Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 1. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 HUS GUÐMUNDAR Á KIRKJUBÓLI Stofnaður hefur verið minningars.ipður Guð- < mundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkju- bóli og konu hans Ingibjargar Sigurðardóttur. Eign sjóðsins er hús skáldsins á Kirkjubóli og innbú þess. Það eru félagasamtök i Borgarfirðin- um, sem eru aðilar að sjóðnum auk erfingja og Rithöfundasambands Islands. Ætlunin er, að hús- ið verði notað i framtiðinni sem bústaður fyrir rithöfunda og annað listafólk, sem þarf að njóta næðis við störf sin um lengri eða skemmri tima. Einnig er ætlunin að koma upp þar sýningum á munum, sem Guðmundur Böðvarsson skar i tré og gömlum búsmúnum, sem hann hélt til haga. CHRISTOPHER SANDERS: Frá sjónarhóli útlendings Þaö var vissulega einstakt lán fyrir mig, útlending á ís- -landi, aö fá aö kynnast Guö- mundi Böövarssyni. Þaö vakti strax athygli manns hversu ó- venjulega margt bjó i persónu hans. Hann var i senn Islensk- ur bóndi, sem hlaut að verja tima sinum i amstur hvers- dagsins, og heimsborgari, veraldarvanur maöur, kim- inn, fágaöur og umfram annaö sjálfhæðinn, maöur sem var alls staöar heima. Þannig kom hann mér fyrir sjónir að minnsta kosti, ekki sist viö eitt ákveðið tækifæri. Þá kom að Kirkjubóli erlendur blaða- maður, sem langaði til aö fá viðtal við Guömund og leggja fyrir hann spurningar um verk hans. Blaðamaöurinn beitti allri sinni þjálfuðu tækni til þess að koma Guðmundi i sjálfheldu eigin orða. Það höfðu aðrir reynt að gera á undan honum. Með kurteis- legri ýtni reyndi hann að fá Guðmund til að fallast á að það væri grundvallarmótsögn i vinstri sinnuðum skoðunum hans I stjórnmálum annars vegar og hins vegar þeirri sveitarómantik og ljóðrænu sem er svo áberandi i verkum hans. En Guðrrurdur lét ekki vaða ofan i sig. Svör hans voru mun slóttugri en spurningar blaðamannsins. Hann sneiddi hjá gildrunum með kænsku — og þó einkum brosi — skák- snillingsins. Það var kannski skemmtilegast af öllu að sjá þetta bros, blikið i augunum, og fylgjast með manni, sem vissi svo greinilega hvað hann var að gera — og hafði gaman af. Astæðan til þess hvað Guðmundur var rólegur og sjálfsöruggur var ef til vill sú, að hann hafði aldrei þörf fyrir að sýna heiminum einhverja tilbúna mynd af sjálfum sér. Þetta var nokkuð sem vakti eftirtekt útlendingsins, sem er meira eða minna vanur að fylgjast með listamönnum hins stóra heims i þeirri sjálf- heldu, sem þeir virðast marg- ir komnir i. Þeim finnst mörg- um þeir vera útilokaðir frá samfélagi við fólkið. Þeir berjast fyrir frægð og viður- kenningu, en fyllast andúð á sjálfum sér um leið. Þeir reyna að hegða sér samkvæmt þeirri imynd, sem þeir hafa valið sér. Hjá Guðmundi varð maður aldrei var við neitt af þessu. Hann virtist aldrei þurfa að neita að kannast við tilfinningar sinar eða skoðan- ir, þótt þær væru kannski stundum I mótsögn hver við aðra, eins og oft hlýtur að vera. Þessir sjaldgæfu eiginleikar Guðmundar ollu þvi vafalaust, hvað hann var opinn gagnvart fólki og skoðunum. Hann haföi næstum þvi iskyggilegan hæfi- leika til að láta fólki liða vel, spyrja það spurninga, sem það gat svarað, og ihuga svör þess, jafnvel þótt hann hafnaði skoðunum þess að athuguðu máli. Þar að auki vissi hann ofur vel, að á hverju máli eru tvær hliðar, að oft er mannleg óhamingja i leynum undir yfirborði mannlegrar bjart- sýni. Slikt næmi hefði fætt af sér ljóð angurværðar og óræði annars staðar i heiminum, ljóð án takmarks og tilgangs. En þvi fer fjarri að ljóð Guðmundar séu þannig, og það er eitt af þvi sem er merkilegast við hann. Hjá honum fór saman skilningur á margvisleika mannlegra vandamála og djúpstæð trú á lifið sjálft. Slik bjartsýni er sjaldgæf meðai listamanna Vestur-Evrópu, en það þurfti ekki annað en horfa á Guðmund rökræða, sjá blikið koma i augu hans, til að sann- færast um að hann átti þá bjartsýni til. Allt þetta lætur i það skina, að ég hafi þekkt Guðmund vel og þar að auki lesið allt sem hann skrifaði. Hvorugt er til- fellið. Ég hef reynt að lýsa þeim áhrifum, sem ég varð fyrir, og þau eiga sér ef til vill enga stoð i veruleikanum. En þó hafa þau sitt gildi. Þau eru minning min um óvenjulega sannan og eðlilegan lista- mann, mann sem kunni þá list að sjá broslegu hliðarnar á hlutunum. Það er sérstætt is- lenskt fyrirbæri sem varla er lengur að finna á hverju strái. Christopher Sanders FALLINN HLYNUR Á HVÍTARSÍÐU Til minningar um Guömund Böövarsson Einir úr Aðaldalshrauni ilmvið á Hvitársiðu kveður með kærri þökk. Hamingjan honum launi hlýleik i bliðu og striðu. Reynist min kveðja klökk. Hvað skal nú verða löndum og lýðum til bjargar? Loftið er korgað, viðsjár og blikur margar. Skýin við sjónarhring bölverkur biki tjargar. Búa hið innra hjá mönnunum glefsandi vargar. Sproti með bláum berjum, bundinn við hraunsins leyni, storma og styrjar dyn, hörðum i heimsins erjum, harmar nú fallinn reyni, tryggan og traustan vin, þann sem blómum og börnum heitast unni, blásandi vindum sem þutu i hlið og runni, fuglum himinsins, öllu sem kveða kunni, kærast þó ljóðum á skáldsins og söngvarans munni. Nálatréð norðan frá sænum napra, og reynirinn góði, mættust við Faxafen, heilluð af heita blænum. Hlógu við sólskinsflóði bæði blómin og trén. Urðu með meiðunum tveimur þá fagnaðarfundir furubróður og hlyni þær unaðarstundir. Hraunin og öldurnar breyttust i gróandi grundir. Grimmdin var flúin og kastalar bölvaidsins hrundir. Draumar um friðsæld fæddust, fegurð i þeirra sinnum, vonir um dáð og dug. Frelsisins glóðir glæddust, greri i hjartans innum. Lyftust fjaðrir á flug. Hvilir nú blýþungt á löndum og lýðum okið, langspil flest þögnuð, i hlýjustu skjólin fokið. Hniginn er sá, er best gat um strengina strokið, stillt þá og töfrað. Hvort mundi þá öllu lokið? Sorg þó að sé nú kveðin sárleg að hraunsins eini eftir hinn bjarta baðm, aftur mun gefast gleðin, græðing á hverju meini sumars við sælan faðm. Þá munu aldrei bræður að bönum verða, breytast þá skulu i plógajárn eggjar sverða. Friðar i þágu kosti menn hugann að herða. Hjartans og frelsisins rétt má enginn skerða. Þóroddur Guðmundsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.