Þjóðviljinn - 07.02.1974, Síða 16

Þjóðviljinn - 07.02.1974, Síða 16
mmi/m Fimmtudagur 7. febrúar 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Helgar-, kvöld- og næturþjónusta lyfjabúða i Reykjavik 1.-7. febr. er i Austurbæjarapóteki og Laugavegsapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Stöðvast breski •X X • Q íonaðunnn: Talið vist að Heath ákveði þingkosningar LUNDONUM 6/2 — Breska kola- námumannasambandið hefur lýst þvi yfir, að það muni reyna að fá önnur verkalýðssamtök til þess að hætta að afgreiða kol og lugi Oliusalar ;u stjórn- ina fulla ROM 6/2 — Allt leikur nú á reiði- skjálfi á Itaiiu út af oliuhneyksl- inu, sem þar er nýkomið á dag- inn. Stjórnin hefur tilkynnt að hún muni um óákveðinn tima fresta verðhækkun á bensini, sem ákveðin hafði verið. Hyggst stjórnin biða eftir niðurstöðum rannsóknar, sem nú fer fram i framhaldi af ásökunum á hendur oliuhring landsins um að hann hafi mútað stjórnmálamönnum og embættismönnum til þess að láta oliukreppuna líta út enn al- varlegri en hún i rauninni er. Sagter að múturnar hafi numið alls um 2.3 miljörðum króna. Gerð hafa verið upptæk skjöl og bókhaldskompur margra oliufé- Framhald á 14. siðu. oliu til orkustöðva. Derek Ezra, forstjóri hinna rikisreknu kola- náma, hefur látið hafa eftir sér að algert verkfall i námunum myndi valda breskum þjóðarbúskap meira tjóni en nokkuð annað, sem fyrir hann hefði komið eftir siðari heimsstyrjöld. í neðri deild þingsins er nú almennt reiknað með þvi að rikisstjórnin taki það ráð að efna til nýrra þingkosn- inga. Meðal þingmanna er helst við þvi búist að Heath forsætisráð- herra muni ákveða nýjar kosn- ingar annaðhvort tuttugasta og áttunda febrúar eða sjöunda mars. Tækist íhaldinu að auka þingmeirihluta sinn i kosningum, er liklegt að Heath treysti sér til að taka harðari afstöðu gagnvart námumönnum, en kröfur iðnrek- enda um að látið yrði undan kröf- um námumanna hafa undanfarið orðið æ háværari. Ef stöðvuð yrði afgreiðsla á kolum og oliu til raforkustöðva, eins og kolanámumenn stefna nú að, myndi það verka sem rothögg á iðnaðinn, sem ekki má við miklu úr þvi sem komið er. Joe Gormley, formaður sambands kolanámumanna, sagði i dag að svo að segja allur iðnaðurinn myndi stöðvast viku eftir að raf- orkuverin yrðu að hætta fram- leiðslu. Hertöku japanska sendiráöið í Kúvæt Halda ambassadornum i gislingu KÚVÆT 6/2 — Hópur japanskra og arabiskra skæruliða hernam i dag japanska sendiráðið i Kúvæt og tók ambassadorinn og aðra starfsmenn sendiráðsins i gisl- ingu. Skæruliðarnir kröfðust þess að fjórir menn, sem gerðu fyrir skemmstu misheppnaða atlögu að oliuhreinsunarstöð Shell i Singapore, fengju til umráða flugvél og fararleyfi til Kúvæt. Allir nema íhaldið herinn vilia burt Samhljóða ályktun æskulýðssamtaka allra stjórnmálaflokka nema Sjálfstœðisflokksins Helgina 2.-3. febrúar sam- þykktu ungmennasamtök vinstri flokkanna á íslandi eftirfarandi ályktun um herstöðvamálið: Samband ungra Framsóknar- manna, Samband ungra jafn- aðarmanna, Æskulýðsnefnd Al- þýðubandalagsins og Æskulýðs- nefnd Samtaka frjálslyndra og vinstri manna krefjast þess, að rikisstjórnin standi við það loforð sitt, að allur her verði horfinn frá Islandi fyrir lok kjörtimabilsins. Rikisstjórninni ber nú þegar skylda til að leita heimildar Al- þingis til uppsagnar varnarsamn- ingsins við Bandariki Norður- Ameriku frá 1951 og beita þeirri heimild, ef ekki næst samkomu- lag um brottför alls herliðs i fyrirhuguðum febrúarviðræðum tslendinga og Bandarikjamanna. Þurfi herflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins að fá lendingarleyfi hér á landi i sér- stökum tilfellum, eftir að samn- ingurinn er úr gildi failinn, skal allri fyrirgreiðslu við þær vera eins háttað og við aðrar flugvélar. Öll störf á Keflavikurflugvelli, þar með talin flugþjónusta og lög- gæsla, skulu að sjálfsögðu vera i höndum Islendinga. S.U.F. Æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins, S.U.J. Æskulýðs- nefnd Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Erindi Jónasar Arnasonar um stöðuna i herstöðvamálinu, sem halda átti á umræöufundinum I kvöld er frestað um viku. Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Hafnarfirði verður haldinn i Góðtemplarahúsinu uppi i kvöld fimmtudagskvöld kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuieg aðalfundarstörf 2. Bæjarstjórnarkosningarnar 3. Jónas Arnason alþm. ræðir herstöðvamálið. Félagar, f jölmennið. — Stjórnin Jónas Hótuðu skæruliðar að ganga af gislunum dauðum ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Japanska stjórnin sendi þegar i stað flugvél til Singapore eftir nefndum fjórmenningum, þrem- ur Japönum og einum Araba, sem hafa hafst við um borð i ferju á- samt tveimur gislum. Hinsvegar tilkynntu yfirvöld i Kúvæt i kvöld, að flugvélin myndi ekki fá lend- ingarleyfi þar. Kúvætstjórn býð- ur skæruliðum að þeir fái að yfir- gefa landið i fullum griðum, svo fremi þeir sleppi gislunum. Enn standa yfir samningaumleitanir við skæruliðana, sem eru úr Al- þýðufylkingunni til frelsunar Palestinu (PFLP) og harðsnún- um jarpönskum samtökum, sem telja sig vinstrisinnuð og kallast Rauði herinn. Þessi samtök munu hafa staðið i félagi að téðri aðgerð i Singapore. 1 sendiráðsbyggingunni er fjar- ritunarútbúnaður, og geta skæru- liðarnir með þeirri tækni talað milliliðalaust við stjórnina i Tók- ió. r Ovænt bilun hj á símanum Um hádegisbilið i gær varð bilun i stöð bæjarsimans við Austurvöll og fóru númer sem byrja á 25, 26, 27 og 28 úr sambandi. 1 framhaldi af þvi urðu ýmsar truflanir hjá öðr- um simnotendum. Um þrjú- leytið var búið að laga þessar truflanir, en orsök bilunarinn- ar fannst siðar og var unnið að fullnaðarviðgerð fram eftir kvöldi. Bilunin varð i kassa þeim, sem Guðmundur ólafs- son, verkfræðingur stendur hér við. Þessi samstaða var sett upp árið 1969, og hefur ekki komið fram nein alvarleg bilun i henni fyrr en nú. Menn lentu i ýmsu þegar þeir voru að reyna að brjótast i gegn, og einn, sem ætlaði að ná sam- bandi við borgarskrifstofurn- ar, kom inn á samtal einhvers Islendings við Singapore, og var honum þá öllum lokið! SJ Alþýðuflokkurinn og Samtök frjálsL ná ekki i Kópavogi saman t blaðinu Þjóðmál, sem er mál- gagn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, er út kom i gær, er frá þvi skýrt, að ekki hafi tekist samkomulag um sameiginlegt framboð Samtaka frjálslyndra og Alþýðuflokksins við bæjarstjórn- arkosningar i Kópavogi í vor, en hins vegar muni Samtökin standa að lista með Framsóknarmönn- um i Kópavogi, sem Guttormur Sigurbjörnsson hefur forystu fyr- ir. 1 frásögn blaðsins kemur fram, að sameiginlegt framboð með Al- þýðuflokknum hefur strandað á deilum um röðun á lista. Sagt er að tveir fundir hafi verið haldnir með fulltrúum Alþýðuflokksins, en ekki hafi orðið af hinum þriðja vegna óbilgirni Alþýðuflokks- manna, sem hafi heimtað 1. sætið i sinn hlut. Upplýst er i þessu sama blaði, að Samtök frjáls- lyndra i Kópavogi muni fá i sinn hlut 2. og 4. sætið á sameiginleg- um lista með Framsóknarflokkn- um við komandi bæjarstjórnar- kosningar. Eins og kunnugt er hafa Gylfi og Hannibal haft mikinn hug á þvi, að tryggja sameiginleg framboðflokka sinna sem viðast i bæjarstjórnarkos. ingunum i vor með tilliti til langþi áðrar samein- ingar flokkanna siðar. Ersvoaðsjá,aðþessimálaiok i Kópavogi komi ekki sem best heim við þær áætlanir. Nixon. stefnt sem vitni? WASHINGTON 6/2 — FuIItrúa- deild Bandarikjaþings greiðir i dag atkvæði um tillögu þess efnis, að dómsmálanefnd þingsins fái frjálsar hendur til þess að stefna Nixon forseta til að bera vitni fyr- ir nefndinni i sambandi við Watergate-rannsóknirnar. Er fastlega gert ráð fyrir að tillagan verði samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. I tillögunni felst einnig að nefndin fær frjáls- ar hendur til að halda áfram rannsóknum á því, hvort nægar ástæður séu til þess að stefna Nix- on forseta fyrir rikisrétt. Formaður dómsmálanefndar- innar, demókratinn Peter Rodino frá New Jersey, sagði i dag að nefndin myndi hafa hraðar hend- ur jafnskjótt og tillagan hefði ver- ið samþykkt. SÍÐUSTU FRÉTTlIt Fulltrúadeild Bandarikjaþings samþykkti i gærkvöld tillögu um heimild til að stefna Nixon til vitnisburðar með 410 atkvæðuni gegn 4.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.