Þjóðviljinn - 22.06.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 22. júnl 1974
LEIF
NORMAN
ROSSE
GULL-
HANINN
— Reyndu að koma hrossinu úr
sporunum! hrópar hann til öku-
mannsins og brettir skinnkrag-
ann upp þegar svipan hvin yfir
höfði hestsins og snjórinn sáldr-
ast eins og hvitgrár sandur upp á
sleöann.
Það höfðu komið skilaboð frá
bróðurnum: — Pabbi mjög veik-
ur, og hann hafði strax látið
spenna fyrir. Ástandið hlaut að
vera sérlega alvarlegt, fyrst Ped-
er hafi fyrir þvi að skrifa. Og
sleðinn þýtur i áttina að skarðinu
hjá Grorud, háll vegurinn er
þjappaður eftir þúsund hófa.
Hann lltur á úrið I luktarbjarm-
anum, þeir ættu að veröa komnir
fyrir miðnætti.
Hans Gyldenhahne situr hugsi
með stóra vasaúrið i hendinni,
einu gjöfina sem hann hefur
nokkru sinni fengið frá föður sin-
um. Þau höfðu flykkst kringum
hann fyrir utan kirkjuna, hin
fermingarbörnin, þegar hann
sýndi það. Orið var útlent og hafði
kostað stórfé. Lokið var úr hömr-
uðu silfri, með lágum, finlegum
tóni. — Þetta á að minna þig á, að
þér er óhætt meðan þú gengur
guðs vegu, hafði faðirinn sagt.
Aldrei hafði neinn I sveitinni átt
annan eins dýrgrip, allir öfund-
uðu hann. Og bróðirinn
mest af öllum. Hann gat
aldrei fyrirgefið Hans að hann
var elstur, erfingi að óðalinu og
eftirlæti föðurins. Reyndar eru
mörg ár siðan úrið hætti að spila,
en að öðru leyti er það öruggt.
Hann hefur borið það á hverjum
degi siöan hann eignaðist það.
Það er orðið verndargripur hans
og hann getur ekki án þess verið.
Meöan hann stundaði hrossa-
prang, og seinna, þegar leiða
þurfti meiri háttar viðskipti til
lykta, kom úrið honum að góðu
haldi. Fólk varð meyrara og ekki
eins fikið i að svikja og pretta
þegar hið þekkta sálmalag kvað
við.Enlika á siðariárum, eftir að
klukkan þagnaði, hefur hún fært
honum hamingju og lán. Þegar ó-
gerlegt var aö fá mann til að gera
viö spilverkið, lét hann hamra
hana úr gulli inn I lokið. Það var
traustvekjandi þegar hann dró
þennan mikilfenglega grip upp úr
vasanum og allir gátu séð skjald-
armerki fjölskyldunnar.
— Pabbi mjög veikur — það
rifjar upp árin á gamla bænum,
tilbreytingalausa lifið, þrammið
á eftir hrossarössum á akrinum,
vatnsgrautinn og brimsalt flesk-
ið, bænastaglið og guðsorðið.
Hann vildi verða kaupmaður,
vildi komast út i heíminn, sjá sig
um, verða rlkur. — Bull og þvað-
ur, hafði faðirinn sagt. — Var
hann ekki erfingi að sjálfseignar-
jörö? Haltu þig að landinu, sagði
hann. — Það bregst aldrei. Og
þéttur skógurinn, hann var engin
smáræðiseign. Hann myndi ekki
skorta efni, ef hann sýndi skyn-
semi. Stóra silfurúrið, þessi dýr-
lega gjöf sem gerði syni rikustu
bændanna i sveitinni alveg dol-
fallna, það var svo sem sönnun
þess að þau voru ekki blásnauð á
Hanabergi.
Svo kom sá dagur að hann sleit
sig lausan og fór að heiman til að
freista gæfunnar sem kaupmaður
— frá þeirri stundu var samband-
ið milli feðganna gereyðilagt.
Óðalserfinginn á flækingi milli
bæja sem prangari og kaupmang-
ari — þvilik smán var óbærileg,
hana var ekki hægt að fyrirgefa.
Aðeins einu sinni eftir þetta
hefur hann komið heim á jörðina,
það var þegar móðirin var jörðuð.
Þá kom hann sem auðugur mað-
ur, átti fyrii tæki i höfuðborginni,
átti skip og sögunarmyllu og var
núbúinn að kaupa búgarð fyrir ut-
an Kristianiu — sannkallaðan
herragarð. Faðirinn hlaut að
mildast við það.
En hann hafði ekki bliðkast vit-
und, sýndi enga gleði yfir vel-
gengni sonarins, sýndi enga til-
buröi til að fyrirgefa. Hvað
stoðar það manninn þótt hann
eignist allan heiminn, ef hann
biöur tjón á sálu sinni, sagöi hann
ásakandi. — Þú hefur féflett
bændur hér i eigin sveit, þú hefur
svikið þá um réttmætan arð, þú
hefur kallað smán yfir ætt þina.
Þeir hafa höggvið timbur og flutt
það á sinn stað samkvæmt samn-
ingi, þeir hafa staðið sina plikt.
En hvað gera kaupmennirnir,
hvað gerir þú? Heldurðu að ég
fylgist kannski ekki með? Mánuð-
um saman biða bændurnir eftir
reikningsskilum, þá skortir
reiðufé en þora ekki að krefjast
réttar sins. Þeir biða auðmjúkir
þar til bæjarkaupmönnunum
þóknast að borga, ef þeir gera það
þá nokkurn tima. Ég hef lesið það
SJÓNVARP
„Leiklist á Listahátíð99
„Togstreita í þinginu”
Leiklist á Listahátið, nefnist
þáttur sem Stefán Baldursson
stýrir i sjónvarpinu I kvöld. Fjall-
ar hann um leiksýningar I sam-
bandi við Listahátiðina, eins og
nafnið gefur til kynna og verða
m.a. flutt atriði úr nokkrum leik-
ritum og rætt verður viö leikhús-
fólk og gesti. Þátturinn hefst
klukkan 20.25.
Klukkan 21.55 hefst sýning á
bandariskri biómynd frá árinu
1962. Nefnist hún Togstreita i
þinginu og lýsir deilum milli for-
seta Bandarikjanna og öldunga-
deildar þingsins. Meðal frægra
leikara má nefna Henry Fonda,
Walter Pidgeon og Charles
Laughton.
ÚTVARP
„Loftsteinn — eða hvað?99
„Frá V-íslendingum99
Klukkan 19.35 hefst I útvarpinu
þáttur sem nefnist „Loftsteinn —
eða hvað?” Þáttur þessi er erindi
eftir Ragnar Þorsteinsson kenn-
ara, en flytjandi er Þorbjörn Sig-
urðsson. Klukkan 20.30 flytur
Ævar R. Kvaran fyrsta þátt sinn
„Frá Vestur-íslendingum
Byggist þátturinn á frásögnum og
lestri úr bókmenntum. Auk inn-
gangserindis les hann i þetta sinn
smásögu eftir Jóhannes P. Páls-
son sem nefnist „Allir vegir
færir”. Klukkan 21.15 „bregður”
Þorsteinn Hannesson „plötum á
fóninn”, i þættinum Hljómplötu-
rabb.
sem Levetzau stiftamtmaður
skrifar, ég hef heyrt heimabænd-
urna segja frá. Sá sem auðgast á
þennan máta, er ærulaus.
Arangurslaust hafði Hans reynt
að útskýra. Útistandandi skuldir
og óinnheimtar kröfur sem stórt
fyrirtæki sat uppi með, ekki alltaf
auðvelt að standa i skilum á þess-
um erfiðu timum. Allir hafa feng-
ið sitt — með tið og tima. En fað-
irinn vildi ekki hlusta á hann. —
Farðu I kaupskapinn þinn, voru
kveðjuorð hans. — Ég er feginn
að þú skulir ekki lengur nota
gamla ættarnafnið þitt.
— Oddmundur, hertu á bölv-
aðri bykkjunni, hrópar hann til
ökumannsins. En um leið áttar
hann sig á þvi, hvers vegna bjöll-
urnar hljóðna. A móti þeim utan
úr nóttinni kemur röð af frisandi
hestum og æpandi mönnum, löng
röð af háfermdum sleðum. Og
ekillinn beygir snöggt af leið,
beinir hesti og sleða inn i snjó-
skaflana. — Timburlest, hrópar
hann og beygir sig niður fyrir
brúnina.
En Hans Gyldenhahne situr
uppréttur. Hann virðir fyrir sér
mennina sem þjóta hjá, kannski
eru þetta vinnumenn hjá honum,
ætti hann þá að óttast þá? Svipa
eins ekilsins snertir næstum kinn-
ina á honum og hann hrópar á
eftir þeim: — Djöfuls fantar! Og
af hverju vikurðu úr vegi, hug-
leysinginn þinn? hrópar hann fok-
reiöur til ökumannsins. — Það
eru þessir leigusveinar sém eiga
að vikja fyrir mér. En nú er eins
gott að þú sveiflir svipunni dug-
lega það sem eftir er leiðarinnar,
timinn er naumur. Hann dregur
fram stóra silfurúrið og þrýsti á
fjöðrina, svo að lokið hrekkur
upp.
Um leið gerist dálitið merki-
legt: Skær, fingerður tónn ómar
út I kyrra nóttina, úrið leikur
sálmalagið fagra: Vor Guð er
borg á bjargi traust; það eru
mörg ár siðan það hefur gerst.
Agndofa og hreyfingarlaus situr
hann meðan Oddmundur baksar
við að komast aftur inn I sleðaför-
in. Hann ætlar að fara að knýja
hestinn úr sporunum, þegar Hans
Gyldenhahne segir stillilega: —
Þú þarft ekki að beita svipunni,
Oddmundur. Það liggur ekkert á.
Og ekillinn lætur svipuna siga og
hristir höfuðið. Þessir stórlaxar
vita aldrei hvað þeir vilja.
Klukkutima seinna eru þeir
komnir á leiðarenda og halda I
hlaö, en Hans situr kyrr i sleðan-
um. Systirin kemur út eftir stund-
arkorn, hún er að gráta. — Pabbi
fór til Guðs fyrir klukkutima, seg-
ir hún. —- Komdu inn fyrir.
En maðurinn I sleðanum gerir
sig ekki liklegan til að standa upp.
Eftir lát móðurinnar hefur hann
ekki litið á þennan stað sem
heimili sitt og hann hefur enga
löngun til að sjá hinn látna. — Ef
Peter vill tala við mig, verður
hann að koma út, svarar hann
hörkulega.
Og innan skamms kemur bróð-
irinn út. Augnaráðið er flöktandi,
þeirhafa aldrei verið vinir. Hann
býöur lika gestinum inn, en Hans
svarar stuttaralega að hann verði
að fara strax aftur, hann sé tima-
bundinn. Svo situr hann og biður
átekta.
Þá litur bróöirinn á hann, og
hann sér votta fyr.ir kviða I
gruggugum augunum. Hann bið-
ur þegjandi og svo kemur það
með semningi: — Það var þetta
með jörðina.... þetta gerðist svo
fljótt með hann pabba.... þú ert að
visu óðalserfinginn... en hann á-
leit.... lofaði....
Hans litur á hann með fyrir-
litningu. Horfir á þennan vinnu-
þræl sem kann ekki annað en
rölta á eftir plógnum og moka skit
og lesa I bibliunni, þennan heima-
alning sem aldrei hefur lifað lif-
inu. Horfir á þennan bróður sem
var á bandi föðurins gegn honum
og talaði illa um hann á bak og
stendur nú þarna og mjálmar út
af jarðarskikanum, sem hann á
engan rétt á. Kvelur hann andar-
tak I viðbót áöur en hann svarar:
— Ég hef nóg fyrir mig að legg ja.
Eigðu jörðina.
— Hottaðu á klárinn, Odd-
mundur, við förum heim.
Uppreisn ungs manns, þetta
var ekki i fyrsta sinn sem ég hafði
kynnst slíku i þessum brotum úr
sögu ættarinnar. Og það var mér
nokkur huggun, ég var ekki
lengur haldinn sömu sektar-
kenndinni gagnvart föður minum,
vegna þess að ég hafði sett mig
upp á móti honum — þetta var
réttur hinna ungu. „Ég hefði
Laugardagur 22. júni
7.00Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Sverrir Hólmarsson
heldur áfram lestri sögunn-
ar „Krummunum” eftir
Thöger Birkeland (5).
Morgunleikfimikl. 9.20. Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög á
milliliða. óskalög sjúklinga
kl. 10.25: Borghildur Thors
kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.30 Pianótónleikar. Martin
Jones leikur pianóverk eftir
Szymanowski.
14.00 Vikan, sem var. Páll
Heiðar Jónsson sér um þátt
með ýmsu efni.
15.00 íslandsmótið i knatt-
spyrnu, fyrsta deild.Jón Ás-
geirsson lýsir frá Keflavik,
siðari hálfleik af leik IBK og
Vals.
15.45 A ferðinni. ökumaður
Árni Þór Eymundsson.
(Fréttir kl. 16.00. Veður-
fregnir kl. 16.15)
16.30 Horft um öxl og fram á a
við< Gisli Helgason fjallar '
um útvarpsdagskrá siðustu
viku og hinnar komandi
17.30 Framhaldsleikrit barna
og unglinga: „Heilbrigð sál
i hraustum likama” eftir
Þóri S. Guðbergsson. Fyrsti
þáttur. Leikstjóri: Gisli
Alfreðsson.
Persónur og leikendur:
Sögumaður ... Knútur R.
Magnússon/ Frú Agústa ...
Bryndis Pétursdóttir Frú
Lára ... Auður Guðmunds-
dóttir/ Gunnar faðir i ferm-
ingarveizlu ... Þorgrimur
Einarsson/ Jón, faðir i
fermingarveizlu ... Guðjón
Ingi Sigurðsson/ unglingar i
samkvæmi: ... Páll ... Gisli
Rúnar Jónsson/ Hildur ...
Helga Thorberg/ Jóna ...
Edda Björgvinsdóttir/
Mamman ... Briet Héðins-
dóttir/ Pabbinn ... Klemenz
Jónsson/ dóttir þeirra ...
Dóra Sigurðardóttir/ sjó-
menn: Sveinn ... Flosi
Ólafsson: Helgi ... Hákon
Waage/Þröstur ... Randver
Þorláksson/ Spekingurinn
... Jón Júliusson/ Svandis ...
Anna Kristin Arngrimsdótt-
ir/ Jóhannes ... Sigurður
Skúlason/ Kennarinn ... Sig-
urður Hallmarsson.
18.00 Söngvar i léttum dúr.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Loftsteinn — eða hvað?
Þorbjörn Sigurðsson flytur
erindi eftir Ragnar Þor-
steinsson kennara.
20.00 Frá hollenzka útvarpinu.
Hollenzka promenade-
hljómsveitin leikur verk eft-
ir Blinka, Arenski, de Falla,
Turina og Chabrier. Cor de
Groot leikur á pianó, Paul
Hupperts stjórnar.
20.30 Frá Vestur-tslendingum.
Ævar R. Kvaran flytur
fyrsta þátt sinn með frásög-
um og lestri úr bókmennt-
um. Auk inngangserindis
les hann i þetta sinn smá-
sögu eftir Jóhannes P. Páls-
son: „Allir vegir færir”.
21.15 Hljómplöturabb. Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir . Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Laugardagur 22. jún!
20.00 Fré'ttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Leiklist á Listahátið.
Stefán Baldursson fjallar
um leiksyningar i sambandi
við hátiðina. Flutt verða
atriði úr nokkrum leikritum
og rætt við leikhúsfólk og
sýningargesti.
21.25 Borgir. Kanadiskur
fræðslumyndaflokkur,
byggður á bókum eftir
Lewis Mumford. 2. þáttur.
Bilar eða menn. Þýðandi og
þulur Ellert Sigurbjörnsson.
21.55 Togstreita i þinginu
(Advice and Consent).
Bandarisk biómynd frá
árinu 1962, byggð á sögu
eftir Allen Drury. Aðalhlut-
verk Henry Fonda, Walter
Pidgeon og Charles
Laughton. Þýðandi Heba
Júliusdóttir. Myndin lýsir
deilum milli forseta Banda-
rikjanna og öldungadeildar
bandariska þingsins.
Forsetinn hefur útnefnt
mann, sem hann treystir, i
embætti utanrikisráðherra,
en honum hefur láðst að
tryggja sér stuðning
öldungadeildarinnar i þvi
máli, og af þvi sprettur löng
og erfið togstreita.
00.10 Dagskrárlok.
Indversk undraveröld.
Mikið úrval af sérkennilegum, handunnum
munum til tækifærisgjafa, m.a. Bali-styttur,
veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn-
hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind-
versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa-
fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur,
tekk-gafflar og -skeiðar I öllum stærðum,
skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll-
ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt.
Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval
af mussum.
Inin
Jasmin
Laugavegi 133 (við IHemmtorg).
Auglýsingasíminn er 17500
[ UJÚÐVIUINN