Þjóðviljinn - 07.02.1974, Side 14

Þjóðviljinn - 07.02.1974, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. febrúar 1974. Strætó stoppi nær Hall- yeigarstöðum Adda Bára Sigfúsdóttir, borg- arfltr. Alþýðubandalagsins, hef- ur lagt eftirfarandi tillögu fyrir fund borgarstjórnar i dag: „Með tilliti til þarfa aldaðs fólks, sem sækir tómstundastarf- semina á Hallveigarstöðum, beinir borgarstjórn þvi til stjórn- ar SVR, að hún kanni, hvort ekki sé unnt að láta strætisvagna stoppa nær Hallveigarstöðum en þeir gera nú”. önnur mál á dagskrá fundarins eru m.a. fyrirspurnir varðandi úthlutun úr lóðasjóði, fjárhagsað- stöðu borgarsjóðs og aðstoð við aldrað fólk og tillögur um breyt- ingu á skipan útgerðarráðs og varðandi breytingu á lögum um fasteignamat og lögum um sam- býli. Þá má vænta talsverðra um- ræðna um einstök atriði er fram koma i fundargerðum nefnda og ráða. —vh Vélfryst skautasvell kemur í Laugardalinn Húsnæði óskast 2 til 3 herbergja ibúð óskast til leigu; má þarfnast lagfæringar. Upplýsingar i sima 71122 f.h. og 42794 e.h. Vélfryst skautasvell verður nú loks brátt veruleiki i Reykjavik, en mikið er það mál búið að vera lengi á leiðinni frá þvi að fyrstu draumarnir um skautahöll skutu upp kollinum. A siðasta fundi borgarráðs lágu fyrir frá iþróttaráði teikningar af vélfrystu skautasvelli i Laugar- dal og samþykkti borgarráð þær fyrir sitt leyti. Kemur þar með i ljós, að þótt meirihluti borgar- stjórnar vildi ekki samþykkja til- lögu um slikt svell, sem siðar yrði jafnvel yfirbyggt, frá Sigurjóni Péturss. 1970 og bæri við kostnaði og fleiru, er þetta mögulegt nú. Er það ekki i fyrsta sinn, sem ekki má samþykkja tillögu frá minnihlutanum, þótt borgarfull- trúar meirihlutans séu i sjálfu sér sammála þeim. Reyndar kom fram á þessum fundi borgarráðs, að meirihlutinn er klofinn i iþróttamálunum og lét Albert bóka þar eftir sér, að hann hefði ekki og mundi ekki taka þátt i afgreiðslu neinna mála, sem snerta iþróttavellina, sem nú eru I byggingu i Laugardalnum. Auk skautasvellsins samþykkti borgarráð teikningar af girðing- um umhverfis iþróttavellina i Laugardal og að samið yrði við Hlaðbæ hf. um gerð malarvallar þar. Þá leggur iþróttaráð til, að fjarlægt verði hús, sem stendur á væntanlegu bifreiðastæði Laug- ardalsvallar og Vatnsveitan hef- Auglýsing Tryggingaeftirlitið vekur hér með athygli á þvi, að samkvæmt lögum nr. 26/1973 um vátryggingarstarfsemi, sem tóku gildi 1. janú- ar sl., ber öllum þeim, sem nú reka hvers konar vátrygg- ingarstarfsemi að sækja um leyfi til slikrar starfsemi fyrir 1. mars 1974. Umsókn skulu fylgja gögn i samræmi við reglugerð nr. 396 frá 28. desember 1973 ,,um leyfi til vá- tryggingarstarfsemi og skráningu i vátryggingarfélaga- skrá”. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar veitir Trygginga- eftirlitið, Stórholti 1, slmar 26757 og 26746. TRYGGINGAEFTIRLITIÐ Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á þvi, að samkvæmt auglýsingu viðskipta- ráðuneytisins, dags. 31. desember 1973, sem birtist i Stjórnartiðindum og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1974, fer 1. úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1974 fyrir þeim innflutningskvótum, sem taldir eru i auglýsingunni, fram i febrúar 1974. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borist Landsbanka íslands eða útvegs- banka íslands fyrir 20. febrúar 1974. LANDSBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBANKIÍSLANDS Bótagreiðslur Almannatrygginga i Reykjavik Útborgun ellilifeyris í Reykjavik hefst að þessu sinni föstudaginn 8. febrúar. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS ur nú afnot af. Var það mál ekki afgreitt. —vh Olíusalar Framhald af bls. 16. laga og standa vopnaðir tollverðir vörð um þau plögg. — Forseti fulltrúadeildar þjóðþingsins, Sandro Petrini, hvatti á mánudag til þess að rannsókninni yrði hraðað. Skjölin, sem gerð hafa verið upptæk, sýna auk annars að oliukauphöldarnir lugu stjórnina fulla um ástandið i oliumálinu eftir að Arabar tóku að takmarka oliuútflutninginn. Er talið að þá hafi oliubirgðir i landinu verið fjörutiu af hundraði meiri en oliu- hringur landsins hélt fram. Þess- ar fölsku upplýsingar leiddu til þess að stjórnin samþykkti bensinskömmtun i nóvember og desember, auk þess sem oliufé- lögin fengu að hækka oliuverðið stórum meir en annars hefði komið til greina. Stærsta mútan, sem kunnugt er um, kom i hlut þekkts stjórn- málamanns, og var hún afhent honum i ávisun, er skrifuð var á nafn vinnukonu hans. önnur mútuávisunin var skrifuð á nafn þekkts veðhlaupahests. Chile Framhald af bls. 2. innar og MIR yrði unnt að gera bandalag gegn stjórninni, enda þótt það mál yrði að visu reifað á sérstökum fundi fulltrúa póli- tiskra afla Chile, sem haldinn verður „einhversstaðar i heimin- um” nú i febrúar. Við þurfum að styrkja sem best innviðu sjálfrar Alþýðufylkingarinnar. Þvi er áriðandi að enginn skerist úr leik og hefji upp á eigin spýtur að- gerðir sem gætu tafið fyrir þvi að andfasistafylkingin festist i sessi. Altamirano vildi ekki gera mik- ið úr fréttum um innbyrðis á- greining innan herforingjastjórn- arinnar. Hann væri timabundinn og tengdur persónulegu þrefi um völd. Meiru skipti, að herfor- ingjaklikan væri einangruð heima fyrir og á alþjóðavettvangi og ætti I miklum efnahagsörðug- leikum. Einangruð klika Heimafyrir hefur stjórnin ekki við aðra að styðjast en auðborg- arastéttina i hinum hægrisinnaða Þjóðarflokki, arm Eduardos Freis I Kristilega demókrata- flokknum og fasistasamtökin Föðurland og frelsi. öll önnur þjóðfélagsöfl i landinu hafa með einu móti eða öðru hafnað stjórn- inni eða fordæmt glæpsamlegar aðferðir hennar. Almenningsálit- ið i heiminum á stjórn Chile gæti ekki verið lakara. Enda fá menn sifellt nýjar fréttir af grimmdarverkum hennar. Nokkrar þær siðustu: ofsóknir gegn ýmsum virtustu læknum landsins, Angel Parca dæmdur i 30 ára fangelsi fyrir að hressa menn með söng sinum, Giliberto, einn af miðstjórnarmönnum sósialista , hefur verið pindur i fangabúðum og einnig Juan van Schoewen, einn af foringjum MIR. 1 þessu sambandi varaði Alta- mirano sérstaklega við sumum þeim sendinefndum sem heim- sækja Chile og taka útskýringar stjórnvalda þar fyrir góða og gilda vöru. Stærst hneyksla var það að fjórir sendimenn vestur- þýskra Kristrlegra demókrata heimsóttu pólitiskar fangabúðir á Dawsoneyju og sögðu að þeirri heimsókn lokinni, að fangarnir hefðu ekki borið fram neinar kvartanir um aðbúnað. Menn ættu að geta skilið, hvað hefði gerst ef þeir hefðu kvartað, og ekki sist ættu Þjóðverjar að vita að t.d. fangar i fangabúðum Hitl- ers hefðu aldrei getað svarað rétt og satt til um aðbúnað sinn. Hægrisinnar töldu verðbólgu einhverja mestu synd stjórnar Allendes. En nú hafa landsmenn farið úr ösku I eld i þeim efnum; á siðustu fjórum mánuðum hefur verðbóigan numið 1000%. 12% allra vinnufærra manna eru at- vinnulausir. Kaupbinding rikir meðan verðbólgan ris himinhátt. 25 þúsund stúdentar hafa verið reknir úr háskólum og bætast við hinn stóra her atvinnuleysingja. Framleiðslan hefur dregist sam- an og mikill afturkippúr er i sam- anlögðu efnahagslífinu. Blöð á Vesturlöndum hafa mjög rætt um þann möguleika að her- foringjastjórnin reyndi að „hressa upp á andlitið”; reyna með mannaskiptum og öðrum ráðum að lita betur út gagnvart umheiminum. Altamirano vék að þessu og kvaðst ekki hafa sér- stakan áhuga á hugsanlegri við- leitni herforingjaklikunnar til að setja upp einskonar lýðræðisbros út á við. Við erum, sagði hann, ekki að berjast gegn einstakling- um. Við erum að berjast gegn á- standi, gegn fasisma og þeirri heimsvaldastefnu sem að baki honum stendur og ráðið hefur nið- urlögum lýðræðis i landinu. (áb byggði á Prensa Latina) Svona fréttir Framhald af bls 8. er alveg óhætt að láta sér sjálfum detta eitthvert nýtt starf i hug og sækja um, þótt karlmenn hafi ein- okað það til þess tima. Hin fréttin er öllu neikvæðari og segir frá stúlku, sem lokið hefur stúdentsprófi og sótti um afgreiðslustarf i tiskuverslun skv. auglýsingu. Henni var neitað um starfið vegna of mikillar menntunar og vildi atvinnurekandinn helst fá „stelpur, sem hefðu lifað vana- bundnu lifi og aldrei kynnst neinu öðru”. Fólk, sem væri orðið svona menntað, sagði hann, að „væri búið að sjá svo mikið og vissi svo mikið svona vitt og breitt”. Ekki verður bókvitið i askana látið! segir blaðamaðurinn og við bætum við: Það skyldi þó aldrei vera, að hægt sé að halda „stelpum”, sem aldrei hafa kynnst neinu öðru, i nógu lágu kaupi fyrir kaupmanninn? —vh Ragnar Framhald af bls. 7. inn eðlilegum hætti og án rembings. h) Hann skiptir um skoðun. i) Hann er með framtiðina á vörunum og kann að þurrka sér um munninn. j) Hann kann að glotta. Og nú hefst upp lokasöngurinn: Ragnar minn, sumum mönnum eru sjötiu ár ekkert hættulegri en dálitið nasakvef. Þú ert einn þeirra manna. Þú kannt að blása úr nös. Og ég veit, að þú munt bora eða snýta kvefi áranna úr nefi þinu, án aðstoðar eða upp- örvunar meðalagjafaranna á menningarsviðinu. Ráðlegging: Vertu ekki heima á afmælisdaginn, þvi að annars færðu bæði brennivin og fálkaorð- una. Hvað mun Ragnar Jónsson taka til bragðs á næstu árum? Hann mun vitaskuld vinna það verk, sem öllum afreksmönnum dreymir um að vinna. Hann mun vinna óvinnandi verk. Það eitt á hann eftir. Með bestu óskum um erfiða og splunkunýja framtið. Guðbergur Bergsson P.S. Alltaf þegar ég skrifa bréf, þá bæti ég pé essi við i lokin og berupp spurningu. Spurning min, sem ég beini til þin, hljóðar svo: Hvort heldur þú að ill og mjúk ör- lög Silfurhestsins, sem gagnrýn- endur — eða kæfur — dagblað- anna veita árlega höfundi lang- bestu bókar ársins, samkvæmt reglunni „prúð og frjálsleg i fasi, fram nú allir i röð”, stafi af þvi, að undir hestinn vantar silfur- skeifuna, eða hana vanti undir gagnrýnendurna? SAMI Réttaröryggi Framhald af bls. 4, Magnús Kjartansson sagði að sömu þingmenn og nú sitja á þingi hefðu samþykkt að fela sér sem ráðherra að láta semja frumvarp um tryggingadóm með samþykkt laganna um almanna- tryggingar frá 27. des. 1971. Magnús lagði áherslu á að oft væri það mjög efnalitið fólk sem ætti viðskipti við tryggingastofn- unina. Réttaröryggi þessa fólks yrði að tryggja með sérstökum ráðstöfunum og það yrði gert best með þvi að stofna sérstakan tryggingadóm. Hefði slikt fyrir- komulag reynst vel á Norðurlönd- unum og engin ástæða væri til að ætla að annað gilti hér á landi. Ráðherrann tók fram, að 2. málsgr. 2. greinar væri i frum- varpinu til samkomulags innan nefndarinnar. Hann sagði að oft væru óljós mörk milli almannatrygginga og annarra tryggingá. Nefndi hann i þvi sambandi slysatryggingamál sjómanna. 1 sjálfu sér virðist mér eðlilegt að öll tryggingamál heyri undir slikan dómstól, sagði Magnús. Ráðherrann kvaðst ekki hafa undir höndum nein gögn um kostnað sem hlytist af starfsemi dómstólsins, en slikt yrði að sjálf- sögðu athugað. Hann lagði á það áherslu að nauðsynlegt væri að starfsemi af þessu tagi væri kost- uð af rikissjóði, þvi ella væri hætt við, að fólk hlifðist við að leggja mál fyrir dóminn. Enn tóku til máls Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, Þórarinn Þórarinsson, Ragnhild- ur Helgadóttir, Gunnar Thorodd- sen og loks Friðjón Þórðarson sem kvaðst almennt vera andvig- ur þvi að stofnaðir væru sérdóm- stólar. Réttara væri að búa betur að hinu almenna réttarkerfi landsins. Svava Framhald af bls. 4. sambandi benda á sivaxandi vél- væðingu og aukið hagræðingar- skipulag, eins og t.d. ákvæðis- vinnustörf. A þessu stigi leggjum við ekki til, á hvern hátt leysa skuli þessi mál, en við leggjum hins vegar áherslu á, að fullt samráð verði haft við launþega- samtök landsins. Eflaust koma fleiri leiðir en ein til greina. Jafn- framt þvi, sem sú skylda væri lögð á atvinnufyrirtæki að sjá öldruðu starfsfólki sinu fyrir vinnu, kannske við sérstök störf og styttri vinnutima en almennt gerist, jafnvel aðeins hálfan dag- inn, væri lika hugsanlegt að koma á fót. sérstökum vinnustöðum við léttan iðnað, þar sem aldrað fólk gæti starfað eftir þreki og aðstæð- um hvers og eins. Við viljum þó leggja áherslu á það, að við telj- um æskilegt, að mönnum sé gert kleift að starfa áfram á þeim vinnustöðum og i þvi umhverfi, sem þeir hafa unnið i og reynt sé að finna lausn, sem feli i sér sem minnsta persónulega röskun fyrir hvern og einn.” Aðalgrein Framhald af bls 8. tiskrar meðvitundar og baráttu i stað þess að verða aðeins virkir þjóðfélagsþegnar annað hvert ár, þegar þær nota sinn lýðræðislega atkvæðisrétt.” Frelsun konunnar og verka- mannsins — það var frá upphafi eitt höfuðtakmark sósialismans, segir i forystugrein Réttar og að lokum, að timaritið vonist til að geta á næstunni flutt fleiri greinar um það efni. —vh Kópavogsbúar! Skoðanakönnun meðal stuðningsmanna H-listans um skipun framboðslista við næstu bæjarstjórnar- kosningar stendur yf ir alla þessa viku og fer fram á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Álfhólsvegi II. Þátttakendur skrifa á kjörseðilinn nöfn þeirra sem þeir leggja til, að skipi framboðslistann í kosn- ingunum í vor. Skrifstofan er opin alla vikuna milli kl. 6 og 7 síðdegis.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.