Þjóðviljinn - 17.03.1974, Side 6

Þjóðviljinn - 17.03.1974, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. marz 1974. MALGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ótgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdástjóri: Eiöur Bergmann Hitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar: Skóiav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. HAMSKIPTI A ALÞINGI Það hefur skeð ærið oft á undanförnum árum, að til lausnar á erfiðum vinnudeil- um hafi rikisstjórnin tekið að sér að gang- ast fyrir að lögfesta á alþingi hagsmuna- mál verkafólks af einu eða öðru tagi og gert um það samkomulag við verkalýðs- hreyfinguna. Sem dæmi má nefna lögin um atvinnuleysistryggingasjóð á sinum tima og Breiðholtsframkvæmdirnar i hús- næðismálum. Aldrei fyrr en nú hefur það komið fyrir að á alþingi hafi risið upp harðvitug andstaða til að hindra að slikt samkomulag rikisstjórnar og verkalýðs- hreyfingar yrði lögfest. Að þessu sinni voru það tvö meginmál, sem verkalýðshreyfingin lagði höfuðá- herslu á að ná samkomulagi um við rikis- stjórnina, annars vegar skattkerfisbreyt- ing og hins vegar mjög veigamiklar ráð- stafanir i húsnæðismálum. Eftir itarlegar viðræður urðu báðir aðilar sammála um niðurstöðu i þessum efnum, niðurstöðu sem verkalýðshreyfingin taldi umbjóð- endum sinum ákaflega hagstæða. En ekki var sopið kálið þótt i ausuna væri komið. Sem kunnugt er höfðu stjórnarand- stöðuflokkarnir haft uppi mikinn áróður fyrir þvi að undanförnu, að tekjuskattar væru alltof háir, þá yrði umfram allt að lækka, en fjáröflun rikissjóðs þess i stað að fara fram með óbeinum sköttum. Og nú var einmitt samið um að stiga stórt skref i þessa átt. Fulltrúar verka- lýðshreyfingarinnar töldu þvi sjálfsagt að þeir ættu stuðning þingflokka stjórnar- andstöðunnar visan, hvað þetta snerti, svo stór orð, sem áður höfðu um það fallið. En þegar fólkið i verkalýðsfélögunum var búið að reikna út hver fyrir sig, hver eigin vinningur væri af þessari breytingu, og niðurstaðan blasti við, 50—70 þús. króna lækkun tekjuskatts að jafnaði hjá meðalfjölskyldu á móti 20—30 þús. króna auknum útgjöldum vegna söluskatts- hækkunar, þá fóru furðulegir hlutir að gerast á alþingi. Stjórnarandstöðuflokk- arnir, sem kenna sig við sjálfstæði, alþýðu og frjálslyndi, en þeir hafa sem kunnugt er til samans stöðvunarvald i annarri deild þingsins, tóku skyndilega hamskipt- ....... i' C——■'■■■■■■■■■ ... HERRANÓTT MR um og lýstu þvi yfir, að það skyldi aldrei verða, að rikisstjórnin fengi tækifæri til að tryggja verkafólki þær hagsbætur, sem um hafði verið samið. Frekar skyldi nú- verandi skattakerfi standa, það skatta- kerfi, sem þeir höfðu áður varla nógu sterk orð til að lýsa hve hábölvað væri. Að þeirra dómi höfðu eigin flokksmenn i verkalýðshreyfingunni gert samning um eitthvað ennþá verra, sem fæli i sér nær helmings lækkun tekjuskatts. Hér ræður að sjálfsögðu ferðinni hvorki rökvisi né umhyggja fyrir hagsmunum verkafólks, heldur taumlaus heiftarhugur i garð rikisstjórnarinnar, sem þeir óttast. En eins og Ragnar Arnalds benti á við um- ræðurnar á alþingi i fyrradag gæta þeir þess ekki i ákafanum, að með þvi að stöðva samkomulagið um skattakerfis- breytingu eru þeir sjálfum sér verstir. Það verður auðvelt dæmi að reikna út, hvað rikisstjórnin ætlaði þessari fjöl- skyldunni eða hinni að borga i tekjuskatt i ár, samkvæmt samkomulaginu við verka- lýðshreyfinguna. En þessa upphæð ætla þeir Gylfi og Geir að nær tvöfalda með þvi að rétta upp hendumar á alþingi ásamt liði sinu. Það verður gaman að sjá, hvernig þeim helst á kjósendum sinum með sliku hátta- lagi, eða hvað segja flokksmenn þeirra i verkalýðshreyfingunni? Kenning Sjálfstæðisflokksins er sú, að það þurfi reyndar nánast engar ráðstafan- ir að gera til að mæta tekjutapi rikissjóðs vegna lækkunar tekjuskatts, og þvi verði að ómerkja samkomulagið við verkalýðs- hreyfinguna. Þessa útkomu fá talsmenn flokksins fyrst og fremst með þvi að spá um hvað verðbólgan muni færa rikissjóði mikið fleiri krónur á árinu, en láta þá hins vegar alveg vera, að áætla, hver útgjalda- aukningin verður af sömu ástæðum. Samkvæmt útreikningum hagrann- sóknastjóra liggur hins vegar fyrir, að ástæða er til að ætla að á rikissjóð muni halla um nokkur hundruð miljónir króna af þeim ástæðum, og hafa þeir útreikning- ar ekki verið véfengdir með neinum rök- um. öllu átakanlegri er þó hlutur þing- manna Alþýðuflokksins, sem sjálfir höfðu lagt fram á alþingi frumvarp, sem gengur mjög i svipaða átt og frumvarp rikis- stjórnarinnar. Gylfi Þ. Gislason byrjaði reyndar á, að lýsa þvi yfir i neðri deild, að ágreiningurinn við rikisstjórnina væri bara um eitt atriði. Hann sagði: Ef lögin ættu bara að standa 1974, þá skal ég gefa þeim rétt, — og endurtók þetta með sinum mikla sannfæringarkrafti. Hann sagði hins vegar, að söluskatts- hækkunin yrði að vera minni en 5 stig, ef miðað væri við fulla 12 mánuði, — það ætti að gera, og þess vegna gæti Alþýðuflokk- urinn ekki samþykkt frumvarpið. Nú lá það reyndar alltaf fyrir að hækkun sölu- skatts væri sett 5 stig i ár, einmitt vegna þess að hennar nýtur, úr þvi sem komið er, ekki við nema 9 og 1/2 mánuð af 12, og þess vegna virtist ágreiningur rikis- stjórnarinnar og Alþýðuflokksins óveru- legur. En þegar hins vegar var lögð fram um það tillaga i efri deild, að taka þetta enn skýrar fram i lögum, að 5 stigin væru að- eins miðuð við árið i ár, þá brugðust þing- menn Alþýðuflokksins hinir verstu við, og lýstu þvi yfir, að Alþýðuflokkurinn mundi fella frumvarpið engu að siður. Sjálfsagt lætur Gylfi sig ekki heldur muna um að stökkva yfir sin eigin orð, sem hér var vitnað til. þegar að lokaat- kvæðagreiðslu kemur i neðri deild á morgun. Hann hefur leikið slikt fyrr. í nefndaráliti sinu hafði Gylfi t.d. lýst á- kveðnum stuðningi við ákvæði frumvarps- ins um hækkun launaskatts á atvinnurek- endur til tekjuöflunar fyrir húsnæðislána- kerfið. í atkvæðagreiðslu um þá grein greiddi hann og aðrir þingmenn Alþýðu- flokksins hins vegar allir atkvæði gegn þvi, að launaskattur yrði hækkaður. Slikur var viljinn til að tryggja framgang sam- komulagsins um félagslegt átak i hús- næðismálum. Falli samkomulagið á alþingi á morgun, er það stjórnarandstaðan, sem seilist i vasa nær hvers einasta launamanns i landinu, og rænir hann ávinningi af gerð- um samningum. LÍSA í UNDRALANDI i nútimalegum búningi, fœrð upp á firrtan heim auglýsinga og gervimennsku Á mánudagskvöld frum- sýnir Herranótt Mennta- skólans í Reykjavík leik- ritið Lísu í Undralandi í Austurbæjarbíói. Ekki er þó um að ræða alveg sama ævintýrið og frægt hefur orðið um allan heim því nú hefur því verið breytt og fært upp á hina firrtu ver- öld auglýsingaskrums og gervimennsku sem við lif-. um við nú á tímum. 1 hinu nýja Undralandi er allt bannað sem er ekta og þvi er ótækt að Lisa sé fallega litla stúlkan sem menn kannast við úr ævintýrinu. Henni er þvi snarlega breytt og eftir dópát, tedrykkju og „fegrunar” aðgeröir kemur út stúlka sem kallar sig tigrisdýr og gæti hafa gengið út úr Karnabæ með stefnu á næstu snyrtivöru- búö. Persónurnar eru þær sömu og i ævintýrinu: Hattarinn, kaninan, kötturinn, hérinn.skjaldbakan og drottningin Þær eru jafnkúgaðar af drottningunni og i ævintýrinu en áróðurinn sér fyrir þvi að þær skilja það ekki. Heimspeki hins nýja Undra- lands er að það sé heimur án sorgar, heimur án gleði „þar sem ekkert er illt og ekkert gott, þar sem allt er skemmtilegt. Fiflið ykkur i táraflóði, grátið með gleði, brosið með munninum, dansið með fótunum og syngið með öllu tiltæku. Það er hátið i Undralandi, það er tivoli i loftinu, þaö er sirkus i sálinni, það eru snittur i matsalnum — stund skemmtana er runnin upp: Allt er i himnalagi, það er stórkostlegt að lifa, unaðslegt að deyja. Timi hugsana er liðinn, timi skemmtana er runninn upp.” Þessi heimur er fjölgyðistrúar og guðirnir heita Max Factor, PierreRobert, Mary Quant osfrv. Helgistaöirnir eru snyrtivöru- og fataverslanir. Sumsé: paradis auglýsinga- og poppbisniss- manna. Sá sem tekið hefur að sér að staðfæra Lisu i Undralandi I tima og rúmi er norskur og heitir Klaus Hagerup. Mikið er af söngvum i verkinu og hefur Sverre Berg samið þá flesta. Út- setningu á þeim I þessari upp- færslu hefur Jóhann G. Jóhanns- son annast. Leikstjóri Herranætur að þessu sinni er Pétur Einarsson en hann var einnig leikstjóri i fyrra en þýðandi leikritsins er Sigurður Snævarr sem er nemandi i MR. Með helstu hlutverk fara: Vig- dis Esradóttir sem leikur Lisu, RagnheiðurE. Arnardóttir leikur drottninguna, Kaninuna leikur Andri ö. Clausen, Köttinn Bjarni Ó. Ragnarsson, klikkaða hérann Sigrún Hjálmtýsdóttir, hattarann Gunnar R. Guömundsson og gerviskjaldbökuna Sigurður J. Grétarsson. Leikmuni hefur Þóra Björk Jónsdóttir gert en búningar eru að hluta fengnir að láni frá FIOL leikhúsinu danska en aðrir eru gerðir af nemendum. Myndvörp- ur koma mikið við sögu og annast Gunnar Steinn Pálsson stjórn hennar og hefur hann jafnframt tekiö myndirnar. 1 leikskrá er að finna skemmti- lega sögu um brúðkaup sem vafin er utan um ýmsar kunnuglegar setningar úr auglýsingatima sjónvarpsins. Höfundur hennar eru þeir Sigurður J. Grétarsson og Karl V. Matthiasson sem jafn- framt er ritstjóri leikskrá. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.