Þjóðviljinn - 17.03.1974, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 17.03.1974, Qupperneq 3
Sunnudagur 17. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 A svölunum flytur Pétur Pétursson útvarpsþulur meistara Þórbergi þau orö, sem hér eru prentuö á siö- unni. (Ljósm. AK) ELDHUGINN RAUÐHÆRÐI Vala, vala spákona ég spyr þig að þvi: Verður sólskin á morgun? Þannig hugsuðum við i gær eins og börnin i Suðursveitinni. Við vorum að undirbúa tildragelsi, gönguna miklu hingað á Hring- brautina til að styðja húsið á Kyndilmessu kvöldsins og efna hér til eldvigslu. En nú er mér innanbrjósts eins og söguhetju okkar er ætlaði að kveðja dyra hjá doktor Forna kvöld eitt fyrir löngu og var margsinnis komir.n á fremsta hlunn með að hætta við allt saman. En svo sem söguhetja okkar, afmælisbarn dagsins,tók i sig kjarkinn þó aldrei bæri hann upp erindi sitt, þá kveð ég nú dyra hjá doktor. Ég er þeim mun betur settur að koma fram erindi minu, að ég hef hér til fulltingis fjöl- mennan og harðsnúinn flokk músikanta, en afmælisbarnið hef- ireinmitt ritað um nauðsyn þess, að fundið sé meðal við músikk.Nú er það svo, að við eigum samt músikkinni fyrir að þakka, að hann stendur ekki einn þarna á svölunum. Það er sem sé pianó- spili að þakka að doktorsfrúin stendur við hlið hans. „Það var á Stýrimannastignum, pianólexiur hinumegin við þilið, vikum sam- an sömu lexiurnar. Þá bilaðist ég svo gersamlega”, segir afmælis- barnið, ,,að ég rauk i að fá mér lifsförunaut”. Af tillitssemi höfum við þvi kjörið lúðrasveit til fylgis: „Þvi að lúðraandarteppan er skást”. Þórbergi „heyrist alltaf blásar- inn vera að kafna og er að telja sér trú um af sinni alkunnu ein- feldni”, segir hann, „að þó að hann (blásarinn) hafi náð andan- um i dag, þá hljóti hann að blása honum út fyrir fullt og allt á morgun”. Af þessu megiö þiö sjá að við höfum verið tillitssöm i vali okkar á tónlist til þessarar Rökkuróperu á túni Menningarbyltingarinnar. Við hittumst við norðurenda Tjarnarinnar. Þú kannast við stefnumótsstaðinn frá fornu fari. Svo röltum við Vonarstrætið og beygðum inn i Suðurgötuna þar sem þú bjóst fyrr meir og pianó- gæinn gerði þér lifið leitt. (Við megum þvi miður ekki vera að þvi að nema staðar við Uppsala- kjallarann sem er skammt héðan að baki. Horfnir eru Uppsalir af grunni sinum. Hér voru dáðir drýgðar. Enginn jafnaðist á við séra Eirik i kökubakstrinum. Engar kökur voru eins freistandi og þær sem bakaðar voru á land- námslóðinni. A hún eftir að verða hernámslóð? Grunnurinn biður, opinn og spyrjandi. Og hér i grenndinni stóð Sigurður Grims- son á gægjum er þið auglýstuð Engladansinn. En nú er Herinn kominn úr móð og enginn auglýs- ir dans þar. En 50 þúsund manns syngja það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt. Það er engladans okkar daga). Suðurgatan er annars fræg gata úr stjórnmálasögunni. A hægri hönd höfðum við nú hús sem kom við sögu árið 1921. Það var skömmu áður en þú ritaðir Bréf til Láru. Rússar áttu þá eitthvað bágt, eins og stundum, bæði fyrr og siðar. ólafur Friðriksson hafði skotið skjólshúsi yfir ungan bágt- ling rússneskan. Það var illa séð. Og borgararnir söfnuðu liði. Það var gripið til nauðungarflutnings. Lá við borgarastyrjöld. En þetta var góður nauðungarflutningur og af réttu tagi. Tölum ekki meira um það að sinni. Höldum áfram göngunni. (Gengum fram hjá húsi Krabbameinsfélagsins. Þú hefir likt saman krabbameini og mús- ikk. Vilt láta finna meðal. Nú blæs lúðrasveitin af fullum krafti. Þeir þurfa áreiðanlega sterka inntöku þegar þar að kemur.) Og við gengum fram hjá kirkju- garðinum. Þar gerðust minnis- stæðir atburðir, sem frægt er orð- ið. Margur renndi auga inn fyrir múrinn og það steig andvarp frá ýmsu brjósti. Það voru ung brjóst og heit. Afram héldum við göng- unni. Hér var næst á vinstri hönd hús Sigurðar Eggerz. Hann var forsætisráðherra á sinum tima. Og sennilega hinn skilningsrik- asti á rithöfunda og skáld. Það var hann sem átti oröaskiptin við Brandes. Þeir komu saman að salardyrum jafnsnemma. Georg Brandes opnar dyrnar og heldur hurðinni og segir: Statsminister- en först. Þá svarar Sig. Eggerz: Statsministeren i ándens rige först. Oddvitinn i riki andans fyrst. Og þarna var Hótel Saga. Þar eru bókauppboðin haldin. Þangað koma borgararnir og bjóða i bæk- urnar sem eru fágætar og eftir- sóttar. Það er góð fjárfesting. Þá sjaldan þinar bækur eru látnar falar þá eru margir um boðið og þær fara á margföldu verði. Samt kaupir þær enginn eins dýru verði og þú gerðir sjálfur er þú ritaðir þær og gafst út. Þær kostuöu þig kennarastöðuna i tveimur skólum a.m.k. Þó elskuðu nemendurnir þig. Enn i dag birtir yfir svip þeirra og geislar af ánægju er gamlir nemendur rifja upp kennslustundir hjá þér: Þórólfur var blár sem Hel og digur sem naut, sagðirðu er þú lést greina i orðflokka. En hár þitt var með rauðleitum blæ eins og grjótið i Papbýlisfjalli og grannur varstu eins og melgresið. Þú varst grannur og neyslu- grannur. Samt hungraði þig og þyrsti. En það var eins og dr. Stefán Einarsson sagði: Það sem hann hungraði og þyrsti i var sannleikur og skilningur á til- gangi tilverunnar, en hvorki mat- ur né drykkur. Þú baðst um fáeinar krónur i höfundarstyrk. Ritaðir bréf til fjárveitingavaldsins. Ekki til að kýla vömbina eða slappa af. Heldur til að safna fjársjóði, halda til haga hálfgleymdum orð- um, rifja upp merkingu annarra. Snjáður frakki og stafprik til að sveifla. Engar munaðarkröfur sjálfum þér til handa. Einfaldan málsverð, þakherbergi, það var nær stjörnuhimninum. Þetta var allt sem þú baðst um. En þú vildir ekki afsala þér réttinum til þess aðsegja frá skrimslinu mikla, af- hjúpa ósannindin, segja aftur- haldi og vopnavaldi strið á hend- ur. Striðandi friðarsinni. Frið- samur striðsmaður. Þú hreyktir þér aldrei ofar fjöldanum með vandlætingartali um eyðslu og kröfuhörku. Allt miðaði að þvi að hefja þjóðina, fræða landslýðinn og skemmta i senn. Með spámannlegri andagift hófst þú raust þina. Vidalin, Espólin og Chaplin, allir i einum manni. Siðan 1932 hafið þið Margrét verið svo að segja óaðskiljanleg. Margrét hefir fylgt þér öll þessi ár og þú henni. Þó hefiröu fariö tvær frásagnarverðar ferðir án hennar. Hin fyrri var á dögum kalda striðsins, á friðarþingið. Bretar voru miklir kaldastriðs- menn þá og skildu ekki friðarfána þinn fremur en skúmurinn á Breiðamerkursandi. Heimtuðu kroppsvisiteringu. Þú varst vanur að fækka fötum siðan á dögum Vasabaðsins i Stokkhólmi. Týndir upp muni þina úr vösum þínum, tæki, minnisblöð og myndir. Við þekkj- um þetta af frásögn vinar þins og ferðafélaga sem stendur hér á túninu (Jónas Arnason) „My compass”, sagðirðu. Kompásinn minn. Það kannaðist Bretinn við, enda vanur að fiska eftir sinum kompás allt uppi kálgarða á Is- landi. — Þú varst áreiðanlega njósnari af fyrstu gráðu. En þá kom trompið hjá þér. „My wife”, sagðirðu sallarólegur og lagðir myndina af Mömmugöggu á borðið. Staðfestulegur svipur hennar gegnumboraði skriffinn- inn og mynd hennar stækkaði óð- um I hugskoti hans og hún var oröin breiðtjaldsmynd af Viktoriu drottningu er hún var upp á sitt besta og horfði stjórnsömum aug- um á embættismanninn. Tjallinn var strax kominn undir húsagann á Hringbraut og landganga leyfð Sobbeggiafa. Sú hefir nú ekki verið nein tuskudúkka um dagana. Nema þessa örskotsstund út I Skeiðará vathadaginn mikla. En þá var Þórbergur lika hræddur um hana. Margrét var lika hrædd um Þór- berg leitardaginn langa. Þá safn- aðist margmenni saman hér á Hringbrautinni og Margrét hélt að heimshryggðin hefði náð tök- um á þér. Hana var farið að lengja eftir þér og komið langt fram yfir allan venjulegan heim- komutima þinn. Það var auglýst eftir þér I útvarpinu og fjölmennir leitarflokkar gengu fjörur og húsasund. Nema hvað. Seint og siðar meir kemur Þórbergur hinn kátasti. Hafði lent i slagtogi með góðkunningja. Varst I sólskins- skapi, heill á húfi og óstuddur, en hálfur bærinn leitaði enn dauða- leit. Þá hvessti á Hringbrautinni: Að þú skulir ekki skammast þin fyrir að koma iifandi heim til þin af sjálfsdáðum og hafa látið alla Reykjavikurborg leita að þér dauðaleit i allt kvöld. En á dögum eyðimerkurgöngu, útilokunar, ofsókna og launa- sviptingar hefir Margrét verið betri en engin. Hver vill sitja og sauma, sumarnóttu á, segir i ljóði Matthiasar. Margt nálsporið hef- ir Margrét saumað til að leiðrétta vixlspor fjárveitingarvaldsins. Sparað af litlum tekjum með hag- sýni og ráðdeild til þess að gefa stórgjafir almenningi til heilla. Kjarnyrði Margrétar, staðfesta og skörungsskapur er alþjóð kunn. Það var ei heiglum hent að taka sæti elskunnar. i Möðrudal á Fjöllum er mánaljósið tært og mcyjaraugun fegri en himinsólin og kveldstjörnunnar Ijós, það lýsir þar svo skært þar leiöast þau sein elskast bak við hólinn Afmælisávarp Péturs Péturssonar á 85 ára afmæli Þórbergs Þórðarsonar Þannig kvað Þórbergur til Margrétar. Hófsemi, iðjusemi, einlægni. hreinskilni, vandað dagfar til orðs og æðis. Allt þetta einkenndi þig. Hvað var þá til fyrirstöðu? Þú boðaðir hættulega kenningu. Kenningu jafnréttis og bræðra- lags. Yfirvöldin og gæslumenn forréttinda fundu að þetta var annað en dauðhreinsaðar vara- játningar og goluþytur sunnu- dagaskólanna. Eldhuginn rauðhærði, rikur i anda I fátæklegum kufli. Allar götur Reykjavikur voru göngu- götur þínar. Sjálft úthafið sund- laug þin. Þú stráðir um þig auð- æfum. Meðan aðrir söfnuðu tutt- uguþúsund krónum á kreppuár- unum safnaðir þú tuttuguþúsund orðum. 1 samheitaorðabók Islenskrar alþýðu er nafn þitt skráð undir mörgum lykilorðum: meistari, snillingur. skemmtun, spámaður. Almúginn hefir löngu kjörið þig meistara I þjóðskóla sinum. I baðstofunni, skipslúkarnum, kaffistofunni, frystihúsunum, i friminútunum, i dagsins önn og erli er þin minnst. (Á þessari stund verður okkur hugsað til baðstofufélaga þinna og annarra förunauta á lifsbraut þinni. Hins islenska aðals. Skútuþrælanna, skltkokkanna, vegavinnukúsk- anna, púlshestanna.) Við sigldum með þér á skútunni um veraldarhafiö. Litum heiminn þinum augum af hlaði Breiða- bólsstaðabæjanna þar sem er feg- urst tún á íslandi og horfðum til akranna I landi blekkinganna. Þú veittir okkur hlutdeild i bað- stofulifi hins islenska aðals. gafst okkur fagurt mannlif. Kröfulitill við aðra. Kröfuharð- ur við sjálfan þig. Spámaður i þakherbergi. Andinn mikli sem benti hátt til stjagnanna. Islensk alþýða þakkar þér störf þin og hyllir þig. (Af tækniástæðum voru ýmsir örðugleikar við flutning ávarps- ins af svölum hússins. Það sem er innan sviga i ávarp- inu eins og það er prentað var ekki flutt á staðnum.) P.P. JÁRNIÐNAÐARMENN óskast LANDSSMIÐJAN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.