Þjóðviljinn - 10.09.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.09.1974, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 10. september 1974 MOÐVlÚim MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓOFRELSIS. Ótgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Ititstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Prcntun: Blaðaprent h.f. VILDI ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ÞJÓÐNÝTA SAMVINNUFELÖGIN? I áróðursþrengingum sinum upp á sið- kastið hefur málgagn Framsóknarflokks- ins fundið upp þá kenningu að Alþýðu- bandalagið hafi lagt til að samvinnufélög yrðu þjóðnýtt meðan þessir tveir flokkar fjölluðu um stjórnarmyndun eftir siðustu alþingiskosningar. Þetta er undarleg kenning og vandséð hvernig unnt er að halda sliku fram jafnvel i blaði sem á eins bágt i stjórnmálaskrifum og Timinn um þessar mundir. Nema þannig sé komið fyrir ritstjóra Timans og talsmönnum Framsóknarflokksins að þeir telji oliufé- lag framsóknarmanna samvinnufélag, eða að þeir telji Samvinnutryggingar samvinnufélag. Þá eru framsóknarmenn- irnir komnir lengra frá uppruna sinum en vitað var til þessa. Staðreyndin er sú að oliufélagið ESSO er ómengað auðvalds- fyrirtæki, og Samvinnutryggingar hafa verið starfræktar sem slikar. Rekstur þessara tveggja fyrirtækja á ekkert skylt við samvinnustarfsemi eins og hugsjóna- mennirnir ætluðu hana i öndverðu. Þegar talsmenn Framsóknarflokksins eru farnir að lofsyngja hlutafélagsformið og dæmd gróðafélög sem samvinnustarfsemi eru þeir orðnir býsna langt leiddir af þeirri braut sem flokki þeirra var i upphafi mörkuð. í viðræðunum um vinstristjórn lagði Al- þýðubandalagið til að tekinn yrði upp fé- lagsleg forsjá i rekstri ýmissa fyrirtækja og stofnana. Var til dæmis lagt til að rikis- stjórnin beitti sér fyrir endurskoðun inn- flutningsverslunarinnar með það fyrir augum að tryggja betur en nú er gert hag- kvæm innkaup á vörum til landsins og koma við sparnaði. Að þvi yrði stefnt, að opinberir aðilar tækju sem mest i sinar hendur innkaup og heildsölu á þýðingar- miklum vöruflokkum eins og timbri og byggingarvörum og þeim vöruflokkum, sem liklegt er að lækka megi i verði með innkaupum á vegum opinberra aðila. Ef það er þessi krafa Alþýðubandalags- ins um breytingar á innflutningsverslun- inni, sem var Framsóknarforustunni þyrnir i augum, er það ákaflega lærdóms- rikt fyrir stuðningsmenn þeirra um allt land. Varla eru það samvinnuhugsjónir sem verið er að vernda með þessum hætti. Hins vegar skýrir andstaða Framsóknar- forustunnar við þetta sjónarmið Alþýðu- bandalagsins af þvi að hún skuli siðan kjósa að leggjast i eina sæng með ihalds- leiðtoganum Geir Hallgrimssyni, einum umsvifamesta milliliðabraskara og inn- flytjanda þessa lands. Eða var það kannski afstaða Alþýðu- bandalagsins til oliumálanna, sem úrslit- um réði? Þar lagði Alþýðubandalagið til að „rikisfyrirtæki taki að sér allan inn- flutning á olium til landsins og eigi aðal- birgðastöðvar og hafi eitt með höndum heildverslun með oliur.” Var það um- hyggjan fyrir oliugróðanum sem gerði þessa tillögu svo óaðgengislega i augum framsóknarforustunnar? Varla hefur það verið umhyggjan fyrir afkomu oliukaup- enda—eða öryggi þeirra sem búa i hinum dreifðu byggðum landsins. Alþýðubandalagið lagði vissulega einn- ig til að rikisstjórnin beitti sér fyrir stofn- unöflugs rikisvátryggingafélags. Skyldi það vera af umhyggju fyrir viðskipta- mönnum tryggingafélaganna eða fyrir gróða þeirra að framsóknarforustunni fannst þessi tillaga svo sérstaklega óað- gengileg? Nú eru framsóknarforustan og Geir Hallgrimsson i einni sæng. Sá siðarnefndi er umsvifamikill innflytjandi eigandi tryggingafélags (Sjóvá) og oliufélags á ís- landi (Shell). Nú dansa þeir gróðadansinn kringum gullkálfinn Geir og kappar hans. Framsóknarforustan tekur þátt i dansin- um og hún vissi hvað hún var að gera. Henni verður ekki fyrirgefið — jafnvel þó hún reyni það með ómerkilegum áróðurs- textum eins og þeim sem hér hefur verið drepið á. Eddukórinn gefur út plötu Þverskurður af islenskri þjóðlagatónlist Nú í haust kemur út á vegum Menningarsjóðs hljómplata með söng átta manna söngflokks sem nefnir sig Eddukórinn. Flóð DACCA 5/9 — 1 annað sinn á mán- uði hafa stórflóð valdið miklu tjóni i norðurhluta Bangladesj. Hafa þessi nýju flóð rofið járn- brautarsamgöngur við suður- hluta landsins og eyðilagt stór flæmi akurlendis, sem búið var aö sá I eftir flóöin næst á undan. Flóðin eru mest i fljótunum Brahmaputra og Kumar og stafa af miklum rigningum. Um 37 miljónir manna urðu fyrir meiriháttar tjóni af völdum flóðanna fyrr i mánuðinum, 634.000 hús eyðilögðust eða skemmdust og 39.000 nautgripir fórust. Heilbrigðismálaráðuneyti Bangladesj segir nærri fimmtán hundruð manns hafa dáið úr kól- eru i landinu i siðastliðnum mán- uði, en nú hafi útbreiðsla drep- sóttarinnar verið stöðvuð með lyfjum, sem fengust erlendis frá. Eru á plötunni eingöngu islensk þjóðlög enda hef- ur kórinn lagt á það á- herslu að kynna þjóðlög sem ekki eru þekkt meðal alþýðumanna. Eddukórinn hóf söngferil sinn árið 1970 og siðan hefur hann komið fram i sjónvarpi, útvarpi og á ýmsum skemmtunum. Er þess skemmst að minnast að hann söng við opnun þróunar- sýningarinnar i Laugardalshöll nú i usmar. Söngskrá kórsins hefur verið blönduð og að frá- töldum islenskum þjóðlögum hefur hann boðið upp á negra- sálma og gömul erlend lög frá barokktimanum svo eitthvað sé nefnt. f kórnum eru þrenn hjón, Friðrik Guðni Þórleifsson og Sigriður Sigurðardóttir, Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir og Sigurður bórðarson og Sigrún Andrés- dóttir. Auk þeirra eru þau Arn- mundur S. Backmann og Guð rún Asbjörnsdóttir i kórnum. Kórinn hefur gefið út eina plötu áður. Var það plata með jólalögum sem út kom um jólin 1972 hjá SG-hljómplötum. Á hinni væntanlegu plötu eru 18 lög i fullri lengd en á milli þeirra er skotið átta stuttum stemmum. Eru lögin nokkurs konar þverskurður af islenskum þjóðlögum frá ýmsum tímum. Eitt nýtt lag er á plötunni en það er tilbrygði við lagið Látum af hárri heiðarbrún og er eftir Sigursvein D. Kristinsson. Eng- inn undirleikur er á plötunni. Piatan er tekin upp í Dan- mörku i stúdióinu Quali-Sound i nágrenni Alaborgar. Voru kór- félagar mjög ánægðir með vinn- una þar enda er þetta eitt stærsta stúdió Danmerkur og gefur út hartnær þriðjung allra hljómpiata sem út koma þar i landi. Þau hjónin Friðrik Guðni og Sigriður sem gáfu blaðamanni þessar upplýsingar sögu að ætl- unin væri að halda áfram að syngja Islensk verk i framtið- inni. Jafnframt þvi að syngja þjóðlög hyggðist kórinn hafa samband við starfandi tónskáld og flytja verk þeirra. Reynt verður að halda kórstilnum jafnframt þvi að nýta þá mögu- leika sem átta manna hópur Kórfélagarnir i Kaupmannahöfn á leið til Alaborgar. hefur til röddunar. Má i þvi sambandi nefna að kórinn hefur sungið allt að sexraddað. Eins og áður sagði er það Menningarsjóður sem gefur plötuna út. Er þetta önnur plat- an sem út kemur á vegum hans en áður gaf hann út plötu með Rögnvaldi Sigurjónssyni pianó- leikara þar sem hann lék fslensk pianóverk. Platan er væntan- legá markaðinn i lok október eða byrjun nóvember. — ÞH Leiðrétting Þjóðviljinn birti á sunnudaginn, 8. september Ijóðið Landnemar Is- lands 874-1974 eftir Jóhann J.E. Kúld. 111. erindinu var villa, sem nauð- synlegt er að leiðrétta. Erindið átti að hljóöa svona: „Hugirnir leita um höf yfir lönd, heim til þin feðragrund. Þvi hvar sem er búið ert bjargið þú, sem brúar þau djúpu sund. Þú vigðir þér, móðir, i vöggu hvert barn með vorsólar mildri hönd og gafst þvi þrek til að þolaalla raun, þjást, en kyssa’ei á vönd.” Fjarkönnun kynnt ís- lenskum yísindamönnum Fræðsluráóstefna um fjarkönn- un (remote sensing) stendur yfir i Norræna húsinu þessa dagana og er haldin af Verkfræði- og raun- vfsindadeild Háskólans, Raunvis- indastofnun Háskólans og Rann- sóknarráði rikisins. Ráðstefnunni er ætlað að kynna þessa nýju tækni og flytja fjórir erlendir sérfræöingaf, sem starf- að hafa á þessu sviði, yfirlitser- indi. Þeir hafa einnig meðferðis myndir og veggspjöld til skýr- inga. Sett hefur verið upp sýning i Norræna húsinu I sambandi við ráðstefnuna. Ráðstefnunni er skipt i nokkra meginþætti eftir sérsviöum: Und- irstöðuatriði fjarkönnunartækni, jarðfræði og jarðeðlisfræði, vatnafræði jöklafræði, haffræði, veðurfræði, landbúnaður og skóg- rækt, landmælingar, landnýting, landgræðsla, náttúruvernd og svæðaskipulag. Vegna þess hve Island er fjöi- breytilegt að náttúrufari og vegna þeirra virku rannsókna, sem hér eru stundaðar á slikum fyrirbærum, hefur vaknað áhugi fyrir þvi að þróa rannsóknaað- ferðir með athugunum á islensku náttúrufari úr gervihnöttum. Mjög margir visinda- og tækni- menn tóku þátt i ráðstefnunni i gær, en næstu daga verður um- ræðunni skipt eftir sérsviðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.