Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 2
I 2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. september 1974. 1 kvæöi slnu, Hörpuskel, minn- ist Guðmundur Böðvarsson vetr- arkvölds i bernsku sinni, þegar þetta sigilda og einfalda leikfang, hörpuskelin, varð honum dýr- gripur og teikn frá djúpsins dun- andi söndum: Hvað snerti það mig þó að hríðaði meira og meira I myrkri og snæ, fyrst dýrðlegri hafnið fékk enginn annar að heyra né átti sér blárri sæ i kvöldvökulok er ég lagði þig mér við eyra i litlum bæ. Þó að þetta kvæði sé heillandi lýsing á imyndunarafli barnssál- ar, finnst mér mega leggja i það aðra og dýpri merkingu. Þegar Guðmundur var orðinn þroskaður listamaður, varð það sterkasta sérkenni hans að sameina fölskvalausa átthagaást og heitan áhuga á friði og hamingju alls mannkyns. Hvor þessara kennda magnaði hina, glöggskyggni á un- að hins næsta og hins fjærsta var honum jafn eiginleg. Ég ætla mér ekki þá dul að gefa neinar skýringar á þroskaferli Guðmundar sem listamanns og göfugmennis, en þó má vera, að einhverjum þætti fróðlegt að heyra dálitið um æviferil hans og umhverfi. Hver getur þá dregið af þvi sinar ályktanir. Litli bærinn, sem um getur i Hörpuskel, er efalaust Kirkjuból. Þar hófu foreldrar Guðmundar búskap um aldamótin, þau Böðv- ar Jónsson og Kristin Jónsdóttir. Kirkjuból var smájörð, aðeins skák I Siðufjalli milli Hvamms og Bjarnastaða. Þarna bjuggu þau ,,við litinn auð — en enga nauð”, eins og Guðmundur segir. Jón og Þorsteinn voru eldri bræður Guð- mundar, mikil prúðmenni og sæmdarbændur i Borgarfirði, þegar þeir fengu aldur til. Kristin móöir þeirra var mild og hófsöm kona af traustum og merkum borgfirskum bændaættum. Það vill svo til, að af frændum hennar og forfeðrum eru til sagnir um ó- venju þroskaða réttlætiskennd i afskiptum af viðureign valds- manna og litilmagna. Egill á Þor- gautsstöðum Draut gapastokkinn i Siðumúla, en sæmdarmaðurinn Daniel á Fróðastöðum tók upp hnifinn, þegar binda skyldi Þiðrik sveitunga hans. En I þeim ættum var lika margt um gáfað fróð- leiksfólk, og þangað á kyn sitt að rekja ung skáldkona úr Hvitár- siðu, Þuriður Guðmundsdóttir. Kristin móðir Guðmundar varð ekki langllf, hún dó úr taksótt i köldum og hriplekum bænum á Kirkjubóli haustið 1914, þegar Guðmundur var 10 ára. t Brekku- kotsannál setur Halldór Laxness fram þá köldu kenningu að ungu barni sé hollt að missa móður sina og þar næst föður sinn. Og með öllum þeim fyrirvörum, sem höfundurinn hefur eflaust ætlast til að settir yrðu, má kannski segja, að i þessu sé mikill sann- leikur fólginn. Föður sinum Böðvari hefur Guðmundur sjálfur lýst svo vel, að þar hef ég auðvitað engu við að bæta. Þar kemur fram að Böðvar hefur verið fljúgandi gáfaður og skemmtilegur maður, en ör i lund og funaði upp, ef réttlætiskennd hans var misboðið. En langrækni skildi hann ekki og kallaði hana fýlu. Ekki að undra að maður með slika skapgerð læsi Þyrna og lærði spjaldanna á milli. Um ætt Böðvars er til þess tekið, að þeir hann að Gilsbakka i Hvitársiðu, sem var prestsetur og mikið menningarheimili. Með sínum hröðu gáfum tókst honum að afla sér þar ótrúlega mikillar mennt- unar og menningar i hjáverkum frá vinnumennskunni. Eitt sinn var hann svo óheppinn að verða handlama i glimu. Séra Magnús Andrésson, sem var orðinn blind- ur, fékk hann þá til að lesa fyrir sig um tima. Fyrir valinu varð dönsk bók um sálarrannsóknir, „Sjælens Bevidsthed”. Fór nú saman, að klerkur var orðlagður snilldarkennari, eins og Árni Þór- arinsson hefur best lýst, og nem- andinn gerhugull, og er ekki að orðlengja, að Guðmundur gleypti þarna I sig dönskuna. En eina skólagangan hafði verið i far- skóla hjá föður minum, Bergþóri I PALLBERGÞORSSON: SKÁLDIÐ OG HVÍTÁRSÍÐAN Guðmundur Böðvarsson 18 ára. voru allir þremenningar, Halldór Laxness, Stefán Jónsson rithöf- undur og Guðmundur Böðvars- son. Langamma þeirra allra var sem sagt Margrét Þorláksdóttir, sem bjó I Fljótstungu I Hvitár- siðu, en var ættuð frá Harrastöð- um I Dalasýslu. tslenskar bók- menntir væru svipminni, ef henn- ar hefði ekki notið við. Slikar gáf- ur skjóta ekki allt i einu upp koll- inum i ættum, og til dæmis telur Kristleifur á Kroppi i ritum sin- um, að miklir hæfileikar og greind hafi búið I föðurbróður Böðvars, Guðmundi Böðvarssyni frá Hallkelsstöðum, fátækum veiðimanni og kvæðamanni i Hvítársíðu á 19. öld. Eftir lát Kristínar á Kirkjubóli hætti Böðvar búskap um árabil. Guðmundur var siðan I tvö ár á Bjarnastöðum og eftir það i nofek- ur ár i Reykholtsdal. Þá ifcm INGIMAR JULIUSSON: VIÐ LÁT GUÐMUNDAR BÖÐVARSSONAR Eitrið sem þeir dreifðu yfir skóga Vietnams og eyddi grænu skrúði þeirra — hve fjarlægt var það okkur nú hefur það fallið á fimmtíuogfimmþúsund tré okkar fátæklegu skóga — lauf þeirra eru sviðin á þessu vori stofninn laufgræni í Hvítársíðunni hann sem bar í sér lífsmáttinn sem ekkert eitur fær grandað — fallinn er hann fyrir exi skógarhöggsmannsins fuglar himinsins hafa borið frjó hans um landið — vonina um líf og laufgræna skóga að nýju Fljótstungu, hluta úr tveim vetr- um. Þeir voru þremenningar og góðir vinir, og hér má skjóta þvi inn i að báðir hneigðust til rót- tækra þjóðmálaskoðana, þegar á leið ævina. Ég veit sannast að segja ekki, hvor hafði þar fremur áhrif á hinn. Þegar nú Guðmund- ur var á Gilsbakka og mennta- þorstinn vakinn, kom til mála, að hann flyttist vestur um haf til frænku sinnar og fengi aðstöðu til náms. Þetta tók Böðvar faðir hans ekki I mál, það ýfði þau gömlu sár að sveitin hafði sent foreldra hans til Vesturheims i fátækt þeirra. En hann féllst á að greiða fyrir þvi, að Guðmundur yrði laus úr vinnumennskunni um sex vikna skeið til þess að gefa sig að námi á Gilsbakka. Þá var Ragnheiður dóttir séra Magnúsar nýkomin frá Danmörku, mikil gáfukona og kennari eins og hún átti kyn til, og hún mun aðallega hafa stjórnað lestri Guðmundar. Þar var vist ekki slegið slöku við, og til dæmis náði hann þeim tök- um á ensku á þessum stutta tíma, að hann gat slðar tekið að sér að verða milligöngumaður félaga sinna I koiavinnu I Reykjavík og Englendinga, sem semja þurfti við. Sömu málakunnáttu notaði hann sér, þegar hann þýddi kvið- ur Dantes með glæsibrag. Þegar Guðmundur var tólf ára, komst frændi hans einn i visur, sem drengurinn hafði skemmt sér við aðsetja saman og kom þeim á framfæri við barnablaðið Æskuna. Þetta upphaf skáldskap- arferils hafði sorglegan endi, þvi að við kirkju á Gilsbakka nokkru slðar lét vinnumaður þar þess getið I heyranda hljóði, að i Æsk- unni stæði, að visur, sem borist hefðu frá Guðmundi Böðvarssyni, væru ekki nógu góðar og þyrftu lagfæringar við, ef þær ættu að birtast. Þetta var þvi meiri hneisa, sem visnagerð var annars afar mikið stunduð i Hvitársiðu, og sá var varla maður með mönn- um, sem ekki tók þátt i henni. Kunnugir menn segja, til dæmis Sigurður frá Haukagili, að ungmennafélagsblöð frá þessum tima geymi talsvert af þessum kveðskap, og þó að hann væri misjafn, hafi þar komið fram ýmsir mjög efnilegir ljóðasmiðir. Meðal þeirra var Ragnheiður á Gilsbakka, og vist er að hún mun fljótlega hafa séð hvað I Guð- mundi bjó. Hún hvatti hann þvi tii skáldskapar með ráðum og dáð, og fyrir það á þessi aldna öðlings- kona á Hvitárbakka skilið alþjóð- ar þökk. Nokkru eftir dvölina á Gils- bakka var Guðmundur einn vetur i verkamannavinnu i Reykjavik, en hún var stopul, og þá voru stundirnar vel notaðar á Lands- bókasafninu. Þess er rétt að geta, að á þess- um árum var mikill hugur I is- lenskum skáldum og rithöfundum að reka af sér slyðruorðið og leggja jafnvel undir sig heiminn. Framaferill Gunnars Gunnars- sonar var hafinn. Jóhann Sigur- jónsson var orðinn frægur. Hall- dór frá Laxnesi ætlaði sér ekki lit- inn hlut, en menn þekktu vel til hans i Hvltárslðunni.‘Davið hafði slegið nýja strengi. Þórbergur sendi frá sér bréfið fræga til Láru. Ég veit ekki, hvaða áhrif þessi alda hefur haft á Guðmund, en svo mikið er vist, að á þessum árum tekur hann þá ákvörðun að takmarka sig ekki við tækifæris- vísurog bæjarimur, heldur skyldi hærra stefnt. Árið 1926 fluttist Guðmundur loks heim að Kirkjubóli með föður sinum, sem nú hafði gift sig i ann- að sinn, en lést af slysförum eftir 6 ára hjúskap árið 1932. Þá má segja að lokið væri erfiðum reynslutíma Guðmundar, en þó gjöfulum og dýrmætum á margan hátt. Nú hefjast manndómsárin, og mikið var bjart yfir Guðmundi á Kirkjubóii á þessum timum. Á næsta bæ, Hvammi, var að alast upp ung og fögur unnusta hans, Ingibjörg Sigurðardóttir, þre- menningur við hann, komin af Margréti i Fljótstungu. Móðir hennar var Helga Jónsdóttir, mikil hetja i alþýðustétt, sem Eðvarð Sigurðsson sagði eftir- minnilega frá i útvarpsþáttum sinum um Grimsstaðaholt bernsku sinnar. Og nú fer Guð- mundur að finna hinn sanna tón ljóða sinna: Kyssti mig sól og sagði: Sérðu ekki hvað ég skln? Gleymdu nú vetrargaddinum sára, gleymdu honum ástln min. Nú er ég átján ára. Það var mikill hlýleiki og feg- urð yfir búskapnum á Kirkjubóli. Birkið tók að teygja sprota sina upp úr fallega hvamminum, byggingar voru reistar af hagleik og smekkvisi, túnið stækkaði, listgripir voru skornir út, járnið hamrað i smiðjunni, hverfisteinn- inn var stiginn, og ljárinn hvein. Manni fannst, að á Kirkjubóli væri alltaf vor. Og börnin uxu úr grasi, „stúlkan og drengirnir tveir”. En hafi verið vor i búskap Guð- mundar, þá var það þó enn frem- ur I ljóðabókum hans, sem nú fóru að koma út hver af annarri. Eina af fyrstu bókunum hans las ég á göngu milli bæja, og tilsýndar hefur það liklega verið undarlegt ferðalag^, staðnæmst hvað eftir annað þar sem skjólsælast var i vorgolunni. Samt var þetta ekki illa viðeigandi umhverfi til að lesa slikar bókmenntir. Ekki var það þó eingöngu dásömun náttúr- unnar, sem hreif mann, heldur allt eins sú næma réttlætiskennd, sem upplag og uppeldi höfðu gefið skáldinu i rikari mæli en flestum öðrum. Það er sagt að enginn sé spámaður I sinu föðurlandi, og ekki munu Hvitsiðingar almennt hafa gengið á undan i þvi að meta kvæðagerð Guðmundar, en þeir tóku þó ekki illa við sér og lang- flestir glöddust af heilum huga yfir velgengni hans. Og nú er hægt að fara fljótt yfir sögu. Arin liðu i fögru samræmi og sambýli búskapar og skáld- skapar, þangað til óhjákvæmilegt lögmál lífsins tók smám saman i taumana og batt endi á þetta mikla ævintýri Hvitársiðunnar. Á efri árum fluttist Guðmundur um tima i kaupstaðinn, til Hafnar- fjarðar, og gerðist þar bókavörð- ur. Margir hugðu gott til fyrir hans hönd og töldu nú aðstöðu hans mundu batna til að sinna hugðarefnum sínum. Sjálfur leyndi hann þvi þó aldrei, að i Hafnarfirði væri hann gestur og mundi fljótlega snúa aftur heim, enda varð sú raunin. Heilsan hékk á veikum þræði, en svo lifs- reyndur og vitur maður sem Guð- mundur fann að besta heilsugæsl- an var sú að taka upp fyrri hætti, stunda jöfnum höndum erfiðis- vinnu og starfsemi i þágu fegra lifs og lista. Með eigin höndum byggði hann sér nýtt hús heima á Kirkjubóli og þar liðu siðustu árin þeirra hjónanna, við mikla virð- ingu og vináttu allra góðra manna. 1 þessu spjalli um Guðmund Böðvarsson hef ég aðallega hald- ið mig við umhverfi hans og skil- yrði, en ekki lýst manninum sjálf- um að ráði, enda munu aðrir gera það betur. En það er erfitt að hugsa sér skemmtilegri, einlæg- ari og hlýrri persónuleika og fjöl- hæfari gáfur. Atvikin höguðu þvi svo, að ljóðið varð viðfangsefni hans, en mér er nær að halda, að hann hefði getað náð afburða árangri á ýmsum fleiri sviðum, i málaralist, höggmyndalist eða tónlist. En um það tjáir ekki að tala, ekki heldur um það, að hon- um skyldi ekki endast lengur ald- ur. Að leiðarlokum er það gleðin yfir þvl, að Hvitársiðan skyldi eiga slikan son, sem er fyrir öllu. Páll Bergþórsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.