Þjóðviljinn - 07.02.1974, Qupperneq 9
Fimmtudagur 7. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
NARVE
TRÆDAL
Hér voru á ferð um helgina einn
og átta norskir stjórnmálafröm-
uðir og „öryggismálasérfræðing-
ar” i þeim crindagjörðum að sitja
ráðstefnu með hérlendum hug-
sjónabræðrum sinum. Sjálfsagt
hafa þeir kunnað margar sögur af
norska varnarliðinu (bein þýðing
á nafni Norðmanna á her sinum
cn það er Forsvaret) og heilla-
drjúgum og bráðnauðsynlegum
samskiptum þess við hernaðaryf-
irvöld Atlantshafsbandalagsins.
i tilefni þessa er við hæfi að
segja eina sögu af þessum sam-
skiptum sem óliklegt er að þeir
hafi flikað á ráðstefnunni. Mál
það er kennt við norskan varnar-
liða sem heitir Narve Trædal. Sá
hefur orðið frægur fyrir að hafa
komið á framfæri við norsk blöð
æfingaskeytum úr sameiginleg-
um æfingum NATÓ i Noregi með
þátttöku norska varnarliðsins.
Lesendur Þjóðviljans ættu að
kannast við málþetta þar sem
blaðið skýrði i byrjun janúar frá
uppljóstrunum Trædals og fleiri á
þvi athæfi NATÓ-hersveita að æfa
sig i að ber ja niður norska alþýðu.
Nú i febrúar hefjast réttarhöld i
máli Trædals en við þau hafa
ýmsir aðilar ansi mikið að at-
huga.
„ Good Heart"
var byrjunin
Forsaga þessa máls teygir sig
aftur til ársins 1971. 1 janúar og
febrúar þess árs voru haldnar
sameiginlegar heræfingar allra
NATÓ-herja i Evrópu i Norður-
og Mið-Noregi og gengu þær undir
nafninu „Good -Heart”. Mikil
leynd hvildi yfir þeim og ekki einu
sinni deildarstjóri i varnarmála-
ráðuneytinu vissi baun um þær
fyrr en eftir að þær urðu blaða-
mál.
1 mars sama ár birtu Dagbladet
og Klassekampen æfingaskeyti
frá „Good Heart” sem miklu
fjaðrafoki komu af stað. 1 skeyt-
um þessum voru nafngreindir
ýmsir hópar á vinstra kanti
norskra stjórnmála sem og
verkamenn i verksmiðjum i
Þrándheimi. NATÓ-herir frá allri
Evrópu eða svo gott sem voru
semsé að æfa sig i að ráða niður-
lögum verkamanna sem fóru i
verkfall og róttæklinga i mót-
mælaaðgerðum.
Málið kom fyrir norska Stór-
þingið og þar lýsti varnarmála-
ráðherrann þvi yfir að þetta hefðu
verið mistök sem gerst hefðu án
vitundar ábyrgra pólitiskra yfir-
valda hersin og harðneitaði að til
væru áætlanir um að berja niður
„innri ókyrrð” i Noregi. Eftir
þessa æfingu var send út skipun
til varnarliðsins um að i æfingum
mætti ekki nafngreina „pólitiska
flokka eða samtök en nota i þess
stað nöfn eins og „fimmta her-
deild”, „stuðningsmenn Orange”
(Orange er dulnefni á Sovétrikj-
unum á NATÓ-máli), „hópar
öfgasinna” o.s.frv. Slika hópa má
ekki tengja fyrirtækjum, skólum
eða öðrum starfandi stofnunum”.
Ekki var þess þó lengi að biða
að þessar reglur yrðu brotnar.
/,Strong Express"
1 september árið 1972 hélt
NATÓ einar stærstu heræfingar
sem það hefur efnt til i Norður-
Noregi. 1 æfingum þessum sem
nefndust „Strong Express” tóku
þátt 64 þúsund manns frá öllum
NATÓ-herjunum og æfðu þeir sig
i notkun 300 farartækja á landi og
700 flugvéla. Eitt höfuðmarkmið
var að æfa svon. slökkvilið NATÓ
eða Allied Mobile Forces, en
italska blaðið Lotta Continua seg-
ir þessar sveitir vera sérhæfðar i
að berja niður uppreisnir.
1 vestur-þýska blaðinu Frank-
furter Allgemeine Zeitung segir
svo frá sögusviði æfinganna:
„Gengið var út frá uppþotum i
skandinaviskum borgum, einkum
norskum og sænskum. Hópar
vinstrisinna höfðu uppi mótmæla-
aðgerðir á götum úti og kröfðust
úrsagnar Noregs úr NATÓ. 1
dreifiritum var NATÓ ásakað um
heimsvaldasinnaða árásar-
stefnu... Þeir sem að baki stóðu
mætti enga visbendingu gefa um
hvort vinstri- eða hægrisinnar
ættu i hlut.
Nú hefði mátt ætla að endir
hefði verið bundinn á ósómann en
ekki var þvi að heilsa.
1 mars árið 1973 voru enn
haldnar heræfingar, að þessu
sinni undir nafninu „Firm Sand”.
Nú var norska varnarliðið ekki
með heldur einungis herlið það
sem Norðmenn leggja til hins
sameiginlega NATÓ-hers. Og enn
láku skeyti.
1 þessum skeytum var rætt um
hluti eins og mótmælaaðgerðir
fyrir utan Stórþingið og banda-
riska sendiráðið, vel að merkja
friðsamlegar, sem eru hvers-
dagslegur atburður i norsku
stjórnmálalifi. Vilja Norðmenn
ekki viðurkenna að þær beri að
Narve Trædal: taldi sig vera að gera lýðræðinu gagn, er nú lögsóttur
fyrir vikið.
um að honum skyldi sleppt og i
Osló var efnt til mótmælagöngu.
Þann 1. júli viðurkenndi Trædal
að hafa sent blöðunum skeytin en
lýsti þvi jafnframt yfir að ekki
bæri að sakfella hann þar sem
hann hafi tekið ákvörðun um að
senda skeytin vegna þess að inni-
. , • :.....................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
<
—~
v
Svona vill NATÓ tryggja lýöræðið: Skriðdrekar scm voru mcð i Wintex-æfingum NATÓ.
hugðust færa sér i nyt andúð þá á
hervörnum sem borið hefur á á
Norðurlöndum.” Ókyrrð þessi
átti svo að leiða af sér innrás
Rússa en hersveitir NATÓ höfðu
það hlutverk að mæta henni.
Þrjú skeyti láku út af æfingum
þessum. I þeim var talað um neð-
anjarðarstarfsemi og bent á stúd-
enta sem hugsanlega landráða-
menn. Sumt i skeytunum var til-
búningur en i tveimur skeytanna
var átt við atburði sem áttu sér
stað meðan á æfingunum stóð.
Var þar rætt um mótmælaað-
gerðir sem efnt var til fyrir utan
hótel eitt i bænum Finnsnes i til-
efni dvalar nokkurra NATÓ-hers-
höfðingja þar.
Þessum tveimur skeytum kom
Narve Trædal á framfæri við
Klassekampen sem birti þau i
janúar og mars 1973. Eftir það
var send út önnur skipun frá
æðsta ráði varnarliðsins þar sem
minnt var á skipunina frá árinu
1971 sem vitnað var i hér að fram-
an og þvi bætt við að i umtali um
fimmtu herdeild eða öfgahópa
flokka undir glæpi og fimmtuher-
deildarstarfsemi. Þá eru þeir
ekki á þvi að mótmælaaðgerðir
gegn NATÓ-aðild séu svipaðs
eðlis og skemmdarverk oþh.
Skeytin birtust i Klassekampen
og siðar i blöðunum Orientering,
Friheten og Dagbladet. Kom i ljós
að Firm Sand var einungis einn
liður mjög viðtækra æfinga NATÓ
sem gengu undir nafninu Wintex-
73 (skýrt var frá þeim hér i
blaðinu i byrjun janúar i ár).
Trædal handtekinn
Þann 14. júni var Narve Trædal
handtekinn og með hinni mestu
leynd úrskurðaður i þriggja vikna
gæsluvarðhald og einangrun
vegna gruns um að hafa sent
blöðunum skeytin. Félögum hans
var tilkynnt að þeir mættu ekki
segja frá handtöku hans og þeim
sem hringdu til hans sagt að hann
væri i leyfi.
Þann 27. júni var hulunni svipt
af handtöku Trædals þegar Dag-
bladet skýrði frá henni.
Samstundis fóru að berast kröfur
hald þeirra braut i bága við
gildandi fyrirmæli. Var honum
sleppt samdægurs og leystur
undan heraga. Fjöldi félaga hans
úr hernum var yfirheyrður á
þessum tima og beðinn að gefa
nákvæma skýrslu um stjórn-
málaafstöðu ' Trædals og
kunningja hans.
Trædal var siðan ákærður fyrir
trúnaðarbrot og afglöp i starfi. A
hann yfir höfði sér allt að fimm
ára fangelsi verði hann fundinn
„sekur”.
Mótmælin streyma aö
Siðan hefur fjöldi félagasam-
taka — hermannafélög, verka-
lýðsfélög, námsmannafélög og
pólitisk félög — mótmælt máls-
höfðuninni á hendur Trædal og
krafist þess að þeim sem raun-
verulega eru sekir sé refsað.
1 ályktun frá Trondheim
Faglige Samorganisasjon segir
ma.: „Það er ánægjulegt að til
skuli vera árvakir hermenn sem
þora að taka afleiðingum skoðana
sinna og skýra almenningi frá
þessum ódrengilega leik sem her-
foringjarnir efndu til i þeirri trú
að almenningur fengi ekki að vita
hvað væri að gerast. Það vekur
ugg að varnarliðið sé i striðsleik
þar sem andstæðingarnir eru
verkamenn.”
1 ályktun Odda Faglige
Samorganisasjon segir ma.:
„Við álitum slikar æfingar vera
glæpsamlegar. Það eru lýð-
réttindi að mega breiða út
skoðanir sinar, mótmæla og
leggja niður vinnu. Norskum her-
mönnum á ekki að etja gegn
verkalýðshreyfingunni, náms-
mönnum eða öðrum þegnum
þjóðarinnar... Narve Trædal
sinnti bara sinum lýðræðislegu
skyldum er hann kom skeytunum
á framfæri. Við krefjumst þess að
fallið sé frá ákæru á hendur
honum og að i þess stað sé varpað
ljósi á glæpastarfsemi varnar-
liðsins.”
Að hengja bakara
fyrir smiö
En að öllu forfallalausu verður
Trædal dreginn fyrir rétt seinni-
hluta þessa mánaðar. Þegar
málið kom fyrir á Stórþinginu
neitaði stjórnin að beita áhrifum
sinum til að fallið yrði frá málinu.
Eitt er lika óeðlilegt við réttar-
höldin. Samkvæmt réttarhefð i
Noregi á dómurinn að ákveða
áður en málarekstur hefst hvaða
vitni sé nauösynlegt að yfirheyra.
Komið hefur fram að ýms vitni
sem Trædal og verjandi hans
vilja að mæti fyrir dómnum eru
ekki i þeim hópi. Eru þar ma.
varnarmálaráðherrann, fulltrúar
verkalýðshreyfingarinnar og
félagar Trædals i hernum. Vilji
þeir ao þessi vitni mæti fyrir
dómnum verða þeir að borga
sjálfir ferðir og uppihald vitn-
anna. Kostnaður við það er
áætlaður um 150-60 þúsund
islenskar krónur.
Réttarhöldin yfir Trædal minna
i mörgu á IB-málið i Sviþjóð.
Þegar upp kemst um starfsemi
einhverra rikisstofnana, sem
striðir gegn lögum og yfir-
lýsingum ráðamanna,er athygl-
inni ekki beint að starfseminni
sjálfri,heldur eru þeir,sem komu
upp um hana og töldu sig einungis
vera að gegna sjálfsagðri upplýs-
ingaskyldu,ofsóttir á alla lund.
Og eitt er vist: starfsemi sú
sem Narve Trædal kom upp um
var ekkert einangrað slys. Það
sýnir endurtekning æfinganna
hvað eftir annað. Nei, hér var
komið að kjarna NATÓ og allra
herja i auðvaldslöndum; þeim er
ekki ætlað að verja alþýðu manna
gegn yfirgangi Rússa eða
annarra tilbúinna óvina,heldur
eru þeir borgarastéttarinnar til
að verja hagsmuni hennar íyrir
alþýðunni. —ÞH
Saga sem ekki var sögð á ráðstefnu Varðbergs um síðustu helgi