Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. september 1974. GUNNAR BENEDIKTSSON: Guðmundur Böðvarsson, skáldið á Kirkjubóli Um það bil sem sólin haföi hnikað sér norður yfir hvarfbaug- inn til aö boða nýtt vor og sumar á norðurslóðum, kvaddi þetta líf Guðmund Böövarsson, skáldið á Kirkjubóli i Hvitárslðu. Þá var þó nokkuð róstusamt I Islensku þjóö- lifi og kom að lokum harðast nið- ur á sviði bókagerðar. Tilviljunin var ekki smekklegri en það, að þá fékk ekkert hjól I prentverki á Fróni að snúast, svo að enginn þeirra, sem Guðmundur var hjartfólgnastur, gat komið á prent þökk sinni og virðingu, aö- dáun og vinsemd og söknuði við fráfall þessa öndvegissnillings. En hverju varða minninga- greinar I tilefni af slðustu andar- tökum Guðmundar Böðvarssonar eða útför, I blaðsnepli sem hent er út I horn að yfirliti loknu og er gleymt innan stundar I önn dag- anna? Hitt skiptir öllu máli, aö Guömundur Böövarsson er ekki dáinn, heldur lifir hann. Hverju varöar, þótt hans llkami gerist saltkorn I mold? Hitt skiptir öllu, aö Guömundurer ogverður, með- an Islensk tunga er töluð, krydd þess þjóölífs, sem lifað er á þeim smáa bletti, sem heitir Island, þeirrar smáu reikistjörnu, sem heitir Jörð. Það þykir vlst sjálfsagt að dæma það tilviljun, að það kvæði Guðmundar, sem sennilega verð- ur talinn hans svanasöngur, skuli vlgja stórhátlö héraðsins, sem ól hann, á stórafmæli þjóðar hans I landinu, sem allir eftirminnileg- ustu ómar skáldskapar hans voru helgaðir. En llklega á ekki að kalla það tilviljun, heldur tákn. Auövitað er Guðmundur með þjóð sinni á hennar stærstu hátlða- stundum, — og ekki aðeins á dán- arárinu, heldur mun svo verða um aldir fram. Þegar ég sjálfan þjóðhátiðar- daginn á Þingvöllum renndi aug- um Þjóðhátiðarljóð 1974 eftir Guðmund, þá fannst mér fyrst eins og hér hefði ég Guðmund all- an. En auðvitað er hann hér ekki allur. Viö erum hvergi öll nema I öllu okkar llfi. Ef einhver vildi mælast til þess, að ég segði til um, hvar I röö kvæða hans ég vildi skipa þvl kvæði að mælistiku skáldlegrar auðlegðar, þá neyðist ég til að biðja aö hafa mig afsak- aöan, þvl að enginn fræðimaöur er ég I þeirri grein að lesa á slíkar stikur. Kvæðið ber mig heim til hans. Þar er að visu ekkert bréf að finna upp á það, að hann sé heima I Hvltárslöu, en þó er það enn eins og áður, að nálægð hennar leggur honum orðá tungu. Hann er innan vébanda i villtum heimi og vakir þar yfir hlýjum sólskinsbletti. Voriö hefur vafið landiö armi sln- um og þltt isa vetrar af bláum tjörnum. Ungamamma kom loftsins löngu vegi og vænti börn- um slnum griða á heiði að baki byggðum, þrösturinn á sér hreiö- ur I kjarrinu, og heiðlóan á I brjósti sér dulinn draum um eyna góðu I norðurátt. „Gott er að eiga vé I villtum heimi”, segir skáldið. 1 þessari einu ljóöllnu hljómar hinn per- sónulegi grunntónn alls þess, er Guðmundur lét frá sér fara. Það er sælan I skauti heilags friðar- reits, draumurinn um þann reit og tilfinningin fyrir vá hins villta heims, er umlykur. Þetta geröi allan hans skáldferil að baráttu fyrir þessum friði og lofsöng um landið, sem var eins og guð hefði útvaliö til aö vera uppfylling frið- ardrauma mannlegs lífs. í Þjóð- hátíðarkvæði slnu dýpkar Guð- mundur frásagnir okkar fornu rita um þaö, aö norrænir vikingar eru ekki þeir fyrstu, sem leita sér hér bólfestu, slá eign á ónumið land og stofnsettu þjóðfélag, sem frá upphafi var skipað þeim and- stæðum, sem báru I sér sjálfseyð- inguna sjálfa. Á undan þeim komu aðrir menn. Og þeim var þetta frjálsa og fagra land hið sama og það varð Guðmundi Böö- varssyni 11—12 öldum siðar: „friömannsins draumaland”, sem bauð „einverunnar unað”. Þar var þögnin, eins og skáldið á Kirkjubóli naut hennar slöar, „of- in elfarniði og lindar”, þar var „ilmreyr I skógi, hvönn I gili og mó og friöarhöfn á hvitalygnum vogi”. Svo var ísland frá upphafi hverjum þeim, er þess vildi njóta I þrá hjartans eftir friði. Þetta var land frumbernsku byggðar- innar, þetta voru æskustöðvar skáldsins, og þetta var drauma- land þess sama skálds til handa þjóð þess um ókomin ár. En I kjölfar þessarar leitar eftir friði fljóta svo þau örlög, sem þyngst hefur þrúgað samtið okk- ar. Á eftir komu strlðsmenn „til vlga búnir” og „friömenn” hurfu af sviðinu. Þá voru ákveðin örlög eyjarbúans I norðurhöfum. Þá var skáldi þjóðarinnar haslaður völlur I ást til þeirrar friðsældar, sem skapari jarðar I upphafi gæddi þennan hólma og llf hans, og I heilögu strlði gegn strlðsguð- inum, sem á vald sitt I galdri „heimsku og grimmdar”, sem ÍDauð frelsi, sem var „aöeins fals og dulin kúgun”, sem bauö frið, sem var ekkert annað en „svika- logn á milli bylja”. Og skáldiö minnir þjóð sína á það á ellefu hundruð ára afmæli hennar, að eitt sinn átti hún sverð, „en sigur þess var enginn, sverö þitt gekk alltaf beint I hjarta þitt”. Samvistir viö friðsæld og feg- urð Islenskrar byggðar, þar sem islensk þjóð átti alla sina tilveru frá upphafi til siðustu aldar, unaðurinn af samstarfinu við gróðurmögn landsins, samllfunin við örlög þjóðarinnar I bllðu og strlðu, andúðin gegn óvinum hennar og baráttan gegn öflum þeim, sem ofsótt hafa og þrúgaö llf litilmagnans á jörðinni, — þetta voru þeir tónar, sem hljóm- uðu af sfirengjum skáldhörpunnar á Kirkjubóli I flestum viöamestu kviöum hennar, einhverjir þeirra eða allir samofnir I eina hljóm- kviöu. Það hefur ekki veriö mikið orð á þvl gert, að Guðmundur Böövarsson væri baráttuskáld. Vlst var um það, að I kvæðum hans fór ekki mikið fyrir þeim orðum, sem tömust voru okkar annáluðustu baráttumönnum á sviði orðlistar. En Guömundur beitti brandi af meiri mýkt en flestum er lagin, hann reiddi ekki alltaf hátt til höggs, þegar slst nam I höggi stað. Flestum er gef- iö aö geta ljúflega skynjað feg- uröina og hlýleikann, hreinleik- ann og brennhita ættjarðarástar- innar, þar sem hann gengur með drengunum slnum og upplýkur fyrir honum fegurð ættlandsins og bregður upp llfsreynslu þjóðar hans I fáum látlausum orðum til að innprenta honum, aö hann á þetta land, og það með, að þetta land á hann. Aróöurinn dylst ekki. Sumum finnst ef til vill oröið áróður of mengað af pólitlsku gromsi til þess aö hægt sé að nota það I sambandi við þann yndis- leika, sem umlykur kvæðiö frá upphafi til enda. Við komumst þó litlu nær með að segja, að kvæöið sé ein yndisleg prédikun, þvl aö ekki eru þeir fáir, sem telja, að prédikun og list megi aldrei nefna I sömu andrá. Svona langt getur menningarleg flatneskja komist I þvl aö rangfæra hugtök. Þrátt fyrir alla slna kliðmýkt og unað rósemdar I hverju orði er kvæðið ein samfelld prédikun um skyld- urnar við föðurlandiö, markviss og óvægin. Ég efa stórlega, að stórsynduga ■ kirkjugesti I Skál- holti á öndverðri 18. öld hafi hryllt meira undir reiðilestrum Jóns biskups Vídallns en þjóðnfðinga miðrar 20. aldar undan föðurleg- um leiðbeiningum Guðmundar Böðvarssonar til drengsins slns, er hann leiöir við hlið sér. En I bæði skiptin var jafn erfitt aö troða I eyrun eða banna boöskap- inn. Hver myndi þess umkominn að banna boðun refsidóma hins stranga allsherjargoöa mannlegs lifs frá helgidómi kirkju hans? Og þó er hálfu óálitlegra aö láta opin- berlega I ljós vanþóknun við að heyra rödd ættjarðarástar, sem talar rödd hjartahreinleikans I eyra hjartfólgins sonar. Þótt sú rödd sé ei svo hávær, sem Þór- dunur hins reiða guös, þá getur hún enn næmar og með kvala- fyllri sársauka snortiö innstu taugar þess nlðings, sem situr á svikráðum við ættjörð slna I eftir- sókn neikvæðra verðmæta. En það er ekki hægt aö láta það eftir sér að hneykslast. En að eðlisfari var Guðmundur Böðvarsson ekki baráttu-maður. Hann hafði ekki nautn af barátt- unni baráttunnar vegna. Þráin eftir unaði róseminnar var tvl- mælalaust einn rlkasti þáttur gerðar hans. Það eru heldur ekki mörg ljóöa hans, sem auöveld- lega veröa flokkuð meö þeim ljóð- um, sem við gefum það nafn. En á siðari árum hans færðist það æ meira I vöxt, að hann brygði sér inn á svið blaðamannsins og tæki þar til máls sem baráttumaður á sviði þjóðmálanna. Oftast var það I sambandi viö þá hörmung, að hersveitir striðsóöasta herveldis heims fá leyfi islenskra stjórn- valda til að hreiöra um sig á fósturjörð okkar, þar sem þeim er lotiö I auðmýkt þýlyndisins og þeim leyft sem þeim þóknast að dorga I menningarhelgi þjóðar- innar, á miðum þeirra verðmæta, sem megnaö hafa að gefa þjóð- inni þann tilverurétt, sem aldrei varð I móti staðið og átti sigurinn I sjálfs sins eðli. Það getur vart dulist þeim, er þekktu Guömund náið, að það var sterkt afl, sem á eftir rak, þegar hann I sveita- kyrrðinni, með hnignandi heilsu og þverrandi krafta og vaxandi þörf fyrir rósemd og friö, fær þó ekki stillt sig um aö bregðast til atlögu, þegar bornar voru á borö fyrir þjóðina þær hugmyndir, sem særðu tilfinningar íslend- ingsins holundarsári eöa brutu öll lögmál rökréttrar og heiðarlegr- ar hugsunar. Þá kaus Guðmund- ur sér það hlutskipti að mæta þar til leiks. Við Islendingar höfum tltt mælt á þá lund, að góðskáld okkar og aðra listamenn hafi reynst auð- veldara að skilja, er þeir voru all- ir, en I lifandi llfi þeirra, og viö eigum margar harmsögur sem dæmi þess. En ekki trúum við þvl, að sá dómur verði felldur yfir okkar samtlð, að hún hafi tregð- ast við að meta Guðmund skáld Böövarsson, þvl að vafasamt er, að nokkurt skáld hafi verið hug- ljúfara samtlð sinni en hann hér á landi fyrr eða slöar. Þó finnst mér stundum, þegar ég fer að leiða hugann að skáldskap hans, að persónuleg kynni muni ef til vill trufla I þvi mati á vissan hátt. Ég hef ekki þekkt neinn höfund list- rænna verka, þar sem verk og manngerð hefur fallið eins full- komlega I eitt. Ég dreg mjög I efa, að verk hans veröi nokkurn tlma mikilvæg náma I rannsókn- um um þróun I stefnum og straumhvörfum bókmennta á Islandi. Guðmundur Böðvarsson hefði getað sagt með nafna sinum skólaskáldi: „Mig varöar ekkert um isma og istanna þrugl um list”. En hann myndi aldrei hafa sagt þaö I skætingi. Hann rak aldrei horn I nýmæli I formi eða efnistökum. Nýmælunum gaf hann sig aldrei á vald, en velkom- in voru þau i verk hans, þar sem honum fundust þau klæða öðru betur. En hann var alsaklaus af þvi að eiga formiö að takmarki. Það var ekki tillært frekar en blómskrúðið jurtinni. Það var eðlilegur þáttur heilbrigðrar og fagurrar llfseiningar. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON SKÁLD Striðið þekkir þögnin ein þeirra, er fram i dauða hertu við afl og hvesstu við stein höfuðgjaldið rauða. En hver sem kvæðakempan var, kristin eða heiðin, sigur, sem hún úr býtum bar, bragar um týndu leiðin. Stöðugri bogum standa hám stefin fornu og ungu, kölluð i hæðir og hvisluð i strám hljótt á skirri tungu. Guð mun spara þessa þjóð, þó að eldi rigni, meðan ort er islenskt ljóð af anda, kynngi og skyggni. Þorsteinn Valdimarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.