Þjóðviljinn - 22.06.1974, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júnf 1974
UOmUINM
MáLGAGN SÓSÍalisma
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson,
'Ritstjórn, afgrelösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 iinur)
rPrentun: Biaðaprent h.f.
ÞAÐ ER KOSIÐ UM SJÁLFSTÆÐISMÁLIN
Það eitt er til marks um þjóðhollustu
manna, hversu þeir bregðast i raun við
þeim vandamálum, sem jafnan koma upp
með hverri þjóð og snerta sérstaklega út-
lendinga eða erlendar þjóðir.
Þetta er sagt að gefnu tilefni, raunar
mörgum gefnum tilefnum. Forusta Sjálf-
stæðisflokksins er til að mynda ákaflega
óþjóðleg i allri afstöðu sinni. Um það má
nefna eftirfarandi dæmi, sem allir kann-
ast við:
f fyrsta lagi hefur forusta Sjálfstæðis-
flokksins gengið lengra i þjónkun sinni við
erlent vald, sem hefur táfestu á fsl. enn,
með bandariska hernum. Aftur á móti vita
allir, að Alþýðubandalagið er eini stjórn-
málaflokkurinn, sem heill og óskiptur
berst gegn erlendri ásælni. Milli Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðubandalagsins
eru þrir stjórnmálaflokkar, sem vita ekki
i hvorn fótinn þeir eiga að stiga i þessu
máli.
í öðru lagi hefur forusta Sjálfstæðis-
flokksins beitt sér fyrir einstæðum undir-
lægjuhætti gagnvart erlendu einkaauð-
magni. Þetta hefur komið skýrast i ljós að
þvi er varðar álverið i Straumsvik. Þang-
að fara nú um 50% af raforku landsmanna
fyrir liðlega 10. hluta heildarverðsins.
Þessi afstaða kom einnig mjög skýrt
fram, er Eyjólfur Konráð Jónsson, leið-
togi afturhaldsaflanna i Sjálfstæðisflokkn-
um, gerði að tillögu sinni, að hér yrðu
reistar 20 álverksmiðjur. En i atvinnu-
málum hefur Alþýðubandalagið haldið
fram gjörsamlega andstæðum viðhorfum
og lagtáherslu á eflingu islenskra atvinnu
vega. Nú er svo komið eftir aðeins þriggja
ára forustu Lúðviks Jósepssonar i sjávar-
útvegsmálum, að stórfelld endurnýjun
hefur átt sér stað i fiskiskipaflotanum. 55
skuttogarar hafa verið keyptir til 30 út-
gerðarstaða á landinu, og unnið er að stór-
felldri endurnýjun hraðfrystihúsaiðnaðar-
ins, þannig að lagður hefur verið grund-
völlur að s'amfelldri vinnslu i fiskiðnaði,
okkar stóriðju.
1 þriðja lagi er svo vert að minnast á
landhelgismálið. 7. april 1971 felldi þáver-
andi meirihluti á alþingi tillögu um tafar-
lausar aðgerðir i útfærslu landhelginnar.
Forsvarsmenn viðreisnarflokkanna, Al-
þýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins,
töldu tafarlausa útfærslu „siðleysi”,
„ævintýramennsku” og „fruntaskap”.
Fulltrúar ihaldsins og Alþýðuflokks Gylfa
Þ. Gislasonar i 1. mai nefnd fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna i Reykjavik lögðust
gegn þeirri stefnu, sem að lokum var
fylgt, vegna þess að Alþýðubandalagið
hlaut það atfylgi þjóðarinnar að unnt var
að mynda vinstristjórnina. En alltaf siðan
hafa ýmsir forustumenn Alþýðuflokksins,
Sjálfstæðisflokksins og Samtaka frjáls-
lyndra þó reynt að draga kjarkinn úr þjóð-
inni i viðureigninni við erlenda fjand-
menn. Má i þvi sambandi minna á körfur
þeirra Geirs, Gylfa og Hannibals um að
senda málflytjanda til Haag. Og það er
enn til marks um ræfildóm þessara afla,
að Gunnar Thoroddsen telur 50 milurnar
einskis virði, alveg á sama hátt og
Haag-dómstóllinn, og hann telur að samn-
ingarnir frá 1961 séu enn i gildi. Menn taki
eftir þvi, að hann þorði ekki að svara þvi
afdráttarlaust neitandi, hvort hann teldi
að hlita ætti úrskurði alþjóðadómstólsins
um 200 milurnar, eða 50 milurnar. Það er
til marks um óheilindi þessara afla, þegar
þau nú eru að reyna að gera sig dýrleg
með tali um 200 milur, er þessi sami hópur
manna reyndi allt sem hann gat til þess að
koma i veg fyrir útfærslu. Ef þeir hefðu
ráðið, hefðum við enn i dag 12 milna land-
helgi.
Um forustu Alþýðubandalagsins og
Lúðviks Jósepssonar i landhelgismálinu
þarf ekki að fara mörgum orðum. Hana
þekkir þjóðin af reynslunni undanfarin ár.
Þjóðin treysti Lúðvik i þessu máli og þar
með þvi stjórnmálaafli, sem hann var i
forsvari fyrir.
Hér hafa verið nefnd þrjú ákaflega skýr
dæmi um þjóðhollustu annars vegar og
óþjóðlega afstöðu hins vegar. Forustu-
menn Sjálfstæðisflokksins telja vissulega,
að njósna megi um samlanda sina, að það
megi sópa þeim undir undirskriftaskjöl,
að þeir megi trúa ósannindum Morgun-
blaðsins, að hafa megi þá atvinnulausa,
gera þá landflótta og skerða lifskjör
þeirra. En Alþýðubandalagið hefur þá
stefnu, að treysta beri fremst af öllu sjálf-
stæði islensku þjóðarinnar: með þvi móti
rækjum við skyldur okkar við sögu okkar,
okkur sjálf og baráttu frelsishreyfinga um
allan heim fyrir sjálfstæði, gegn kúgun og
ofbeldi.
30. júni er kosið um sjálfstæðismálin.
Þvi miður hefur stefna Sjálfstæðisflokks-
ins snúist upp i hina algerustu andstæðu
flokksnafnsins. Þeir, sem vilja treysta
sjálfstæði og reisn þessarar þjóðar, snúa
sér að Alþýðubandalaginu.
Ólafur Jónsson:
Byggingasjóður aldrei haft eins
•1 • X • P/-
mikið eigið te
Arlegar tekjur Byggingasjóös
hafa verið auknar með hækkun
launaskattsins úr einu I tvö pró-
sent og samkomuiag gert við llf-
eyrissjóðina um verulegt lánsfé,
ef það fæst verðtryggt.
Erfiðleikar Byggingasjóðs eru
þvi timabundnir.
Vegna þeirra tilfinnanlegu tafa
sem orðið hafa á greiðslu lána frá
húsnæðismálasjóði og þess áróð-
urs sem Morgunblaöið hefur
haldið uppi af því tilefni, sneri
blaðið sér til ólafs Jónssonar,
fulltrúa Alþýðubandalagsins i
Húsnæðismálastjórn og spurði
hann hvernig þessi mál stæöu.
Svör hans voru efnislega á þessa
leið:
— Fjárvöntun Byggingasjóðs
rikisins á þessu ári stafar af
tveimur ástæðum. t fyrsta lagi er
meira byggt af Ibúðarhúsnæði
en nokkru sinni áður. Á árinu 1973
voru veitt 2511 lán úr sjóðnum aö
upphæð kr. 1.323.784. Til þess að
ljúka þeim greiðslum fékk sjóð-
urinn 200 miljónir hjá Seðlabanka
tslands, sem greiöa þarf á þessu
og næsta ári.
1 öðru lagi hafa engin lán verið
tekin hjá lifeyrissjóðunum vegna
kröfu þeirra um verðtryggingu.
Af þessum ástæðum hefur hús-
næðismálastjórn ekki getað á-
kveðið greiðsludag á siðari hluta'
þeirra lána, sem veitt voru á slð-
asta ári.
Annars tel ég þessa erfiðleika
tímabundna. Tekjur sjóðsins voru
auknar mjög verulega með á-
kvörðun Alþingis I vetur um að
hækka launaskattinn, sem rennur
til byggingasjóðs, úr einu I tvö
prósent.
Með bráðabirgðalögum rikis-
stjórnarinnar um ráðstafanir i
efnahagsmálum var heimilað að
verðtryggja útlán byggingasjóðs
Framhald á bls. 13
Sameiginleg þjóðhátíð
á Hólum á sunnudag
Þar verður m.a. flutt leikritið Jón Arason
Sameiginleg þjóöhátíð
fyrir Skagafjarðarsýslu,
Sauðárkrók og Sigluf jörð
verður haldin á Hólum í
Hjaltadal t sunnudaginn
23. þessa mánaðar. Há-
tíðin hefst kl. 13 með
lúðrablæstri Lúðrasveit-
ar Sauðárkróks og síðan
setur Haraldur Árnason,
formaður framkvæmda-
nefndar, hátíðina. Þá er
helgistund í umsjá Péturs
Sigurgeirssonar vígslu-
biskups á Akureyri, en að
henni lokinni syngur
karlakórinn Heimir í
Skagaf irði.
Jón Arason á þremur
pöllum með fullkomnum
sviðsbúnaði
Kl. 13.30 hefst flutningur
Þjóðleikhússins á leikriti
Matthiasar Jochumssonar, Jóni
Arasyni, með aðstoð Þjóðleik-
hússkórsins og Skagfirsku söng-
sveitarinnar i Reykjavik, svo og
skagfirskra hestamanna. Leik-
ritið verður flutt á þremur pöll-
um með fullkomnum sviðsbún-
aði undir berum himni. Er þetta
I fyrsta skipti sem svo viðamik-
ið leikrit er flutt á einum forn-
helgasta sögustað landsins, og
raunar á heimastað aðalpersón-
Rúrik Haraldsson I hlutverki
Jóns biskups Arasonar.
unnar, Jóns biskups Arasonar.
Að lokinni leiksýningu verður
messa I Hóladómkirkju sem
Hólafélagið sér um. Að henni
lokinni verður afhjúpuð stytta
Gunnfrlöar Jónsdóttur af Guð-
mundi biskupi góða. Þá syngur
Skagfirska söngsveitin og dr.
Broddi Jóhannesson flytur há-
tiðaræðu. Eftir ræðuna syngur
söngfélagið Harpa á Hofsósi. Þá
flytja Siglfirðingar sögusýningu
i samantekt Hlöðvers Sigurðs-
sonar, Lúörasveit Sauðárkróks
leikur og sýndir verða Víkivak-
ar undir stjórn Reginu
Guðmundsdóttur, Siglufirði. Að
lokum verða gamanmál.
Þess skal getið, að Skagfirska
söngsveitin og karlakórinn
Heimir munu frumflytja lög eft-
ir Jón Björnsson Hafsteinsstöð-
um, við ljóð eftir Ingimar Boga-
son á Sauðárkróki og önnu Han-
sen á Hólum. Frá kl. 20—22
veröur dansað á palli og leika
Miðaldamenn frá Siglufirði fyr-
ir dansinum.