Þjóðviljinn - 10.09.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1974, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. september 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Esls Akravi (til vinstri), einn snjöllustu herforingja Íraks-Kúrda. Hann var áður ofursti I Iraska hernum og nam hernaðarvisindi bæði i Bretlandi og Sovétrikjunum. Hann er einnig fjölmenntaður maður og hefur meðai annars samið kúrdnesk-arabisk-enskar orðabækur. Kúrdastríð á ný 0 Iraks-kúrdar betur vopnaðir og samhent- ari en nokkru sinni fyrr, en stuðningur frá alþjóðavettvangi lœtur á sér standa Samkvæmt fréttum frá íraska Kúrdistan er ekki annað að heyra en að þar geisi nú enn á ný styrjöld af fullri grimmd. I frétta- bréfi/ sem blaðinu hefur borist frá upplýsingaskrif- stofu kúrdneska lýðræðis- flokksins í Helsinki/ er svo frá skýrt að i síðustu bar- dögum hafi kúrdneski frelsisherinn fellt nærri því þúsund manns af ir- aksher, og einnig segjast Kúrdar hafa frá upphafi yf irstandandi hernað- arátaka og fram í miðjan ágúst skotið niður fimmtiu og þrjár flugvélar fyrir her iraksstjórnar, eyðilagt hundrað þrjátíu og sjö skriðdreka og mörghundr- uð vörubíla og annarra farartækja. Nærri átta hundruð stjórnarhermenn hafa strokið yfir til Kúrda. Eins og fyrri daginn beitir Iraksstjorn flugher sinum af engri vægð og sparar hvergi napalm og annað góðgæti, sem alþekkt er úr striðinu i Vietnam og viðar frá. A timabilinu frá miðjum april fram i miðjan júli gerði iraski flugherinn yfir fimm- tán hundruð og fjörutiu árásir á borgir og þorp Kúrda, og fórust i þeim yfir fjögur hundruð og átta- tiu óbreyttir borgarar. Herflug- vélar Iraksstjórnar eru fengnar frá Sovetrikjunum, flestar af gerðunum Túpólef 22, Sokoj 20, Sokoj 7 og Mig 21. Kúrdar segja að öllum iraska flughernum sé beitt gegn þeim, en loftvarnir Kúrda eru nú hinsvegar miklu öflugri en fyrr, eins og hið mikla flugvélatjón Irakshers gefur til kynna. Auk flughersins beitir baþistastjórnin gegn Kúrdum sex til sjö herfylkjum úr fastahern- um, tuttugu og fimm skriðdreka- sveitum og einhverju hrafli óreglulegs málaliðs. // Föðurlands- framsóknarþjóðfylkingin" Samkvæmt fréttum frá Kúrd- um hefur þeim yfirleitt tekist að hrinda áhlaupum . andstæðinga og mannfall i frelsishernum — Pesjmerga — hefur ekki verið mikið, en hinsvegar kemur hern- aður íraksstjórnar gegn þeim einkum niður á óbreyttum borg- urum, og er það sama sagan og fyrr. Fréttir frá Iran herma að margt kúrdnesks fólks hafi flúið þangað frá írak undan loftárás- unurh. Frá þvi að friðslit urðu með Kúrdum og íraksstjórn i mars, hafa Kúrdar, sem búsettir voru á yfirráðasvæði stjórnarinn- ar, flúið yfir á frelsaða svæðið I hundruðþúsundatali, og má nærri geta hvernig kjör þessa flótta- fólks eru, þar eð næsta takmark- aðir möguleikar eru til þess að veita þvi nauðsynlega hjálp á þvi svæði, sem Barsani hershöfðingi og frelsisher hans ráða. Frelsisbarátta Iraks-Kúrda virðist að þessu sinni hafa vakið meiri athygli á alþjóðavettvangi en nokkru sinni fyrr, og hefur það valdið Iraksstjórn verulegum áhyggjum. Þar eð Kúrdar njóta ekki hvað sist samúðar á Norður- löndum, gerði stjórnin nýlega út til Sviþjóðar nefnd frá „föður- lands-framsóknar-þjóðfylking- unni”, en svo nefnist sambræðsla baþista, flokks þess er mestu hef- ur ráðið i Irak siðan 1968, meiri: hluta kommúnistaflokksins og fá- einna annarra, þar á meðal ein- hverra kúrdneskra kvislinga. Ba- þistar eru að visu allsráðandi i samfylkingu þessari og nokkur hluti iraskra kommúnista hefur ekki viljað láta bendla sig við hana og sætir ofsóknum fyrir. Til þess að punta upp á téða nefnd var hafður i henni Úbaidalla, son- ur Barsanis, sem af einhverjum óútskýrðum ástæðum hefur brugðið trúnaði við föður sinn og fengið i staðinn ráðherratitil — en engin völd auðvitað — hjá íraks- stjórn. Hinsvegar hefur Djalal Talabani, sem um skeið var helsta haldreipi baþista meðal Kúrda, nú sæst við Kúrdneska lýðræðisflokkinn og að nýju tekið upp störf fyrir hann. Ástæður til friðslitanna Fyrrnefnd nefnd baþista og taglhnýtinga þeirra hélt þvi fram við sænska blaðamenn að Barsani og liðsmenn hans væru litill hópur og einangraður, en þorri traks- Kúrda stæði með Bagdaðstjórn. Hið harða viðnám Pesjmerga, og fjöldaflótti Kúrda yfir á yfirráða- svæði frelsishersins bendir ótvi- rætt til hins gagnstæða. Iraks- stjórn sakar Barsani einnig um að vera á mála hjá Bandarikjun- um, iran og Israel, og hafi hann af þeim sökum ekki viljað sam- komulag við hina sovésksinnuðu og „framsæknu” stjórn baþista. Hinar raunverulegu ástæður til að ekki gekk saman með Kúrdum og Iraksstjorn voru hinsvegar þessar: 1. Stjórnin neitaði Kúrd- um um hlutdeild i oliugróðanum að tiltölu við fólksfjölda, og eru helstu oliulindirnar þó á kúrd- nesku lan'di. 2. Stjórnin neitaði Kúrdum um yfirráð yfir Kirkúk- héraði, þar sem helstu oliulind- irnar eru, og er meirihluti ibúa héraðsins þó Kúrdar. 3. Sjálf- stjórnin, sem stjórnin gekk inn á að veita Kúrdum, var litið meira en nafnið, þvi að stjórnin áskildi sér neitunarvald i mikilvægari málum. 4. Kúrdar fengu að visu fulltrúa i rikisstjórn, en ekki i miðnefnd baþistaflokksins, sem er hinn raunverulegi valdaaðili landsins. — Margt fleira mætti tina til. ólga meðal Irans-Kúrda Fyrir fullyrðingum Iraks- stjórnar um stuðning við Kúrda frá Bandarikjunum og ísrael er varla nokkur fótur. Tyrkir hafa stórillan bifur á frelsishreyfingu Kúrda i Irak og óttast að hún breiðist yfir til Kúrda i Tyrklandi, semeru fjórar til sex miljónir talsins, og Bandarlkin eru um of komnir upp á Tyrki til að þora að gera þeim nokkuð á móti, eins og greinilegast hefur komið fram i Kýpurstriðinu. Hisnvegar er ekki vafi á þvi að Kúrdar fá einhvern stuðning frá Iran, sem hefur hag af þvi að efla Kúrda gegn Iraks- stjórn, meðan fullur fjandskapur rikir milli íraks og trans. Þó er sú hjálp áreiðanlega látin i té af miklu hiki og hræðslu. 1 Iran er nefnilega kúrdneskur þjóðernis- minnihluti, að minnsta kosti eins fjölmennur og sá i trak, og það voru Irans-Kúrdar sem upphaf- lega stofnuðu Kúrdneska lýð- ræðisflokkinn og áttu þvi að vissu marki frumkvæðiö að yfirstand- andi frelsisbaráttu i írak. Eftir siðustu fréttum af dæmi er frelsishreyfingu trans-Kúrda nú á ný tekinn að vaxa fiskur um hrygg. Bæði hefur dæmi bræðr- anna i trak orðið þeim hvatning og auk þess kemur hér til almenn óánægja þjóðernisminnihluta, menntamanná og annarra með ógnarstjórn sjains. Savak — afkvæmi CIA Fulltrúar frá sjálfstjórnar- flokki Irans-Kúrda hefðu nú þeg- ar gripið til vopna ef Kúrdar i trak hefðu fengið sjálfstjórnar- kröfum sinum fullnægt. Þessi sjálfstjórnarflokkur Irans-Kúrda verður að starfa algerlega neð- anjarðar, og þurfa flokksmenn ekki griða að biðja ef þeir lenda i klónum á Savak, leynilögreglu Persakeisara, sem CIA var svo elskuleg að koma á fót fyrir hann. I þessari baráttu sinni hyggst frelsishreyfing Irans-Kúrda hafa samráð við aðrar andspyrnu- hreyfingar gegn keisaranum, sem vitað er að eru öflugar, bæði innanlands og erlendis, eins og til dæmis má sjá af mótmælaað- gerðum iranskra námsmanna gegn keisaranum, þegar hann hefur verið i opinberum heim- sóknum. _______________ dþ. VLLAR VERKSMIÐJAN FRAMTIDÍN HÆTTIR Ovist hvort verslunin hœttir einnig Akveðið er að leggja Ullarverk- smiðjuna Framtiðin niður. Þegar hefur hluti verksmiðjunnar hætt störfum, og búist er við að hún loki alveg þegar i haust. Óvist er hvort verslunin verður lögð niður, en i sambandi við verksmiðjuna, scm er við Frakkastig I Keykja- vik, hefur verið rekin verslun á hórni Frakkastigs og Laugaveg- ar. Astæðan fyrir þvi að verk- smiðjan hættir störfum mun vera sú, að rekstur hennar hefur ekki þótt nógu hagkvæmur miðað við að nauðsynlegt er talið að endur- nýja vélakost. Ekki hefur verið ákveðið hvort reynt verður að selja vélarnar eöa hvort þeim verður hent. Eig- andi Framtiðarinnar er Sláturfé- lag Suðurlands. — S.dór MNHMH Verksmiðjuhús Framtiðarinnar. (Ljósm. S.dór.) Til bridgemanna: Verið velkomnir! Gylfi Baldursson, varaformað- ur Bridgefélags Reykjavikur hef- ur sent frá sér bráðskemmtilegt bréf, sem birtist hér í heild. „Bridgeiþróttin hefur lengi átt miklum vinsældum að fagna hér á landi, og virðast vinsældirnar sifellt fara i vöxt, ef dæma má af ört vaxandi fjölda þeirra, sem stunda bridge sem keppnisiþrótt. Auk þess er hvers kyns heima- spilamennska trúlega sú félags- leg afþreying, sem að vinsældum kemur næst á eftir sumbli og sjónvarpsglápi. Islenskir bridgespilarar hafa yfirleitt staðið sig með sóma i keppni á erlendri grund. Það er þvi með eindæmum hversu litill gaumur bridgeiþróttinni hefur verið gefinn i islenskum fjölmiðl- um. Með þessum orðum er ekki gefið i skyn að hér sé áhugaleysi fjölmiðla einu um að kenna, þvi að forystumenn bridgemála hafa þvi miður gert allt of litið af þvi að ota sinum tota. A meðan miljónum islenskra króna er varið af opinberu fé til atuðnings við óliklegustu iþrótta- greinar hér á landi og stórir hóp- ar iþróttamanna styrktir til keppnisferða oft með misjöfnum árangri, hafa islenskrir bridge- menn jafnan mátt berjast i bökk- um. Vafalaust er hér skeytingar- leysi fjölmiðla að verulegu leyti um að kenna. Það er von okkar i Bridgefélagi Reykjavikur að mál þetta verði tekið til vinsamlegrar athugunar og eru stjórnarmeðlimir félagsins fúsir til viðræðu um leiðir til úr- bóta” Undir orð Gylfa vill Þjóðviljinn taka. Vafalaust mætti kveða fast- ar að orði um afskipti rikisins og jafnvel iþróttahreyfingarinnar að málefnum bridgespilara, þvi vart er hægt að segja að bridge sé viðurkennt sem Iþrótt hérlendis. Það sem blaðið er og sammála þvi, að mikil sök liggi hjá for- ráðamönnum bridgeiþróttarinn- ar svo og hjá fjölmiðlum á þvi hvernig komið er fyrir iþróttinni, vill blaðið hér með bjóða Gylfa og félögum hans að hafa við okkur viðtal um það hvernig Þjóðviljinn gæti gert sitt til þess að bæta hér úr. Verið þeir bara velkomnir. -úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.