Þjóðviljinn - 16.05.1974, Side 2
2 StÐA — ÞJÓÐVIL.JINN Fimmtudagur 16. mai 1974.
Mynd: Francisco Goya y Lucientes
KENJAR
Mál: Guðbergur Bergsson
Úr hvaða
lympu deyr
hann?
Hann deyr áreiðanlega úr asnaskap
læknavisindanna, enda er læknispútan
asni. Hins vegar staðhæfir P-handritið
fullum fetum:
„Læknirinn er frábær, þungt hugsi,
þenkjandi, varfærinn, alvarlegur.
Getur nokkuð verið ákjósanlegra?”
Fundist hafa tvær frumteikningar,
önnur þeirra er afar ólik koparstung-
unni. Þar stendur skrifað með blýanti:
„Seiðskrattar dulbúnir sem almennir
I íæknar”.
Alþýða manna hafði, og hefur
reyndarenn, meiri trú á hinum alþýð-
legu grasalæknum, sem sóttu lyfin til
jurtanna, sem hún umgekkst, eða
dularfullu jurtanna með ævintýra-
blæ, sem hún sá i draumi, en til lærðu
læknanna i sloppnum og með glösin og
tækin, vegna þess djúpa bils, sem er á
milli vísinda visindamannsins og
þekkingar alþýðunnar. Þess vegna eru
visindin alþýðunni hreint kukl og gald-
ur, en galdur og kukl visindi.
Bestu trúna og traustið vekja asn-
arnir i'sloppnum, þeir eru oft svo vin-
gjarnlegir, kátir og traustvekjandi i
orðum sinum og framgöngu, að sjúkl-
ingurinn er oftast steindauður áður en
hann veit af þvi. Dauðinn er öruggasta
lækning allra meina.
Guð blessi dauðann.
Atli Heimir
„FLOWER
SHOWER”
í SVÍÞJÓÐ
„Flower Shower”, sinfóniskt
tónverk eftir Atla Heimi Sveins-
son, var flutt i Nörrköping i Svi-
þjóð þann 21. apríl sl.
„Þetta er skrifað fyrir sinfóniu-
hljómsveit, hljómsveit, sem stillt
er upp i sjö hópa, en einnig er not-
að tónband. Aður en hljómleik-
arnir fara fram, hefur hljóm-
sveitin leikið inn á band og spilar
þannig á móti sjálfri sér. Þannig
fæst stereó-hljómur”, sagði Atli
Heimir Sveinsson i stuttu samtali
við Þjóðviljann.
Atli Heimir sendi „Flower
Shower” til Nörrköping fyrir
milligöngu Norræna menningar-
sjóðsins — og hefur enda verið
leitað eftir þvi, að hann skrifaði
fleiri verk til flutnings i einhverju
hinna Norðurlandanna.
Páll P. Pálsson stjórnaði
Sinfóniuhljómsveit Norrköping-
borgar, er hún flutti „Flower
Shower”, og i dagblaði
Austur-Gautlands, Norrköping
Tidningar fer gagnrýnandi blaðs-
ins mjög lofsamlegum orðum um
þá Atla Heimi, Pál P. Pálsson og
„Blómasturtuna”.
—GG
Formannaskipti hjá iðnrekendum:
Gunnar J. F riðriksson
lætur af formennsku
1 gær var haldið ársþing Félags
isienskra iðnrekenda i ráðstefnu-
sal Hótel Loftleiða. Formaður fé-
lagsins Gunnar J. Friðriksson
sctti þingið.
Ardegis flutti formaður ræðu
þar sem hann f jallaði almennt um
stöðu islensks iðnaðar i dag. Kom
hann sérstaklega inn á efnahags-
málin og taldi þensluna á vinnu-
markaðinum vera meiri verð-
bólguvald en sjálft visitölukerfið.
Hann ræddi gerð siðustu kjara-
samninga og benti á, „að það sem
þá gerðist sannaði, að heildar-
samtök launþega og vinnuveit-
enda væru þess ekki megnug að
hafa hemil á umbjóðendum sin-
um við þau skilyrði sem rikjandi
væru þegar slikt þensluástand
væri á vinnumarkaðinum”. Hann
fullyrti, „að það kæmist aldrei
jafnvægi á i efnahagsmálum fyrr
en hið opinbera hætti samkeppni
við framleiðsluna um vinnuafl og
drægi verulega úr framkvæmd-
um og útgjöldum”.
Þá flutti iðnaðarráðherra
Magnús Kjartansson ræðu, en frá
henni er skýrt annars staðar i
blaðinu.
Að loknum hádegisverði flutti
Sigurgeir Jónsson aðstoðar-
bankastjóri erindi, en siðan var
lýst stjórnarkjöri. Gunnar J
Friðriksson gaf ekki kost á sér til
endurkjörs, en hann hefur átt sæti
i stjórn félagsins i 23 ár og siðustu
11 ár sem formaður. Formaður
var kjörinn Davið Scheving
Thorsteinsson, en hann hefur ver-
ið varaformaöur félagsins sl. tvö
ár. Aörir I stjórn Pétur Pétursson
Gunnar J Friðriksson fráfarandi formaður t.h. og Davíð Scheving
Thorsteinsson nýkjörinn form. til
framkvæmdastj., Björn Þorláks-
son framkv.stj., Haukur Eggerts-
son framkv.stj., og Kristinn
Guðjónsson framkv.stj.
Þá var á ársþinginu skýrt frá
instri.
könnun á árhrifum aðgerða hins
opinbera á atvinnulifið 1950—70,
sem er rannsókn sem félagið lét
gera og gefin veröur út siðar i
þessum mánuði.
Árbók
Hins ís-
lenska
fornleifa-
félags
Arbók Hins islenska fornleifa-
félags 1973 er komin út fyrir
nokkru. Ritstjóri er Kristján Eld-
járn. Sjálfur skrifar Kristján
þrjár greinar i Arbókina:
„Þorláksskrin i Skálholti”,
„Punktar um Hraunþúfuklaust-
ur” og „Kirkjurúst á Krossi á
Skarðsströnd”.
Ólafur Halldórsson skrifar
greinina „Likneskjusmið” Nanna
ólafsdóttir um baðstofuna og böð
að fornu, Þórður Tómasson um
meltekiu á Herjólfsstöðum og um
Kollvettlingssaum, Else Sass um
brjóstlikan Thorvaldsens af Jóni
Eirikssyni, Þór Magnússon ritar
skýrslu um Þjóðminjasafnið 1972,
og fleira efni er i ritinu.
Frambjóð-
endur
hnífjafnir
PARÍS 15/5 — Skoðanakönnun
sem franska blaðið France Soir
birti i dag bendir til þess, að þeir
Giscard d’Estaing og Francois
Mitterrand sem bjóða sig fram til
forsetaembættisins verði hnif-
jafnir.
Skoðanakönnunin var gerð áður
en Jean-Jacques Servan-Schreib-
er lýsti yfir stuðningi við ihalds-
manninn d’Estaing fyrir hönd
flokks sins, Radikalsósialista-
flokksins. Þeir sem ekki höfðu
gert upp hug sinn voru 13 af
hundraði aðspurðra.
Rautt
fyrir
frú
Rögnu
(Nákvæmtega eins og hún
var búin aö hugsa sér...)
Frú Ragna hagnýtti sér
kunnáttu þeirra hjá Sado-
lin. Lakkið á gluggakarmana,
vatnsmálningin á loftið og
olíumálningin á skápinn var
blönduð með Sadolin
aðferöinni til að litirnir væru
nákvæmlega i stíl við tepp-
ið og litbrigðin í nýja vegg-
fóðrinu.
Sadolin gefur einnig yður
kost á 1130 litbrigðum.
Sadolin’
plastmaling
dryp- ofl ttankfri h*lm«t
8302 hvid
Málningarverzlun Póturs Hjalte-
sted, Suðurlandsbraut 12,
Reykjavik.
Verzlunin Málmur, Strandgata
Strandgata 11, Hafnarfjöröur.
Dropinn, Hafnargata 80,
Keflavík.
Neshúsgögn, Borgarnesi.
Hafliöi Jónsson, hf., Húsavik.