Þjóðviljinn - 22.06.1974, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 22.06.1974, Qupperneq 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júnl 1974 Raufarhöfn: Staður sem á framtíð ef vinstri stefna fær byr Löngum hefur loðað óorð við Raufarhöfn, sem í raun hefur ekki átt sér stað í raunveruleik- anum. Að vísu var þar kannski ekki þrifalegt um að litast þegar síldveiðarnar voru í hámarki, en það er samdóma álit flestra sem hafa dvalið á Raufarhöfn ein- hvern tíma, að staðurinn eigi alls ekki skilið það óorð, sem af hon- um hefur farið. En Raufarhöfn er týpískur fyrrverandi sildarstaður. Hann hefur byggst upp í rykkjum og því hefur reynst erfitt að koma við markvissu skipulagi, og í dag er vandamál staðarins hvernig megi bæta fyrir afglöp, eða fljót- ræði síldarspekúlantanna, og byggja á manneskjulegu skipu- lagi i framtfðinni. Einmitt í sum- ar er haf in hörð atlaga gegn rusli og sóðaskap, og þegar sjást þess merki að staðurinn er að gjör- breyta um svip. Inn á þessi atriði og fleiri er komið hér í spjalli við Heimi Ingimarsson, sveitar- stjóra„ og Angantý Einarsson, skólastjóra, en þeir hafa báðir brennandi áhuga á því að þessi staðurverði íbúum hans til sóma. Blm: Það er au&séb aö Raufarhöfr hefur tekið miklum breytingum. Staöur- inn er orðinn miklu þrifalegri — hver ei framtið þessa staðar eftir að sildin ei horfin? Heimir: Við erum núna að reyna að laga til i kringum okkur. Það hefur verið hvatt til fegrunar og snyrtingar og þvi verið vel tekið af fólkinu hér. Við erum með flokk unglinga i sérstöku tiltektarstarfi. A sild- arárunum var ekkert hugsað út i þessa hluti, eða réttara sagt, það var enginn timi til að huga að umhverfismálum og snyrtingu lóða og húsa. Viö hugsum okkur að safna saman öllu brotajárni og drasli, en álitið er að hér séu um 700 tonn af brotajárni, sem safnast hafa saman á sið- ustu áratugum. Við vonumst til að geta komið þvi i skip i sumar. Varöandi framtiðaráformin er það að segja, að öll framtiö staðarins byggist á þvi hvort haldið verður áfram byggða- stefnu, hvort sú byggöastefna, sem hafin var fyrir þremur árum fær jafnmikinn eða meiri hljómgrunn i næstu rikisstjórn. Við þurfum að vinna ótal mörg verk, sem við einir höfum ekki bolmagn til að inna af hendi. Kröfur um betri og snyrtilegri byggðarlög eru allsstaðar uppi — hér eru uppi kröfur um betri félagslega aðstöðu, um iþróttahús, sundlaug og iþróttavöll. Kröfur eru gerðar um betri og varanlegri götur. Þetta eru kröfur sem ganga yfir' landið, kröfurum bætt menningarlif úti á landsbyggðinni. Við þurfum að stórbæta aðstöðu fiskiskipanna, sérstaklega smá- bátaútgerðarinnar. Viö þurfum að gjör- breyta höfninni vegna þess aö á sildarár- unum var hafnaraðstaða fyrst of fremst miðuð við sildarlöndun. Aðstaða fyrir smærri báta, sem hafa komið til sögunnar siðan sildin hvarf, er raunverulega engin. Angantýr: Óhjákvæmilegt er að malbiká götur hér vegna kröfunnar um bætt um- hverfi frystihúsa og svo vegna nýgbygg- inga ibúðarhúsa. Heimir: Sveitafélögin hafa engar tekjur til að mæta þeim kostnaði sem þessu fylg- ir, en það kann að verða ákveðið meö lög- um að innheimt skuli gatnagerðargjöld á smærri stöðunum eins og tiðkast á þétt- býlissvæðunum fyrir sunnan. 1 sam- bandi viö hafnarframkvæmdir höfum við i huga aö koma upp bátakvi fyrir smá- bátana sem eru milli 25 til 30 talsins, en við erum hér með yfir 40 báta i það heila tekið. Þetta eru að sjálfsögðu fram- kvæmdir upp á tugi miljóna. Blm: Getur frystihúsið tekið við fiski frá mun fleiri bátum? Heimir: Já, frystihúsiö á að geta tekið á móti mun meiri afla. í vor voru keyptar til frystihússins nýjar flatningsvélar fyrir saltfiskverkun og gerir að verkum, að hér væri hægt að landa 40—50 tonnum á dag, en áður voru full afköst um 20 tonn á dag. Við höfum mannvirki i landi til að stór- auka vinnslu sjávarafla en bátaflotinn hefur núna óviðunandi aðstöðu. Við þurf- um að stórbæta vatnsveituna, hún hefur veriö lögð i áföngum og ekki i nógu góðu samhengi, ef svo mætti segja. Blm: Nú eruð þið með nýlegt barnaskóla- hús, Angantýr, hvernig er með kennslu á gagnfræöastigi? Angantýr: Aður en ég kom til Raufár- hafnar var hér aðeins skyldunámsstigið. Ég hef siðan verið að bögglast við að fá þvi framgengt að hér yrði i fyrsta lagi miöskóladeijd, og i vqtur fengum við gagnfræðastigsbekk, 4. bekk. Skólahaldið hér er i tengslum við hugmyndir mennta- málaráðs um það, hvernig eigi að leysa menntunarmálin hér i sýslunni. Þaö hefur veriö uppi sú tillaga af hálfu mennta- málaráðuneytisins að 7., 8. og 9. námsár, og þá miöað við að grunnskóla-frumvarp- ið veröi komið til framkvæmda, verði i Lundi I Axarfiröi. Við höfum barist á móti þessu, þvi að við teljum það skipta miklu máli fyrir þróun byggðar hér á Raufar- höfn, að fólk geti haft börn sin i skóla heima hjá sér. Við höfum nóg skólahús- næði og aðstöðu fyrir heimavist, ef út i Stefán Soffia Angantýr Jóhanna Framboðsfundur á Akur- eyri í dag Alþýðubandalagiö í Norðurlandskjördæmi eystra heldur eftirtalda fundi um helgina: í Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 4 síðdegis á laugardag. Ræðumenn verða Magnús Kjartans- son, Stefán Jónsson, Soffia Guðmundsdóttir, Angantýr Einarsson og Helgi Guðmundsson. Fundarstjóri verður óttar Einarsson. i Hrísey kl. 4 á sunnu- dag ‘í Sæborg. A Dalvík kl. 9 á mánu- dagskvöld í Víkurröst. í ólafsfirði kl. 9 á þriðjudagskvöld í fé- lagsheimilinu. Ræðumenn á þessum fundum verða efstu menn á G-listanum í kjördæminu. xG Magnús Kjartansson talar á fundinum i dag. 1. Stefán Jónsson, kcnnari, Laugum, Reykjadal. 2. Soffia Guðmundsson, tónlist- arkennari, Akureyri. 3. Angantýr Einarsson, skólastjóri, Raufarhöfn. 4. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, húsmóðir, Ilúsavik. 5. Guðlaugur Arason, sjómaður, Dalvik. 6. Liney Jónasdóttir, starfsmað- ur verkalýðsfélagsins Einingar, Ólafsfiröi. 7. Jón Þ. Buch, bóndi, Einars- stöðum, Reykjahverfi. 8. Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- kona, Akureyri. 9. Kristján I. Karlsson, bifvéla- virki, Þórshöfn. 10. Erlingur Sigurðsson, háskóla- nenii, Grænavatni, Mývatnssveit. 11. Helgi Guðmundsson, trésmið- ur, Akureyri. 12. Jón Ingimarsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, Akureyri. Laugardagur 22. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — StDA 9 það væri farið. Ég reikna með að það verði ofan á, að talsverðum hluta skóla- halds fyrir þessi námsár, sem ég nefndi áðan, verði beint til Raufarhafnar. Blm: Og Þórshafnarkrakkar komi ti Raufarhafnar? Angantýr: Um það get ég ekkert sagt. Mér finnst eðlilegast að þorpin leysi þessi mál eins og þau best geta, en sveitahrepp- arnir, sem þurfa hvort sem er að senda börn i heimavist, sameinist sveitarfélög- um utan sýslumarka um stefnumörkun á þessu sviði. Iteimir: Það er rétt að geta þess að við verðum liklega fyrsta sveitarfélagið i Norður-Þingeyjarsýslu, sem kemur upp fullkomnu iþróttahúsi og sundlaug. Blm: Er komið vilyröi fyrir þvl? Heimir: Já, það er komið inn á fjárlög og byrjað að teikna byggingarnar. Við ættum að geta byrjað á byggingunni strax næsta vor. Þessi bygging verður nokkru stærri heldur en þorpið á rétt á, ef litið er á höfðatöluna — byggt sem sagt fyrir framtiðina. Aætlað er að það taki fjögur ár að koma þessum mannvirkjum upp. Blm: Angantýr, nú er unga fólkiö á Raufarhöfn áberandi róttækt. Hver ei skýringin á því? Angantýr: Skýringin er sú, að hér hafa veriðákaflega margir góðir forystumenn, miðað við stærö þorpsins, og þeir hafa plægt akurinn áratugum saman. Onnur skýring er sú, að hér hafa dvalið margir róttækir menntamenn. Ég efast um að sósialisk umræða innan Alþýðubanda- lagsins hafi verið öllu meiri en i okkar fé- lagi. Það er varla haldinn svo fundur, að ekki komi fram krafa um róttæka sósi - alska stefnu. Þetta hefur leitt til þess að margt ungt fólk getur tæpast litið á Al- þýðubandalagiö sem nógu róttækan flokk og skipar sér I raðir Fylkingarinnar, sem hér er formlegt og sterkt félag. 1 Fylking: unni hér eru 15—20 manns og hún heldur fundi vikulega og það er vel af sér vikiö i þorpi sem telur innan viö 500 manns. Blm: Hverjir eru svo vaxtarmöguleikar Raufarhafnar? Heimir: Það er sama sagan hér og á öðr- um stöðum, sem þessi uppbyggingar- planta vinstri stjórnarinnar hefur skotið rótum, aö ungt fólk af höfuöborgarsvæð- inu spyrst mikið fyrir um húsnæði hér. Það vill gjarnan setjast hér að, og ég hugsa að hingað hefðu flutt um 30 manns i vor ef við hefðum getað útvegað húsnæði. Það er verið að byggja 7 eða 8 ibúðarhús, sem eru mismunandi vel á veg komin. Hreppsfélagið biður eftir þvi að grænt ljós fáist á leiguibúðabyggingarnar. Við höf- um sótt um að fá að byggja 20 leiguibúðir á næstu fjórum árum, og byrja á fjórum ibúðum i ár. Talsvert hefur að undanförnu verið gert af þvi að lappa uppá gömul af- lögö hús, sem hafa verið i eigu sildarsölt- unarstöðva og ekki notuð siðustu árin. Húsnæðismálin eru meginvandinn i þess- um plássum, þvi að atvinnufyrirtæki á borð við hraðfrystihús eru i dag ekki byggð i neinni vasaútgáfu og þvi getur vinnuaflsskortur orðiö fljótt mjög tilfinn- anlegur. Á togaranum okkar eru t.d. fjórtán menn, og flestir þeirra aðkomu- menn, sem ekki hafa getað sest hér að vegna húsnæðiseklu. Blm: Angantýr, þú sagðir mér frá vötn- um hér á sléttunni sem ákveðið hefur ver- ið að leigja ekki einstaklingum. Er ein- hver formleg samþykkt fyrir þessu? Angantýr: Það eru þó nokkuð mörg vötn I landareign Raufarhafnarhrepps sem talsverður silungur er i. Það liggur enginn vegur að þessum vötnum og menn sáekja þangað fótgangandi. Það kom erindi um, að þarna yrði leigð veiðiaðstaða, en við á- kváðum að gera það alls ekki, heldur var auglýst, að þessi vötn væru i eigu Raufar- hafnarbúa og þeir mættu stunda þar veiði ásamt gestum sinum. Þetta gerðum við m.a. til að sýna fram á, að við ættum hlunnindi, sem vægju upp á móti hlunn- indum I þéttbýli. Um þetta var algjör samstaða. Blm: Svo voruð þið að ræða um aö sá grasfræi I Höfðann. Heimir: Landvernd ætlar aö veita okkur aöstoð við að hefta uppblástur i bæjar- landinu og þá fyrst og fremst i Höfðanum, sem við ætlum aö reyna að gera þannig úr garði að hann geti orðið griðastaður þorpsbúa. Við ætlum m.a. að girða hann af og banna alla bilaumferö um hann. Og þar með slóum við botn i samtalið. — sj Samsett mynd af Raufarhöfn eins og staðurinn er i dag. Lengst tii vinstri er barnaskólinn nýi og þar er að rlsa nýtt hverfi ibúðarhúsa. Heimir Ingimarsson sveitarstjóri og Angantýr Einarsson skólastjóri eru báðir Aiþýöubandalagsmenn og miklir áhugamenn um að bæta og fegra staðinn. Það eru bátar eins og þessi sem eru undirstaða atvinnullfs á Raufarhöfn i dag ásamt skuttogaranum. Punktar frá framboðsfundum Alþýðubandalagsins á Húsavík, Raufar- höfn og Þórshöfn Blaðamaður Þjóðviljans átti þess kost um siðustu helgi að skreppa með frambjóðendum Alþýðu- bandalagsins i Norðurlandskjördæmi eystra á þrjá framboðsfundi. Fyrsti fundurinn var haldinn á Húsavik sl. laugardag og þar var prýðisgóð mæting, um 130 manns. Næsta dag var fundur á Raufarhöfn og þar mættu yfir 30 manns og á fundi á Þórshöfn siðar um daginn mættu talsvert fleiri en á fundinum á Raufarhöfn. Hver fundur hafði sitt sérstaka andrúmsloft, en eitt áttu fundirnir sameiginlegt, að þeir sem þar töluðu vildu i aðalatriðum áfram vinstri stjórn, vildu áfram sömu stefnu, en ákveðnari. Öflin sem unnu gegn stjórninni Stefán Jónsson, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins, lagöi einkum áherslu á að i þessum kosningum væri kosið um stefnu- skrá rikisstjórnarinnar öðru sinni, af þvi að svo vildi til að innan rikisstjórnarinnar reyndust öfl sem unnu gegn henni leynt og ljóst. Þvi væri i þessum kosn- ingum kosið um róttækari og betri vinstri stjórn, sem væri þannig að heiman búin að hún gæti gert betur. Ljóst væri að vöxtur byggðar við Faxaflóa hefði stöðvast vegna þess að hlynnt hefur verið að byggðunum. En þessi þróun tekur langan tima. Stefán lagði áherslu á að það hefði aldrei orðið vinstri stjórn i landinu nema af þvi að Alþýðu- bandalagið kom sterkt út úr siðustu kosningum og framtið vinstri stjórnar byggist á þvi að Alþýðubandalagið komi enn sterkara út úr þessum kosningum. Villustefna hægri aflanna Sofffa Guðmundsdóttir tók fyrir hugtökin vinstri og hægri og kvað undarlegt, að hægri öflin fram- reiddu málin alltaf á þann veg, að fólk geti helst ekki gert sér grein fyrir um hvað átökin standa og aðferðin væri sú, að villa þannig um að sem flestir gangi i kjör- klefann til að kjósa gegn eigin hag i bráð og lengd. Ef frambjóð- endur hægra armsins gengju einu sinni hreint til verks spyrðu þeir sem svo: Fundurinn á Húsavik var fjölmennur,og þar rlkti góð stemmning.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.