-
ar hetjudýrkunar en lofsyngja ró-
samt lif og blessun friðar og ein-
drægni. Og á hátindi sinum end-
urspeglar kinversk ljóðlist i tær-
um einfaldleika fögnuð og sorgir
þjóðarinnar i hversdágsönn og á
skapastundum.
Helgi rekur þann vanda sem
þýðendur kinverskra Ijóða standa
i andspænis máli sem byggt er
upp á allt annan hátt en þeir eru
vanir og letrað með táknum.
Sumir hafa valið þá leið að leggja
ljóðin út án rims og bragarháttar,
en aðrir enduryrkja efnið undir
vestrænum bragarháttum. „I
þessu safni hefur það ráðið úrslit-
um að form kinverskra ljóða er
mjög bundið samkvæmt hefð.
Þótti sem fremur yrði komið til
móts við þá kvöð með nokkurri
fylgd við ljóðhefð vesturlanda-
mála”.
Þýðingar Helga eru geröar eftir
ýmsum þýðingum sem skáld eða
málfræðingar, einkum enskir og
þýskir, hafa gert i samvinnu við
kinverska fræðimenn.
Ameriku. Þessi mál eru ýtarleg-
ast rædd i frásögn af rithöfunda-
þingi i Lahti i Finnlandi. Þar var
rætt um það, að Vesturlandahöf-
undar, margir róttækir vel, höfðu
mótmælt meðferð á kúbönsku
skáldi, Padilla. En ýmsir Suður-
Amerikuhöfundar höfðu tekið upp
hanskann fyrir stjórnvöld Kúbu i
þessu máli, sögðu að Satre,
Enzensberger og þeir karlar
þekktu ekki aðstæður né heldur
nauðsyn þess að rithöfundar
hjálpuðu sinni byltingu. Thor —
og sjálfsagt fleiri — spyrja þá i
staðinn: „hvar og hverig má
gagnrýna og hvern?”.
Það sýnist liggja beinast við aö
svara með þvi, að prentfrelsi
skuli rikja allsstaðar. Þvi miður
er málið ekki svo einfalt — einnig
I þeim fáu löndum þar sem prent-
frelsi er allriflegt, eru þvi settar
skorður með ýmiss konar mark-
aðslögmálum og gróðaviðhorfum
sem mismuna höfundum og sjón-
armiðum griðarlega. Að þvi er
byltingarsamfélög varðar mætti
kannski svara sem svo: Liklega
er skynsamlegt að gefa bylgingu i
Thor Vilhjálmsson
fátæku landi svigrúm og tima til
að sýna hvað hún getur, lita meir
á heildarframmistöðu hennar en
að sveia henni fyrir það fyrst og
fremst, að hún sé harðhent við
menntamenn. (En hrósa henni,
n.b., þá heldur ekki fyrir eitthvað
sem hún hefur ekkileyst, eins og
oft hendir vini byltinga). En sið-
armeir, þegar bersýnilegt er að
ekki er lengur um lif og dauöa að
tefla fyrir þessa byltingu, verður
lifsnauðsyn að herða á kröfugerð
til hennar, spyrja án fyrirframaf-
sláttar um efndir á fyrirheitum
um „alhliða þroska mannsins” og
láta ekki svarendur komast upp
með að svara út i hött eins og al-
gengt er, i þá veru aö þeir vilji
ekki hafa klám eða sadisma i
bókmenntunum. „An sispyrjandi
gagnrýni og mannúðarkröfu er
sósialisminn dauður” segir i
pistlinum frá Lahti og það er mik-
ið til i þvi.
Arni Bergmann
Sjómanna
bókin 19B
BáRa Blá
Bára blá er að lang mestu leyti skrifuð af
sjómönnum og er hún úrval af greinum og
sögum úr Sjómannablaðinu Vikingi á ár-
unum 1939—1944.
Fæst hjá bóksölum um allt land og hjá for-
laginu. Sendum gegn póstkröfu.
Sjómannablaðið Víkingur
Bárugötu 11 — Simi 1-56-53 — Reykjavik