Þjóðviljinn - 14.07.1974, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. júlt 1974.
MOWIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
VINSTRISTJÓRN Í ÞRJÚ ÁR
1 dag, 14. júli, eru rétt þrjú ár liðin frá
myndun vinstri stjórnarinnar, sem nú hef-
ur beðist lausnar,-
Það voru miklar vonir tengdar við þessa
rikisstjórn, sem tók við að loknum 12 ára
valdaferli viðreisnarflokkanna. Sumar
þær vonir hafa ræst, en aðrar ekki.
Af þvi sem áunnist hefur þessi þrjú ár
ber hæst útfærslu fiskveiðiland-
helginnar i 50 milur, uppbyggingu at-
vinnuveganna þá ekki sist sjávarútvegs-
ins um land allt, stórbætt lifskjör launa-
fólks og bótaþega almannatrygginganna,
mörkun sjálfstæðrar utanrikisstefnu, frá-
hvarf frá þeirri stefnu, að ætla erlendum
auðfyrirtækjum, er ekki lúta islenskum
lögum, að verða burðarásinn i atvinnu-
uppbyggingu á íslandi, — ný grundvallar-
löggjöf á sviði skólamála og heilbrigðis-
mála og svo mætti lengi telja.
Það er algerlega ljóst, að án tilkomu
vinstri stjórnarinnar hefði fiskveiðiland-
helgin ekki verið stækkuð. Frá stjórn-
málamönnum, sem lýstu þvi yfir fáum
vikum fyrir valdatöku vinstri stjórnarinn-
ar, að einhliða útfærsla væri „siðlaús
ævintýrapólitik”, og höfðu áður með
samningum lagt hverja stækkun umfram
12 milur i vald Haagdómstólsins, — frá
þeim var svo sannarlega ekki að vænta
forgöngu um sókn i landhelgismálinu.
Uppbygging innlendra atvinnuvega i tið
vinstri stjórnarinnar er mikið afrek.
Fjármunamyndun i fiskveiðum var á sið-
asta ári t.d. nær fimmfalt hærri á föstu
verðlagi en á siðasta heila ári viðreisnar-
stjórnarinnar, og nær þrefalt hærri i fisk-
vinnslustöðvum.
Á þessum þremur árum hefur fram-
færsluvisitalan að visu hækkað um
60—70%, en á sama tima hafa laun al-
mennt hækkað um 140—150% og tekjur
þeirra, sem hafa nær allt eða allt sitt frá
almannatryggingum um 285%. Þannig
hefur kaupmáttur dagvinnutimakaups
verkafólks vaxið um nálægt 30%, og kaup-
máttur tekna bótaþega lifeyristrygginga
um yfir 100%.
Það er svo á hinn bóginn staðreynd, að
enda þótt i tið vinstri stjórnarinnar hafi
verið færðir til i þjóðfélaginu allmiklir
fjármunir frá gróðabröllurum til alþýðu
manna, þá hefur engan veginn verið
þrengt að braskarastéttinni i þeim mæli
sem nauðsyn bar til.
Þeir sem spila upp á skjótfenginn verð-
bólgugróða mata krókinn enn sem fyrr.
Varðandi framkvæmd stefnumála rikis-
stjórnarinnar hefur það þó valdið mestum
vonbrigðum, að fyrirheitið um brottför
hersins var ekki komið til framkvæmda,
þegar stjórnin glataði meirihluta sinum á
alþingi vegna brotthlaups þriggja þing-
manna yfir i herbúðir andstæðinganna, en
það brotthlaup leiddi til þingrofs.
í herstöðvamálinu hafði þó verið mörk-
uð skýr stefna af hálfu rikisstjórnarinnar
um brottför hersins á næstu tveimur ár-
um, en stjórninni entist ekki lif til að
framkvæma þá stefnu, þar sem einn af
þremur stuðningsflokkum stjórnarinnar
sprakk i loft upp.
Nú á þriggja ára afmæli vinstri stjórn-
arinnar er allt i óvissu um hvað við tekur,
þar sem niðurstaða kosninganna varð
jafntefli milli stjórnar og stjórnarand-
stöðu.
Alþýðubandalagið stefnir að þvi að
tryggja áfram vinstri stjórn, en þar dugar
þó ekki nafnið eitt, heldur hljóta málefnin
að skera úr.
Það er nú ekki sist undir Alþýðuflokkn-
um komið, hvort unnt reynist að mynda
vinstri stjórn á ný.
„JÖTUNNINN STENDUR MEÐ JÁRNSTAF í HENDI JAFNAN VIÐ
LÓMAGNÚP............”
í dag verður hringvegurinn formlega
opnaður. Á tæpum tveimur árum hafa
árnar á Skeiðarársandi verið brúaðar, 36
kilómetra leið frá Lómagnúp að Skafta-
felli. Þetta er stór dagur i sögu þjóðarinn-
ar. Landið verður með nokkrum hætti
annað en fyrr.
Tækni nútimans opnar margar dyr, sem
áður voru luktar.
Þegar við fögnum á þessum degi tækni-
legu afreki, skulum við jafnframt strengja
þess heit að kappkosta bætta umgengni
við landið og náttúru þess. Okkar mestu
auðæfi eru landið sjálft, viðátta þess og ó-
spillt náttúra.
Á íslandi voru samgöngur löngum erfið-
ar, 17 dagleiðir til Þingvalla hjá þeim sem
lengst áttu að sækja. Vatnsföll mörg og
stór og öll óbrúuð framundir siðustu alda-
mót.
Hvergi voru þó samgöngur óhægari en i
Skaftafellssýslum, vatnsföll hvergi meiri
eða ótryggari né kaupstaðarleið lengri,
öldum saman á Eyrarbakka eða Djúpa-
vog.
Við nútimamenn skulum ekki ofmetnast
af mikilsverðum tæknilegum sigrum,
heldur lúta okkar gamla landi i auðmýkt,
um leið og sótt er fram.
Þjóðviljinn þakkar öllum þeim, sem
unnið hafa að framkvæmdunum á Skeið-
arársandi og öðrum þeim, sem átt hafa
hlut að framgangi þessarar sögulegu
vega- og brúargerðar.
Við óskum þjóðinni og Skaftfellingum
sérstaklega til hamingju með hringveg-
inn.
Norskur teinœringur
• • ________ _
Orn og Hrafn
Hér i blaðinu hefur áður veríð
skýrt frá teinæringum þeim sem
norskir aðilar hafa ákveðið að
gefa islensku þjóðinni I 1100 ára
afmælisgjöf. Bátarnir lögðu af
stað frá Áfjord þar sem þeir voru
smiöaðir þann 7. þ.m. Koma þeir
við í Fjaler, Molde, Alasundi,
Florö og viðar i Noregi áður en
þeir leggja á haf út.
Frá Fjaler i Sunnufirði leggja
bátarnir út á Atlantshaf 18. eða
19. júli. Efveður leyfir er fyrir-
hugað að koina við I Færeyjum en
að öllu óbreyttu koma þeir til
Reykjavikur á hádegi 4. ágúst.
Bátarnirheita örn og Hrafn. Sá
fyrrnefndi er hugsaður sem
„sögulegt tákn” og er hann hvit-
málaður á byrðinginn. Ber hann
oddveifu i stafni sem á er málað-
ur rauður örn. Hrafn er hins veg-
ar tileinkaður baráttunni fyrir
verndum lifheimsins á Norður-
Atlantshafi. Er hann grænmálað-
ur og ber grænan hrafn á oddveifu
i stafni.
Eftir hingaðkomu bátanna
verður Hrafni siglt til Húsavikur
og afhentur Sjómannafélagi
Húsavikur til varðveislu en jafn-
framt mun Landeigendafélag
Laxár og Mývatns hafa þar hönd i
bagga og er sú ráðstöfun tengd
baráttu félagsins gegn virkjun
Laxár. Verður báturinn notaður
til kennslu i sjómennsku fyrir
þingeysk sjómannsefni.
Gefendur Arnar eru Osló, Berg-
en og Þrándheimur og er hann
stilaður á Reykjavik I minningu
Ingólfs Arnarsonar. Hrafn er hins
vegar gefinn af Æskulýðssam-
bandi Noregs, en auk þess eru
fleiri félagasamtök og einstak-
lingar aðilar að gjöfinni, þ.á m.
þingmenn og ráðherrar i norsku
stjórninni. Sá aðili sem skipulagt
hefur ferðina er Norsk-Islandsk
Samband.
Alls verða sextán manns i för-
inni, þar af fjórir Islendingar eins
og skýrt hefur verið frá. Fyrirliði
leiðangursins er Jon Godal og er
hann jafnframt formaður á Erni.
Formaður á Hrafni er Arne Röds-
land. Fulltrúi gefenda Arnar
verður Brynjulf Bull en hann
Til hægri á myndinni er leiðangursstjórinn Jon Godal.
kemur um borð i Keflavik. Sá þekktur umhverfisverndarmaður einnig eru þar I hópi þaulvanir
sem afhenda mun Hrafn er Sig- i Noregi. Sömu sögu er að segja af siglarar.
mund Kvalöy en hann er vel flestum áhafnarmeðlimum en Framhald á 11. siðu.
Tilgangurinn að efla samstöðu Noregs og íslands í umhverfisverndarbaráttunni