Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. september 1974. SKÁLDFÁKUR Sölvi litli i Þverbrekku situr undir vegg með sundurbrotinn legg og rekur fyrir baldursbránni raunatölu sina: Grátlegt er að sjá þig Gullfaxinn minn, góði hesturinn. Fyrir ofan Gestagötur gerði ég mér bú, gersemin varst þú: — nú eru bara Blesi og Pina. Alltaf varstu ljómandi og liðugur sem áll, svo langur og háll og ólikur i flestu varstu aumingjunum tveim sem áttu bara að kimla böggunum heim, sem höfðu flóka i faxi og heldur stuttan stert sem stifinn var um þvert, og enginn látúnsbóla i endanum á þeim. Stökkvandi fer bylurinn af Brúnunum fram: brokkandi fer stormurinn um Sand og Votahvamm: skeiðandi fer rigningin um Hnapp og Tæputó: töltandi fer blærinn um dreyramó: gangandi fer Sölvi litli um Seljadal og Kinn, sorgarbróðir minn. Bágt er að missa i byrjun ferðar besta hestinn sinn. Kvæðin hér á opnunni og kvæðið á forsíðunni eru áður óbirt Ijóð eftir Guðmund Böðvarsson. Guömundur Böðvarsson held ég sé enn eitt dæmi þess hve skól- ar virðast ónauðsynlegir til aö menta skáld á íslandi ef þau sinna köllun sinni af alúð. Frammá þessa öld hefur islenskt mannlif einsog þaö kemur fyrir af skepnunni verið islendlngum duganlegur skáldaskóli. Að visu hafa oft borist hlngaö skólastefn- ur og skáldatiskur úr Evrópu, sumpart meö læröum Islending- um, sumpart I bókum, eða I sam- floti með trúarbrögðum sem voru lpgleidd hér, en þessar stefnur urðu aldrei innlyxa I útúrboru- hópum svo sem tltt er ytra, held- ur drap þær nokkurnvegin jafnt I gegnum mannfélagið. Páfakirkj- an sem gerst hafði arftaki Róma- veldis, og soðiö saman I eitt kreddur þess ríkis, slna úr hverri kennilega háu stigi miöað við önnur evrópulönd. Laungum hef- ur verið talið, að klaustrin, sem sett voru meö múnkum af bænda- stétt, hafi verið þeir staðir þar sem gullaldarbókmentir okkar séu upprunnar. Þó þykir mörgum nútimalesara erfitt að koma þvl sarnan og heim hversu vera megi að þessar bókmentir séu samdar af klausturbyggjum og rétttrúuð- um klerkum. Einkum eiga kunn- ugir menn kaþólskum trúaraga bágt með að imynda sér Islend- Ingasögur samdar undir Bene- diktsreglu, sem flestir múnkar hér munu hafa lifað eftir, þaráof- an á blómaskeiöi Rannsóknar- réttarins. Hér er ekki staður né stund til að rekja þessar þver- sagnir, en þó má benda á að eing- in stórmæli eru talin aö fullu leyst hefur tilamunda þekt þýölngar is- lendfnga á latinudóti sem var upprunalega teingt grisku, einsog Trójumannasögu og gerir sjálf- stæðan útdrátt úr henni I eddu sinni. Þó nágranni Snorra, Guðmund- ur á Kirkjubóli, hafi verið smá- bóndi, hefur hann samsvarandi þekkingu á evrópskum bók- mentum sins tima og stórbónd- inn I Reykholti hafði að sinu leyti. Tildæmis er hann handgeinginn höfuðskáldverki I kaþólskum miðaldabókmentum einsog Gleðileik Dantes, sem Snorri var að vlsu vítalaus af þó hann þekti ekki (Dante er fæddur eftir dag Snorra). Kirkjubólsbóndi hefur meira að segja islenskað tólf kviður Gleðileiksins af slikri hind að ég fæ ekki betur séð en sam- HALLDOR LAXNESS: Frá arkadíu- mönnum áttinni, hún gerði fleira en flytja híngað ný trúarbrögð; letur með bókviti útbreiddi hún I hverjum afkima landsins og kom þannig I opna skjöldu fákænum en gáfuð- um eyarskeggjum sem hér þrumdu I andlegu samneyti við stokka og steina. Að visu hófst ritöld islendlnga með latlnu, en þjóðin naut smæð- ar sinnar I þvl aö hér þreifst ekki lokuð musterisstefna bókmenta I blóra við daglegt lif almennlngs, enda snemma tekinn upp háttur sem fágætur var I Evrópu, að rita á þjóðmálinu i stað þeirrar túngu sem var kend viö lærða menn. Jafnvel á tólftu öld, áður en byrj- að var að semja nokkra Islend- ingasögu, voru helstu bókmentir Evrópu, bæði I formi lærdóms og skemtunar, islendingum kunnar af þýölngum, eöa verk höfðu ver- ið samin uppúr þeim við hæfi okk- ar. Þegar samning Islendinga- sagna hófst á 13du öld vorum viö þegar orðin bókmentaþjóð á ein- I islendingasögum nema með fulltlngi kaþólskra sakramenta, skriftum, aflausn og yfirbót, og þá allra helst I Róm, og þángað fóru báðir, Flosi og Kári, að þiggja aflausn, segir sagan. Einn er sá höfundursem hátt ber á gullöld bókmennta vorra, og sviftur hefur verið sameiginlegu sérkenni á höfundum fornsagna, nafnhulu sinni, og sá var ekki klausturmaður; það er Snorri Sturluson. Hann var hinsvegar tvielleftur stórbóndi. Þó hann hafi lifað æsku slna á kunnu mentabóli verður ekki séð, svo ég viti, að hann hafi tekið neinar vlgslur; og þó liklegt sé að hann hafi verið stautfær á eingilsaxnesku einsog fleiri höfundar Islenskir á hans tið, er ekki vissa fyrir þvl að hann hafi veriö latlnumaður aö ráði. A hans dögum haföi bókmenníng rlkt á tslandi, fyrst latnesk, siðan Islensk, I 6—7 mannsaldra, og hefur þessi arfur látið um sig glögg merki I verki hans. Hann jöfnuð þoli við þýðíngar verksins mér handbærar á höfuötúngum, þó Guðmundur væri að sjálfs sin sögn ólæs á túngu frumtextans — einsog reyndar Snorri á grisku og latlnu þrátt fyrir trójumannataut sitt og annan lærdóm i Eddu. Það hefur einlægt mátt furðu gegna hve Islendingar voru snjóskir að ná sér I bækur. Eitt sagnaskáld sem ég hef leingi brotið heilann um, og Guð- mundur Böðvarsson hefur gert mér nokkurnegin skiljanlegan af samanburði, er höfundur Eyr- byggju. Þó sá höfundur sé reynd- ar svo kaþólskur að hann kemur sér I bobba til þess að láta Fróð- árundur, og annan draugagáng sem kirkjan lagði bann við að trúa, gerast áður en kristni var lögtekin, þá getur held ég einginn sem hefur nasasjón af klerklegum bókmentum látið sér detta i hug að Eyrbyggja sé rituð af múnki, presti eða biskupi. Það er jafn óhugsandi að hún sé samin af hjú- mörgum stórbónda, svo margar * Guömundur ásamt konu sinni, Ingibjörgu Sigurðardóttur, sem léstárið 1971. ' W' J ■ t UirI^' mk í ’ 1 [ 1 4 * ‘ i J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.