Þjóðviljinn - 14.07.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.07.1974, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. júli 1974. Styrkþegar Yísindasjóðs árið 1974 fyrir Elns og nýlega var skýrt frá I blaðinu hafa nú verift veittir styrkir úr Vfsindasjóði fyrir árið 1974. Alls var veittur 71 styrkur og skiptust þeir þannig, að 43 styrkir voru veittir úr Raunvisindadeild, en 28 úr Hugvlsindadeild. Hér fer á eftir iisti yfir þá einstaklinga og stofnanir, sem fengu styrki aö þessu sinni, og rannsóknarefni þeirra. Raunvisindadeild Aðalsteinn Sigurðsson mag. scient, fiskifræðingur. Kostnaður vegna gagnasöfnunar við Surtsey 150.000 kr. Augndeild St. Jósepsspitala, Landakoti. Könnun á glákuættum á Islandi, 100.000 kr. Bjartmar Sveinb jörnsson B.S c., lfffræðingur. Rannsóknir á vistfræði mosategundar. Verk- efni til doktorsprófs við Mc'Gill University, Kanada, 200.000 kr. Blóðbankinn. Samræmingar- próf á hvitum blóðkornum, 300.000 kr. Bændaskólinn á Hvanneyri. Til kaupa á „atomic adsorption”- tæki 300.000 kr. Elisfræðistofnun Háskóla tslands. Til endurbóta á segul- mæli til mælinga i borholum. (Björn Búi Jónsson B.Sc. annast verkið), 300.000 kr. Einar Arnason B.Sc. Til rann- sókna á lifnaðarháttum kuðunga á íslandi. Verkefni til doktors- prófs við McGill University, Kanada, 100.000 kr. Einar Þ. Asgeirsson, arkitekt. Vegna mælitækja til rannsókna á burðarformum, 90.000 kr. Erlendur Jónsson B.A. Loka- styrkur til sérnáms og rannsókna I rökgreiningarheimspeki við há- skólana I Cambridge og Uppsala, 200.000 kr. Freysteinn Sigurðsson, jarð- fræöingur. Til rannsókna á jarð- lagahöggum i hellufjöllum. Verk- efni til doktorsprófs við háskól- ann I Kiel, 200.000 kr. Gigtsjúkdómafélag islenzkra lækna. Rannsóknir á fyrsta á- fanga hópskoðunar Hjartavernd- ar. Mælingar á blóðvatni (rheumatoid faktor), 300.000 kr. Guömundur Páll Ólafsson B.Sc., liffræðingur. Rannsóknir á árstiðabreytingum á dýralifi i Breiðafirði. Framhaldsstyrkur, 200.000 kr. Gunnar Sigurðsson læknir. Framhald rannsókna á orsökum og eðli mismunandi flokka af hækkaðri blóðfitu unnið við Royal Postgraduate School I London, 200.000 kr. Halldór Armannsson B.Sc., efnafræðingur. Rannsóknir á mengun af völdum þungmálma. University College of North Walles, 300.000 kr. Haukur Jóhannesson B.Sc., jarðfræðingur. Rannsóknir á Reykjadalseldstöð, verkefni til doktorsprófs við háskólann I Dur- ham, 300.000 kr. Helgi Valdimarsson, læknir. Til framhaldssrannsókna á mót- stöðuefnum hvitra blóðkorna, 240.000 kr. Hreinn Hjartarson, veðurfræð- ingur. Rannsðknir á loftmengun með ljósefnafræðilegum aðferð- um. Framhaldsstyrkur, unnið við jarðeðlisfræðideild háskólans i Osló, 100.000 kr. Jón Pétursson, B.Sc. Rann- sóknir á raffræðilegum eiginleik- um glerkenndra hálfleiðara. Verkefni til doktorsprófs við há- skólann i Edinborg. Lokastyrkur, 200.000 kr. Jón Óttar Ragnarsson, B.Sc., efnafræðingur. Stöðugleiki fjör- efna i matvælavinnslu. Doktors- verkefni i matvælaefnafræði við háskólann I Minnesota, 300.000 kr. Jónas Hallgrimsson, læknir. Til efniskaupa og launa handa meinatækni I eitt ár. Rannsóknir á lifefnafræðilegum breytingum á hjartavöðva, 800.000 kr. Jórunn Eyfjörð, B.Sc., liffræð- ingur. Rannsókn á áhrifum geisl- unar á litninga I lifandi frumum. Verkefni til doktorsprófs við há- skólann í Sussex, 200.000 kr. Karl Lúðviksson, M.Sc., skipa- verkfræðingur. Hönnun skipa- smiöastöðva til smiði fiskiskipa. Verkefni til doktorsprófs við há- skólann I Strathclyde, 100.000 kr. Karl Mooney, M.Sc., verkfræð- ingur. Skipulagning samgöngu- kerfis. Verkefni til doktorsprófs við háskólann i Dundee, 300.000 kr. Kjartan R. Guðmundsson, læknir. Framhald rannsókna á tíðni mænusiggs (scelerosis multiplex) á Islandi, 100.000 kr. Kristinn J. Albertsson, B.Sc., jarðfræðingur. Aldursákvarðanir á islensku bergi með sérstöku til liti til jarðlaga á Islandi. Verkefni til doktorsprófs við háskólann I Cambridge, 200.000 kr. Kristin Halla Jónsdóttir, M.S., stærðfræðingur. Rannsóknir i grannfræðilegri algebru. Verk- efni til doktorsprófs við háskól- ann í Houston, 250.000 kr. Lárus Helgason, læknir. Könn- un á afdrifum sjúklinga, er leit- uðu geölækna fyrir meira en sex árum, 240.000 kr. Leó Kristjánsson, Ph.D., eðlis- fræðingur. Vegna tækjakostnaðar viö könnun á notkun langra út- varpsbylgna við jarðvarmaleit hérlendis, 80.000 kr. Náttúrugripasafnið á Akureyri. Framhaldsrannsóknir á flóru Suður-Þingeyjarsýslu, 130.000 kr. Ólafur Guðmundsson, M.Sc., landbúnaðarverkfræðingur. Framhaldsstyrkur til rannsókna i fóðurfræði jórturdýra, verkefni til doktorsprófs við háskólánn i Dakota. 100.000 kr. Ólafur Karvel Pálsson, fiski- fræðingur. Rannsóknir á liffræði fiskungviðis við Island. Unniö við sjávarrannsóknadeild háskólans I Kiel, 200.000 kr. Páll Einarsson, jarðeölisfræð- ingur. Rannsóknir á smáskjálft- um á Suðurlandi. Verkefni til doktorsprófs við Columbiaháskót ann, framhaldsstyrkur, 300.000 kr. Rikharð Brynjólfsson, Iandbún- aöarverkfræðingur. Kynbætur á tunvingli. Verkefni til licenciat- prófs við landbúnaðarháskólann i Asi, framhaldsstyrkur, 150.000 kr. Sigurður Steinþórsson, jarð- fræðingur. Til gjóskulagarann- sókna umhverfis Kötlu, 200.000 kr. Sigurgeir ólafsson, landbún- aðarverkfræðingur. Rannsókn á kartöflusjúkdómi. Verkefni til licenciatprófs við landbúnaðar- háskólann I Kaupmannahöfn, framhaldsstyrkur, 150.000 kr. Sigurjón H. Ólafsson, tann- læknir. Meðferð á kjálkabrotum. Verkefni I munnskurðlækningum viö háskólann I Alabama. Fram- haldsstyrkur, 300.000 kr. Sigurjón N. ólafsson, dr. rer. nat., efnafræðingur. Mæling á magni nokkurra málma I íslend- ingum, 150.000 kr. Stærðfræðistofa Raunvisinda- stofnunar Háskóla Islands. Notk- un stærðfræðitækni við lausn tveggja hagnýtra rannsóknar- verkefna á íslandi, 300.000 kr. Sverrir Bergmann, læknir. Heildarathugun á heilablóðfalli hjá Islendingum á 10 ára timabili, 150.000 kr. Tilraunastöðin og Náttúru- gripasafnið á Akuréyri. Til kaupa á tækjum og efnum til rannsókna á sveppagróðri I kali á túnum, 120.000 kr. Tómas Á. Jónasson og fleiri læknar. Samanburðarrannsóknir á magasjúkdómum I Danmörku og á íslandi, 260.000 kr. Valgerður Andrésdóttir, B.Sc., liffræðingur. Athugun á eftir- myndun kjarnasýru I coli-gerlum meö erfðafræðilegum aðferðum, 200.000 kr. Þórður Eydal Magnússon, pró- fessor. Tilrannsókna á tann- og bitskekkju hjá börnum á skóla- skyldualdri, framhaldsstyrkur, 200.000 kr. Hugvisindadeild Verkefnastyrkir Andrea van Arkel-de Leeuw van Weenen bacc, phil. isl. til að gefa út l,jósmyndaðan og staf- réttan texta af Stokkhólms Hómiliubók (St. Perg. 4° 15), kanna mál textans og gera grein fyrir þeirri könnun I inngangi ritsins, 100.000 kr. Björn S. Stefánsson deildar- stjóri, til að kanna sögu hús- bændaráða á íslandi frá 1915 til 1974, með sérstöku tilliti til stöðu kvenna á sviði félagslegs forræðis 100.000 kr. Björn Teitsson mag. art. til a) framhaldsrannsókna á byggða- sögu, einkum á tfmabilinu 1200—1700, með sérstöku tilliti til eyðibýla á Norðurlandi (150 þús. kr.). b) greiðslu kostnaðar viö ráðstefnu norrænna byggðasögu- rannsókna sem haldin verður hér á landi I ágúst 1974 með þátttöku frá öllum Norðurlöndum (100 þús. kr.), 250.000 kr. Dr. Regis Boyer prófessor I Paris. Vegna kostnaðar við út- gáfu doktorsritgerðar hans um trúarllf Islendinga á 12. og 13. öld samkvæmt heimildum I Biskupa- sögum og Sturlungu, 200.000 kr. Dr. Andrew Dennis frá Nýja- Sjálandi. Til að þýða Grágás á enska tungu og gefa þýðinguna út með fræðilegum athugagreinum og skýringum, 250.000 kr. Dr. Einar Sigurbjörnsson prestur. Til að standa straum af kostnaði við útgáfu doktorsrit- gerðar hans: Ministry within the People of God. A Study in the Development of Lumen gentium, 200.000 kr. GIsli Pálsson M.A. til að halda áfram rannsóknum á byggðar- og mannaflaþróun á tslandi frá fé- lagsfræðilegu sjónarmiði, 100.000 kr. Guöbjörg Kristjánsdóttir list- fræðingur til að halda áfram list- fræöilegri rannsókn á Islensku teiknibókinni I Arnasafni (AM 673a 4to III), 250.000 kr. Heimir Pálsson lektor, til að semja handbók með greinargerð fyrir þvi helsta, sem um Islend ingasögur hefur verið ritað frá upphafi, einkum bókmennta- greinina sem heild, þannig að af ritinu megi auðveldlega sjá, hver viöhorf birtast i hverri ritgerð og með hvaöa aðferðum þau eru rök- studd, 100.000 kr. Helgi Þorláksson cand. mag., til aö rannsaka umfang og mikil- vægi Islenskrar utanrikisversl unar frá upphafi og fram til u.þ.b. 1410, 200.000 kr. Hildigunnur Ölafsdóttir cand. polit., til að semja afbrotafræði- lega ritgerð um frávik og aðhald I löghlýönilegu tilliti á íslandi, 200.000 kr. Hreinn Steingrim sson tónlistarmaður. Til að semja doktorsritgerð um breiðfirskan rimnakveðskap (lokastyrkur), 200.000 kr. Höröur Ágústsson skólastjóri, til að ganga frá riti um Islenska torfbæinn og þróun hans, 200.000 kr. Jón Guðnason cand. mag., til að ganga frá og búa til prentunar siðara bindi af ævisögu Skúla Thoroddsens sýslumanns og al- þingismanns, 200.000 kr. Jón Sig. Karlsson cand. psych., til að vinna að sálfræðilegri rann- sókn á áhrifum dvalar barna á vöggustofum, 100.000 kr. Njáll Sigurðsson tónlistarkenn- ari, til þess að halda áfram söfn- un og skráningu þjóðlaga, 200.000 kr. Dr. Selma Jónsdóttir safnstjóri, vegna kostnaðar við listfræðilega rannsókn á handritinu ÁM 249 b, fol., sem er myndskreytt kalendarium (ártiðaskrá), 100.000 kr. SigriðurValgeirsdóttir M.A., til greiðslu kostnaðar við að ljúka doktorsritgerð um efnið: Adaptive Test Construction using the Rasch Model Measurement, 150.000 kr. Dr. Símon Jóh. Ágústsson, prófessor, til greiðslu kostnaðar viö tölvuvinnu vegna rits, þar sem birtar verða niðurstöður könnunar á tómstundalestri 1686 barna I Reykjavik á aldrinum 10—15 ára (lokastyrkur), 100.000 kr. Stefán Karlsson handritafræð- ingur, til að vinna að útgáfu Guð- mundar sögu góða á vegum Arnastofnunar i Kaupmanna- höfn, 100.000 kr. Stefán M. Stefánsson borgar- dómari, til að ljúka lögfræðilegri ritgerð um starfshætti, skipulag og valdsvið stofnana Efnahags- bandalags Evrópu, með sérstakri áherslu á skýringu og túlkun þeirra ákvæða, sem dómstólinn varða, 300.000 kr. Dr. Sveinbjörn Rafnsson, til að greiða að hluta prentunarkostnað doktorsritgerðarinnar Studier i Landnámabók, 300.000 kr. Vésteinn Ólason, lektor, til að ljúka riti um islenska sagna- dansa, 200.000 kr. Kandidata- og framhaldsnáms- styrkir. Jón Torfi Jónasson M.Sc., til rannsókna á sviði þekkingarsál- arfræöi og að leita svara við spurningunni: Hvaða þekkingu höfum við og beitum, þegar við lesum? 200.000 kr. Séra Kolbeinn Þorleifsson, til fræðilegrar útgáfu á bréfaskipt- um Christian Davids og Hans Egedes 1733—34 og öðrum heim- ildum varðandi ævi Chr. Davids og áhrif hans á kirkjusögu mót- mælenda á 19. öld, 200.000 kr. Séra Kristján Búason fil, lic., til að vinna að doktorsritgerð um hugmyndir Markúsarguöspjalls um mannssonarhugtakið og kanna nánar þróun mannssonar- hugmyndanna i frumkirkjunni, 200.000 kr. Sigurður B. Stefánsson M.Sc., Til að semja doktorsritgerð i hag- mælingarfræðum (Econometrics), 200.000 kr. Sólrún B. Jensdóttir B.A., til að vinna að doktorsritgerð um sam- skipti Breta og íslendinga 1914—1915, með megináherslu á stjórnmálahliðinni I báðum heimsstyrjöldunum, 200.000 kr. Ferðamannaverslun t Vaglaskógi og við Goðafoss. Við starfrækjum verzlun við Fnjóskárbrú i Vaglaskógi og við Goðafoss og reynum að hafa þar allar venjulegar vörur fyrir ferðamenn. Opið yfir sumarmánuðina frá 9—21, nema á sunnudögum frá 13—21. Aðra mánuði opið frá 9—18. Kaupfélag Svalbarðseyrar Útibú Kaupfélags Borgfirðinga Verzlunar- og veitingahúsið ^ VEGAMOT SNÆFELLSNESI FERÐAFÓLK, vér viljum draga athygli yðar að þvi, að vér bjóðum yður i veitinga- húsinu: Kaffi. Smurt brauð (heimabakað) Kökur (heimabakaður) Pylsur Bacon og egg Tóbak öl og sælgæti. í verzluninni bjóðum vér yður: Allar algengar vörur, auk þess margt sér- staklega fyrir ferðafólk, t.d. filmur, vega- kort, niðursuðuvörur i fjölbreyttu úrvali, ferðagastæki og áfyllingar fyrir þau. Starfrækjum auk þess benzin- og oliu- afgreiðslu. Veitingastofan, og benzinafgreiðslan er opin frá kl. 9.00 til 11.30. VERZLUNAR- OG VEITINGAHÚSIÐ VEGAMÓTUM. — SÍMI um Hjarðarfell.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.