Þjóðviljinn - 02.08.1974, Page 12

Þjóðviljinn - 02.08.1974, Page 12
3Ú0VIUINN Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Föstudagur 2. ágúst 1974. Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyfja- búða i Reykjavik 2.-8. ágúst verður i Ingólfsapóteki og Laugarnesapóteki. Tannlæknavakt fyrir skólabörn i Reykjavik er i Heilsuverndarstöðinni i júli og ágúst alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9-12 f.h. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Nixon að gefast upp? Washington 1/8 — Hvorki Nix- on forseta né lögfræðinga- og ráðgjafaskara hans hefur tek- ist að semja nýja hernaðar- áætlun sem forðað gæti forset- anum frá rikisrétti og hugsan- legri embættissviptingu. Yfirlýsingar forsvarsmanna Nixons sem hingað til hafa sýnt mikla kokhreysti eru nú orðnar fremur hjáróma. I einkasamtölum hafa þeir meira að segja viðurkennt að slagurinn i fulltrúadeildinni sé endanlega tapaður. Leiðtogi repúblikana i full- trúadeildinni, John Rhodes, er ekki einu sinni viss hvort hann greiðir atkvæði gegn máls- höfðun og segist ekki kunn- gera ákvörðun sina fyrr en i næstu viku. Vitað er að ákvörðun hans hefur áhrif á marga flokksmenn. Republikanar, þám. margir dyggustu stuðningsmenn Nix- ons, eru mjög efins um að hann hljóti stuðning þeirra 34 öldungadeildarmanna sem þarf til að hann komist hjá embættissviptingu, þeas. ef til málshöfðunar kemur en flestir viröast nú þeirrar skoðunar að svo verði. KYPUR: Tyrkir sækja enn NIKOSiU og New York 1/8 — Tyrknesi herinn réðst enn í dag á stöðvar grískra Kýpurbúa með sprengju- kasti og stórskotahríð. Gerðist það i bænum Lapithos sem er rétt utan við hafnarborgina Kyren- ia. íbúar bæjarins flúðu i morgun heimili sin vegna árásar Tyrkja. Tyrkir sóttu enn fram yfir vigiin- una eins og hún var þegar vopna- hléssamningarnir voru undirrit- aðir á þriðjudag og fóru framhjá bæjunum Lapjthos og Karavas. Starfsmaður Sþ skýrði frá þvi að Tyrkirnir hefðu tekið bæina eftir að þeir höfðu skotið á þá frá her- skipum. Fulltrúar Bretlands, Tyrklands og Grikklands hafa enn ekki byrj- að á þvi að fastsetja vopnahlés- linuna. Er ástæðan sögð sú að Tyrkir hafi ekki skipað sina full- trúa i nefndina sem verkið á að vinna. Bretar hafa mótmælt vopnahlésbrotum Tyrkja. Sovétrikin beittu i nótt neit- unarvaldi gegn tillögu i öryggis- ráðinu sem gerði ráð fyrir þvi að friðargæslusveitir Sþ mynduðu hlutlaust belti milli deiluaðila. 1 kvöld var öryggisráðið kallað Frnnska stjórnin: „SKJÓTIÐ FANGANA” PARÍS 1/8. — Franska stjórnin fyrirskipaði lög- reglunni i dag að skjóta á hvern þann fanga sem reyndi að flýja úr fangelsi. Þetta fylgir i kjölfar mikilla fangelsisóeirða sem kostað hafa sex fanga lifið. Michel Poniatowski innanrikis- ráðherra sendi I dag öllum lög- Peronisti skotinn Buenos Aires 1/8 — Vinstri- sinnaður peronisti og þingmaður var skotinn til bana i nótt á götu i Buenos Aires. Kona hans særðist alvarlega. Að sögn lögreglunnar skutu þrir menn á þingmanninn, Rodolfo Ortega Pena, þegar hann steig út úr bil sinum. Pena var fulltrúi Peronismo de base ( Peronismi alþýðunnar) i þinginu. Hann var einnig ritstjóri sósialiska timaritsins Militanzia' reglustjórum landsins þá fyrirskipun að ef fangar reyndu flótta skyldi fyrst skotið aðvörunarskoti en ef þeir stopp- uðu ekki skyldi skotið á þá. Poniatowski kveðst þeirrar skoðunar að stjórnvöld eigi enga linkind að sýna föngunum og hann hefur tilkynnt að boðuðum fangelsisendurbótum verði frestað þar til óróann lægir. Frestunina segir hann föngunum að kenna og muni stjórnin aldrei beygja sig fyrir þvingunum. Fangaverðir i Arras- héraði hafa lagt niður vinnu og lögreglumenn tekið við störfum þeirra. Verðirnir krefjast sambærilegra kjara við lögreglu- menn. Stjórnarskrá í Grikklandi Aienu 1/8 — Rikisstjórnin i Grikk- landi hefur ákveðið að stjórnar- skráin frá árinu 1952 skuli taka gildi á ný til bráöabirgða, sagði Karamanlis forsætisráðherra i dag. Undantekning er þó gerð með fyrstu málsgrein hennar en þar stendur að Grikkland skuii vera stjórnarskrárbundið konungsriki. Karamaniis sagði að griska þjóðin yrði sjálf að velja sér rikis- form en þar til það hefur verið gert gegnir forsætisráðherrann þeim skyldum sem stjórnarskrá- in leggur kónginum á herðar. Þetta merkir að stjórnarskrá sú sem Papadopoulos barði i gegn i ..frjálsum” kosningum i fyrra- •sumar er úr gildi fallin. Kara- manlis lagði áhersluáað þessi breyting kæmi sambandi stjórn- ar og hers i eðlilegt horf. saman til fundar til að ræða nýja tillögu sem svipar mjög til þeirr- ar fyrri. Fulitrúi Sovétrikjanna. Jakof Malik, skýrði svo frá er hann beitti neitunarvaldi að hann gerði það vegna þess að honum hefði ekki unnist timi til að kynna sér tillöguna nógu vel og hafa samráð við stjórn sina. 350 manns farast i flóðum Griskir kýpurbúar búast hér til varnar gegn tyrkjum en siðustu fréttir herma að ekkert lát sé á sókn þeirra siðarnefndu. Nýju Delhi 1/8 — Geysileg flóð herja nú á Bangladess og Assam- fylki i norðausturhluta Indlands. Að minnsta kosti 350 manns hafa misst lifið og mikið ræktarland hefur horfið undir vatn. Miklar monsúnrigningar hafa valdið þvi að áin Brahmaputra og ár sem i hana renna hafa flætt yfir bakka sina á stórum svæðum. Samkvæmt indverskum hejmiid- um hafa um 100 manns misst lifið i Assam og i Bangladess hafa um 250 manns farist. Miljónir manns hafa misst heimili sin. HAAGDÓMURINN: Byggður á grundveUi samningsins frá 1961 Osló 1/8 — Norska fréttastofan NTB hef- ur nú fengið i hendur frekari gögn um dóm þann er á dögunum féll i Haag um land- helgisdeiluna. Þar kemur fram að þeir fjórir dómarar sem voru andvigir niður- stöðum dómsins hafi ekki, eins og margir halda verið hliðhollari íslendingum ? heldur þvert á móti. Dómararnir tiu sem stóðu að endanlegum úrskurði dóm- stólsins tóku það skýrt fram að dómurinn snerti ekki rétt- mæti útfærslunnar frá sjónar- miði þjóðréttar heldur hafi einungis verið skorið úr um rétt íslendinga til útfærslu gagnvart Þjóðverjum og Bret- um. Þeir dæmdu sumsé á grundvelli samningsins ill- ræmda frá 1961. Hinir f jórir vildu hins vegar dæma úfærsluna ógilda sam- kvæmt þjóðréttarreglum ,sem er nokkuð einkennileg afstaða, ef litið er til þess að um þær reglur er einmitt þessa dag- ana verið að fjalla i Venesú- ela. SUÐUR-KÓREA: 99 FRELSIÐ KOSTAR PENINGA” SEOUL 1/8 — Kim Jong-Pil forsætisráðherra Suður- Kóreu sagði í dag að ekki kæmi til mála að koma aftur á almennum lýðréttindum í landinu fyrr en f fyrsta lagi eftir sex ár en þá væntir stjórnin þess að efnahagur landsins hafi rétt úr kútnum. — Það er ekki hægt að tryggja bað þau styðja við bakið á stjórn- frelsi eða öryggi þegnanna án _ inni svo hún fengi náð þeim efna- peninga og sama gildir um öryggi rikisins. Ef við öflum okkur ekki fjár leggur Kim II Sung landið undir sig, sagði hann. Ráðherrann fór þess á leit við erlend riki — og þá einkum Bandarikin — að þau sýndu Suð- ur-Kóreu skilning i þeim vand- ræðum sem landið á við að etja og 400 teknir í Perú Lima 1/8 — Lögreglan i Lima, höfuðborg Perú, hefur handtekið yfir 400 manns fyrir mótmæli gegn ákvörðun stjórnarinn^r um að yfirtaka fiest stærstu dagblöð landsins. Ástæðan fyrir yfirtök- unni var sú að blöðin gagnrýndu stjórnina. hagslegu markmiðum sem hún stefnir að. Um siðustú áramót setti forseti landsins, Park Chung Hee, lög sem banna alla gagnrýni á stjórnarskrána. I reynd virka þau þannig að öll andstaða við forset- ann og stjórn hans er bönnuð. Um 50manns hafa fengið dauðadóma eða langa fangelsisdóma fyrir brotá lögum þessum. Einn þeirra er helsti andstæðingur Park i sið- ustu forsetakosningum, Kim Dae Jong. Bandarískt frum- varp um 200 mílur Washington 1/8 — Viðskipta- nefnd öldungadeildar Banda- rikjaþings fagnaði mjög er tekið var fyrir frumvarp sem gerir ráð fyrir útfærslu banda- risku fiskveiðilögsögunnar i 200 milur. Frumvarpið stefnir að þvi að vernda bandariska fiskimenn gegn erlendri sam- keppni. Samkvæmt frumvarpinu eiga erlend fiskiskip sem veiða innan 200 milna að lúta i einu og öllu þeim reglum sem bandarisk stjórnvöld setja. Bandariskir fiskimenn hafa á siðari árum kvartað mikið undan ásælni erlendra fiski- skipa, einkum sovéskra. Frumvarpið verður næst tekið fyrir á fundi deildarinn- ar allrar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.