Þjóðviljinn - 07.02.1974, Side 1

Þjóðviljinn - 07.02.1974, Side 1
Verksmiðju- eigendur þinga á morgun Eigendur fiskimjölsverk- smiðja munu ætla að lialda fund á morgun, föstudag, til að ræða það vandamál sein nú er upp komið vcgna yfirvofandi verkfalla. Mun þar verða rætt um hvcnær þeir hætti loðnu- móttöku vegna verkfallshætt- unnar. Við -höfðum samband við tvo loðnukaupendur i gær og voru þeir báðir bjartsýnir á að ekki kæmi til verkfalla og vildu ekki ræða þann mögu- leika að þeir yrðu að hætta loðnumóttöku unt helgina vegna verkfallshættu. Von- andi að spá þessara manna rætist. —S.dór Ragnar í Smára sjötugur í dag Hinn þjóðkunni bókaútgef- andi og listfrömuður Ragnar Jónsson i Smára er sjötugur i dag. Þeir Þorsteinn frá Hamri og Guðbergur Bergsson skrifa afmæliskveðjur á 7. siðu i dag. 1 fréttatilkynningu frá Listasafni ASÍ og miðstjórn Alþýðusambandsins i gær seg- ir að þessir aðilar hafi ákveðið að láta stækka og reisa mynd Sigurjóns Ólafssonar, Krluna, i landi Mundakots á Eyrar- bakka, en þar var æskuheimili Ragnars Jónssonar. Myndin er af listaverkinu. Fjórða, um- ferð i kvöld t kvöld kl. 7 hefst fjórða um- ferðin á Reykjavikurskákmótinu að Kjarvalsstöðum. Þá eigast við Guðmundur og Július, Bronstein og Velimirovic, Ciocaltea og Ingvar, Benóný og Freysteinn, Smyslof og Leif ögaard, Friðrik og Magnús, Forintos og Jón Kristinsson, Kristján og Tringov. Þeir fyrrnefndu hafa hvitt. Sjá skákskýringar á bls. 7. Stjórnarfrumvarp um breytingar á kosningalögum: Kosning auðvelduð utan kjörfundar Unnt verði að kjósa á sjúkrahúsum og hjá kjörræðismönnum erlendis í gær var lagt fram á alþingi stjórnarfrum- varp um breytingu á Rækjuvertið er nú að hefjast á Breiðafirði en veiðisvæðið þar var opnað nú um mánaðamótin. Alls munu 15—16 bátar róa frá höfnum á Snæfellsnesi. 4 l'rá Stykkishólmi, 8—10 frá Grundar- firði og 2—3 frá Rifi og Ólafsvik. Á mánudaginn fóru tveir bátar frá Grundarfirði i fyrsta róður- inn. Að sögn Aðalsteins Friðfinns- sonar verkstjóra i rækjuvinnslu Soffaniasar Cecilssonar á Grund- arfirði gerði vont veður hjá þeim og gátu þeir ekki togað nema stuttan tima. Fengu þeir um 300 kiló og kvað Aðalsteinn það lofa góðu um vertiðina. Ekki hafa bát- ar komist út siðan, þvi vitlaust veður hefur verið á Breiðafirðin- um að undanförnu. 6 bátar munu leggja upp hjá rækjuvinnslu Soffaniasar en auk hans rekur Július Gestsson kosningalögunum. Frumvarp þetta er sam- ið og flutt i framhaldi af rækjuvinnslu á Grundarfirði. Aðalsteinn sagði að fyrir hálf- um mánuði hefði fiskifræðingur farið á miðin og kannað skiptingu aflans, hvort mikið væri um seiði i honum. Var hann ánægður með útkomuna og lagði til að svæðið yrði opnað sem siðan var gert um mánaðamótin. t fyrra var veiðin allt upp i 3 tonn á bát á sólarhring i Breiða- firðinum og hélst góð veiði frá miðjum febrúar fram i júni. t Stykkishólmi var veiðin ekki hafin. Þar rekur Þorvarður Guð- mundsson rækjuvinnslu og munu fjórir bátar leggja þar upp. Verk- smiðjan er ekki komin i gang enn og stafar það af þvi að vélar i hana komu ekki vestur fyrr en á mánudaginn. Bjóst Þorvarður ekki við að hún kæmist i gagnið fyrr en i næstu viku. —>n ályktun sem samþykkt var á siðasta þingi. Þar var rikisstjórninni falið aö leggja fyrir yfir- standandi þing frum- varp um breytingu á kosningalögunum i þvi skyni að breyta utan- kjörfundai*kosningu og auövelda hana. Með stjórnarfrumvarpinu er lagt til að heimilað verði að fram- kvæma utankjörfundarkosningu á sjúkrahúsum og dvalarheimil- um aldraðra. Samkvæmt gildandi lögum get- ur utankjörfundaratkvæða- greiðsla farið fram á 19 stöðum i 10 þjóðlöndum. tslendingum er- lendis hefur farið fjölgandi á und- anförnum árum, en mörgum þeirra er- fyrirmunað að neyta kosningaréttar sins vegna fjar- lægðar frá kjörstað. Er lagt til i frumvarpinu að þessu verði breytt, þannig að utanrikisráðu- neytinu verði falið að ákveða og auglýsa fyrir hverjar kosningar, hvar utankjörfundarkosning skuli fara fram hjá kjörræðismönnum. Með þvi móti mætti fjöiga kjör- stöðum erlendis að mun. Enn bætti Börkur afla- metið Enn hætti Börkur NK aflametið á loðnu þegar liann tilkynnti um rúmlcga 800 tonna afla i gær. Að- ur hafði liann fengið mest tæp 800 tonn. i gær kl. 18 höfðu 36 skip til- kynnt um afla samtals 8170 tonn og er þá heildaraflinn kominn yfir 160 þúsund tonn. Mikið vandamál var fyrir þessi skip að losna við aflann þar sem iöndunarbið er mikil á þeim stöð- um sem eitthvað þróarrými hafa, en þeir staðir eru raunar fáir. Þó var citthvað þróarrými að losna á Austfjarðahöfnum I gær og i dag. Þrjú skip hafa þegar siglt til 'Bolungarvikur, lléðinn ÞH, Kaxaborg og Jón Kinnsson, en þau eru öll i liópi stærstu loðnu- skipanna, enda ekki öðrum fært að sigla með afla svo langan veg. Búist er við að einhver skip fari nú að sigla til Vopnafjarðar og Raufarhafnar, enda ekkert annað fyrir þau að gera ef þau ætla að losna við aflann án þess að þurfa að hiða sólarhringum saman eftir löndun. —S.dór Rækjuvertíð hafin á Breiðafirði Vilj a, að giftar konur borgi skattana sína sjálfar, síða(i) Byrjað að landa í Örfirisey 1 gær var bvrjað að landa loðnu i þrær fiskimjölsverksmiðjunnar I Örfirisey og voru notuð ný löndunartæki sem Landssmiðjan hefur smíðað fyrir verksiniðjuna. Þessi löndunartæki eru þannig að loðnu- dæla skipanna er notuð til að dæla loðnunni úr lest skipanna f tvær skilj- ur en siðan fer loðnan á færiböndum upp I þrær verksmiðjunnar. Afkastagcta þessara löndunartækja er um 240 til 250 lestir á klst. Var verið að reyna þau I gærmorgun og var Svanur RE fyrsti báturinn sem landað var úr. Ekki voru komin full afköst strax i gær, enda var verið að lagfæra ýmislegt smávegis sem ekki varð scð fyrir áður en tækin væru reynd. Þróarrými verksmiðjunnar i örfirisey er um 4000 lestir. 20 skip biðu löndunar i Ileykjavikurhöfn I gær. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.