Þjóðviljinn - 07.02.1974, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. febrúar 1974.
Réttaröryggi viðskiptamanna
trygginga best borgið með
sérstökum dómi
Miklar umræður um
stjórnarfrumvarp um tryggingadóm
Magnús Kjartansson, heil-
brigðisráðherra, mælti i gær fyrir
frumvarpi til laga um trygginga-
dóm. Hefur Þjóðviljinn áður
greint frá efni frumvarps þessa.
Samkvæmt þvl er gert ráð fyrir
að hlutverk tryggingadóms
verði: „2. gr. Verkefni trygginga-
dóms er að dæma i málum, sem
risa vegna úrskurða trygginga-
ráðs Tryggingastofnunar rikis-
ins, varðandi bætur og bótarétt
einstaklinga samkvæmt lögum
um almannatryggingar. Þar fyrir
utan skal tryggingadómur dæma
i málum, sem með lögum verða
lögð fyrir dóminn”.
Magnús gerði grein fyrir efni
frumvarpsins i stuttri framsögu-
ræðu og vísaði siðan til greinar-
gerðarinnar.
Það kom fram i framsöguræð-
unni — svo og i greinargerð — að
innan nefndar þeirrar sem með
málið fór og samdi frumvarpið
var nokkur ágreiningur um hlut-
verk tryggingadómsins. Taldi
formaður nefndarinnar, að verk-
svið dómsins ætti að vera tak-
markað við ágreiningsefni vegna
úrskurða Tryggingastofnunar-
innar. Samkvæmt þvi lagði for-
maðurinn til, að um hlutverk
dómsins væri aðeins fyrri máls-
grein 2. gr. sem vitnað var til hér
á undan.
Aðrir nefndarmenn vildu hafa
ákvæðið og þar með hlutverk
dómsins viðtækara. Gerðu þeir
ráð fyrir að dómurinn fjallaði um
mál sem upp kæmu vegna úr-
skurða tryggingaráðs Trygginga-
stofnunar, stjórna lifeyrissjóða,
sjúkrasjóða, eftirlaunasjóða, vá-
tryggingafélaga og annarra aðila
sem starfa hér á landi og hafa
með höndum tryggingastarfsemi.
Sagði heilbrigðisráðherra i fram-
söguræðu sinni, að hann sjálfur
hallaðist fremur að þessu viðtæk-
ara hlutverki dómsins, en i frum-
varpinu væri farin sú millileið að
ætla dómnum aðeins að fjalla um
ágreining vegna úrskurða trygg-
ingaráðs, en gert ráð fyrir að
leggja mætti önnur mál fyrir
dóminn með sérstökum lögum.
Ragnhildur Helgadóttir (S) tók
til máls.
Hún kvaðst andvig þvi að dóm-
stóllinn hefði önnur verkefni en
mál frá tryggingaráði.
Dómsmálaráðherra, ólafur Jó-
hannesson, sagði að sér virtist 2.
málsgrein 2. gr. hálfgerður hor-
tittur, enda gæti alþingi sett mál
undir þennan dóm og óþarft að
taka slikt fram i lögum.
Þórarinn Þórarinsson (F)
spurði hvort kannað hefði verið
hvaða kostnað samþykkt frum-
varpsins hefði i för með sér fyrir
rikissjóð, en frumvarpið gerir ráð
fyrir þvi, að kostnaður af starf-
semi tryggingadóms greiðist af
rikissjóði.
Gunnar Thoroddsen (S) kvaðst
draga i efa að ástæða væri til að
stofna þennan dómstól.
Magnús Kjartansson trygginga-
ráðherra
Framhald á 14. siðu.
Allir 67 ára og eldri geti haft atvinnu,
hafi þeir sjálfir tii þess þrek og vilja
Nauðsyn að taka
atvinnumál aldr-
aðra föstum tökum
Sagt frá framsögurœðu Svövu
Jakobsdóttur fyrir tillögu til þings
ályktunar um atvinnumál aldraðra
þingsjá þjóðvíljans
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr
hvað ráðherra „telji”
Með Kröflu fá
Norðlendingar
stóra virkiun
Lárus Jónsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins i Norður-
landskjördæmi eystra, hefur
mjög rætt um orkumál Norður-
lands á yfirstandandi alþingi.
Hafa umræðuefni hans verið hin
furðulegustu, en þó sérstaklega
fyrirspurn hans um þessi mál þar
sem m.a. var spurt um hvað ráð-
herra „teldi” um eitt og annað!
Magnús Kjartansson svaraði
fyrirspurnum þingmannsins á
þingfundi i fyrrad g, og er hér á
eftirsagt frá svörum ráðherrans:
Fyrsta fyrirspurnin er sú, hve-
nær ráðherra „telji”, að Lands-
virkjun geti seít Norðlendingum
örugga raforku um fyrirhugaða
háspennulinu frá Landsvirkj-
unarsvæðinu til orkuveitusvæðis
Laxárvirkjunar. Unnt verður að
selja raforku norður -um há-
spennulinuna til orkuveitusvæðis
Laxárvirkjunar, eftir að linan
hefur verið reist, en að þvi er
stefnt, að það verði á næsta ári.
Þar til fyrsta vélasamstæða Sig-
ölduvirkjunar hefur verið tekin i
notkun, sumarið 1976, getur orðið
um einhverjar truflanir að ræða á
þessari orkusölu i miklum vatns-
þurrðum eða við aðrar slikar ó-
venjulegar aðstæður.
Hvaö „telur"
ráðherra?
1 annan stað er spurt, hvort
ráðherra „telji”, að formaður
stjórnar Landsvirkjunar hafi haft
Tétt fyrir sér, þegar hann sagði i
fjölmiðlum, að Landsvirkjun væri
ekki aflögufær um orku til Norð-
lendinga fyrr en á árinu 1977. Nú
mætti það æra óstöðugan, ef ætti
að fara að spyrja ráðherra, hvað
þeir telji um eitt og annað, sem
sagt kunni að hafa verið hér á
landi. En i sambandi við þetta er
staðreyndin sú, að formaður
Landsvirkjunar hefur ekki sagt
eitt einasta orð um þetta i fjöl-
miðli. Hann ræddi þetta mál á al-
mennum blaðamannafundi, og i
fréttum útvarpsins var rangt eftir
honum haft, það sem hann sagði.
Formaður stjórnar Landsvirkj-
unnar segist hafa sagt þetta :
„Landsvirkjun hefur ekki ör-
ugga orku aflögu fyrr en Sigöldu-
virkjun cr komin i rekstur sumar-
ið 1976. Er þá átt við vetrarorku,
eins og kunnugt er verða istrufl-
anir gjarnan samtimis við Laxar-
virkjun og við orkuver Lands-
virkjunar”.
Allir útreikningar, sem byggj-
ast á þvi að ekki komi orka til
Norðurlands fyrr en 1978, eins og
hv. fsp. var að leika sér að hérna
áðan er gjörsamlega út i hött.
Nú.enn er spurt, hvort ráðherra
„telji” að Landsvirkjun geti selt
Norðlendingum orku við svipaðar
aðstæður og sköpuðust i nóv. og
des. sl. Nú er það alkunna eins og
raforkukerfi okkar Islendinga er
enn sem komið er skipulagt, þá
geta verulegar ishraflstruflanir
valdið erfiðleikum i orkuöflun.
Þetta á að sjálfsögðu við alls
staðar á landinu, eins og menn
vita ákaflega vel. Við höfum
sjaldan átt við eins mikla erfið-
leika að etja um langt skeið og i
des.-mánuði sl„ en þá kom mesti
frostakafli, sem komið hefur á ts-
landi i heiia öld. Það er þvi aug-
ljóst mál, að þegar likt ber að
höndum mun orkuöflunaraðilinn
væntanlega láta eitt ganga yfir
alla, að svo miklu leyti sem unnt
er og aðstæður leyfa. Þvi er full á-
stæða til að ætla, að Landsvirkjun
geti annað orkuflutningi til
Norðurlands við svipaðar aðstæð-
ur og sköpuðust hér i desember i
sama mæli og aðrir viðsemjendur
Landsvirkjunar fá.
1 fjórða lagi er spurt, hvort ráð-
herra hyggist gera bindandi
.samning við stjórn Landsvirkjun-
ar um orkusölu til Norðlendinga.
Ég hélt nú að þingmanninum væri
það nú ljóst, að það væri ekki
orkuráðherra, sem gerir samn-
inga um orkusölu, hins vegar
liggur það i hlutarins eðli, að þeg-
ar búið er að tengja saman
Norðurland og Suðurland, þá
muni orkuöflunarfyrirtæki, bæði
sunnanlands og norðan, þurfa að
gera með sér samning um það,
með hverjum hætti slik orkusala
fari fram. Nú, ef leitað er ein-
hverrar fyrirgreiðslu ráðuneytis-
ins um það, þá er það að sjálf-
sögðu auðsótt mál.
Krafla
Og i annan stað, þá er spurt,
hvort að fyrst og fremst verði að
þvi stefnt á næstu árum að afla
Norðlendingum innlendrar raf-
orku á þann hátt. Nú ætti þessi
fyrirspyrjandi að vita það ákaf-
lega vel, að fyrir Alþingi liggur
tillaga um 55 megawatta virkjun
við Kröflu, og ég hef fulla ástæðu
til þess að ætla, að um það mál sé
algjör samstaða á hinu háa Al-
þingi, þannig að vænta megi þess
að það nái fram að ganga á þessu
þingi, og þá verður reynt að hraða
þessum framkvæmdum eins og
auðið er, þannig að Norðlending-
ar fái þá með sem fljótvirkustum
hætti verulega stóra virkjun á
Norðurlandssváeðinu.og þar er að
sjálfsögðu um að ræða ákaflega
mikilvægt öryggisatriði, bæði
fyrir Norðurland og raunar fyrir
Austurland lika.
Svava Jakobsdóttir mælti á
dögunum fyrir tillögu þriggja
þingmanna Aiþýðubandalagsins
urn atvinnumál aldraðra. Tillög-
una flytja auk Svövu þeir Eðvarð
Sigurðsson og Ilelgi F. Seljan.
Tillagan er á þessa leið.
„Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að undirbúa i samráði
við launþegasamtök landsins
frumvarp til laga um atvinnumál
aldraðra, og verði að þvi stefnt,
að allir 67 ára og eldri, sem til
þess hafa þrek og vilja, geti átt
kost á atvinnu við sitt hæfi.”
í framsöguræðu sagði Svava
Jakobsdóttir:
„Við flm. erum á þeirri skoðun,
að með þessari till. se hreyft
mjögmikilvægu máli, sem nauð-
synlegt sé, að tekið verði föstum
tökum hið bráðasta. Vandamál
aldraðs fólks hafa oft verið til
umr., bæði innan þings og utan og
ekki er hægt að halda öðru fram
en margt hafi á siðustu árum ver-
ið gert til þess að auðvelda öldr-
uðu fólki lifið. Nægir þar að
minna á stórhækkaðan ellilífeyri
og tekjutryggingu til þeirra, sem
engar aðrar tekjur hafa en elli-
launin.
Félagsmálaaðgerðir mega ekki
einskorðast við að leysa vanda-
mál. Hin rikjandi stefna i félags-
málum er, sem kunnugt er, sú að
koma i veg fyrir, að vandamál
risi. Hin mikla röskun, sem verð-
ur á lifi fólks, þegar það nær há-
marksaldri i starfi og verður að
setjast I helgan stein sem kallað
er, hefur svo mikil vandkvæði i
för með sér fyrir svo marga, að
það liggur við, að skilgreina megi
ellina sem vandamál i þjóðfélagi
okkar I stað þess, að á hana sé lit-
iðsem eðlilegt timabil á æviskeið
mannsins. Þessi þáttaskil i lifi
fólks hafa ekki eingöngu i för með
sér fjárhagsáhyggjur fyrir flesta,
heldur og kviða fyrir breyttum
lifsháttum og beinlínis áhyggjur
vegna verkefnaskorts. Tilfinning-
in fyrir þvi að verða gagnslaus
þjóðfélagsþegn i eigin augum eða
annarra verður oft svo lamandi,
að erfitt er undir að risa. 1 Noregi
mun hafa verið gerð félagsleg
rannsókn um afleiðingar þess, að
fólk verður aðhætta i starfi sakir
áldurs. Þvi miður hef ég ekki séð
niðurstöðurnar i heild, en þar
mun hafa komið fram, að áhrifa
þessara reglna gætir miklu fyrr
en ætlað var, að kviði fyrir þvi að
hætta gripi fólk allmörgum árum
áður en að þvi væri komið, og
Svava Jakobsdóttir
dragi úr starísþreki þess og Hfs-
löngun. N„ sem fær þessa þáltill.
til meðferðar, gæti hugsanlega
útvegað sér þessar niðurstöður
norsku rannsóknarinnar, ef henni
þætti þurfa. Þá held ég, að öllum
séljóst án nokkurrar félagslegrar
rannsóknar, að hér er um vanda-
mál að ræða fyrir marga. Ég get
nefnt það, að ég hef rætt þetta
mál við landlækni og þessa till.
efnislega. Hann er mjög hlynntur
málinu og sagðist ekki draga i
efa, að læknastéttin i heild væri
þvi fylgjandi, þvi að það væru
læknarnir sem yrðu að glima við
þetta vandamál hér. Þeir sæju
manna best, hversu mjög þetta
þjakaði margan manninn.
Við flm. að þessari till. erum
ekki að leggja til, að reglur um
aldurshámark verði afnumdar.
Þær eiga rétt á sér af ýmsum á-
stæðum. En það er staðreynd, að
margur sjötugur maðurinn hefur
starfsþrek og starfsvilja og það er
lika staðreynd, að heilsufar
sjötugs fólks nú er yfirleitt betra
en sjötugs fólks fyrr ,á timum.
Það eigum við að þakka bættri
læknisþjónustu og betri lifskjör-
um. Aldrað fólk, sem verður að
hætta slnu ævistarfi, leitar oft
annarra starfa, en þvi stendur yf-
irleitt ekki til boða annað en störf
á almennum vinnumarkaði, sem
krefjast fulls vinnudags og oft á
tiðum er fullur vinnudagur þessu
fólki öfraun. Þá er einnig hætt
við, að þróun atvinnumála skerði
möguleika þessa fólks til að fá
slika vinnu i framtiðinni. Má i þvi
Framhald á 14. siðu.