Þjóðviljinn - 18.12.1973, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. desember 1973. | ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Sviplítil
flokkaglíma
Reykjavíkur
hreinlega keyröi andstæðinga
sina niður á kröftum. Ef þetta er
það sem koma skal i islensku
glimunni missirhún allt sem heit-
ir léttleiki og fegurð. Kannski
gcrir það ekkert til, slikt er
smekksatriði, en ég hefði per-
sönulega engan áhuga á að horfa
á islenska glimu þegar svo væri
komið máium aö kraftarnir einir
réðu ferðinni. Og enn einu sinni
skal á það bent að þetta er
atriði sem forráðamenn glimunn-
ar verða að taka til umræðu. Hér
má ekki kylfa ráða kasti, ef ekki á
aðgera úr islensku glimunni tvær
óskyldar iþróttagreinar.
En snúum okkur þá að keppn-
inni sjálfri. í 1. fl. voru þrir kepp-
endur mættir til leiks og svo fóru
leikar að Pétur Yngvason UMFV
sigraði hlaut 2 vinninga. Sigurður
Jónsson varð annar með 1 vinning
en Þorsteinn Sigurjónsson UMFV
varð þriðji án vinnings.
1 2. flokki sigraði eins og áður
segir Ölafur Sigurgeirsson KR,
hlaut 3 vinninga. Annar varð
Hjálmur Sigurðsson með 2
vinninga og Gunnar Ingvarsson
varð þriðji með 1 vinning. Ómar
Úlfarsson var fjórði án vinnings
og var hann eini keppandinn sem
ekki hlaut verðlaun.
i 3. fl. sigraði Rögnvaldur
Ólafsson, hlaut 2 vinninga, i D
flokki sigraði Sigurður Stefánsson
KR með 1 vinning of i sveinafl.
sigraði Árni Unnsteinsson UMFV
með 1 vinning.
S.dór
Flokkaglfma Reykjavík-
ur fór fram í iþróttahúsi
Melaskólans í Reykjavik
s.l. sunnudag. Flokkaglím-
an er að jafnaði fyrsta
glímumót hvers vetrar og
þess vegna kannski ekki
rétt að dæma glímumenn
okkar mikið eftir henni. Þó
er Ijóst að glímumenn okk-
ar hafa sjaldan komið verr
undirbúnir til keppnis-
tímabilsins en nú. Þessi
flokkaglima var mjög
sviplítíl, keppendur fáir og
það svo að allir f engu verð-
laun nema einn, en veitt
eru þrenn verðlaun í hverj-
um flokki. Þá kom í Ijós að
enn breikkar bilið milli
glímulags þeirra tveggja
félaga sem mest kveður að
í glímunni, KR og UMF
Vikverja. KR-ingarnir
glíma ef til vill af enn
meiri kröftum nú en
nokkru sinni fyrr, en Vik-
verjarnir halda enn sinni
léttu og lipru glímu.
Þetta kom best i ljós i 2. fl. þar
sem KR-ingurinn Ólafur Sigur-
geirsson sigraði, lagði alla 3
keppinauta sina. Ólafur er geysi-
lega sterkur maður, einn úr hópi
lyftingamanna KR. og hann
Sigurvegari I 1. fl., Pétur Yngvason, lengst t.h., þá Sigurður Jónsson og Þorsteinn Sigurjónsson
JOLATRE
Landgræðslusjóðs
Jólatrén eru komin, og
eru seld á eftirtöldum stöðum
Blómasalan v/Birkimel
Blómakassanum, Brekkustig 15
Vesturgata 6
Laugavegur 92
Laugarnesvegur 92
Blóm og Grænmeti, Langholtsvegi
Valsgarður v/Suðurlandsbraut
Borgarkjör, Grensásvegi
Austurver v/Háaleitisbraut
Grimsbær v/Bústaðaveg
Verzlunarmiðstöð Halla Þórarins, Rofabæ
Árbæjarkjör
Breiðholtskjör
Blómaskálinn
Neðstatröð, Kópavogi
Kron, og verzlunin Straumnes i Breiðholti.
\ / Aðalútsala i hinum nýja
saluskala Landgræðslu-
' s-lóðs v/^e.ykjanesbraut i
Fossvogi, simar
ólafur Sigurgeirsson KR
Rögnvaldur ólafsson KR
CHERRY BLOSSOM skóáburður
glansar betur, endist betur
Arni Unnsteinsson og Jónas Egilsson
M
m