Þjóðviljinn - 17.03.1974, Page 16

Þjóðviljinn - 17.03.1974, Page 16
n voamiiNN Almennar upplýsingar um lækna- Kvöld-, nætur- og helgarvarsla þjónustu borgarinnar eru gefnar i lyfjabúða i Reykjavik 15,—21. simsvara Læknafélags Reykja- mars er I Austurbæjarapóteki og vikur, simi 18888. Lyfjabúðinni Iðunni. Kvöidsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Sunnudagur 17. marz 1974. Slysavarðstofa Borgarspítalans6 er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Þessar tvær myndir eru úr ibúð Karls Benediktssonar en hann tók við ibúðinni tilbúinni — meira að segja með eldavél og viftu og teppi á góifum. Hann flutti inn með fjöiskyldu sinni 20. júli 1972 og greiddi þá fyrir fbúðina tilbúna, ásamt öllu sameiginlegu, kr. 1605 þúsund! tbúðin er 86.9 fermetrar og geymsla 16.8 fermetrar. Sjá ýtarlega verklýsingu á öðrum stað á siðunni. Trésmiðjan Akur hf. á Akranesi: BYGGIR ÓTRÚLEGA ÓDÝRAR ÍBÚÐIR Verktakinn segir: Betra vinnuafl en gengur og gerist, menn vinna fullan vinnutima og sömu undirverktakar frá blokk til blokkar Trésmiðjan Akur hf. á Akranesi er nú að byrja á fjórðu íbúðarblokkinni við Garðabraut á Akranesi. Blokkirnar fjórar verða allar eins/12 ibúðir í hverri blokk. Stærri íbúðirnar eru 103/7 fermetrar með geymslu/ en þær minni 93/2 fermetrar með geymslu. ibúðirnar eru afhentar alveg fullbúnar og lóð frágengin. Verð þessara ibúða hefur verið það lágt að furðu sætir. Fréttamaður blaðsins hitti að máli Stefán Teitsson/ framkvæmda- stjóra Akurs hf., og bað hann að skýra út fyrir les- endum blaðsins hvernig honum og samstarfsfólki hans hefur tekist að byggja svo ódýrt eins og raun ber vitni. Eru eftirfarandi upplýsingar byggðar á því viðtali. Þessar byggingaframkvæmdir hófust fyrir áeggjan fyrrverandi bæjarstjóra, Björgvins Sæmundssonar, en áöur hafði fyrirtækið tekið að sér smiði rað- húsa og einbýlishúsa með góðum árangri. í fyrstu blokkinni, sem flutt var i árið 1970, kostuðu minni ibúðirnar 990 þúsund og þær stærri 1110 þúsund. Þá var hús- næðismálastjórnarlánið 400 þúsund krónur. 1 blokk númer tvö var flutt inn 20. júli 1972. Þá var verð stærri ibúðanna áætlað kr. 1540 þús. en varð i reynd 1605 þús. Verð minni ibúðanna reyndist 1420 þús. Þá var lánið frá húsnæðismálastjórn 600 þús. Þriðja blokkin er nú senn til- búin. Verð ibúðanna þar var áætlað 1.980 þús. og 1840 þús., en fyrirsjánlegt er að þessar ibúðir hækka um 20-30% frá fyrstu áætlun, sem gerð var 1. janúar 1973. Hækkunin er samt ekki meiri, þrátt fyrir gifurlegar hækkanir á timabilinu erlendis og hérlendis. Á öðrum stað hér á siðunni er birt verklýsing fyrir þessar ibúðir. Nú er verið að byrja á grunni fjórðu blokkarinnar, og hefur fyrirtækið áætlað verð þeirra ibúða 3,5 miljónir og 3,2 miljónir, og er þá búið að reikna með nýjustu verð- og kauphækkunum, sem t.d. nema hjá trésmiðum 41%. Hvernig er þetta hægt? Stefán taldi m.a. fram eftirfarandi ástæður: — Það er mun betra vinnuafl hér en genguur og gerist og minni tilkostnaður i sambandi við það. Við notum samt yfirleitt dýrara efni en byggingarmenn i Reykja- vik. Svo nýtist vinnuaflið mun betur hérna, það er mætt á réttum tima i vinnu og hætt á minútunni. Þeir segja mér i Reykjavik að hjá þeim fari i súginn allt að 20% vinnutimans, sem ekki er unninn en skrifaður. Við höfum allan timann notað sömu undirverktaka, þannig að það eru alltaf sömu menn sem vinna verkin. Þeir vinna á föstu verði, samkvæmt samningum hverju sinni, og sjá alveg um sina flokka. Þeir hafa sömu fyrirvara á hækkunum og við gagnvart kaupendum. — Þegar þið hafið sýnt svo áberandi hæfni i starfi njótið þið þá aukinnar fyrirgreiðslu frá Húsnæðismálastjórn eða rikinu? — Við fengum framkvæmdalán út á blokk númer tvö og var lofað framkvæmdaláni út á blokk númer þrjú, en það var bara það siðbúið, að það kom ekki að notum -- fyrrihlutagreiðsla á venjulegum húsnæðismálalánum var komin i gjalddaga, þannig að það var mikið hagkvæmara að taka þau lán inn. Fyrirgreiðslan i bönkum hér var það góð að það bjargaði okkur. — Hvaðsóttu margir um ibúðir i blokkunum? — I númer tvö sóttu 34 um, en i þeirri, sem er að verða tilbúin 32, og i þeirri sem er verið að byrja á 34, þannig að það eru að jafnaði fast að þrir umsækjendur um hverja ibúð. Það hefur semsagt aldrei verið auglýst eftir kaupendum. Við ætlum ekki að byggja fleiri hús af þessari gerð. Það er byrjað að teikna nýja gerð af blokkum, þar sem verða 2ja og 4ra her- bergja ibúðir. Það er Verkfræði- og teiknistofan sf. sem teiknar fyrir okkur. Hér eru engin gatnagerðar- gjöld, en við greiðum 50 þúsund krónur fyrir lóðina. — Nú hefur verið ymprað á þvi sem einhverri lausn að lækka Framhald á 14. siðu. Lýsing á frágangi ibúða i húsinu Garðabraut 24 — 26 þegar Trésmiðjan Akur hf., afhendir þær væntanlegum kaupendum. íbúðin: Ibúðin verður fullmáluð, samkv. útboðslýsingu um málningu hússins. Rafmagn frágengið samkv. útboðs- lýsingu um rafmagn. Eldavél og vifta fylgja eldhús- innréttingu. Tvöfalt gler verbur i gluggum. Innihurðir verða úr harðviði með harð- viðarkörmum. Tveir klæða- skápar verða i hverri ibúð, annar i svefnherbérgi og hinn i skála, verða þeir einnig úr harðviði. Eldhúsinnrétting verður úr harðviði og plast á borðum og i hillum. Einn stofuveggur verður klæddur með harðviði, svo og einn veggur i skála. Dúklögð verða öll gólf með vönduðum dúk, nema stofu og skálagólf, sem verða teppa- Verklýsing á Garðabraut 24-26 lögð með vönduðum Islenskum gólfteppum. Hreinlætistæki verða af viður- kenndri gerð. Miðstöðvar- ofnar verða „Golf” eða aðrir viðurkenndir ofnar og verður sjálfvirk hitastýring á hverjum ofni. Sameiginlegt: Útihurðir verða allar úr harðviði, með harðviðar- körmum, svo og allar svala- hurðir. Innihurðir i kjallara verða málaðar, einnig gólf i kjallara. Kjallari og stigahús verða máluð samkv. út- boðslýsingu. A stiga og ganga i stigahúsi koma nylongólf- teppi. Handrið verða fullfrá- gengin. Geymsla fylgir hverri ibúð og hverri geymslu fylgja 10 lengdarmetrar af hillum. Þvottahús og þurkherbergi verður sameiginlegt. I þvotta- húsi fylgir eftirtalið: þvotta- vél af viðurkenndri gerð, svo og þurrkari, strauvél og tvö borð. Utanhúss: Húsið verður málað að utan nema þak. Lóð verður jöfnuð og i hana sáð grasfræi, einnig verður borin möl ofan I lóðina fyrir bilastæði. Lóðin verður girt, undirstöður verða steyptar, staurar úr galvaniseruðu járni og langbönd úr tré. Stærð íbúðanna: Stærri ibúðin: Ibúðin geymsla 86,9 ferm. 16,8 ferm. Minni ibúðin: Ibúðin geymsla 79,0 ferm. 14,2 ferm. samtals 93,2 ferm. Sameiginlegt er nálægt 18 ferm. pr. Ibúð. Verð íbúðanna: Minni Ibúðin kr. 1.840.000,00 og stærri ibúðin kr. 1.980,000,00. Verð ibúðanna er miðað við verðlag 1. jan. 1973 og breytist það eftir verð- breytingarreglum, sem Húsnæðismálastofnunin gefur út þar að lútandi. samtals 103,7 ferm. Greiðslur verða þannig: Stærri ibúðin: Minni ibiiðin: Við undirritun samnings......._..........kr. 200.000 kr. 200.000 10. júli 1973 ......................... kr. 200.000 kr. 200.000 lO.sept. 1973 ......................... kr. 150.000 kr. 100.000 10. des. 1973 ......................... kr. 150.000 kr. 100.000 10. mars 1974 ...................... kr. 200.000 kr. 150.000 Eftirstöðvarnar greiðast við afhendingu ibúðanna. Byggingartimi er áætlaður sept. 1972 til 1. april 1974.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.