Þjóðviljinn - 17.03.1974, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. raarz 1974.
FRÖNSK HÁTÍÐ
Dagana 27. mars til 3.
apríl n.k. verður haldin á
vegum franska sendiráðs-
ins í Reykjavík frönsk
kvikmyndavika í Háskóla-
bíói. Sýndar verða a.m.k.
sjö nýjar kvikmyndir og
sýningum hagað þannig að
hver mynd er sýnd þrisvar,
en þrjár mismunandi
myndir sýndar dag hvern.
Þetta eru afar ánægjuleg tið-
indi, maður minnist sams konar
viku er Frakkarnir stóðu að i
Nýja biói fyrir nokkrum árum.
Þá gafst Reykvikingum kostur á
að sjá nokkrar nýjar úrvals-
myndirsem voru margar hverjar
ekki frumsýndar i nágrannalönd-
unum fyrr en löngu siðar. Þaö
sama gerist nú. Ég nefni að þessu
sinni aðeins eina myndanna, nýj-
ustu mynd Francois Truffauts,
La nuit américaine, sem sýnd er
um þessar mundir við fádæma
hrifningu viða um heim.
Háskólabió hefur reyndar þeg-
ar hafið þessa hátið upp á eigin
spýtur. Bióið sýnir nú 2 bráð-
skemmtilegar franskar myndir:
„Manninn á svöru skónum”,
snargeggjaðan njósnafarsa, leik-
stjóri Yves Robert, og svo á
mánudagssýningunum „Flagð
undir fögru skinni” er Truffaut
gerði 1972, næst á undan La nuit
américaine.
Bióið hefur einnig fest kaup á 4
nýjustu myndum Claude
Chabrols og mun sýna þær á
næstunni, svo og mynd Marco
Ferreri „Átveisluna miklu”,
verðlaunamynd frá Cannes ’73.
Ég óska Háskólabiói til ham-
ingju og skora á alla sem vilja
lyfta sér upp að bregða sér i
frönsku veisluna vestur á Melum.
Þar eru kræsingar sem engan
svikja.
Þ.S.
í Kvik-
[myndir
Maðurinn á svörtu skónum”, sprenghlægileg ný frönsk mynd um njósnir
„Flagð undir fögru skinni”, næst-nýjasta mynd Truffauts, veröur sýnd tvo næstu mánudaga. Sú nýjasta
kemur svo strax á eftir.
Bandarísk
stór-
bœkistöð
á Diego
Garcia
Diego Garcia nefnist grims-
eyjarkrili eitt suður af
Maledíveyjum á Indlandshafi,
alllangt suð-vestur af Seylon
og suðurodda Indlands. Þar
höfðu Bretar flotastöð, en nú
hafa Bandarikin ákveðið að
leysa þá þar af hólmi sem
víöar og fara þaðan á nútima
langskipum og flugdrekum
um gervallt Indlandshaf.
Bandarlkin eru sögð hafa
tryggt sér þegjandi samþykki
Kinverja áður en þau ákváðu
að koma sér þarna upp meiri-
háttar vighreiðri, en Sovét-
rikin hafa á hinn bóginn lýst
þessu tiltæki sem ögrun gegn
sér.
Afstaða þessara þriggja
stórvelda varðandi Diego
Garcia veitir nokkra innsýn i
afstöðu þeirra hvers til annars
i Indlandshafslöndum. Sovét-
rikin halda úti miklum her-
flota á Indlandshafi, og fer
ekki leynt að þeim flota er
fyrst og fremst ætlað að vera
til taks gegn Kinverjum. Kín-
verjar vonast liklega til að
Bandarikin verði þeim hollari
en Sovétmönnum og telja sér
þvi fremur i hag að þau komi
sér upp mikilli herstöð i Ind-
lándshafi miðju, svo sem til að
dreifa athygli sovéska flotans
frá Kina.
Starfsemi Húsnœðismálastofnunar meiri en nokkru sinni fyrr:
Veitt lánsfé hœkkaði úr 1184 milj.
kr. í 1395 milj. kr. 1972 til 1973
Starfsemi Húsnæðismálastofn-
unar rikisins varð meiri að vöxt-
um á árinu 1973 cn nokkurn tima
áður. Lánveitingar hennar námu
hærri fjárhæö samtals en nokkru
sinni fyrr, til smiði og/eða kaupa
á fleiri ibúðum en áður hefur ver-
ið. Einnig var áfram unnið með
margvislegum öðrum hætti að
framförum i húsnæðismálum
þjóðarinnar.
Veitt lánsfé stofnunarinnar á
árinu nam samtals 1394.2 milj.
kr„ til greiðslu komu 1401.44 milj.
kr. og eru þar innifaldar eftir-
stöðvar fyrri ára. Til samanburö-
ar má geta þess, að á árinu 1972
nam veitt lánsfé 1183.8 milj. kr„ á
árinu 1971 nam veitt lánsfé 972.4
milj. kr. til smiði og/eða kaupa á
1604 ibúðum og á árinu 1970 nam
veitt lánsfé úr Byggingarsjóði
rikisins 570.8 milj. kr. til smfði
1106 ibúða.
A árinu 1973 voru veitt ibúðar-
159 ibúða i verkamannabústöðum
Ián að fjárhæð 1302.46 milj. kr. úr
Byggingasjóði rikisins og af hinu
sérstaka framlagi rikissjóðs, til
smiði og/eða kaupa á 2512 ibúð-
um. Af þessu fé og ógreiddum
lánveitingum frá fyrri árum
komu 1331.24 milj. kr. til útborg-
unará árinu 1973. Lánsf jármagn-
ið skiptist þannig:
E-lán, til smiði nýrra ibúða,
voru veitt til smiði 2208 ibúöa og
námu samtals 1245.26 milj. kr.
G-lán, veitt til kaupa á eldri
ibúðum, námu samtals 56.95 milj.
kr. veitt tii kaupa á 303 ibúðum.
Þar til viðbótar komu til greiðslu
á árinu G-lán samtals að fjárhæð
21.15 milj. kr„ er veitt voru á ár-
inu 1972, og nemur þvi heildar-
greiðsla G-lána á árinu 1973 78.1
milj. kr.
C-lán, veitt af hinu sérstaka
framlagi rikissjóðs til smiði ibúða
i stað heilsuspillandi húsnæðis,
sem lagt er niður, nam 0.25 milj.
kr. Lánið var veitt einu sveitarfé-
lagi til smiði einnar ibúðar.
Samtals námu þessar lánveit-
ingar 1324.04 milj. kr.
Auk þess voru á árinu 15 fram-
kvæmdaaðilum i byggingariðn-
aðinum veitt framkvæmdalán
(rekstrarlán) úr Byggingasjóði
rikisins til smiði 603 ibúða og
námu þau samtals 202.36 milj. kr.
Á árinu 1973 var slikum iánum að
fjárhæð kr. 224.97 milj. kr. breytt
i föst lán (E-lán) og er hér aðal-
iega um framkvæmdalán i'rá
fyrri árum að ræða. Lán þessi eru
sem kunnugt er veitt með þeim
skiiyrðum, að ibúðirnar séu seld-
ar fullgerðar á verði, sem hús-
næðismálastjórn samþykkir.
Byggingasjóður verkamanna
greiddi á árinu 1973 lán samtals
að fjárhæð 69.95 milj. kr. til smiði
á 13 stöðum i landinu. A árinu hóf-
ust framkvæmdir við smiði 60
ibúða i 5 byggðarlögum i landinu.
Til samanburðar má geta þess,
að á árinu 1972 hófust fram-
kvæmdir við smiði 85 ibúða á 7
stöðum i landinu, á árinu 1971 hóf-
ust framkvæmdir við smiði 18
ibúða á 2 stöðum. A siðasta ári
lauk formlega smiði 12 ibúða i 1
byggðarlagi i landinu, en mun
fleiri ibúðir voru teknar i notkun.
A árinu 1973 komu til afhend-
ingar 205 nýjar 2ja og 3ja her-
bergja ibúðir úr IV. og V. áfanga
Framkvæmdanefndar bygginga-
áæltunar. Auk þess var ráðstafað
nokkrum eldri FB-ibúðum, sem
komu til endursölu. Stefnt mun að
þvi, að ljúka á þessu ári og fyrri
hluta hins næsta byggingu 314
ibúða og er þá byggingaráætlun
þessari lokið.
Teiknistofa stofnunarinnar
seldi á árinu 1973 teikningar af
samtals 490 ibúðum og er það
meiri fjöldi en nokkru sinni áður.
Þá vann stofnunin einnig áfram
að margvislegum öðrum verkefn-
um til eflingar framförum i bygg-
ingariðnaðinum og hefur þeirra
flestra verið getið i almennum
fréttum á árinu.
Skylt er að taka fram, að eigi
hefði tekist jafnvel til og raun ber
vitni um lánveitingar úr Bygg-
ingasjóði rikisins á árinu 1973 ef
eigi hefði komið til sérstök og
mikilvæg fyrirgreiðsla Seðla-
banka Islands fyrir tilstilli félags-
málaráðherra. Var þar um
bráðabirgðaráðstöfun að ræða,
sem aðeins stendur skamman
tjma. 1 þvi sambandi má það
koma fram, að fjárhagur Bygg-
ingasjóðs rikisins verður mjög
þröngur á þessu ári ef ekki kemur
til stórfelld langtima-lausn til efl-
ingar hag hans.