Þjóðviljinn - 17.03.1974, Page 15

Þjóðviljinn - 17.03.1974, Page 15
Sunnudagur 17. marz 1974.ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Vandi skilgreininganna Það er löng leið frá íslandi til Himnarikis, sagði sankti Pétur við kerlingu, þegar hún kom með sálina hans Jóns. Það er löng leið frá Morðbréf- um Margeirs K. Laxdals, til Passiusálma Hallgrims Péturs- sonar, sem Valbjörg Kristmunds- dóttir les nú á mjög viðkunnan- legan og yfirlætislausan hátt. Og það er einnig býsna löng leið frá skilgreiningu Þorsteins Antonssonar á foreldravanda- málinu ítil skilgreiningar Sverris Kristjánssonar á Hallgrimi og er sú hin siðarnefnda skilgreiningin mér miklu auðskildari en hin er fyrr var nefnd. Og nóg um það. Það eru ekki allar skilgreining- ar jafn auðskildar óupplýstum al- þýðumönnum og skilgreining Sverris á Hallgrimi Péturssyni. Lausnin fundin Svo er til dæmis um þær skii- greiningar, sem við höfum nýlega heyrt i útvarpi á hlutverki eða til- gangi listamannalauna. Þó skild- ist okkur á þeim ágætu mönnum, sem við hlýddum á i sameinuðum bóka- og myndlistarþætti, að hlutverk listamannalauna væri að minnsta kosti þriþætt. t fyrsta lagi að heiðra menn fyrir vel unnin störf á listabraut- inni. í öðru lagi að veita þeim fjárhagsaðstoð, svo þeir gætu helgað sig listinni frekar en ella myndi verða. Og i þriðja lagi að þau væru rétt og slétt ölmusa. En hins vegar voru menn ekki sammála um, hver þessara þátta væri mikilvægastur. Og þar stóð hnifurinn i kúnni. En allir virtust sammála um, að þetta þyrfti að verða einhvern veginn öðruvisi en það er. Orðræður um úthlutun lista- mannalauna eru orðinn fastur ár- legur dagskrárliður hjá útvarp- inu, enda með öllu ómissandi, þvi hann er einn af bestu skemmti- þáttum, sem útvarpið hefur upp á að bjóða. En nú virðist djarfa fyrir lausn á þvi viðkvæma vandamáli hvernig hlynna beri að bók- menntalegri gósku og óforgengi- legri list hjá skáldum okkar og öðrum rithöfundum. Og lausnin verður hinn endurgreiddi sölu- skattur af bókum og viðbótarrit- launin, sem af honum spretta. Og lausnin er mjög einföld, svo einföld, að furðulegt má kalla, að enginn skyldi hafa komið auga á hana fyrr en nefndin, sem samdi reglugerðina fyrir úthlutun við- bótarritlaunanna á siðastliðnu ári. Árlega koma hér út nokkur hundruð bóka. Þeim má skipta i tvo flokka, vondar bækur, sem hafa ekkert bókmenntagildi og góðar bækur, sem hafa meira eöa minna listrænt gildi og hljóta þvi að teljast góðar. Nú vill svo undarlega til, að vondu bækurnar seljast yfirleitt betur en hinar, sem góðar eru, enda prentaðar i stærri upplög- um. Og með þvi að taka sölu- skattinn frá mönnunum, sem skrifa vondu bækurnar og eru ekki-rithöfundar og rétta hinum, sem semja góðu bækurnar, sem seljast illa, er málið leyst, þannig að allir mega vel við una. Skúli Guðjónsson á Ljótimnarstöðum skrifar útvarpsannál Höfundar góðu bókanna hljóta verðskuldaðan heiður og bætta starfsaðstöðu. En hinir, sem senda frá sér vondu bækurnar, þessar sem eru sneyddar bók- menntagildi en seljast vel, þeir eru með sliku athæfi að halda hin- um á floti, og hefja þá til andlegr- ar reisnar, sem hafa neistann og hafa verið skapaðir til þess að vinna stórvirki í vingarði listar- innar. Þeir geta þvi tekið undir með manninum, sem sagöi þegar hann frétti að stúlka hefði dottið i vatn, en flaut upp af þvi hún var ólétt og var bjargað: Hverjum var það að þakka, að hún Gunna flaut? Eyjaklasi— Eyjahaf? En það er fleira en útdeiling listamannalauna, sem reynist okkur fáfróðum og fávisum út- varpshlustendum torráðin gáta, og þvi torráðnari, sem meir er um fjallað. Það er l.d. hann Solsinitsin. Haunar veit ég ekki hvernig á að stafsetja þetta merkilega nafn, sem undanfarnar vikur hefur heyrst i útvarpinu oftar en nokk- urt annað nafn. Við spyrjum i okkar einfeldni: Er nauðsynlegt að nefna þetta nafn i nálega hverjum frétta- AÐALFUNDUR Verslunarmannafélags Reykjavikur verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, mánudaginn 18. mars kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Verzlunarmannafélag Reykjavikur tima? Væri ekki nóg að nefna það svo sem einu sinni eða tvisvar á dag þó ekki væri nema til að hlifa þulunum við þeirri áreynslu, sem það kostar þá að koma þessu und- arlega útlenda orði út úr sér? Jafnvel þótt þeir leggi sig aila fram verður árangurinn ærið misjafn. Við erum nú þegar búnir að fá að vita svo mikið um þennan ágæta mann, sem vondir menn austur i Rússiá hafa flæmt burt, að það ætti að vera nægilegt að fá fréttir af honum svo sem vikulega næstu mánuðina. Væri ekki ráð aö biða með frekari skilgreiningu á þessum merkilega manni og ó- vinum hams, þangað til úr þvi hefur verið skorið með óyggjandi rökum hvort'bók hans, sem öllu þessu fjaðrafoki hefur valdið, er kennd við Eyjaklasa eða Eyjahaf. En þetta hefur verið mjög á reiki i útvarpsfréttum. Enn skulum við halda áfram með skilgreiningarnar. Erhún að falla i freistni Okkur kemur þá næst i hug ný- afstaðnar vinnudeilur og samn- ingagerðin mikla, þegar öll þjóðin stóð uppi undrandi og skilnings- vana sökum þess hve samning- arnir reyndust þungir i vöfum. Fréttamenn útvarpsins gerðu sitt besta til þess að fá skýringu á hinum yfirnáttúrlega seina- gangi. Framámenn samningsað- ila gerðu einnig sitt besta til þess að skýra og skilgreina þetta dul- arfulla fyrirbæri. En hlustendur voru engu nær. Þá einu ályktun mátti af orðum þeirra draga, að þeir væru sjálfir flæktir i sinu eigin neti. Þeir vildu fegnir geta greitt sig úr þeirri flækju, er þeir höfðu um sig riðið. En það voru déskotans sérkröfurnar, sem voru nærri búnar að ganga af þessum vesalings mönnum dauð- um. Raunar sagði Mogginn á sið- ustu dögum samninganna, að þetta væri allt rikisstjórninni að kenna. Hefði hún ekki verið að þvælast fyrir, væri búið að semja. Raunar sagði þessi sami Moggi nokkrum dögum áður, aö þaö væri rikisstjórninni að kenna, að samningar hefðu ekki tekist. En þá var það ekki sökum þess að hún væri að þvælast fyrir, heldur af hinu, að hún hefði ekki þvælst fyrir, það er að segja að hún heföi haldið að sér höndum og ekkert gert til aö leysa deiluna. Nú væri ráð fyrir vinnuveitend- ur og verkalýðsforingja aö laka sitt ráð i tíma og byrja strax að semja um sérkröfurnar fyrir næsta sarríningstimabil. Enn meiri undrun en sjálft samningaþófið vekur þó sú ákvörðun Alþýðusambandsins aö skipta á lækkuðum tekjuskatti og hækkuðum söluskatti. Og þetta eru mennirnir, sem sifellt eru að tala um að bæta hag hinna lægsl launuðu og jafna lifskjörin. Okkur er reyndar sagt, að það eigi aö stinga fjögur hundruð miljónum upp i hina tekjulausu, eins og nokkurs konar snuötúttu. Og rikisstjórnin, sem býður upp á slikt, er hún ekki að kikna undan þrálátum og linnulausum skatt- piningaráróðri viðreisnarílokk- anna gömlu? Og hefur hún ekki fallið i þá freistni aö smokka fót- unum ofan i gatslitin og hriplek stigvél viðreisnarstjórnarinnar sálugu'! Friðartimar Þá er að minnast tveggja orða, sem heyrst hafa i útvarpi undan- farna mánuði, flestum orðum oft- ar að nafni Solsinitsins undan- skildu. Það eru orðin friöartimar, allt- af notað i fleirtölu, og lýðræðis- flokkar, sömuleiðis i fleirtölu. Nú er lagt á það ofurkapp að snúa við hefðbundinni merkingu þessara orða, þannig að þau megi nota sem áróöurstæki i barátt- unni gegn brottför hersins. Friðartimar hafa aldrei veriö á þessari jörð siðan sögur hófust. Mennirnir hafa alltaf verið að kála hverjir öðrum einhvers stað- ar á jarðkringlunni. En alla tið siðan heimsstyrjöld- inni fyrri slotaði, hefur það verið föst málvenja hér á tslandi að kalla það friðartima, þegar ekki geisaði heimsstyrjöld. Og eftir að siðar heimsstyrjöld- inni lauk, fóru menn aftur að tala um friðartima. Og þegar við gengum i Atlantshafsbandalagið var sá fyrirvari á haföur af þeim, er þar bjuggu um hnúta, að hér skyldi ekki vera her á friðartim- um. Og siðan hefur ekki skolliö á heimssty rjöld. En nú bregöur svo undarlega við, að herverndarmenn hérlend- ir, vilja hrinda hinni hefðbundnu málvenju og segja: Það eru ekki friðartimar og þess vegna á her- inn að vera hér og sitja sem fast- ast. En svo kemur hin himinhróp- andi þversögn i rökstuöning þeirra. Af þvi að þá grunar. aö þjóðin og þar á meðal flestir þeirra, sem léðu nöfn sin á undir- skriftarplögg þeirra, séu ekki mjög hrifnir af þeirri tilhugsun, að hér verði her um alla framtið, þá segja þeir: Auðvitaö vill eng- inn að herinn verði hér til eilifðar- nóns. En þetta eru ósvikin fals- rök. Ef hér á að vera her, sökum þess að nú eru óíriðartfmar, þá hefði verið miklu heiðarlegra að segja fólkinu allan sannleikann, sem sé, að hér yrði að vera her- setið land um alla íramtið. Enginn trúir á Fróðafriö, en fá- ir búast við heimsstyrjöld. Þess vegna verðum við þrátt fyrir allt aö kalla hina siðustu tima friðartima samkvæmt hefð- bundinni málvenju. Eg áfellist ekki fyrirsvarsmenn Varins lands fyrir þaö að ganga út á meðal fólks og biðja þaö um aðbiðja um bandariska hervernd fyrst um sinn. En ég áfellist þá fyrir að koma til fólksins á fölsk- um forsendum. Þeir áttu að ganga hreint til verks og biðja fólkið að biðja um bandariskan her á islenskri grund um alla framtið. Það hefði verið bæði heiðarlegt og rökrétt, með tilvis- an til þess, er að framan er skráð. Lýðræðisflokkur Hitt er svo annað mál, að ef til vill hefðu einhverjir hugsað sig tvisvar um áður en þeir hefðu sett nafn sitt undir þess háttar plagg. Umræður um herstöðvamálið gerast nú yfrið fyrirferðarmiklar og langdrengar i útvarpinu og virðist stofnunin gera sér far um að halda nokkurn veginn jafnvægi milli hinna striðandi skoðana- hópa. og skal ekki farið-langt út i þá sálma aö sinni. Þó get ég ekki látið undir höfuð lcggjast að benda á furöulega skilgreiningu, það mætti einnig nefna það hugtakalölsun, sem gengið hefur eins og rauöur þráð- ur gegnum allar vangaveltur og röksem.dafærslu þeirra hernáms- sinna. t erindum þeim er flutt voru um máliö i hringborðsum- ra'ðum sem á eftir fylgdu og i flestum þáttum dags og vegar. þar sem mælt var með banda- riskri hersetu, hefur þetta fyrir- bæri skotiö upp kollinum æ ofan i æ. Jafnvel sú fróma og heiðvirða skáldkona, Rósa B. Blöndal, sem oft hefur flutt góð erindi um dag og veg, féll í þessa gildru meö átakanlega sorglegum hætti. En gildran, sem allt þetta ágæta fólk hefur forheimskað sig á að falla i,cr skilgreiningin á orö- inu lýðræðisflokkur. En hvernig fara svo mennirnir að þvi aö þekkja lýðræðisílokk- ana frá hinum, sem ekki eru lýö- ræðisflokkar? Þaö er ósköp ein- falt. Þeir flokkar sem vilja hafa landið óvariö eru ekki lýðræðis- flokkar. Og þegar betur er aö gáö, kemur það upp úr kafinu, að það er aðeins einn flokkur, sem ó- skiptur vill herinn burt. Svo er flokkurinn nefndur. Hann heitir Alþýðubandalag. Allir aðrir flokkar hafa aö visu einhver ó- hreinbörn á sinum heimilum. En það kemur ekki aö sök. Það má fela þau þegar mikið liggur við. Skilgrciningar Svcrris á Hall- grimi Péturssyni eru auðskildari en ýmsar aðrar skilgreiningar. Bæða Hjördisar var eins og lút- sterkt kalfi og hressti mann inn- vortis. Lýðræði er sama og varið land, ættjarðarást og þjóðarmetnaður er sama og bandarisk hervernd. Þar af leiðir, aö hinir, sem vilja hafa hér óvarið land, eru ekki lýð- ræðissinnar. heldur trúa þeir á of- beldi og eru liklegir til hvers kon- ar óbótaverka. og þeir vilja her- inn burt, sökum þess að þeir hafa um það fyrirmæli frá erlendu stórveldi. Og sem betur ler er það aðeins einn flokkur. sem óskiptur boöar svona hroðalega stefnu. þá getur hann ekki talist með lýðræðis- flokkunum. Ef mennirnir. sem hafa flutt þjóðínni þennan fagnaöarboðskap try.ðu honum i alvöru og boðuöu hann af einlægni og hjartans sannfæringu, væri liægt að fyrir- gefa þeim. þvi okkur ber að sýna viðsýni og umburöarlyndi gagn- vart annarra manna trú hversu vitlaus. sem okkur finnst hún vera. En þessir menn vita betur. Þeir vita það, að Alþýðubandalagið er engu siðri lýðræðisflokkur en aðrir stjórnmálaflokkar þessa lands. Samkvæmt þeim skilningi. sem lagt er i hugtakið borgara- legt lýðræði i Vestur-Evrópu. Þess vegna verður erfitt að fyrir- gcfa þeim. Þeir hafa leikið ljótan leik og ósæmilegan. hverjum þeim, sem þvkist játa trú sina á vestrænt borgaralegt lýðræði. Að lokum skal svo aðeins drepið á eina skilgreiningu enn. 1 þingsjá Ævars Kjartanssonar heyrðum viö skilgreiningu Hjör- dísar lljörleifsdóttur á hinu háa Alþingi. Þetta var meistaralega góð ræða, sem hressti mann inn- vortis eins og lútsterkt kaffi. Lýs- ingin á leikhúsinu við Austurvöll og á þingmanninum, sem ekki gat sýnt leikarahæfileika sina til fulls sökum þess að ræðustóllinn reyndist honum of þröngur sem leiksvið. mun okkur seint úr minni liða. t viðtali lét hún þess getið. að margir þingmenn héfðu þakkað sér fyrir meö handabandi. Hver veit nema að einhverjir hafi einnig gert það með kossi, þó hún léti þess ekki sérstaklega get- ið. 1. til 5. mars 1974 Skúli Guðjónsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.