Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 „FYLGD í minningu Guðmundar Böðvarssonar Lestin mikla mjakast i sifellu hjá, „ættstofnsins saga, örlög vor stór og smá”, allir sem sólin kyssti. Þeir stiga úr söðlum hjá túnhliði, taka sér i tröðinni dvalir: Höfum bið, það var hér sem gróðursins drottinn gisti. Og þar er i grasi fagnað til ferðar búnum fráneygum hörpusveini á gángvara brúnum: kvöldskin kvikar á vaungum. Hann slæst i hópinn. Okkur til leiðsagnar er fylgd hans þó vis: fylgd þér og mér. Fylgd. Hvar sem við gaungum. Þorsteinn frá Hamri. Þegar ég skrifa þessi orð liggja á borðinu hjá mér tvö handrit, skrifuð af Guðmundi Böðvarssyni. Annað er kvæðið Fylgd, þessi barnslega einfaldi, kristalstæri ástaróður um landið og skyldur okkar sem i landinu bú- um: Ef að illar vættir inn um myrkragættir bjóða svikasættir svo sem löngum ber við i heimi hér, þá er ei þörf að velja: þú mátt aldrei selja það úr hendi þér. Hittkvæðið er Fjallbaksvegur.og ég man enn eftir til- finningunni sem hrislaðist niður hrygginn á mér þegar ég las það: Nú veistu — nú veistu hver arfleifð aldanna var til islendingshjartans á grýttum förumannsvegi: sú freisting að velja sér skjól undir skútanum, þar sem skaflinn mun verða mestur á næsta degi. Nú grunar þig hversvegna er reimt þegar rökkvar i fönn og rjúkandi bylurinn ærist að lúðri sinum, nú skilur þú lika hversvegna sagan er sönn um svefninn i snjónum er lokaði augum minum. Ég reisi min bein upp við dogg i dynjandi hrið. Þá dregst ég á fót og sveima á öræfaleiðum, ég leita að sporum, ég legg við hlustir og bið— og lengi er þó nokkur fengs von á Islenskum heiðum. Þvi til eru þeir sem streitast með bogin bök þó bjóðisl þeim uppgjöf i skjóli og lokkandi friður hvað tæpt sem þeir standa hvað krappt sem þeir verjasti vök þá vilja þeir samt ekki grafa sig lifandi niður. Og bylurinn æðir og felur hið fölnaða lyng og frostsins helkaldi eldur i myrkrinu brennur, og vei og vei — samt ganga þeir heldur i hring á holtinu, þar til dagur i austri rennur. Trúðu þeim ekki! Þeir trássast við dauða sinn og tönnlast á þvi að fögur sé morgunsólin. — En fylgdu mér fast i dimmunni, drengur minn. í Dauðsmannsgili skulum við halda jólin. VEISLA HANS BRÁST ALDREI EFTIR MAGNUS KJARTANSSON Ég minnist ekki á þessi ljóð vegna þess að ég ætli mér þá dul að fjalla um kveðskap Guðmundar Böðvarssonar eða skipa honum til sætis i islenskri bókmenntasögu, eins og hátiðlegir fræðimenn komast að orði. Það gera vafalaust aðrir sem lært hafa til slikra verka. Raunar er samskiptum minum við ljóð þannig háttað að ég lit á þau sem einkamál sem ekki hlýði að bera á torg. En þvi minnist ég á þessi tvö kvæði að þau eru, ásamt fjölmörg- um öðrum ljóðum og greinum, framlög Guðmundar Böðvarssonar til þeirrar stjórnmálabaráttu sem háö hefur verið á Islandi undanfarna áratugi. Guðmundur var einarður hernámsandstæðingur og sósialisti að hug- sjón, og hann haggaðist aldrei á hverju sem gekk. Hann leit á sig sem óbreyttan liðsmann i þeirri baráttu, þótt við hinir vissum gerla hvern höfðingja og leiðtoga við áttum þar sem hann var. Og liðveisla hans brást aldrei. Þegar mér fannst mikið liggja við i baráttunni leitaði ég einatt til Guðmundar Böðvarssonar og bað hann að yrkja ljóð eða skrifa greih i Þjóðviljann, og ég man ekki til þess að hann hafi nokkurn tima skorast undan. Drægi hann i efa að hann gæti hjálpað mér urðu efndirnar ævinlega betri — handritin tvö á borðinu hjá mér eru til marks um það. Og einu gilti hverju við fundum upp á, hernámsandstæðingar, tii þess að vekja athygli á mál- stað okkar, alltaf áttum við kost á liðsinni Guðmundar Böðvarssonar. Stæltastur var hann þegar mest reyndi á, á timum kalda striðsins þegar þess var freistað að gera Islenska sósialista að óbótamönnum og utangarðslýð i augum þjóðarinnar. Þá og endranær bauðst honum vissulega „uppgjöf i skjóli og lokkandi friður”, en hann hafnaði þeim boðum þótt sumir ágætir menn þekktust þau, hann vildi „ekki grafa sig lifandi niður”. Við Guðmundur Böðvarsson hittumst aldrei að stað- aldri, en við vissum ákaflega vel hvor af öðrum þann tima sem við þekktumst. Ætti ég leið um Borgarfjörð hylltist ég til að sækja hann heim, og ætti hann erindi til Reykjavikur kom hann oftast við á ritstjórnarskrif- stofum Þjóðviljans, hann birtist allt i einu i gættinni hjá mér andlitið bjart eins og ljómandi sól undir svartri alpahúfunni og sposkur glampi i augunum. Við höfðum gaman af að tala saman i hálfkæringi, en þegar við kvöddumst fannst mér ég alltaf vera auðugri og sterkari en ég hafði verið áður. 1 þessum lágvaxna, beinasmáa, grannholda manni bjó einhver óbilandi lifsorka, einhver yfirskilvitleg vizka, sem i vitund minni urðu ekki greind- ar frá landinu sjálfu og þjóðarsögunni i ellefu aldir. Guðmundur Böðvarsson vareinn af föstu punktunum i tilveru minni, og hún breyttist þegar hann lést. Ég er ekki einn um þá tilfinningu. Þegar ég kom i Borgarfjörð- inn i sumar og fann jörðina skjálfa undir fótum mér, sögðu margir gamlir Borgfirðingar að þetta væru jar- teikn vegna þess að Guðmundur væri allur. Auðvitað er það sannari skýring en hinar sem jarðfræðingar hafa fundið upp á. Magnús Kjartansson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.