Þjóðviljinn - 14.07.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. júll 1974.
Gamalt
land
Skálílsaga
eftir
J.B. Priestley
hvöt, og bað Chas að segja honum
frá Leonoru.
— Leonora? Já, hún hefur verið
gift i fjöldamörg ár náunga sem
heitir Dudley Corris og hann er
verktaki, þótt hann geri fjandann
ekkert nú orðið vegna þess að
hann er ihaldsþingmaður. Og
jafnvel i þinginu, sem er troðfullt
af nautheimskum gömlum drjól-
um, þá er hann i röð hinna
heimskustu. Og þess vegna
ööluðu þeir hann. Og hún stóra
systir er orðin lafði Corris. Hún
nýtur þess, þótt hún njóti ekki
margsannars. Einn son eiga þau.
eftirlæti á unga aldri en mislukk-
að fyrirbrigði nú orðið. Skirður
Edward en má ekki heyra annað
en Ted. Leikur á gitar og gæti
verið tviburabróðir aulans þarna.
Og Leonora og hann Dudley henn-
ar eru eins og freðýsur bæði tvö.
Viö Leonora eigum enga samleið.
Eiginlega er trúlegra að þú getir
haft eitthvað upp úr henni ef ég er
hvergi nærri. En ég skal koma
með þér þangað. Húsið er kallað
Bushworth Lodge — handan við
Oxford. Jamm — biddu hægur —-
mér dettur nokkuð i hug —.
En um leið tók hann eftir þrem-
ur karlmönnum og tveim stúlkum
sem voru nýkomin inn og sagði
við Tom að hann þyrfti nauðsyn-
lega að tala við einn manninn.
Þegar Tom var einn eftir, færði
hann sig nær barendanum til að
rýma fyrir nýju fólki sem kom að
panta drykki. Eftir nokkrar
minútur var Chas ókominn enn og
Ida hafði ekkert að gera i bili og
hún þokaði sér nær Tom.
— Heyrðu, sagði hún við hann.
— Heyrði ég rétt að þú hefðir ver-
ið að tala um Ástraliu?
— Já, já, ég er nýkominn það-
an. Og Chas Adamson er frændi
minn.
— Þú þekkir hann þá kannski
ekki sérlega vel, eða hvað? Og án
þess að biða eftir svari hans, fór
hún að dytta að andlitssnyrting-
unni.
— Nei, það geri ég ekki.
— Mér datt það i hug, sagði hún
milli þess að hún skimaði i spegil
og potaði og klappaði andlitið á
sér. — Jæja, ég er frjálslynd. Má
til — i þessu starfi. En eitt get ég
sagt þér, að þú ættir að vara þig á
honum.Hann er hörkuþrjótur —
fram i fingurgóma. Fyrr eða
siðar lendir hann i steininum.
Hingað til hefur hann verið hepp-
inn. En það getur ekki staðið
endalaust.
— En hvers vegna — hvað gerir
hann eiginlega?
— Hvað sem er — annað en
vinna og vera heiðarlegur. Það
kemur stundum hingað veð-
mangari. — En i þessu þagnaði
hún og færði sig fjær. Chas var
kominn aftyr.
— Náungi þarna sem skuldar
mér sjötiu og fimm pund, sagði
hann. — Sú var tiðin að hann við-
urkenndi það, auðvitað án þess að
borga. En nú segist hann ekki
skulda mér grænan eyri. Ef við
hefðum verið einir hefði ég hrist
úr honum gervitennurnar. Við
skulum fá okkur einn litinn enn og
fá okkur svo eitthvað að éta. Stór-
an bleikan Plymouth handa mér,
lagsi. Og svo skal ég segja þér
hvað mér hefur dottið i hug. Þú
verður stórhrifinn. En okkur
vantar bfl. Verðum að hafa far-
kost til að finna Charlie frænda —
ha? Og það er aulaskapur að taka
hil á leigu.. Eina vitið að kaupa
billegan bil — góðan bil að sjálf-
sögðu— af einhverjum sem hefði
aldrei átt að eignast bil. Hann tók
glasið með bleiku ginblöndunni.
— Náunginn þarna,sem var að
koma inn, á sennilega bil sem
hann hefur ekki lengur efni á að
eiga. Hve hátt geturðu farið —
þrjú hundruð — fjögur —?
— Tja, ég veit ekki. Ég hef ekki
Ihugað það, Chas —
— Vertu þá ekki að þvi, frændi.
Láttu mig um það. Verð enga
stund.
Og enn var Tom einn og að
þessu sinni drjúga stund. Kráin
hafði nú fyllst og smám saman
var honum stuggað burt frá af-
greiðsluborðinu og nú var hann i
miðri þröng karla og kvenna sem
öll töluðu fullum hálsi. Otlitið var
býsna margvislegt, frá hirðu-
leysisklæðaburði og upp i stáss-
0 klæönað, en frá sjónarhorni hans i
útjaðrinum voru þau öil eins. Þau
voru allt að þvi með stjórn á sjón-
varpsþætti, allt að þvi með leik-
■< sýningu i framkvæmd, hérumbil
• búin að fá styrk til að taka myndir
á Sikiley i sparibók, sennilega að
semja tvö lög i nýjan söngleik.
Þau töluðu mjög faglega — þótt
1 ekki væri til annars en sanna að
þau vær i rauninni ,,með”, ekki
■ bara i útjaðrinum — og það var
næstum erfitt að skilja þau. Og
þótt þau kynnu öll að vera á
hraðri leið til vonbrigðja og
eymdar, þá voru þau i svipinn kát
og hress, uppfull af áhuga á sjálf-
um sér, starfi sinu, lifsstil. Tom
hafði hitt nokkra karla og konur
með mikla og viðurkennda hæfi-
leika, frábæra persónuleika á allt
öðru plani en þarna var um að
ræöa, og þau höfðu aldrei sýnt
Biffreiðastöðip
LangholtSve^ 115. 4
SÍMI
a3500
TAteTöflVARBÍLAR UM ALLAN BÆ
^LAN SÓLARHRHVGINN.
i
FERÐAMANNAVERSLUN
AÐ FAGURHÓLSMÝRI
Ferðamannaverslun okkar aö Fagurhólsmýri veitir
ferðafólki alla þá þjónustu, sem aðstæður leyfa. — Seljum
þar m..a. kaffi, smurt brauð, pylsur o.fi.
Jafnframt viljum við vekja athygli fólks á þvi, að við
starfrækjum útibú á Fagurhólsmýri, sem opið er á venju-
legum verslunartfmum.
Á boöstólum allar ESSO-olíur og bensín.
H
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
Höfn í Hornafirði
FRÁ NORÐURLEIÐ H.f
Nú eru hafnar hinar eftirspurðu eins dags
ferðir okkar milli Reykjavikur og Akur-
eyrar.
um Sprengisand
og Kjalvegs-leiðir
FRÁ REYKJAVIK
verða ferðir kl. 8 mánudaga og fimmtu-
daga — um Sprengisandsleið.
FRÁ AKUREYRI
Verða ferðir kl. 8.30 miðvikudaga um
Sprengisandsleið og alugardaga um
Kjalavegsleið.
Þessi ferðaáætlun býður upp á það að fólk geti fcrðast um
tvær af stórbrotnustu öræfaleiðum landsins með einsdags
viðdvöl I Reykjavlk eða á Akureyri. Einnig er tilvalið að
fara aðra leið um óbyggð og hina um byggð meö áætlunar-
bllum okkar sem aka þá leið daglega. Allar nánari upp-
lýsingar er að fá I Iteykjavik hjá B.S.Í., simi 22300, á
Akureyri hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar, slmi 11475 og hjá
okkur I sima 11145.
NORÐURLEIÐ H.F.
GEFJUN AKUREYRI
fisléttur og hlýr, fóöraður með dralon eða ull.
Ytra byrói úr vatnsvörðu nyloni, innra byröi úr bómull.
tveimur
svefnpokum
og gera úr þeim einn tvíbreiðan poka.
Indversk undraveröld.
Mikið úrval af sérkenuilegum, handunnum
munum til tækifærisgjafa, m,a. Bali-styttur,
veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn-
hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind-
versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa-
fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur,
tekk-gafflar og -skeiðar i öllum stærðum,
skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll-
ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt.
Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval
af mussum.
Jasmin
Laugavegi 133 (við Hlemmtorg).
^ Auglýshiffaslminn er'iTsOO
D