Þjóðviljinn - 02.08.1974, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 02.08.1974, Qupperneq 10
10 StÐA — ÞJÖDVILJINN Föstudagur 2. ágúst 1974. Gamalt land Skáldsaga eftir J.B. Priestley — Hann er breytilegur. Ég er harður við fólk i skilnaðarstandi. En ég skal vera rýmilegur við þig, Adamson. Þetta er áhuga- vert mál — dálitið óvenjulegt — viss örgrun fólgin i þvi — og ég skal taka það að mér fyrir fimm- tiu pund á viku að viðbættum kostnaði — sanngjörnum og skjalfestum. Þú hefur væntan- lega ráð á þvi, eða hvað? Tom sagðist hafa það, en ef leit- in stæði vikum saman, þá gæti hún orðið býsna dýr. — Það var og, sagði Crike. — Ég ætlaði einmitt að koma að þvi. t svóna máli er einna sanngjarn- ast að viðhafa bónus. Ef ég finn hann fyrir lok fyrstu vikunnar, þá læturðu mig hafa hundrað punda bónus. Ef það tekur tvær vikur, verður bónusinn aðeins fimmtiu pund. Eftir þann tima verður ekki um neinn bónus að ræða. Það gef- ur auga leið að ég vil heldur næla mér í bónusinn og byrja á ein- hverju öðru verki en draga þetta á langinn. Er það ekki sann- gjarnt, Adamson? Tom jánkaði þvi og spurði hann siðan hvað hann héldi að þetta gæti tekið langan tima. — Án nokkurra upplýsinga — tvær vikur. Með forskotinu sem ég fékk hjá Bassenthwaite, gæti það tekið viku. Og þú skalt fá ná- kvæma skýrsiu á hverjum degi, Adamson. Nú legg ég til að við drekkum kaffið i einhverju ró- legra horni á setustofunni, og ef þú ert að spá i vindil, er ég með á nótunum. Mér finnst gott að fá mér vindil eftir hádegisverð. Það fannst Tom ekki, en hann bauð Crike vindil, þótt ekki væri nema fyrir ósvifnina. Yfir kaffinu og vindlinum i setustofunni, losnaði um mál- beinið á Crike. — Þú getur litið á þetta sem fyrstu skýrslu mina, Adamson. Nú get égsagt þér hvað Bassenthwatie sagði mér. Og þar vorum við heppnir. Ég þori að veðja að vettvangur málsins verður i Miðlöndunum og þar hef Brúðkaup Nýlega voru gefin saman i hjóna- band Hallveig Hilmarsdóttir og Ingimundur Sigurpálsson. Heim- ili þeirra er að Alfaskeiði 90, Hafnarfirði. ( Ljósm. Nýja myndastofan) ég gert margt og mikið og er öll- um hnútum kunnugur. Ég nauð- þekki London og Miðlöndin. Er ekki alveg eins vel heima fyrir norðan, — og i sannleika sagt Adamson- alveg uti að aka i suð- vesturhorninu — rjóma-nn og smjörsvæöunum Crike tókst að brosa án þess að taka ut úr sér vindilinn. Tom kinkaði kolli, en hann var aðvelta fyrir sér hvar Helga væri og hvað hún væri að gera. Umhugsunin um hana gerði setustofuna skuggalegri, og var hún þó ekki sérlega björt fyrir.oe bæði stofan og Crike urðu i senn hvimleið og lágkúruleg, gersneydd töfrum og þokka að eilífu. — Árið 1949 var Bassenthwite með leikflokki i Sutwick, iðnaðar- bæ i vestur-Miðlöndum. Crike tal- aði faglega eins og hann væri að gefa viðskiptaskýrslu. — Hann var eiginlega eins konar leik- stjóri, vegna þess að stjórnand- inn, sem kostaði fyrirtækið, var ósköp ungur og grænn. Pabbi þinn birtist alit i einu og hitti Bas- senthwaitb. Þeir höfðu leikið saman i West End fyrir striðið. Faðir þinn reyndi ekki að leyna neinu. Hann hafði setið inni i þessum fangabúðum fyrir fyrsta brotsmenn einhvers staðar á milli Sutwick og Birmingham. Hann gekk undirnafninu Charles Arch- er. Svoleiðis nafnbreytingar eru mjög algengar. Þú heldur skirn- arnafninu, vegna þess að það er erfitt að venjast nýju nai'ni. Þú velur þér ættarnafn með sama upphafsstaf og þú hafðir áður, vegna þess að þú átt kannski ferðatöskur og ýmislegt annað með fangamarki á. Hvað sem þvi liður, þá hét hann nú Charles Archer. Tom endurtók nafnið með hægð. — Segðu mér, hélt hann á- fram, — heldurðu að hann kalli sig enn Charles Archer? — Það fer eftir þvi hvað hann hefur verið að bauka, sagði Crike næstum afsakandi. — Ef Nýlega voru gefin saman i hjóna- band Guðrún Magnúsdóttir og Bergþór Pálmason. Heimili þeir>-a er að Asparfelli 4. — (Ljósm. Nýja myndastofan). hann hefur staðið sig bærilega og er skynsamur maður, þá hefur hann ekki breytt aftur um nafn. Miklu að tapa og ekkert að vinna. Ég reikna með að hann kalli sig Sharles Archer þar tii ég fæ ann- að að vita. Hlustaðu nú á, Adam- son. Hann bað Bassenthwaite að ráða sig — i hvað sem væri — sem leikara, leiktjaldamann, handlangara. Bassenthwaite þurfti á aðstoð að halda engu sið- ur en Charles Archer vinnu, en það þurfti mikið átak til að kreista enn ein vinnulaun út úr þessu Sutwick-leikfélagi. Loks var hann ráðinn fyrir niu pund á viku fyrir að gera það sem honum var sagt, reglulegt skitadjobb sem byrjaði um tiuleytið á morgnana og stóð til miðnættis. Og hann stóð sig þar, sagði Bas- senthwite. Hann var enn að vinna hjá þeim þegar Sutwick-leikfélag- ið lognaðist út af sumarið 1950. — Ég skil, sagði Tom, einkum vegna þess að Crike þagnaði eins og hann væri að biða eftir ein- hverri athugasemd. — Og hvað svo? — Ekki neitt öruggt, auðvitað. Hér kemur til minna kasta. Bassenthwaite, sem vissi hvað i vændum var, gat ráðið sig hjá leikflokki einhvers staðar i Skot- landi. Charles Archer ég kalla hann það að öllu óbreyttu — vissi ekki hvað hann myndi taka sér fyrir hendur. — Og hann hverfur. — Ef til vill og ef til vill ekki. Bassenthwaite gat gefið mér eina visbendingu. Og til allar ham- ingju fyrir okkur hefur hann gott minni. Charles Archer var góður — mjöggóður — vinur roskinnar konu, frú Jones, sem rak stóra veitingakrá i Colston, rétt fyrir utan Sutwick. Hún kom i leikhúsið á hverjum mánudegi, tók sér fri úr kránni. Og Charles Archer fór þangað oft i hádegisverð á sunnu- dögum, en það var eini dagurinn sem hann átti fri. Meira veit ég ekki, Adamson, en þetta er betra en ekkert. Og ég vænti þess að ég geti hafið eftirgrennslanir minar i kvöld i þessari krá i Colston. Ég veit ekki einu sinni hvað hún heit- ir — Bassenthwaite kom þangað aldrei — en ég finn hana fljótlega. Og þú skalt fá fyrstu skýrsluna mina, snyrtilega vélritaða — ekki á morgun heldur hinn. Á föstu- dagsmorgun. Til þessa heimilis- fangs, er ekki svo — ha? Ágætt! Nú er ég búinn að leggja spilin á borðið, Adamson. Nú vil ég að þú gerir slíkt hið sama. — Hvað áttu við? — Ég á við — segir mér allt sem þú manst um hann föður þinn. Ég veit það er langt um liðið — Það eru þrjátiu og þrjú ár — — Það er allt i lagi. Segðu mér allt sem þú manst. Ég verð að fá að vita það. Það var svo sem ekki nema sanngjarnt, en Tom hefði getað geispað framan i hann. Samt þvældist hann gegnum næsta stundarfjórðung og tindi allt til sem til var i minni hans, en Crike sat með alvörusvip og krotaði i þvælda vasabók, sem virtist hafa leikið hlutverk i ótal mörgum hvimleiðum skilnaðarmálum. — Er þetta allt og sumt? sagði Crike þegar Tom þagnaði. — Já, þetta er allt og sumt. — Kærar þakkir, Adamson. Crike stakk vasabókinni niður. — Getur komið að gagni. Eða ekki. En eitt vil ég brýna fyrir þér — i alvöru. Gerðu þér ekki vonir um að hitta manninn sem þú hefur verið að tala um, ef mér lánast þetta. Sá maður er úr sögunni. Sitthvað hefur gerst á þessum þrjátiu og þremur árum — — Ég veit það, ég veit það. Tom virtist þreytulegur, vegna þess að hann var þreyttur. Hann var búinn að fá nóg af Crike, kannski hafði hann fengið nóg af þessum týnda föður sinum lika. Crike reis á fætur og fór að bursta vindlaösku af jakkanum sinum. — Það er eitt enn, Adam- son. Ég kemst ekki i bankann minn og ég vil komast af stað sem fyrst. Gætirðu látið mig fá fyrir- framgreiðslu upp í útgjöldin — bara til hagræðis? Þegar Tom hafði litið i veskið sitt, hikaði hann ögn. — Ég er með tuttugu pund á mér, Crike. Þú getur fengið þau, ef ég get ver- ið viss um að hótelið hérna kaupi af mér ávisun. Ég fer með gest út að borða i kvöld á dýru veitinga- húsi — — Aha! Aha! Crike breyttist ■O-íQí. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Lögregluforinginn. Þýskur sakamálaflokkur. Morð á hraðbrautinni Þýðandi Briet Héðinsdóttir 20.35 Með lausa skrúfuj-’innsk fræðslumynd um nýjar að- ferðir við kennslu barna, þar sem höfuðáhersla er lögð á að láta sköpunargáíu einstaklingsins njóta sin og losa um óþarfar hömlur. Þýðandi og þulur Hrafn Hallgrimsson (Nordvision — Finnska sjónvarpið). 22.10 tþróttir. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákvcðin. FÖSTUDAGUR 2. ágúst. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Rannveig Löve les þýðingu sina á sögunni „Fyrirgefðu manni, geturðu visað okkur veginn út i nátt- úruna?” eftir Benny Ander- son. (3). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morg- unpopp kl. 10.25. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Wolf- gang Schneiderhan og Fil- harmóniuhljómsveit Berlin- ar leika fiðlukonsert i D-dúr eftir Igor Stravinsky / Janet Bakersyngur með Sinfóniu- hljómsveit Lundúna „Dauða Kleopötru”, ljóð- rænt tónverk eftir Hector Berlioz / Claude Helfer leik- ur pianósónötu eftir Béla Bartók. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Katrin Tómasdóttir” eftir Rósu , Þorsteinsdóttur. Höfundur les (2). 15.00 Miðdegistónleikar.Jutta Zoff og Filharmóniusveitin i Leipzig leika Hörpukonsert i Es-dúr eftir Reinhold Gli- er, Rudolf Kempe stjórnar. Nikolai Ghiauroff syngur rússneska söngva við pianó- undirlcik Zlatinu Ghiaurcff. Filharmóniusveitin i Vin leikur „Hnotubrjótinn”, ballettsvitu eftir Tsjaikov- ský: Herbert von Karajan stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 1 leit að vissum sann- leika.Dr. Gunnlaugur Þórð- arson flytur ferðaþætti. (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað. Ragn- hildur Richter leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Samkeppni barna- og unglingakóra Norðurlanda — i. Guðmundur Gilsson kynnir. 20.50 islensk myndlist i ellefu hundruð ár. Siðari þáttur Gylfa Gislasonar um sýn- inguna á Kjarvalsstöðum. 21.30 Útvarpssagan: „Ar- minningar” eftir Sven Del- blanc. Sverrir Hólmarsson og Þorleifur Hauksson lesa. (11). 22.00 Fréttir, 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur: Kál og rófur. Gisli Kristjánsson ræðir við As- geir Bjarnason garðyrkju- bónda á Reykjum i Mos- fellssveit. 22.35 Siðla kvölds. Helgi Pét- ursson kynnir létta tónlist. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Ótrúlega lágf ver6 ^cmrnisuo Einstök gaeði MET EINKAUMBOO: TEKKNESKA BIFREIOAUMBOOID A ÍSLANDI BARUM BfíEGST EKK/ SoLUST ADIR: Hjolbarðaverkstæöiö Nybarði, Garöahreppi, simi 50606. Skodabúðin, Kopavogi, simi 42606. Skodaverkstæöiö á Akureyri h.f.#simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstööum, simi 1158. Bókhaldsaðsíoð með tékkafærslum f^BÚNAÐARBANKINN \fl/ REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.