Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur I. september 1974. GESTUR ÞEGAR OKKAR ER FARINN Gubmundur Böðvarsson og Kristján frá Djiipalek. Þegar Lao-tse kvaddi siöasta gestgjafa sinn á leiðinni til himin- fjalla, skildi hann eftir nokkur blöð, er hann hafði skráð á hugs- anir sinar. Þó gestgjafinn hafi án efa saknaö þessa einfara, lagðist hann ekki i sút og vil, heldur las hann blöðin og hugfesti efnið. Og slik voru þau honum, að hann varðveitti þau handa heiminum. Og þó aldirnar hafi runnið hjá, er „Bókin um veginn” enn ein feg- ursta perlan i gimsteinasafni bókmenntanna. Skáld eru þannig gestir. Guðmundur Böðvarsson var þjóð sinni slikur. Við skyldum þvi þagga sorg okkar við brottför hans, en taka fram bækur hans og njóta hugsana mikils skálds og góðs drengs. Hann arfleiddi eftir- komendur að þeim eina auði, sem eigi fellur i gengisbyltingum tim- ans né ryð grandar. Þvi þó Guðmundur væri ekki stórbrotn- ast islenskra skálda, þá var hann elskulegastur, og sá, er bjó sér varanlegastan samastað ,,i brjóstum, sem að geta fundið til”. Guðmundur var ekki mikill maður að vallarsýn, þó var hann tveggja manna maki og vel það. Nokkrir menn eru gæddir þeim eiginleik, að geta án hávaða af- rekað margra manna starfi, unn- ið þó allt vel. Guðmundur var meðal góöbænda i Borgarfirði og þeirra jafnoki i búskap. Hann dró ekki af sér viö ræktun og upp- byggingu að kalli timans. Hann var snyrtimenni hið mesta og unni mjög bústofni sínum, eink- um hestum. Hann var smiður góöur og vann að járnsmiðum sér til búdrýginda framan af. Hann skar einnig drauma sina i tré og skóp fallega gripi til gjafa og heimilisprýði eins og Bólu- Hjálmar. Hann eyddi drjúgum tima i að planta trjám og hlú að skrúðjurtum á heimili sinu og sinnti urmul af gestum án þess yröi vart að hann skorti tima. — En auk alls þessa, sem virðist gott dagsverk, orti hann þau ljóð, skrifaði greinar og sendibréf, sem einnig mætti kalla mikið ævi- starf hverjum manni. Þetta verð- ur ekki skilið auðveldlega, en ger- ist þó, að einn maður vinnur tveggja til þriggja manna verk, hefur þó nægan tima aflögu til að sinna þeim dægradvölum, sem gefast, sinna félagsmálum og fylgjast með i bókmenntum. Ekk- ert er vanrækt, af engu misst, enda litt fjasað um annriki, kannski er það vart skynjaö. Þannig var Guðmundur og raun- ar nokkrir fleiri andans jöfrar um alla heimsbyggð. En hvaö veldur hér um? Óskiljanlegt. Eg eignaðist fyrstu bók Guðmundar, er hún kom út, og varð mjög snortinn af sérkenni- iegum töfrum ljóðanna, hann var þá mótaður ljóðasmiður. Við hóf- um að skrifast á 1939, og stóðu þau bréfaskipti án þess ár félli úr, allt að brottför hans. Þessi bréf skipta þvi nokkrum tugum og eru vel geymd. Það var samkomulag okkar i milli, aö bréf okkar skyldu innsigluð og geymd öllum mönn- um hulin næstu 50 ár. Einkabréf eru ekki lesning fyrir samtima fólk, sist bréf manna með skap- gerð skálda. Þar er talað fullum hálsi, dómar felldir og hjartans- mál rædd. En góöur lykill ættu þau að geta orðið afkomendum, að hugarheimi okkar, séð úr hæfi- legri fjarlægð. Hinsvegar þarf ekki að fara krókaleið að sál Guðmundar. Hann er allur i ljóð- um sinum og ritum, óvenju heill, vitur og ljúfur. Hann unni heima- byggð sinni af alhug og öllu lif- andi og gróandi lifi. Náttúran var honum stöðugt yndi og uppspretta ljóða. Hann unni og landi sinu öllu og sögunni i heild, en ekki siður hinum smærri þáttum, sem bundnir eru stað og tima. Oft eru þeir þættir harmsaga, grimmd eða forlagaglettur. Þessa dul- ræðu örlagakynngi lifs og staða, kunni Guðmundur að tjá öðrum betur, og harmleikurinn átti sterk tök i brjósti hans, eigi siður en gleöin. Ég ætla mér ekki þá dul að sál- greina þetta skáld, þennan góða vin, né heldur leggja skáldskap hans undir smásjá. En stundum finnst mér megi greina sem undiröldu ljóða, áhrif frá hörmu- legu slysi, sem Guðmundur varð að horfa uppá snemma á ævi sinni, þegar faðir hans varð fyrir ,þvi áfalli.erdró hann tilbana.Það kemur einnig fram i minningum Guðmundar frá bernskuárum, hve hið geigvekjandi dró hann að sér, þrátt fyrir skelfinguna. Kynnin við hið óræða myrkur knúði hann þvi til ákafari leitar að fegurð og birtu. Hann unni sól af alhug. Auk bréfaskipta okkar áttum við Guðmundur persónuleg kynni. Við heimsóttum hvor ann- an nokkrum sinnum. Að koma i Kirkjuból var eins og að koma heim til sin. Maður var umvafinn þeirri tilgerðarlausu vinsemd, sem er aðal sannrar gestrisni og andi heimilisins var einstaklega hugnæmur. Ástir þeirra Guð- mundar og Ingu voru hafnar yfir orðræður, og samband þeirra við börnin var likara sambandi leik- systkina en foreldra og barna. Gestagangur var ákaflega mikill hjá þessari fjölskyldu og mun Inga oft hafa gengið þreytt til hvilu að loknu dagsverki, þótt hún léti eigi aöra verða þess vara. Þegar Inga fór héðan af heimi, missti Guðmundur helft lifs sins og var þvi ferðbúinn sjálfur hvenær sem vera skyldi til fundar viö hana. Sú ferð er nú farin. Það var enn eitt einkenni Guð- mundar Böðvarssonar, að hann var svo mikill af sjálfum sér að hann fann hvorki til yfirburða sinra né minnimáttar. Hið frjálsa andrúmsloft á Kirkjubóli, og i ná- vist þessa fólks, stafaði af þeirri inngrónu vitund að við séum öll menn. Enginn eri sjálfusér öðr- um meiri né minni. En þetta kom ekki i veg fyrir að Guðmundur sæi hið broslega i fari samferða- manna sinna, og hann kunni manna best að segja frá skopleg- um atburðum, enda mikill húmoristi öðrum þræði. Hálf- velgja var honum fjarri og hann gat kveöið fast að og i fullri al- vöru, fyndist honum réttu máli hallað. Hann var, I samræmi við föðurlandsást sina, mikill her- námsandstæðingur og kvað þar margt um. En kvæðið Fylgd er þó það verk, sem af ber, bæði hans eiginbaráttukvæðum og annarra. Stafar þetta af styrkleika hinna veiku orða, sem laöa til fylgis og samúðar i stað þess að hrinda og vekja upp andstöðu. Þannig vann þessi maður oft. Margir hafa minnst á, að Guðmundur hafi veriðá rangri hillusem bóndi, er fór að mestu á mis við skólanám og sambýli við listastofnanir, þetta kann einstaka sinnum að hafa hvarflaö að honum sjálfum. En hér er um algjöran misskiln- ing að ræða. Trúarleg skólaspeki og sporganga ismanna, varð hon- um ekki að fótakefli, en hann var sannmenntaðri en skólamenn, þvi hann valdi sjálfur mennt sina. Hann stóö engum aö baki að þekkingu á þvi, sem skáld varðar og bjó aldrei við andlega einangr- un. Hann hefði vissulega orðið gott skáld I hvaða stéttarstiga sem var. En hann hefði aldrei ort þau ljóð, sem hann orti, hefði hann farið „menntaveg”. En þessiljóð eru þaö sem þjóðin ann, og þaö væri sem heilan tón vant- aði I ljóðasynfóniu þjóðarinnar, hefði Guðmundar tónn ekki hljómað. Sá tónn, sem þeir skilja best, er hlutu þau öriög er menn kvarta um, að Guðmundur hlaut eigi. Að veröa rótslitið sveitabarn á svörtu malbiki i múgfylkingu borga. Þeir hafa trúlega haft svipuð augu Guðmundur og Ste- fán G. örlög þeirra og aðstæður voru sviplik. En báðir urðu stórir á sinum stað. Tvö hafa verið ris i islenskum skáldskap. Hið fyrra, er ókunnir menn skráðu fornsög- ur okkar, hið siðara á liðnum 100 árum. Mikið má þjóðin vera þakklát guði sinum, að hafa gefið jafnmörgum skáldum mál. Guð- mundur Böðvarsson átti sinn þátt i hinu siðara risi andans. Hann er nú farinn áleiðis til sinna himin- fjalla. En hann skildi okkur eftir skrifuö blöö. Við lesum þau og þökkum og varðveitum þau handa komandi kynslóðum. Eg hlakkaöi til bóka hans, ég hlakk- aði til að fá bréf frá honum. Ég opnaöi þau ekki fyrr en næði fannst til aö njóta þeirra. Ég sakna hans sem vinar og sem skálds. Við vitum hvar hönd sú liggur, sem ljóðin skráöi, en við vitum ekki hvar andinn dvelur er skóp þau. Það þarf mikið imyndunar- afl til að rökstyöja þá kenningu, að maðurinn sé allur við andlát sitt. Hitt er auðvelt að sjá og skilja, að ekkert, hve smátt sem það er, verður að engu. Hvað þá um þann skapandi hug, er lyftir sjálfum þunga jarðarinnar til himna? Gesturinn er farinn. Við hefjum lestur blaöanna, sem hann gaf okkur: „1 nótt urðu allar grundir grænar i dalnum.” K.f.D. Eftir Kristján frá Djúpalæk Kveöjustef i Þitt ljóð er fagurt, list þin sönn. Þar lifa bóndans önn og skáldsins hygð. — Hvort ráða gátu rökin ein um rauðan óskastein og brýnda sigð? í draumnum grét sá demant þinn, og deprast hlaut um sinn hið skæra blik. Það hvarf, er dagsins þjark og þraut lét þyrlast um hans braut hið dimma ryk. Þér stilltu forlög, ströng og ein, á sláttumannsins rein. Þinn dregni ljár skar blómin feig. Þér blöstu við þau bleiku dauðagrið: hin opnu sár. II Hvi skyldi manni fögnuð fá, er feigðin bendir á hinn dökka leir? — Min kvöð i senn er kær og stór: að kveðja skáld sem fór en aldrei deyr. Er sólarkossins hlýja hrund, sem horfin var um stund, þin enn sem fyr? Er göfug sál þin gengin inn með gullastokkinn sinn um opnar dyr? Menn renna blint i rökkursjá. — Hvort rætist hulduspá, og sannast mun að ljósið úr þeim legi ris? Á leið með þér ég kýs hinn bjarta grun. 13.4. ’74, D. Á. Danielsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.