Þjóðviljinn - 15.01.1974, Side 2

Þjóðviljinn - 15.01.1974, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 15. janúar 1974 |S| Æskulýðsráð Reykjavíkur Bátasmiðar í Nauthólsvik. Innritun i nýja flokka hefst 16. janúar. Starfið byrjar 21. janúar. Starfstimar flokka nánar ákveðnir með tilliti til stundaskrár þátttakenda. Aldurstakmark; Fædd 1962 og eldri. Námskeið i siglingafræðum og meðferð seglbáta. Námskeiðin eru fyrir félaga i Siglunesi, og verða að Frikirkjuvegi 11 á fimmtudögum frá kl. 18.00. Athygli skal vakin á þvi, að ofangreindir starfsþættir eru jafnt fyrir pilta og stúlkur. «w»t4»|ftnrfh0tffögmánari upplýsingár á skrifstou Æskulýðsráðs Reykjavikur, Frikirkjuvegi 11, simi 15937. Verður haldinn fimmtudaginn 17. jan. 1974 kl. 8.30 e.h. i Lindarbæ, niðri. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Samningamál 3. önnur mál Mætið vel og stundvislega Stjórn Félags járniðnaðarmanna LEIKFANGALAND Leikfangaland Veltusundi l.Sími 18722. Fjölbreytt úrval leik- fanga fyrir börn á öllum aldri. — Póstsendum. Innliinsviðskipti leið til Ián§viðskipta BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Frá Skákþingi Reykja- víkur 1974 Fimmtudaginn 3. þ.m. hófst skákþing Reykjavik- ur 1974. Keppendur eru alis 74. Keppnin fer nú í fyrsta sinn fram á þann hátt, að keppendum er raðað í flokka samkvæmt stigum. Stigin, sem notuð eru, eru Ákastig, kennd við Áka heitinn Pétursson. Ingvar Ásmundsson, mennta- þessu máli eins og flestum öör- um. Ég held, að þessi aöferð við flokkaskiptingu geti ekki annað en verið betri en sú, sem fyrir var, og einn kostur er greinilegur á þessu móti: Nú tefla i hverjum flokki ,,allir við alla” og hverfur þar meö Monrad-kerfið marg- fræga, sem rikt hefur alltof lengi við litlar vinsældir. Mótið fer fram á Grensásvegi 46, og teflt er á þriðjudögum, Umsjón Jón Briem skólakennari/ á heiðurinn af stigaútreikningnum ásamt tölvu Menntaskól- ans við Hamrahlíð. Flokkaskiptingin er þannig að 12 þeir stigahæstu mynda A-flokk, 12 næstu mynda B-flokk o.s.frv., en flokkarnir eru fimm. Fjórir 12 manna flokkar og einn með 26 keppendum, en þeir hafa ekki enn komið til stigaútreiknings. 1 fjór- um efstu flokkunum teflir hver keppandi við alla hina i flokknum. í A-flokki eru þessir keppendur: Benóný Benediktsson 4094 stig, Andrés Fjeldsted 3807, Björgvin Viglundsson 4213, Bragi Halldórs- son 4001, Jóhann Þórir Jónsson 3818, Björn Halldórsson 3797, Július Friðjónsson 4230, Leifur Jósteinsson 3945, Ómar Jónsson 3825, Jón Þ. Þór 3917, Björn Jó- hannesson 3871 og Gunnar Gunn- arsson 3996. Nú hafa verið tefldar 5 umferð- ir, og i A-flokki er Jón Þ. Þór efst- ur með 3,5 v. og eina biðskák, þar sem hann stendur betur. 1 B- flokki er Helgi Ólafsson efstur með 4,5 v. eftir 5 umferöir. Helgi er næst-stigahæstur i B-flokki með 3686 stig. Haraldur Haralds- son er stigahæstur meö 3787 stig, aðeins 10 stigum minna en sá stigalægsti i A-flokki. Ekki eru allir sammála um ágæti þessarar aðferðar við að raða niður i flokka. Sumir hafa óttast aö hægt væri að sitja til ei- lifðar i B-flokki, þótt maður sigr- aöi i flokkinum oftar en einu sinni. Svo mun þó ekki vera, m.a. vegna þess, að sá sem verður efstur, hækkar sig all-verulega á stigum, og að auki lækka þeir á stigum, sem verða i neðri helm- ingi A-flokks. Þeir eru þó fleiri, sem telja þetta kerfi til bóta, og verður reynslan að skera úr i fimmtudögum og sunnudögum og biðskákir á sunnudögum. Hér kemur ein skák frá mótinu. Hvitt: Bragi Halldórsson Svart: Björn Jóhannesson. 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 c6 5. Bg5 Rbd7 6. e3 Da5 7. Rd2 dxc4 8. Rxf6 Rxf6 9. Rxc4 Dc7 10. Be2 Be7 11. 0-0 0-0 12. Hcl Hd8 13. Rf3 Hb8 14. De2 Rd5 15. Hfdl Rxc3 16. bxc3 b6 17. Re5 Bb7 18. Be4 Bd6 19. f4 Bxe5 20. fxc5 c5 21. Bbl Hvitur vill eðlilega halda i bisk- upinn, sem stefnir upp á h7. 21. ... De7 22. I)h5 g6 Með hjálp biskupsins hefur hvitum nú tekist að skapa mikla veikingu i svörtu kóngsstöðunni, og ræður hún úrslitum i fram- haldi skákarinnar. Liklega hefði verið betra fyrir svartan að leika 22. ... h6. Þá hót- ar hann t.d. Dg5, en hvilur hefur samt betri stöðu eftir 22. ... h6 23. Hfl Hd7 24. Hf4 23. Dg4 Hbc8 24. h4 h5 Með þessum leik veikir svartur kóngsstöðu sina enn meira og varpar frá sér ágætu færi til gagnsóknar með 24... cxd4 25. exd4 Da3. Hann hótar nú 26. ... Hxc3, og ef hvltur valdar peðið með drottningu t.d. 26. Dg3 þá kemur Hxd4. Leiki hvitur hins vegar 26. c4 þá kemur De3 27. Khl Ba6. 25. Dg3 26. nri 27. Hf6 28. Dg5 29. Hcfl 30. g4 31. cxd4 32. gxh5 33. hxg6 34. Hxfl 35. h5 36. h6 Kg7 Bc6 Bf8 Hc7 Hdd7 cxd4 Da3 Hcl Hxf 1 fxg6 Hf7 Kh8 Eftir 36. ... Kf8 vinnur hvitur einnig m.a. með 37. HxH BxH 38. Dd8 Be8 39. Dd6 DxD 40. exD og svartur má hvorki hrevfa kóng né biskup. T:d. >40.- ... Kg8 41. Bxg6 BxB 42. d7, eða 40. ... Bf7 41. d7 Ke7 42. h7. Hvitur getur einfald- lega farið af stað með kónginn upp á f6 og vinnur auðveldlega. 37. Hxf7 Bxf7 38. Df6 gefið. Þá koma hér skákfréttir frá Isafirði. Skákþing Isafjarðar var haldið i desember s.l. og úrslit fengust á gamlársdag. Keppend- ur voru 24, og var þeim fyrst skipt i 6 fjögurra manna riðla. Sigur- vegararnir i riðlinum tefldu siðan til úrslita, og þá urðu efstir Mattias Kristinsson og Sigurður Eiriksson með 4 v. i 5 skákum. Þeir tefldu siðan einvigi, sem lauk á gamlársdag með sigri Mattiasar 2,5v. gegn 1,5. Jón G. Briem. Sexburar í Suður- Afríku HÖFÐABORG 14/1 — Frú Sue Rosenkowitz i Höfðaborg i Suður- Afriku eignaðist á föstudaginn var sexbura, þrjá drengi og þrjár stúlkur. Sexburarnir fæddust fjórum vikum fyrir timann og eru allir með gulu, en liðan þeirra er góð eftir atvikum. Frú Rosenkowitz hafði neytt lyfs eins um fjögurra ára skeið sem ætlað er að auka frjósemi kvenna. Hún átti samt tvö börn áður. MEIRI VANDI ER AÐ GÆTA SAMVINNUBANKINN Fundur um herstöðvamálið Þorbjörn Broddason lektor flytur n.k. fimmtudag erindi á 2. fundi Alþýðubandalags- ins i Reykjavik um herstöðvamálið. Fjallar hann um áhrif herstöðvanna á þjóðerni og menningu íslendinga. Fundurinn hefst kl. 20.30 á Grettisgötu 3. Herstöðvaandstæðingar eru hvattir til að koma á fundinn og taka þátt i umræðum. Alþýðubandalagið í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.