Þjóðviljinn - 14.07.1974, Blaðsíða 5
ENDUR-
MINNINGAR
PABLO NERUDA
Sunnudagur 14. júli 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
FJÓRÐI HLUTI
„Landið
rambar
á barmi
gjaldþrots”
Koparnámurnar; Hinn kaldrifjaði Frei hafði tortfmt keppinaut sfnum, Tomic, með þvi að gera hann
meðsekan i samningum um koparinn.
I f jórða úrdrætti úr end-
urminningum Pablos
Neruda gerir hann grein
fyrir kynnum sínum af
tveim helstu leiðtogum
flokks Kristilegra demó-
krata, sem fóru með völd í
Chile næst á undan All-
ende. Þessi flokkur, sem
talinn var í miðju stjórn-
mála í Chile og stundum
nokkuð svo vinstrisinnað-
ur, gegndi afar skuggalegu
hlutverki í sambandi við
valdarán herforingjanna.
Þessi kafli gefur ýmsar
upplýsingar um þá erfið-
leika sem Allende og al-
þýðufylking hans áttu við
að glíma. í lokakaflanum
skrifar hið mikla skáld
Chile um samherja sinn,
Allende forseta, sem hafði
þegar verið myrtur — það
voru síðustu orðin sem
penni hins fársjúka skálds
festi á blað.
Braut Chile.sem svo var kölluð,
var alla stjórnartið Allendes
tengd samviskusamlegum trún-
aði við stjórnarskrána. En i sömu
mund kastaði auðstéttin snjáðri
skikkju sinni og klæddist fasista-
búningi. Eftir að koparnámurnar
voru þjóðnýttar varð viðskipta-
bann af hálfu Bandarikjanna sér-
lega miskunnarlaust. Auðhring-
urinn ITT komst að samkomulagi
við Frei, fyrrum forseta, og kast-
aði kristilegum demókrötum i
faðm hinna nýju, fasisku hægri-
afla.
Krákustígar
Freis
Þessar tvær andstæður, All-
ende og Frei, drógu ávallt til sin
athygli almennings. Má vera
vegna þess hve ólikir menn þeir
voru. Hvor þeirra var leiðtogi i
landi sem er ekki mikið gefið
fyrir leiðtoga, hvor um sig hafði
sin ákveðnu markmið og skýra
áætlun.
Ég má segja að ég hafi þekkt
Allende vel. Það var ekkert dul-
arfullt við hann. Að þvi er Frei
varðar, þá sátum við um tima
saman á þingi. Hann er óvenju-
legur maður, sem vegur og metur
hvert orð sitt og athöfn. Hann
þekkti ekki einlægni og hrein og
bein viðbrögð sem einkenndu All
ende. Að visu átti Frei það til að
skellihlæja. Ég kann vel við fólk,
sem getur hlegið. (Það kann ég
ekki sjálfur.) En ekki er allur
hlátur eins. Frei hlær, en er um
leið alvarlegur i framan — ekki
hefur hann augun andartak af
þeirri nál, sem hann þræðir með
alla pólitík sins lifs. Maður hræð-
ist ögn hinn snögga hlátur hans,
hann minnir á hást garg nætur~
fugls. Venjulega er hann mjög
formfastur og kaldranalega alúð-
legur.
Frei, forseti Chile næst á undan
Allende j Hann rak upp kaldan
rokuhlátur...
Pólitiskir krákustigar hans
settu jafnan að mér dapurleika,
og siðan gaf ég hann alveg á bát-
inn. Ég man hann heimsótti mig
einhverju sinni i Santíagó. I loft-
inu lá sú hugmynd, að gera mætti
samkomulag milli kommúnista
og kristilegra demókrata. Sam-
ræður okkar voru þokukenndar
en næstum þvi hjartanlegar. Við
kommúnistar vildum ná sam-
stöðu við hina ýmsu þjóðfélags-
hópa, við alla góðviljaða menn,
einir gátum við ekki mikið. Með
venjulegum undanbrögðum lét
Frei að þvi liggja, að hann að-
hylltist vinstriviðhorf um þær
mundir. Hann rak upp roknahlát-
ur þegar hann kvaddi mig, rétt
eins og götusteinar hryndu úr
munni hans. Hann sagði, að við
ættum eftir að ræðast betur við.
En tveim dögum siðar skildi ég,
að samræðum okkar var lokið
fyrir fullt og allt.
Eftir sigur Allendes stofnaði
Frei til afturhaldsbandalags, sem
hann ætlaði að nota til að komast
aftur til valda. Þetta var hrein
sjálfsblekking, kaldur draumur
pólitiskrar kóngulóar. Vefur
hennar er skammlifur; Sjálfur
mun Frei ekkert hafa uþp úr þvi
valdaráni sem hann kom af stað.
Fasismi viðurkennir ekki mála-
miðlun, aðeins uppgjöf. Með
hverju ári verður mynd Freis
skuggalegri og sá dagur mun
koma, að minni hans mun hvatt
til að bera vitni um framda glæpi.
Tomic
Ég hefi ávallt haft áhuga á
flokki kristilegra demókrata, frá
þvi að hann varð til. Hann byggð-
ist upp af hópi kaþólskra mennta-
manna sem voru undir áhrifum
nýtómiskra hugmynda Mari-
tains. Ég lét mér sjálfar þær
kenningar i léttu rúmi liggja — að
eðlisfari kæri ég mig kollóttan um
fræðimenn á sviði skáldskapar,
stjórnmála og kynlifs. En prakt-
iskar afleiðingar af stofnun þess-
arar litlu hreyfingar voru sér-
stæðar og óvæntar. Mér tókst t.d.
að fá nokkra af yngri leiðtogum
hreyfingarinnar til að tala máli
spænska lýðveldisins á stórkost-
legum fundum sem ég efndi til
eftir að ég kom frá Madrid. Þetta
var hneyksli — hinir öldnu kirkju-
höfðingjar, sem ihaldsflokkurinn
hvatti óspart, höfðu næstum þvi
leyst upp hinn nýja flokk. Aðeins
afskipti biskups, sem reyndist
langsýnni, björguðu kristilegum
demókrötum, sem virtust hafa
framið pólitiskt sjálfsmorð. Þessi
litla hreyfing lifði af, og breyttist
með timanum i stærsta flokk
Chile. Með árunum gjörbreyttist
hugmyndafræði flokksins.
Að Frei frátöldum var Rado-
miro Tomic helstur oddviti kristi-
legra demókrata. Ég kynntist
honum á þingi og i kosningabar-
áttu fyrir norðan. I þann tima
fylgdu kristilegir okkur kommún-
istum fast eftir til að taka þátt i
fundum okkar. Við vorum þá (og
erum enn) vinsælasti flokkurinn i
eyðimörkinni, þar sem unninn er
kopar og saltpétur, m.ö.o. i þvi
héraði þar sem lif verkafólks er
erfiðast i Ameriku. Þar kom
Recabarren fram, þar urðu til
fyrstu verklýðsfélögin og verka-
mannablöðin. Ekkert af þessu
hefði til orðið án kommúnista.
Um þessar mundir tengdu
kristilegir demókratar miklar
vonir við Tomic, hann var þeirra
mest aðlaðandi og bestur ræðu-
maður.
Siðan breyttist margt, sérstak-
lega eftir að Frei sigraði i kosn-
ingunum 1964 og varð forseti.
Kosningabarátta þessa fram-
bjóðanda, sem þá sigraði Allende,
var byggð á andkommúniskri
móðursýki, sem var einstök i
sinni röð, og fylgdu margar stað-
hæfingar i útvarpi og sjónvarpi
sem skelfa áttu landsmenn. Sam-
kvæmt þeim átti að skjóta nunn-
ur, skeggkarlar, iikir Ffdel
Castró, áttu að þræða börn á
byssustingi, stúlkubörn yrðu tek-
in af foreldrunum og send til Si-
beriu. Siðar kom það fram hjá
sérstakri þingnefnd bandariska
þingsins, að leyniþjónustan CIA
hafði eytt 20 miljónum dollara i
þessa hundsku herferð.
Auðmýkung
Tomic
Eftir að Frei varð forseti, færði
hann eina keppinaut sinum i
flokknum lævislega gjöf; hann
skipaði Radomiro Tomic sendi-
herra i Washington. Frei vissi, að
stjórn sin mundi endurskoða
samninga við bandarisku kopar-
fyrirtækin. Allt iandið krafðist þá
þjóðnýtingar námanna. Eins og
fimur töframaður hafði Frei
skipti á þjóðnýtingu og „chilesér-
ingu”, og með nýjum samningum
festi hann i sessi útsölu hinna
voldugu auðhringa, Kennecott og
Anaconda, á þjóðarauði Chile.
Efnahagslegar afleiðingar þess-
arar ráðstöfunar voru skelfileg-
ar. Og pólitiskar afleiðingar
hennar voru mjög dapurlegar
fyrir Tomic; með þessu afmáði
Frei hann af hinu pólitiska landa-
bréfi. Sendiherra Chile i Banda-
rikjunum, sem hafði tekið þátt i
slikum samningum um koparinn
gat ekki búist við stuðningi al-
mennings. 1 næstu forsetakosn-
ingum naut Tomic minnsta fylgis
af hinum þrem frambjóðendum.
Af hverju kreppa?
1 ársbyrjun 1971, skömmu eftir
að Tomic hafði sagt af sér sendi-
herraembætti i Washington,
heimsótti hann mig á Isla Negra.
Hann var nýkominn frá Banda-
rikjunum og hafði enn ekki verið
valinn forsetaefni opinberlega.
Þrátt fyrir flóð og fjöru i stjórn-
málum höfðum við haidið vin-
fengi okkar, og er svo til þessa
dags. En i þetta skipti áttum viö
erfitt með að skilja hvor annan. t
stað Alþýðufylkingar okkar vildi
hann koma á enn viðtækara sam-
starfi vinstri afla undir nafninu
Bandalag alþýðu. Þessi áform
voru óraunhæf: aðild Tomics að
samningunum um koparinn höfðu
gert það ómögulegt, að vinstri
öflin bæru hann fram sem for-
setaefni sitt. Auk þess höfðu þeir
flokkar tveir, sem urðu kjarninn i
alþyðufylkingunni, sósialista-
flokkurinn og kommúnistaflokk-
urinn, náð þeim þroska, að geta
úr sinum röðum valið forsetaefni
sem hefði sigurmöguleika.
Þegar við skildum, gerði
Tomic, sem var, satt að segja,
mjög miður sin yfir samtali okk-
ar, svofellda játningu: Andrés
Zaldivar, efnahagsmálaráðherra
stjórnar kristilegra demókrata,
hafði sýnt honum skjöl, þar sem
fram kom, að landið rambaði á
barmi gjaldþrots.
-Við erum á ystu nöf hengi-
flugs, sagði Tomic við mig. At-
vinnulifið getur ekki gengið nema
svo sem fjóra mánuði. Zaldivar
hefur sýnt mér fram á það, að
hrun verður ekki umflúið.
Mánuði siðar, þegar Allende
hafði verið kosinn forseti, en hafði
enn ekki tekið við embætti, hróp-
aði þessi sami Zaldivar af húsa-
þökum, að landið rambaði á
barmi efnahagslegs hruns, en i
þetta sinn varpaði hann allri sök á
alþjóðleg viðbrögð við kosningu
Allendes. Með þessum hætti er
sagan skrifuð — að minnsta kosti
reyna ærulausir pólitikusar og
tækifærissinnar á borð við Zaldi-
var að skrifa hana með þessum
hætti.
Stúdentar 1974
Þjóðhátiðarnefnd 1974 vill ráða 100
stúdenta til starfa á Þingvöllum á þjóð-
hátiðinni 28. júli n.k.
Stúdentar snúi sér til skrifstofu nefndar-
innar þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag, Laugavegi 13, II. hæð (gengið
inn frá Smiðjustig),kl. 10-12 f.h. og 4-6 e.h.
Þjóðhátiðarnefnd 1974.