Þjóðviljinn - 09.07.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.07.1974, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. júll 1974 Gamalt land Skáldsaga eftir J.B. Priestley aö þér látið mig vita. Og aöeins eitt i lokin. Herra Belgrave, þér eruö viss um að þér hafið aldrei séð eða heyrt hann föður minn eftir sumarið 1940? — Oldungis viss, góði minn. — En þér hefðuð getað heyrt eða lesiö eitthvað um hann— — Satt er það, en ég held að svo sé ekki. Ég er reyndar alveg viss — En þarna þagnaði hann. — Var eitthvað að rifjast upp fyrir yður? sagði Tom. — Nei, svo einfalt er það ekki — i sannleika sagt. Það hefur ekkert ákveðið rifjast upp fyrir mér, heldur finnst mér eins og það hafi verið — eða sé — eitthvað sem ég ætti að muna. Nei, það er of óljóst, ég get ekki hent reiður á þvi. Fyrirgefið. Þér verðiö að muna að ég er farinn að eldast og þetta hefur verið langur dagur— — Já, auðvitað. En Tom starði á andlit leikarans, rétt eins og það væri óskýr blaðsiða á tungumáli sem hann skildi naumast. Það var undarlegt andlit, á yfirborð- inu tiu árum unglegra en það heföi átt að vera, rétt eins og hreinsunarkremið á hverju kvöldi hreinsaði burt linur reynslunnar, en samt, eftir fyrstu sýn virtist það gamalt, ósköp gamalt og dap- urlegt. Og svo vissi Tom að Bel- grave var að ljúga, að það var ekki neitt óljóst og flöktandi sem hann var að reyna að muna, heldur eitthvað öldungis ákveðið og trúlega neikvætt, sem hann vildi leyna, annaðhvort til þess að særa ekki Tom, ellegar vegna Lausn á síðustu krossgátu.. I = B, 2 = 0, 3 = T, 4 = U, 5 = R, 6 = G, 7 = L, 8 = Á, 9 = P, 10 = A, II = Þ, 12 = 0,13 = K, 14 = N, 15 = E, 16 = 1, 17 = M, 18 = V, 19 = F, 20 = 1, 21 = S, 22 = Ð,23 = Æ,24 = Ö, 25 = H, 26 = D, 27 = É, 28 = Y, 29 = 0, 30 = Ý. Brúðkaup Þann 1/6 voru gefin saman i hjónaband af séra Óskari J Þor- lákssyni Svava Eyland og Elias Eliasson. Heimili þeirra er að Kleppsveg 66 Rvk. Studió Guðmundar, Garðastræti 2. þess aöhann var þreyttur og taldi sig búinn að segja nóg. — A ég að reyna að hringja i bil handa yður? sagði Belgrave. — Nei, þakk fyrir. Ég geng af stað — ég er með götukort — og svo get ég alltaf veifað á bil ef með þarf. Oti I hlýju myrkrinu fannst Tom enn og aftur að hann væri á ferö i einhverju neðanjarðarríki eöa borg á hafsbotni. Það var litið að sjá og heyra, vegna þess að orðið var áliðið, en samt var allt sem hann sá eða heyrði þýðingar- mikið á einhvern leyndan og dul- árfullan hátt, rétt eins og atvik i geysilegu leikriti eða kvikmynd, sem hann skildi ekki til fulls, þótt hann vissi að alít i þvi væri mikil- vægt. A einu torginu stansaði Rolls Royce, bilstjóri opnaði hurð, og hávaxin, roskin hjón, stifuð og glitrandi I hátiöabún- ingi, stikuðu upp þrepin að úti- dyrum sfnum eins og eftir göngu- lagi eftir Elgar. Lengra burtu, undir götuljósi, stóðu fjórir, síð- hærðir unglingar, tveir þeirra með gitara, og vögguðu sér og sungu eitthvað ósiðlegt, allir ber- sýnilega drukknir. Svefnherberg- isgluggi var opnaður, rödd hróp- aði til þeirra að þegja og hypja sig. — Geispaðu golunni, gamli minn, hrópaði einn þeirra. Og I næstu götu, rétt við götuljós, sá Tom hvar litill bill stansaði og út úr honum kom ljóshærður piltur i smóking og stúlka enn yngri og ljóshærðari i síðum, hvitum kjól. Stúlkan skildi við hann fyrir neð- an húsþrepin, en svo sneri hún sér við og fór að hlæja, þegar hún sá að hann beið þar ennþá, og hún sveif niður I fang hans eins og draumsýn. Og Tom hélt áfram, vissi eiginlega ekki hvernig hon- um var innanbrjósts, þrúgaður af einhverri óljósri byrði, þar sem gleði, von, angurværð og örvilnun voru i einni bendu. Þaö var snemma gengið til náða á hóteli Toms og næturvörð- urinn, úfinn og skapstirður, var Þann l.júni voru gefin saman i hjónaband I Hallgrimskirkju af séra Ragnari Fjalari Lárussyni Guðrún Kr. Jóhannesdóttir og Rúnar Egilsson. Heimili þeirra er að Kriuhólum 2 Rvk. Stúdió Guðmundar, Garðastræti 2. bersýnilega búinn að sofa góða stund þegar Tom kom, og hann þurfti að hringja góða stund. — Svona, svona, hægan nú. Óþarfi að vekja alla I húsinu. Gamli maðurinn var ennþá hálf- sofandi. — Ég biðst afsökunar, en ég get ekki staðið úti alla nóttina. — Mig var að dreyma. Og svo hringir bjallan og eyðileggur fyr- ir mér drauminn. Tom ákvað að taka öllu með stillingu. — Hvað var þig að dreyma? — Man það ekki. En það var að minnsta kosti betra en þessi fjandi. Þriðji kafli Næsta morgun var fingerður en þrálátur úði, svo að andrúmsloft- ið I London virtist þykkara en nokkru sinni fyrr. Yfir bragð- daufu kaffinu og þreytulegu bjúg- anu og fleskinu rýndi Tom i litlu vasabókina sina. Hann gerði sér fljótlega ljóst, að hann varð fyrst og fremst að fara eftir heilræðum Belgraves og spyrjast fyrir hjá leikarasambandinu og siðan i ein- hverjum af eldri sýningarsölun- um. Og honum leist ekki þannig á veðrið að hægt væri að rata um London á eigin spýtur, og rétt fyr- ir klukkan tiu tók hann sér leigu- bil að skrifstofu leikarasam- bandsins. Hörkuleg miðaldra kona sem bauð ekki beinlinis upp á trúnað, horföi á hann efablandin. — Charles Adamson? Ég man ekk- ert eftir þvi nafni og samt hef ég unnið hér i tuttugu ár. Er það áriðandi? — Það er áriðandi fyrir mig, sagði Tom. — Reyndar stendur það ekki i neinu sambandi við leikhúsið. Það er einkamál. En hann er ættmenni og ég veit að hann var einu sinni leikari. Siðast I gærkvöldi sagði Benson Bel- grave, sem er gamall vinur hans, að hann hefði verið félagi i sam- bandinu. — Nú, herra Belgrave ætti að vita það. Benti hann yður á að koma hingað? Jæja? Fáið yður þá sæti og ég skal athuga hvað ég get gert. Var nafnið ekki Charles Adamson? Eftir svo sem tiu mlnútur kom hún til baka og hafði meðferðis bréfmiða, sem hún bar eins og hann væri steintafla.— Charles Adamson var félagi i sambandinu á fjórða áratugnum. Hann missti réttindin i strlðinu, þegar hann hætti að leika, hefur trúlega verið I hernum. Hann hefur ekki látið skrá sig aftur eftir strlðið, og sennilega hefur hann ekki leitað aftur til leikhússins. Og ég er hrædd um að ég hafi ekki aðrar upplýsingar handa yður. Siðasta heimilisfangið sem við höfum er frá 1939 og það gagnar yður vist ekki, eða hvað. — Nei, reyndar ekki. Það má þvi gera ráð fyrir, að hann hafi hætt aðleika fyrst hann gekk ekki i sambandið eftir strið? — Ég býst við þvi. Og mér þyk- ir leitt að geta ekki hjálpað yður. — Ég þakka yður samt fyrir að reyna. Tom fann eiginlega ekki til neinna vonbrigða. Á einhvern óljósan hátt hafði hann vitað með sjálfum sér, að faðir hans hafði fyrir löngu hætt að leika. Það var miklu trúlegra, að hann hefði aft- ur farið að mála eftir að hann kom úr hernum, og hugsanlegt var að hann gæti jafnvel nú unnið að einhverju leyti fyrir sér með þvi að mála. Og það sem eftir var morguns- ins rölti hann um gömul galleri og einnig eftir samlokumáltið I troð- fullri krá. Hvort sem gamlar kon- ur með evrópumálhreim eða sléttir og félldir ungir menn svör- uðu fyrirspurnum hans, þá varð hann engu nær, enginn tók við sér, honum fannst hann vera eins og landlaus maður i leit að föður- landi. En i siðasta galleriinu sem hann kom i, sem hét Cadogan, gerðist dálitið annað. Þar var allt á ringulreið, verið að taka upp úr kössum og raöa uppmyndumogi bendunni miðri var snaggaralegur roskinn mað- ur að reykja pipustert. Hvað nú? hrópaði hann þegar Tom birt- ist. — Hvað nú? — Mér þykir leitt að ónáða yð- ur — byrjaði Tom. Þriðjudagur 9. júli 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Frantisek Rauch og Sinfóniuhljómsveitin I Prag leika Pianókonsert nr. 2 i A- dúr eftir Liszt / Birgit Nils- son syngur með Sinfóniu- hljómsveit Lundúna „Wes- endonk ”-söng va eftir Wagner / Filharmóniusveit Lundúna leikur „Cock- aigne”, forleik op. 40 eftir Elgar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Efir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: Endur- minningar Mannerheims Þýðandinn, Sveinn Ásgeirs- son,les (13). 15.00 Miðdegistónleikar: Is- lensk tónlist.a. Tilbrigði um frumsamið rimnalag eftir Arna Björnsson. Sinfóniu- hljómsveit íslands leikur, Olav Kielland stj. b. Lög eftir Markús Kristjánsson. Ólafur Þ. Jónsson syngur, Arni Kristjánsson leikur á pianó. c. Kvartett fyrir flautu, óbó, klarinettu og fagott eftir Pál P. Pálsson. Flytjendur: David Evans, Kristján Þ. Stephensen, Gunnar Egilsson og Hans P. Franzson. d. „Lög handa litlu fólki” eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Elisabet Erlingsdóttir syngur. Krist- inn Gestsson leikur á píanó. e. Adagio fyrir flautu, hörpu, pianó og strengi eftir Jón Nordal. David Evans, Janet Baker, GIsli Magnús- son og Sinfóniuhljómsveit íslands leika, Bohdan Wodiczko stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.40 Sagan: „Fólkið mitt og fleiri dýr” eftir Gerald Durrell.Sigriður Thorlacius les þýðingu sina (12). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Húsnæðis- og byggingar- mái. ólafur Jenssonsér um þáttinn. 19.50 Ljóð eftir Ninu Björk Árnadóttur. Höfundur flyt- ur. 20.00 Lög unga fólksins. Sverr- ir Sverrisson kynnir. 21.00 Skúmaskot. Hrafn Gunn- laugsson ræðir við Arna ts- leifsson um sokkabandsár og dansiballmenningu þeirrar kynslóðar, sem nú er miðaldra, og skemmt- analifið eftir siðari heims- styrjöldina; annar þáttur. 21.30 Pablo Casals og Nicolai Mednikoff leika verk eftir Bach, Rubinstein, Chopin, Fauré o.fl. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Jeremlas í Kötlum” eftir Guðmund G. Hagalln. Höfundur les (3). 22.35 Harmonikulög. Karl Grönstedt og félagar leika. 23.00 Frá listahátlð. Kvöld- stund með Cleo Laine, John Dankworth, André Previn, Arna Egilssyni, Tony Heim- an og Danyl Runswick. Sið- ari hluti tónleikanna I Há- skólabíói 13. f.m. 23.40 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Ótrúlega Idgf ver6 ÖLL MET BIFREIOAUMBOOIO Á ÍSLANOI BARUM BREGST EKKI SOLUSTAÐIR: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði, Garðahreppi. simi S060í. Skodabúðin. Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f.,simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, simi 1158. Indversk undraveröld. Mikið úrvai af sérkenniiegum, handunnum munum til tækifærisgjafa, m .a. Bali-styttur, veggleppi. gólf-öskubakkar, vegg- og horn- hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind- versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa- fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur, tekk-gafflar og -skeiðar i öllum stærðum, skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll- ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval af mussum. Jasmin I.augavegi 133 (við Hlemmtorg). 4uglýsingasiininn er 17500 rmSBJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.