Þjóðviljinn - 07.02.1974, Síða 8

Þjóðviljinn - 07.02.1974, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. febrúar 1974. Aöalgrein Réttar um konur á vinnumarkaöi Nýjasta hefti //Réttar", sem út kom nú i vikunni, er að miklu leyti helgað bar- áttunni fyrir raunverulegu jafnrétti kvenna í þjóðfé- laginu og þá sérstaklega Svona fréttir koma okkur viö Tvær blaðafréttir vöktu athygli mina undangengna viku, báðar i Timanum, hvort sem ástæðan er að þar starfa ekki færri en 5 blaðamenn af kvenkyni eða eitt- hvað annað. önnur fréttin er gleðileg og segir frá þvi, að enn eitt skarðið hefur verið rofið i karlmanna- starfsmúrinn og kona er farin að vinna verk, sem áður hefur aðeins verið ætlað körlum. Það er Rafmagnsveita Reykjavikur, sem ráðið hefur konu i álestur af mælum rafmagnsveitu og hita- veitu, og liggur náttúrlega i augum uppi, að þar getur annað kynið varla verið hæfara til verks en hitt. En einsog fulltrúi hjá Raf- magnsveitunni, Lilja ólafsdóttir, segir i viðtali við Timann: Konur ættu ekki að biða eftir að sjá einhverja kynsystur sina hefja störf á nýjum starfssviðum. Þeim Eramhald á 14. siðu. Of menntuð í starfið! S,F. — Rcykjavik Tfxka- vttrxiaoír haia á uudaiiíörDuin Mum $)***. *>&. þeim. t»r fjaliafti um umsókn hennar. — i»a6 citm, sem hann saRÖí j FYRSTI KVEN- ÁLESARINN rdðinn hjó Rafmagnsveitu Reykjavíkur FB-Rcykjavrk, Ung og farcssileg ítúika hefur barih að dyrum hjó ýmsum Ueykvikmgum untííui' íarna mánuöí i þeim tUgaugÍaft (á Jft if*sa n( ma-ium rafmagnsveitu ■t% bitaveíta. Fetta cr I fyrsta »ian« stim Haf maogsveíta Reykjavlkur ræöur fevenmaon i iiesturiim, en það hcfur reynxt tnjög vei, aft sögn Lfiju Olafs- ÍiíUur l»jí* HafmagnsÝcitunní, og iennílegi, aft álesararuir vnrftí ‘kkí sfftur bvenkyns cn karikyns f Yamtíftinni. Líija sagöi, aö sttílknn. sém itarfar nú í íUestrinum va»ri biSin iö vera í starfi \ fjóru til tttum sagöi ennfreinur, nft eftir aö stúlkan fór nö iesa á maela Reykviktnga, heföu konur komiö og spurzt fyrir um vinnu i áfeftinhum, eri slíkt heffti ekkí komiö fyrir aöur. HUn hætti þvi viö, nö konur atítu ekki alltaf aö bföa eftir því aö ajá eínhverjakyn systur sina hfefja »törf á nýjum slarffesviöum, og fara þá fyrst nf staö tiS þess aft leita sér aft vinnu á sarna svíöí. Feitri værí alveg óhæft aö iáta sér nj.tifum tíetta eitthvaö nvtt slarf i hug, og fara stftar. og Ríekja um, þótt karirnenn heföu einokaft þaö til þess tíma. Er vissulega áp.fæöa til þess aö hvetjs kufiur tiJ þess aö iáta ekkí Ocb'ncl w' tc í»*»l. \------- ORÐ I BELG Mismunun í fréttaf lutningi af handbolta B.K. hringdi i siðustu viku og vakti athygli á mismunun i fréttaflutningi varðandi iþróttir: — Nú stendur yfir islands- mót i handknattleik, sagði hann, bæði hjá konum og körl- um. Þetta er spennandi mót, enda útvarpað lýsingu á leik karlaliðanna hvað eftir annað, en þótt kvennaleikirnir séu ekki siður spennandi er sára- sjaldan sagt frá þeim i frétt- um og varla einu sinni að greint sé frá, á hvaða tima þeir byrja. Víxlamálin enn Áður hefur á þessum vett- vangi verið vakin athygli á vixileyðublöðum bankanna með „herra...” á, þar sem ekki virðist gert ráð fyrir við- skiptum við kvenfólk. Og greinilegt er af eftirfarandi sögu Sigurðar, að framkoma við viðskiptamenn fer eftir kyni: — Þegar konan min tekur vixla i ákveðnum banka, sem við skiptum við, er hún ævin- lega spurð, hvort ég sé með einhverja vixla. Þegar ég tek vixil er ég aldrei spurður um hennar vixla! Þar aö auki.... 1 félagsblaði leikara, segir B.H., að hafi nýlega verið taldir upp „eftirfarandi fé- lagsmenn, sem áttu merkisaf- mæli á árinu”. Allt karlar og tilgreindur aldur þeirra, 40 ára, 50 ára, 60 ára o.s.frv. Siðan kemur eitthvað á þessa leið: Þar að auki áttu merkisafmæli eftirfarandi leikkonur. Enginn aldur til- greindur. Eru þær þá ekki félagsmenn eða hvað? Oghvaða misskilda miðalda riddaramennska er það að þegja um aldur þeirra? Verðgildið í sam- ræmi við stöðuna Nokkuð margir hafa haft samband við mig og vakið máls á útgáfu þjóðhátiðarpen- inganna og þvi mati, sem mis- munandi verðgildi þeirra lýsir á landnámskonum miðað við landnámsmenn af karlkyni. En Anna Sigurðardóttir tók eftir að fleira var athugavert en verðmæti peninganna og sendi eftirfarandi bréf i belg- inn: . „Vinur minn einn, sögufróð- ur, fæddur fyrir aldamót, vakti athygli mina á þvi fyrir fáeinum dögum, að búið væri hinna vinnandi kvenna í at- vinnulífinu. Er lofað fleirri greinum um sama efni á næstunni. Aðalgrein Réttarheftisins, sem er nr. 4,1973,og þvi heldur á seinni skipunum, er eftir Gerði G. Ösk- arsdóttur, „Konur á vinnumark- aðnum’jog tekur yfir nær helm- ing blaðsins með myndum. Sjálf er Gerður starfandi kennari við gagnfræðastigið og hefur starfað i Rauðsokkahreyfingunni frá upp- hafi, þám. verið i starfshópum, sem fjallað hafa um vinnumark- aðinn og þátttöku kvenna og um dagheimilismál, hún var td. i þeim hópi, sem gerði fyrstu könn- un á dagvistunarþörf hér á landi, þe. i Kópavogi 1971. Gerður segist i upphafi greinar sinnar reyna að draga upp mynd af ástandinu einsog það er og leita skýringa og hún tekur fyrir ýmsa þætti svo sem uppeldi og mennt- un, varavinnuaflið, „valfrelsi” kvenna, launin, margskonar „kvennastörf”, frama kvenna i starfi, mætingar i vinnu, uppeld- ishlutverk kvenna, hagsmuna- og þjóðmálabaráttu þeirra og að lokum hugmyndir um úrbætur. 1 niðurlagi greinarinnar leggur Gerður áherslu á að verklýðsfor- ystan verði að taka launamisrétti kvenna alvarlegum tökum og á þá kröfu, að vinstrisinnuð rikis- stjórn styðji verkakonur i land- inu, en ekki þá, sem arðræna þær. En henni er einnig ljóst hlutverk kvennanna sjálfra: „Konur á hinum ýmsu vinnu- stöðum þurfa að binda endi á samtakaieysi sitt. Þær þurfa að beita sér fyrir þvi að uppfræða hver aðra og karlmennina um stöðu konunnar. Þær þurfa að kynna sér launasamninga og all- ar hliðar kjarabaráttunnar og koma siðan út i launabaráttuna sem sterkur og áhrifamikill hóp- ur. Stór hópur kvenna virðist sætta sig við rikjandi ástand, en það bendir einmitt til þess, að þær geri sér alls ekki grein fyrir þvi, að þær eru beittar misrétti.” að gefa út minnispeninga úr gulli og silfri vegna 1100 ára byggðar á Islandi. Honum fannst landnámskonunum ó- virðing sýnd með þvi að hafa periing þann, sem helgaður væri minningu þeirra, helm- ingi verðminni en pening karl- mannanna. Næsta dag kom ég auga á fréttirnar af peningunum og myndir af þeim. Sá ég þá, að fleira var athugavert en verð- mæti peninganna. i fréttunum var greint frá þvi, hvaðan hugmyndin að myndunum væri komin. En þar var sleppt úr veigamikl- um atriðum, sem koma fram i frásögn Landnámu. Framarlega i Landnámu segir ,,að enginn skyldi viðara land nema en hann mætti eldi fara yfir á einum degi með skipverjum sinum”. (Menn gera ráð fyrir, að hér sé aðeins átt við karl-landnámsmenn). Landnámsmennirnir áttu ekki aldeilis að vera meðhjálpar- lausir við að nema land sitt. Síðar i Landnámu er svo frásögn af þvi, er Þorgerður i Sandfelli nam land. Hún var ekkja og fór út ásamt sonum sinum. Þar segir m.a.: „Það var mælt, að kona skyldi eigi viðara land nema en leiða mætti kvigu tvævetra vor- langan dag sólsetra mill- um...”, og siðan er sagt frá þvi, hvaða leið Þorgerður leiddi kvigu sina, svo að hún fengi sem viðast land. Land- námskona mátti ekki nema land með aðstoð skipverja sinna, heldur varð hún að teyma kú, vel alda að visu, til Gerður G. óskarsdóttir Forsiða Héttar, 4. heftis 56. árg. Og við tökum undir með Gerði, þegar hún segir: „Forsenda frelsunar kvenna undan kúgun þjóðfélagsins og karlmanna er þróun sjálfsvitund- ar þeirra. Aðeins þeirra eigin sjálfstæða hugsun getur gert þær frjálsar. Konur þurfa að vakna upp og vekja hver aðra til póli- Framhald á 14. siðu. Fyrsti banki kvenna Nýr banki er að hefja göngu sina i New York, „The First Women’s Bank and Trust Co.”. Verður honum aðallega stjórnað af konum og hann mun fyrst og fremst skipta við konur og reyna að mæta þörf þeirra fyrir lán og fjárfestingu. Bankinn er stofnaður af hópi kvenna, sem eru viðskiptafræð- ingar, fjármálasérfræðingar og stjórnmálamenn, og þrem körl- um. Er ætlunin að konur skipi all- ar aðalstöður bankans. Ráðgjafi verður starfandi fyrir konur, sem ætla að koma á fót fyrirtækjum,og sérstök lán verða veitt til rekstrar skóladagheimila og barnaheim- ila. Ástæðan til stofnunar bankans er, að þvi er einn stofnandinn sagði i blaðaviðtali, að „bankar mismuna oft konum, sem óska eftir lánum og annarri fyrir- greiðslu”. (Hér ekki siður — sjá orðabelg). „Við munum taka konur alvarlega og neyða aðra banka til hins sama”. Mas. Mína mús þarf aö fara á klóið Disney World, hinn þekkti skemmtigarður i Flórida, hefur nú loks fundið lausn á þvi vanda- máli að þurfa að loka kvenna- klósettunum i hvert sinn sem eitt- hvað þarf að gera við. Lausnin lá reyndar beint við: Ráðnir voru 4 kvenkyns pipulagn- ingamenn. Talsmaður skemmtigarðsins: Þær standa sig með prýði. (Nema t hvað). Silfurpeningarnir tveir, sem Seðlabankinn gefur út I tilefni 1100 ára byggðar á tslandi. Til vinstri stóri peningurinn á 1000 krónur með iandnámsmönnunum tveim, til hægri litli peningurinn á 500 krónur með konunni og kúnni. þess að tef ja fyrir sér á göng- unni um landið. Réttur kvenna til landnáms var þannig mjög skorinn við nögl og auk þess voru hindran- ir lagðar i leið þeirra, svo að eigi næðu þær jafnstöðu við karla. Verðgildi minnispeninganna tveggja er i samræmi við þetta. Sennilega hefir verið meira en helmingsmunur á stærð þess lands, sem konum og körlum var leyft að nema, eftir að Haraldur hárfagri lét taka upp ákvæðið um eldana, og kúna sennilega lika. Vel hefði mátt láta einhverja af skipverjunum sjást á peningn- um. En tveir glæsilegir höfð- ingjar sóma sér vist betur á 1000 króna silfrinu en húskarl- ar. Landnámskonan er ein með kúna sina á 500 króna peningnum. Eftir á að hyggja: Með þvi að hafa tvo landnámsmenn á 1000 króna peningnum, telur listamaðurinn sig ef til vill hafa jafnað mismuninn, þann- ig að 500 krónur koma i hlut hvers landnámsmannanna þriggja á silfurpeningunum tveim. ” Mistök Leiðindamistök i umbroti og texta urðu til að eyðileggja seinustu siðu, einkum eina greinina, þar sem útkoman varð nánast kynferðisfasismi. Þetta var reyndar leiðrétt i næsta blaði, en rétt þykir mér þó að itreka þetta hér og visa til leiðréttingarinnar (2. febrúar) um leið og þökkuð skulu bréf og hringingar og beðið um meira af þvi taginu. i þvi sambandi langar mig að benda á, að ég hef ekkert heyrtfrá lesendum úti á landi, en það mundi áreiðanlega gleðja fleiri en mig. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.