Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.09.1974, Blaðsíða 5
og nákvæmar eru þar lýsingar á augljósri sjálfsreynslu höfundar af púlsvinnu i alskonar veöri á sumri og vetri til sjós og lands. Þaö er einkenni þessara höfunda aö þó þeir dragi ekkert undan þegar þeir lýsa stórmælum, þá láta þeir einn og sérhvern njóta sannmælis, jafnvel kaldrifjaðan déskota einsog Snorra goöa. Til þess aö gera svo verður maður i huganum að standa mitt á milli tveggja elda, eða hvað? Helst er að höfundur Eyrbyggju beri þúngan hug til afturgeinginna manna einsog Þórólfs bægifótar, eða fjölkyngismanna sem mistu glæpinn við tilkomu kaþólskunn- ar. Guðmundi stendur hinsvegar stuggur af „efans draug með ilt og meinlegt glott” auk þess draugs sem liðin æska verður skáldum ef þeir reyna að vekja hana upp frá dauðum; „eilift lif” skálds felst i þvi „að berjast til frægðar i fylkingu hinna úngu” og falla þar „hlaðinn göfugum sár- um”. Hér er gullþræðinum enn haldið fagurspunnum úr fornsög- unum: konúng skyldi til frægöar hafa en ekkilánglifís.Bjartsýnn er höfundur Eyrbyggju ekki beinlin- is, en samt ris Þórgunna hin suöreyska kviknakin frá dauðum I bók hans um nótt og bakar lik- mönnum sinum brauð. Þegar öllu er á botninn hvolft held ég Guð- mundur Böðvarsson sé meiri trú- maður en höfundur Eyrbyggju þó kaþólskur sé. Hvað um það, bændur sem stórskáld, án tillits til stærðar kvikfjárstofnsins, eru náttúrulegt fyrirbrigði allra tima á íslandi, en mér er ekki kunnugt aö slikt hafi verið regla, og jafn- vel óþekt öðruvisi en sem verald- arundur (sbr. Robert Burns) i Evrópu siðan á klassiskum tima; að sinu leyti hneigist is- lensk túnga og skáldskapur til uppdráttarsýki i borg. Við erum eina þjóðin sem höfum átt Arka- diu með arkadiskum skáldum, einsog forngrikkir, frammá þennan dag, og slikt skáld er Guð- mundur Böðvarsson. Sunnudagur 1. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 ÞJÓÐLAG ÚR ÁLFHAMRI Þó að sumarið sé liðið og hið langa gráa haust og löngu — löngu sýnt að hverju fer og ævintýraskipum sé öllum lagt i naust, þá er eitt sem ég vil segja og það er hér: Ég mun vonast eftir þér, sem þú vonast eftir mér, þó að vegir okkar skiljist endalaust. Og töfrum er það likast hvað timinn flýgur hjá, og týnd sú visa er morgunblærinn kvað, —svo kom það aldrei fram sem það kvæði var að spá, að kæmi af hafi skip og legði að. Samt bið ég eftir þér og þú biður eftir mér, við biðum — biðum, hvort á sinum stað. Og töfrum er það likast að sá logi brann svo fljótt sem lék að okkar skuggum tær og hreinn. En sumarið er liðið, á næstu grösum nótt, — og nú er brotinn okkar rauði steinn. Vilt þú biðja fyrir mér? ég skal biðja fyrir þér, þó að bænir okkar Jieyri aldrei neinn. Þetta er blað úr vetrarskógi, og nú bið ég haf og vind að bera i fjarlægð gulnað skógarblað, þetta er dropi regns sem fellir hin djúpa skýjalind um dimma nótt á gamlan brunastað. Það er ljóðið þitt til min, það er ljóðið mitt til þin. Þetta er ljóðið sem hinn dáni maður kvað. STAKSTEINN Á KILI (Landsvísa) Himinn og jöklar, hofgarður norðursins kalda. Hér eiga dauðinn og gleymskan sitt eilifðarþing, ljósvakakyrrðin og þögn hinna þúsund alda, þögnin, sem lokar minum álagahring En sólfar i dag um dauðbláar jökulhliðar, —og djúpt inni i steinhjarta minu ósungið lag. Ég bið og ég bið, eftir sólrikju þeirri er siðar vill setjast hér örlitla stund einn ókominn dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.