Þjóðviljinn - 02.08.1974, Blaðsíða 5
Köstudagur 2. ágúst 1974. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5
Alrktun miðstjórnar A.S.Í.
Aukin áhrif verkalýðs-
samtakanna
Miöstjórn Alþýöusam-
bands islands kom saman
til fundar i fyrradag kl.
fjögur. Á þeim fundi var
eftirfarandi ályktun sam-
þykkt einróma:
Vegna framkominna skýrslna
opinberra stofnana um ástand
og horfur i efnahagsmálum,álykt-
ar miðstjórn Alþýðusambands
tslands eftirfarandi:
1. Að nú sem fyrr er það grund-
vallarkrafa verkalýðssam-
takanna að full atvinna haldist og
að ekki verði gripið til neinna
þeirra aðgerða, sem stefnt geti
atvinnuöryggi i hættu, þótt nauð-
synlegt reynist að draga úr eftir-
spurnarþenslu.
2. Að miðstjórn Alþýðusara-
bandsins telur að vandamál elna-
hagslifsins, sem nú er við að etja,
verði ekki nema að mjög tak-
mörkuðu leyti leyst með launa-
pólitiskum aðgerðum. 1 þvi sam-
bandi leggur miðstjórnin sér-
staka áherslu á þá kröfu sina, að
engar ákvarðanir um þau efni
verði teknar, sem með beinum
eða óbeinum hætti breyttu gild-
andi kjarasamningum, nema
með samþykki þeirra heildar-
samtaka vinnumarkaðarins, sem
á þeim bera ábyrgð.
3. Að verkalýðssamtökunum beri
nú að berjast af alefli gegn öllum
hugsanlegum tilraunum stjórn-
valda og atvinnurekenda til að
skerða laun eða kjör láglauna-
fólks til lengri eða skemmri tima.
4. Að ástand húsnæðismála krefj-
ist nú sérstakra aðgerða til kjara-
jöfnunar. Að þar komi sterklega
til álita að húsnæðiskostnaður
láglaunafólks verði léttur með
skattalagabreytingum og með þvi
að komið verði á kerfi húsnæðis-
bóta til þeirra, sem greiða óhæfi-
lega mikinn hluta launa sinna i
húsaleigu eða i afborganir og
vexti af húsnæðislánum.
Þá telur miðstjórnin nauð-
synlegt að sett verði i samráði við
verkalýðssamtökin ný heildar-
löggjöf um félagslegar ibúða-
byggingar i samræmi við yfirlýs-
ingar fráfarandi rikisstjórnar um
húsnæðismál, er gefin var i sam-
bandi við kjarasamningana i
febrúar s.l.
5. Að miðstjórnin er þeirrar skoð-
unar, að nú sé brýn nauðsyn á að
afnema hin vélrænu tengsl bú-
vöruverðs og kaupbreytinga lág-
launafólks.
6. Aö miðstjórnin telur að við
rikjandi aðstæður hnigi sterk rök
að þvi að áhrif verkalýðssamtak-
anna á meðferð efnahagsmála
verði efld með þvi m.a., að þau fái
aðild að stjórn Húsnæðismála-
stofnunar rikisins, stjórn Fram-
kvæmdastofnunar rikisins og að
hugsanlegri stjórn Þjóðhags-
stofnunar.
Miðstjórn Alþýðusambandsins
lýsir yfir vilja sinum til þess að
taka upp viðræður og samráð við
samtök atvinnurekenda, stjórn-
völd og stjórnmálaflokka um leið-
ir til að leysa farsællega þau
vandamál, sem óhæfileg verð-
bólguþróun og versnandi viö-
skiptakjör hafa skapað og
mundu, ef ekki er að gert, ógna
þeim lifskjörum, sem vinnustétt-
irnar hafa áunnið sér á siðari ár-
um. En jafnframt leggur hún
þunga áherslu á framangreind
meginsjónarmið sin og önnur þau
atriði, sem máli skipta til verndar
efnalegum og félagslegum rétt-
indum verkalýðsstéttarinnar.
Hákarl og
fleira markvert
Sjávarútvegur
Þám. elsta bátsvélin hér á landi ásamt
fjölmörgum líkönum og veiðarfærum
Deild Sjávarútvegsins á
þróunarsýningunni er um
margt merkileg og hefur
ad geyma sinn skammt af
fróðleik og skemmtan eins
og raunar flestar aðrar
deildir.
Svo til daglega er borinn
á borð matur úr íslenskum
landbúnaðar- og sjávarút-
vegsvörum og var blaða-
mönnum fyrir skömmu
boðið að bragða á glæsileg-
um alíslenskum réttum,
þar á meðal hákarli og
hrognum.
Meðaf atriða á sýningunni' má
nefna fjölmargar Ijósmyndir af
islenskum bátum og skipum og
eru einnig sýndar á teikningum
flestar gerðir gáta frá upphafi.
Teikningar eru tölusettar og
tengdar ártölum og má þannig fá
skemmtilegt yfirlit yfir þróun is-
lensks báta- og skipaflota i gegn-
um árin.
Veiðarfærin hafa sömuleiðis
tekið breytingum i rás timans og
það allverulegum. Leitast er við
að tengja saman gamla og nýja
timann, radiótæki eru sýnd frá
gömlum tima og þeim nýja,
fyrsta bátsvélin, sem til landsins
kom, er meðal gripa á sýningunni
og mun hún fara á Þjóðminja-
safnið er þróunarsýningunni lýk-
ur.
Ásgeir Jakobsson hefur ritað i
sýningarskrá vandaða afmælis-
grein og fer þar gróft yfir islenskt
fiskveiðitimabil, sem nú er 1100
ára gamalt. Segir hann þar frá
fyrstu verstöðvunum, ,,döpru öld-
unum”, veiðarfærum fornmanna
og fleiru, sem fróðlegt er að lesa
og hafa i huga, er gengið er um
sýningardeild sjávarútvegsins.
—gsp
Dónaskapur
í garð Kína
% ' . Ki
i
Þessi bátsvél er sú fyrsta eða
önnur, sem sett var i islenskan
bátog mun hún fara á Þjóðminja-
safnið er þróunarsýningunni lýk-
ur.
Norrœnir hús-
mœðra-
kennarar
• Um 80 norrænir húsmæðra-
kennarar dvelja hér á landi, dag-
ána 2.-9. ágúst næstkomandi.
Munu þeir dvelja á Hótel Eddu á
Laugarvatni, hlýða á erindi og
fara i kynnisferðir. Þá mun
menntamálaráðherra taka á móti
þátttakendum i Ráðherrabú-
staðnum, kl. 16.00 á miðvikudag-
inn 7. ágúst. Þessi kynnisferð er á
vegum Kennarafélagsins Hús-
stjórn, en félagið er aðili að Nor-
rænni samvinnunefnd um hús-
stjórnarfræðslu.
Þau hneykslanlegu mistök urðu
á þjóðhátiðinni á Þingvöllum á
sunnudaginn, að fkni Formósu
var dreginn að húni i stað fána
Kina.
Þetta athæfi, sem verður að
skrifast á reiknning utanrikis-
ráðuneytisins, er svo gróf
móðgun við Kina, lýsir þvilfkum
sleifarhætti i starfsháttum utan-
rikisráðuneytisins, að skammar-
legt er.
Þórður Einarsson, blaðafulltrúi
ráðuneytisins sagði i Visi á mánu-
daginn, að skýringin væri sú, að
það fyrirtæki sem ráðuneytið
hefði pantaðalla sina fána hjá, en
það fyrirtæki er bandariskt, hefði
sent fána Formósu i stað fána
Kina.
Og á svo að afsaka aulaháttinn
með þannig viðbárum?
Þekkja starfsmenn utanrikis-
ráðuneytisins ekki sundur fána
Formósu og Kina? Gera þeir sér
fulla grein fyrir hvilik móðgun
þessi mistök voru við fulltrúa
Kina á Þingvöllum?
1 Bandarikjunum hafa menn
vist vanist þvi að lita á Formósu
sem allt Kina. Og Kina merkir i
eyrum ameriskra Formósa. Það
Kina sem menn hér um slóðir
hafa hins vegar i huga, er engin
Formósa, heldur riki sem hér
hefur opið sendiráð og heitir Kin-
verska alþýðulýðveldi — það er á
ensku ,,Peoples republic of
China”. Kannski þeir i utanrikis-
ráðuneytinu punkti þetta hjá sér,
ef þeim einhvern tima kæmi til
hugar að panta kinverska fánann
hingað til lands. Og ef svo færi, þá
væri lika upplagt að fletta upp i
bók, og kanna hvernig sá fáni lit-
ur út. —GG
UNDIR FRIÐAR OG
LANDNÁMSSÓL
Föstudaginn 2. ágúst kl. 14.30
verður afhjúpað myndverkið
„Undir friðar- og landnámssól”
eftir Asmund Sveinsson. Það er
reist i tilefni af þjóðhátiðinni af
tslenska álfélaginu h.f., og hefur
þvi verið valinn staður á mótum
Bæjarháls og Ilöfðabakka. Ragn-
ar llalldórsson forstjóri mun af-
henda verkið, en Birgir tsl. Gunn-
arsson borgarstjóri mun taka við
þvi til varðvcislu fyrir hönd
Reykvikinga og annara lands-
manna.
Kl. 16.00 hefst höggmyndasýn-
ing, sem Myndhöggvarafélagið i
Reykjavik gengst fyrir með
Framhald á 11. siöu.
REYKJAVÍK
ÞJÓÐHÁTÍÐ
1974
I tilefni
1100 ára
byggðarí
Reykjavík
hefur Þjóðhátíðar-
nefnd Reykjavíkur
1 974 látið gera
þessa minjagripi:
Minnispening um landnám
Ingólfs Arnarsonar. 70 mm
i þvermál. Afhentur í
gjafaöskju.
Upplag:
Silfur, 1000 stk. kr.
lO.OOO./pr. stk.
Bronz, 4000 stk. kr.
3.000./pr. stk.
Teiknaður af Halldóri
Péturssyni.
Framleiðandi: is-Spor h.f.
Útsölustaðir:
Skrifstofa Þjóðhátiðarnefndar
Reykjavlkur, Hafnarbúðum.
Landsbanki tslands.
Frimerkjamiðstöðin,
Skólavörðustlg.
Veggskjöld úr postulíni
framl. hjá Bing og Grön-
dahl í Kaupmannahöfn í
aöeins 4000 eintökum.
Teiknaður af Halldóri
Péturssyni.
Útsölustaðir:
Thorvaldsenbazar, Austurstræti.
Rammagerðin, Hafnarstræti
Raflux, Austurstræti
tsl. heimilisiðnaður, Hafnarstr.
Frimerkjamiðstöðin, Skóla-
vörðustig.
Æskan, Laugavegi.
Domus, Laugavegi
Geir Zoega, Vesturgötu
Rammageröin, Austurstræti
Bristol, Bankastræti
tsl. heimilisiðn. Laufásvegi
Mál & menning, Laugavegi
Liverpool, Laugavegi
S.Í.S. Austurstræti.
Rósin, Glæsibæ
Gjafabúðin, Vesturveri