Þjóðviljinn - 09.07.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.07.1974, Blaðsíða 8
8 síÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. júli 1974 Skagamenn hafa nú fimm stiga forystu Sigurganga Skaga- manna rofnar ekki. Þeir hafa nú orðið 5 stiga for- ystu í 1. deild eftir 1:0 sigur yfir Val sl. laugardag og á sama tíma og Skagamenn hala inn bæði stigin tapa önnur lið, sem voru í topp- baráttunni með þeim,eða þá gera jafntefli þannig að sífellt styrkist staða Akur- nesinganna. Eina liðið sem getur fylgt þeim eitthvað eftir úr þessu er IBKen til þess verða Kef Ivíkingarnir að vinna Fram annað kvöld en þessi lið mætast á Laugardalsvellinum. Vinni Fram leikinn má segja að mótið sé búið hvað toppinn varðar. Skagamenn skor- uðu sigurmark sitt gegn Val úr vítaspyrnu á 88. mínútu leiksins, eftir að Jóhannes Eðvaldsson, besti maður Vals-liðsins að þessu sinni sem endranær, hafði brotið á Karli Þórð- arsyni á markteig. Segja má að Jóhannes hafi ekk- ert annað getað gert i þessu tilfelli. Karl átti ekki eftir annað en renna bolt- anum í netið eftir að hafa leikið á eina 4-5 varnar- menn Vals. Valsmenn mót- mæltu vítaspyrnunni á- kaft, en allt kom fyrir ekki. Dómarinn sat við sinn keip, enda ekkert ann- að hægt að dæma en víta- spyrnu. Þaö var svo Björn Lárusson bakvöröur Skagamanna sem Staöan 11. deild eftir leikina um siöustu helgi er þessi: 1A 8 5 3 0 13:4 13 ÍBK 7 3 2 2 9:6 8 KR 8 2 4 2 8:8 8 tBV 8 2 4 2 9:8 8 Valur 8 1 5 2 9:10 7 Vlkingur 8 2 3 3 8:8 7 IBA 8 3 1 4 10:19 7 Fram 7 0 4 3 8:11 4 Markahæstu menn: Meö tengiliöinn í marki Matthias Hallgrlmsson ÍA 4 Jóhann Torfason KR 4 Steinar Jóhannsson ÍBK 4 Gunnar Blöndal ÍBA 4 Ingi Björn Albertsson Val 3 Kári Kaaber Vikingi 3 Svein Sveinsson IBV 3 Guðmundur Jóhannesson skorar fyrra mark KR-inga, enda þótt þrlr séu til varnar. skoraöi örugglega úr vltaspyrn- unni og tryggöi Skagamönnum sinn 5. sigur i 8 leikjum I deild- inni. Hitt er svo annað mál aö sanngjörnustu úrslit þessa leiks heföu verið jafntefli, svo jöfn voru liöin og tækifæri beggja svipað mörg. I heild var leikurinn allvel leik- inn og skemmtilegur á aö horfa. Bæöi liöin reyndu aö leika þokka- lega knattspyrnu og tókst þaö oft á tiöum. Einkum náöu Skaga- mennirnir vel saman I slöari hálf- leik og áttu þá heldur meira I leiknum, án þess þó að skapa sér nema tvö eöa þrjú góö marktæki- færi. Það besta þeirra var þegar Karl var kominn i gegn og vlta- spyrnan var dæmd. Framhald á 11. siðu. SIGRUÐU AKUREYRINGAR KR Akureyringar unnu þýð- ingarmikinn sigur á laug- ardaginn yfir gestum sín- um úr Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Leikið var á Akureyri, og urðu iokatöl- ur 3-2. Skemmst er frá þvi aö segja aö leikur Akureyringa viröist taka stökkbreytingu I hverjum leik. Framfarirnar eru örar, og i krafti þeirra eykst sigurvilji og leik- gleöin til muna. Heimamenn voru betri aðilinn I þessum leik, sér- staklega I fyrri hálfleik, en staöan i leikhléi var 2-0 fyrir IBA, þótt marktækifæri beggja gæfu tilefni til mun fleiri marka. Fyrsta mark leiksins kom á 35. minútu. Hornspyrna var tekin frá hægri og Siguröur Lárusson skallaöi inn. 2-0 kom siöan á 37. min., aöeins tveimur minútum siöar. Jóhann Jakobsson skaut föstu skoti rétt innan viö vita- teigsllnu, boltinn straukst viö varnarmann á markllnu og siöan i netiö. Þannig var staöan i leikhléi. Sennilega hafa KR-ingar fengiö óbliöar kveöjur i búningsklefum, Siguröur Haraldsson bjargar hér á slöustu stundu fyrir baröinu á honum. en Dýri Guömundsson veröur óþyrmilega þvi þeir komu tvlefldir til leiks og léku af meiri festu og hörku en fyrir hlé. Akureyringar einbeittu sér hins vegar að þvi aö halda sinu, og þaö tókst, þótt á ýmsu gengi. Tækifærin hrönnuöust upp i slðari hálfleik eins og i þeim fyrri, bæöi liöin björguöu á mark- linu o.s.frv. Þaö var Guömundur Jóhannes- son, ungur nýliöi og framherji KR-inga, sem rétti hlut þeirra á 10. min. með laglegu marki, sem kom eftir mikla pressu aö marki ÍBA. Fékk hann boltann við markteigshorn og stýröi honum milli varnarmanna i netið. 37. minúta innsiglaöi þó sigur Akureyringa. Gunnar Blöndal gaf fallega sendingu út aö hliöarlinu til Árna Gunnarssonar, sem sendi boltann aftur til Gunnars. Þaðan kom svo gott skot, og sigurinn var i höfn. Tengiliðurinn I marki Akureyr- inga, Benedikt Guömundsson, sem stóö sig meö prýöi miöaö viö allar aöstæður, átti siöasta oröiö i leiknum. KR-ingar tóku horn- spyrnu á 45. min. og barst boltinn inn I markteiginn þar sem Bene- dikt hugðist slá frá markinu. Ekki tókst þó betur til en svo, aö knött- urinn rataöi i markiö, og lauk leiknum þvi með 3-2 sigri Akur- eyringa. eftir 1:0 sigur yfir Val — ÍBK eina liðið sem getur haldið í við þá úr þessu /®v * .. ~ staóan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.