Þjóðviljinn - 09.07.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. júll 1974
APRiCHOS KENJAR
Mynd: Franoisco Goya y Lucientes
Mál: Guöbergur Bergsson
Nuddarar
stofna
74. Æptu ekki kjáni
Unga stúlkan hefur aö öllum llkindum
ætlaö aö ganga til fundar viö elskhuga
sinn, en mætir þá fljúgandi púka f munka-
kufli. Eflaust er hér vikiö aö einhverju at-
riöi leikrits. Púkar þeirra voru einstak-
lega kvensamir og glettnir viö unnusturn-
ar. Þeir breyttu gangi leiksins, töfðu fyrir
þvl að elskendurnir næöu saman og
hleyptu fjöri I allt meö brellum sínum.
Aldrei voru púkarnir þó haldnir neinni
holdlegri fýsn, heldur góðlátlegu náttúru-
leysi. Hér er þess vegna engin hætta á
ferðum í neinum skilningi. Púkinn í kufl-
inum, og félagi hans, sem flýgur I pilsfaldi
hans og myndar viö hann kross, eru aö-
eins aö gera stúlkunni hverft viö i rökkr-
inu, og þess vegna biöur hann hana aö
æpa ekki. A-handritiö heldur þó aö undir
búi annaö en græskulaust gaman, þegar
þaö segir:
„Trúaöar konur og ófriöar gefa sig
munkunum á vald eöa fyrsta skrlpinu,
sem skríöur inn um gluggann til þeirra.”
Þessu er L-handritiö fyllilega sam-
mála:
„Munkarnir fljúga tveir I hóp inn um
glugga kvenna, sem eru herfilega ljótar.
Þær þykjast veröa slegnar ótta, en úr þvl
ekkert betra býðst þeim, taka þær á móti
munkunum opnum örmum.”
Ef handritin segja satt, og handrit geta
aö sjálfsögöu aldrei logiö eöa skjátlast, þá
eru þetta eintóm látalæti há stúlkunni, ótti
hennar uppgerö, ýtingar hennar fals. Eins
og „sönn” leikkona lifir hún sig inn I hlut-
verkiö.
með
sér
félag
Sunnudaginn 23. júni siöast-
liöinn var stofnað Félag
Islenskra nuddara, skammst.
F.I.N. Eins og nafnið bendir til,
nær félagssvæðið yfir allt landið.
Tilgangur félagsins er að vinna
aö hagsmunum og meiri menntun
starfsfólks á nudd- og gufubað-
stofum.
Eitt fyrsta verkefni Félags is-
lenskra nuddara er að koma á fót
námskeiðum hér á landi, fyrir
þaö fólk sem hyggst leggja fyrir
sig nudd sem atvinnu, en hefur
ekki aöstöðu til að fara utan til
sllks náms. Hér á landi hefur
einginn skóli fyrir þessa starfs-,
grein verið starfræktur. I ljós hef-
ur komið vaxandi áhugi al-
mennings fvrir hagnýtu gildi
nudds og gufubaöa til hressingar
og heilsubótar. Einnig fer vax-
andi áhugi hjá fólki hér á landi að
læra nudd. Með stofnun F.Í.N.
hefur þegar verið stigiö stórt
skref til framfara i þessum mál-
um.
Stjórn félagsins skipa: Ólafur
Þór Jónsson formaður Hátúni 10
Reykjavik, Anna Hjaltadóttir
ritari, Lokastig 22 Reykjavik,
simi 17916, og Ólöf S. Guðmunds-
dóttir gjaldkeri, Asvallagötu 21
Reykjavik, simi 28452.
Það er von stjórnar F.l.N. að
þeir sem áhuga hafa á þessum
málum hafi samband við stjórn
félagsins, sem mun gefa allar
upplýsingar um málefni
félagsins.
Kavalek lœrði af Friðriki
Þótt Olympíumótinu sé
fyrir nokkru lokiö hlýtur
það að setja sinn svip á
skrif um skák i nokkurn
tíma ennþá. Slíkir stórvið-
burðir gerast aðeins á
tveggja ára fresti og því
margt merkilegt sem
gerist þar. Að þessu sinni
vakti það mikla athygli
hversu margar þjóðir
tefldu í A-riðli þótt þær
hefði hingað til ekki verið
taldar með þeim sterkari.
T.d. komst Wales í A-riðil
með því að verða f 2. sæti á
eftir Sovétríkjunum í
undanúrslitariðlinum.
Filippseyingar komust einnig I
A-riðil. Þeirra besti skákmaöur
er Torre, og þykir hann mjög
efnilegur. Þeir unnu tvo mjög góö-
a sigra i úrslitunum. Þeir sigruöu
bæöi Tékka og Ungverja með 3
vinningum gegn 1. Finnar komust
einnig I A-riöil, og er langt siöan
slikt hefur gerst.
Ef litiö er á árangur Noröur-
landanna má I heild segja að þau
UMSJÓN: JÖN G. BRIEM
séu i framför. Tvö þeirra, Finn-
land og Sviþjó&komust I A-riöil og
hin þrjú uröu meö þeim efri I B-
riöli. Svlar virðast vera aö taka
forystuhlutverkin af Dönum, sem
hafa hingaö til staöiö sig best
Noröurlandaþjóöanna. Norö-
menn og íslendingar viröast
hjakka i sama farinu, þ.e. lenda
I miðjum B-riðli. Þeir komust
siöast I A-riöil á Olympiuskák-
mótinu á Kúbu 1966.
A Olympiuskákmótinu voru aö
sjálfsögöu tefldar margar
skemmtilegar skákir. Ég ætla nú
aö birta eina þeirra. Kapparnir
sem eigast viö uröu báöir eftir-
minnilega fyrir baröinu á Friöriki
Ólafssyni á skákmótinu i Las
Palmas á Kanarieyjum I vor.
Friörik haföi hvitt i báöum
skákunum og þeir tefldu Sikil-
eyjarvörn. Hann vann Kavalek
meö þvi aö ná strax i byrjun yfir-
buröatafli.og fyrir sigurinn gegn
Quinteros fékk hann verölaun
fyrir best tefldu sóknarskákina.
Nú skulum viö sjá hvaö þeir
kapparnir hafa lært siðan þá.
Hvitt: Kavalek (Bandarikin)
Svart: Quinteros (Argentina)
Sikileyjarvörn
1. e4 c5
2. Rf3 d6
3. d4 cxd
4. Rxd Rf6
5. Rc3 a6
6. Be2
Þessi leikur á stööugt meiri
vinsældum aö fagna. Áöur voru
algengustu leikirnir 6. Bg5
(Spassky) og Bc4 (Fischer) en
Karpov hefur beitt leiknum Be2
með góöum árangri upp á
siðkastiö.
6. ... Rbd7
7. Be3 Rc5
Ræðst aö peðinu á e4.
8. f3 e6
Nú kom sterklega til greina aö
leika g6.
9. a4 b6
Ef 9. ... Bd7 þá 10. b4 og vinnur.
10. 0-0 Bb7
Be7 var ekki góöur leikur vegna
11. Rc6
11. Dd2 Hc8
12. Hfdl Be7
13. b4 Rcd7
14. b5 a5 ?
Svartur heföi frekar átt aö
reyna 14. .. Rc5 15. bxa Rxa 16.
R4b5 0-0 þvi aö peöiö á d6 fellur
ekki þar sem riddarinn á c3
veröur valdlaus.
15. Rc6 Bxc6
16. bxc Hxc6
Ekki dugöi aö leika 16. .. Rb8
vegna 17. Habl Rxc6 18. Bxb6 Dd7
19. Bb5
17. Bb5 Hc8
18. e5 dxe
19. Re4
Nú getur svartur hvorki
hrókaö, vegna 20. Bxd7 né leikiö
Hc7 vegna 20. Bxb6
19......................... Rd5
20. c4 Bb4
Nú getur hvitur valiö um
vinningsleiöir.
1) 21. Dd3 f5 22. cxd fxe 23. Dxe4
2) 21. Dd3Rxe3 22.Dxe3Hc7 23.
Hxd7 Hxd7 34. Hdl
3) 21. cxd5 Bxd2 22. Hxd2 0-0 23.
dxe fxe
24. Hxd7
AF þessu má sjá aö svartur er
algerlega varnarlaus og
Quinteros sá sitt óvænna og gafst
upp áöur en I ljós kom hvaöa leiö
Kavalek myndi velja.
ÍBÚÐ ÓSKAST
Óska eftir 2ja herbergja ibúð frá 1. ágúst
eða fyrr. Fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Upplýsingar i sima 19685 á vinnutima, og i
sima 28662 milli kl. 6-8 á kvöldin.