Þjóðviljinn - 10.09.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.09.1974, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 10. september 1974 Nýjar stafsetningarreglur Hvað segja Enn er búiö aö breyta stafsetningunni og við megum fara aö endurskoða skólalærdóminn. Breytingarnar nú eru þó ekki eins róttækar og sú sem varð í fyrra, þegar zetan var afnumin, og deilur um nýju stafsetninguna og greinarmerkjasetninguna verða þvi væntanlega ekki eins hatrammar og þá. Raunar virðist stefnan vera meira frjálsræði í þessum efnum, valfrelsi á víða að ríkja og enginn er svosem skyldugur til að hlíta reglunum fremur en hann vill — nema höfundar skóla- bóka, kennarar og nemendur þeirra, a.m.k. á prófum. Hver verða áhrif nýju reglnanna? Verður stafsetn- ingarkennslan og-námið auðveldara? Sparast timi i ís- lenskukennslunni i heild? Hefði kannski átt að ganga lengra? Þjóðviljinn ræddi málið við nokkra íslenskufræðinga, sem kenna islensku og þarmeð stafsetningu í framhalds- skólum. Veldur engum spjöllum á málinu Gunnar Finnbogason, skóla- stjóri Gagnfræöaskóla Austur- bæjar, sagði m.a.: — Veigamesta breytingin, niðurfelling zetunnar, varðstrax i fyrra, en aðalbreytingin i reglun- um, sem gengu i gildi nú 1. september, er að rita skuli litinn staf I nöfnum þjóða. Þegar búið er að venja sig á eitthvað ákveðið lengi, þykir annað ankannalegt I fyrstu,og það má segja um þetta; hinsvegar hefur einn af mestu rit- höfundum þjóðarinnar, Halldór Laxness.haft þennan rithátt lengi. Ég er ekki ánægður með ein- stök atriði, þar sem talað er um valfrelsi. Auövitað má endalaust deila um hvort sé réttara, t.d. að skrifa litinn eða stóran staf i Eim- skipafélagið, og sjálfum er mér i rauninni alveg sama, en þægi- legra hefði verið, að um slikt gildi ákveðin regla. Þá eru það tvi- myndir orða einsog t.d. sögnin að girða eða gyrða og fleiri ámóta með i eða y. Þetta eru u.þ.b. 50 ur að kenna þetta. Valfrelsið um að skrifa i einu eða tveim orðum finnst mér ann- ars eðlis en um nöfn og vera til bóta. f heild hafa breytingarnar verið miðaðar við að gera stafsetning- orö, auðvelt að leita uppruna að nefndin tæki af skarið og á- una auðveldari án þess að valda þeirra flestra, en erfitt með 1/5 kvæði, að þessi orð skuli rita með spjöllum á málinu og það finnst hluta þeirra og þar hefði ég kosið, einföldu. Það er svotil ógjörning- mér hafa tekist. kennarar? Stafsetningarreglurnar 1 augiýsingu menntamálaráðu- neytisins um islenska stafsetn- ingu, sem gildi tók 1. september, eru einsog fram kemur I viðtölun- um við kennarana i rauninni ekki veigamiklar breytingar utan af- náms zetunnar. Um hana var svo rækilega fjallað hvarvetna i fyrra, að ekki er ástæða til að rifja það upp hér, en aðrar helstu breytingar birtast hér, einsog þær koma fyrir i auglýsingunni: 6. gr. a) Valfrjálst er, hvort rita skal stóran eða litinn staf i styttu eða breyttu nafni stofnunar eða nafni stofnunarhluta (deildar innan stofnunar), ef einungis er um eina stofnun að ræða hér- lendis og misskilningur eða ruglingur ólikiegur, enda séu nöfnin þá að jafnaði notuð með viðskeyttum greini, t.d. Há- skólinn eða háskólinn, Mennta- rnálaráðuneyti (ð) eða mennta- málaráðuneyti (ð), Ríkisútgáf- an eða ríkisútgáfan, Samband- iðeða sambandið, Eimskipafé- lagið eða eimskipafélagið, thaldsflokkurinn eða ihalds- flokkurinn o.S.frv. b) Nöfn persónugerðra hluta og hugmynda má rita meö stórum staf, t.d. Noröanvindur, ef vindurinn er hugsaður sem persóna. — Helstu persónur sögunnar voru Þekkingin og Astin. 8. gr. Fara skal eftir málvitund um, hvort ritaður er stór stafur i upp- runalegum sérnöfnum i orötökum og málsháttum, t.d. Þrándur I Götu, eða þrándur i götu, Nú er setinn Svarfaðardalur, Sá er galli á gjöf Njarðar. 9. gr. a) Hátfðanöfnskal þvi aöeins rita með stórum staf, að fyrri hluti þeirra sé sérnafn, t.d. Margrétarmessa, Þorláks- messa o.s.frv. b) Um viðurnefniog nokkur önn- ur orð, samsett á sama hátt, gildirsama regla og um hátiða- nöfn t.d. (Helgi) Hundingsbani, Hólsfjaliahangikjöt, Verners- lögmál o.s.frv. ll.gr. a) Þjóðaheiti, þjóöflokkaheiti, nöfn á fbúum landshluta (hér- aöa, hreppa)og ibúum heims- álfa skal rita með litlum staf, t.d. islendingur, mongóli, aust- firðingur, keldh verfingur, evrópumaður. b) Tungumálaheiti og nöfn á mállýskumskal rita með litlum staf, t.d. fslenska, vestfirska, jóska. 12.gr. Nöfn á fylgismönnum stefna, jafnt stjórnmálastefna, sem ann- arra, skal rita með litlum staf, t.d. framsóknarmaður, sjálf- stæðismaður, alþýðuflokksmað- ur, sósialisti; guðspekingur, ný- guðfræðingur, o.s.frv. Þar sem reglurnar um eitt orö eða tvö eru nokkuð flóknar og hafa verið heldur á reiki i vitund flestra að undanförnu, birtast þær hér f heild, bæði breytingar og þaö sem óbreytt stendur. Um eitt orð eða tvö. 34. gr. 1. Stofnsamsetningar skal rita sem eina heild 2. Rita skal sem tvö orð fornöfnin annar hvor, annar hver, annar tveggja og hvor tveggja. Þessi orð eru ekki stofnsamsetning- ar, enda beygist fyrri liður og I sumum tilvikum báðir. 3. Af sumum orðum eru til — jafnframt stofnsamsetningu — orðasambönd, gerð af sömu liö- um. Stofnsamsetningin er rituð sem ein heild, orðasamböndin sem tvö orð. Dæmi: heiðindómur: heiðinn dómur; kristindómur, kristinn dómur, kristinfræöi (kvk. et.): kristin fræöi (hvk flt.); meiri- hluti: meiri hluti; minnihluti: minni hluti. Athuga ber, að I orðasamband- inu beygist fyrri hlutinn, en helst óbreyttur i samsetta orð- inu, t.d. (frá) heiönum dómi: (frá) heiöindómi; (frá) mcira hluta: (frá) meirihluta. 4. I nokkrum örnefnum og sam- nöfnum, sem þannig eru sam- sett, aö fyrri liður er veikt lýs- ingarorð, beygja flestir fyrri lið. Allt um það skal örnefnið eða samnafniö ritað sem ein heild, t.d. Breiðifjöröur, þf. Breiöafjörö (eða nf. Breiða- fjöröur, þf. Breiöafjörö); nf. Kaldakinn, þf. Köldukinn (eða nf. Kaldakinn, þf. Kaldakinn); Hæstiréttur (þf. Hæstarétt). 35. gr. 1. Eignarfallssamsetningar skal rita sem eina heild. Hér sker á- herslan yfirleittúr, hvort um er að ræða eignarfallssamsetn- ingu eöa orðasamband. Reglan er sú, að I eignarfallssamsetn- ingu hvilir aðaláhersla á fyrra eða fyrsta atkvæði (ef um fleiri en eitt atkvæði er að ræða) fyrri samsetningarliðar, en aukaáhersla (léttari áhersla) á upphafi siðari samsetningar- liðar, t.d. bóndadóttir (með aðaláherslu á bónd-, en aukaá- herslu á dótt-). Orð, mynduð eins og bóndadóttir.eru algeng, en orðasambönd eins og bónda dóttireru fátið i islensku (nema helst I skáldskap), þar sem aðalreglan er, að eignarfalls- orð, sem stjórnast af nafnorði, komi á eftir stýriorðinu, sbr. Sigriöur er bóndadóttir: Sigrfö- ur er dóttir bónda o.s.frv. 2. Ef eignarfallsliðir eru notaðir til að auka vægi (intensitet) merkingar, er valfrjálst, hvort þeir eru ritaðir áfastir siðari lið eða hvort band er sett milli lið- anna. t.d. óvenjugóöur eða ó- venju-góður. Ástæðan er sú, að jafnþung áhersla getur hvilt á báðum liðum. Dæmium liði af þessu tæi: af- bragðs-, aftaka-, ágætis-, for- kunnar-, fjölda-, furöu-, ný- tisku-, ódæma-, óhemju-, ó- skapa-, óvenju-, rokna-, undra-, t.d. afbragösgóöur eða af- bragðs-góður o.s.frv. Athuga ber, að á orðin fjarska og einkar er litið sem atviks- orð, og eru þau þvi ekki rituð á- föst, t.d. fjarska góöur, einkar alþýðlegur. 36. gr. 1. Forliði, sem lita má á sem for- skeyti, skal rita áfasta, t.d. aöal- (aðalinngangur), ai- (t.d. algóður), and- (t.d. andstæö- ingur), au- (t.d. aufúsa), for- (t.d. formaöur), frum-(t.d. frum- stæöur), full- (t.d. fullgóöur), gagn- (gegn-) t.d. gagnstæöur, gegndrepa, ger- (gjör-) (t.d. ger- breyta, gjörbreyta), megin- (t.d. meginland), mis-(t.d. misbjóöa), ný- (t.d. nýkominn), of- (t.d. of- bjóöa), ó-(t.d. ósannindi) or-(t.d. orlof), sam- (t.d. samskeyti), si- (t.d. sifelldur), tor- (t.d. torlæs), van- (t.d. vanviröa), önd- (t.d. öndveröur), ör- (t.d. örmagna). 2. a) Forliðina all-, hálf-, jafn- og lang-má rita áfasta eða tengja þá með bandi við næsta orðið, t.d. allgóöur (eða all-góöur)*, jafngóður (eða jafn-góður), hálfundarlegur (eða hálf-und- arlegur); langstærstur (eða lang-stærstur). Sérstaöa þessara forliða stafar af þvi, að jafnþung áhersla get- ur hvilt á báðum orðliðum. b) Afar, ofog ofur skal rita áföst nafnorðum. t.d. afarkostir, of- framleiðsla, ofurmenni.en laus frá lýsingarorðum og atviks- orðum, t.d. afar stór, afar vel, of stór, of vel, ofur einfaldur, ofur glaðlega. Ofskal rita áfast sögnum, t.d. ofbjóða, sbr. 1. lið. 3. Forsetningar (atviksorð), not- uð sem forskeyti, skal rita á- fastar (áföst), enda hvilir aðal- áhersla á þeim. Ilæmi: að- (t.d. aðfcrð), af- (t.d. afsanna), at-(t.d. atferli), á- (t.d. áburður), fram- (t.d. framkoma), framan- (t.d. framanverður), frammi- (t.d. frammistaða), frá- (t.d. frá- færur), fyrir- (t.d. fyrirskip- un), hjá- (t.d. hjáseta), inn- (t.d. innlendur), inni-(t.d. inni- vcra), innan-(t.d. innantökur), i-(t.d. ihuga), með- (t.d. með- mæli), mót- (t.d. mótdrægur), til- (t.d. tilburöir), uin- (t.d. umboð), undan- (t.d. undan- fari}, undir- (t.d. undirgefni), upp- (t.d. uppgjöf) uppi- (t.d. uppiskroppa), út- (t.d. útför), úti-(t.d. útilega), viö-(t.d. viö- kvæmur), viður-(t.d. viöurlög) yfir- (t.d. yfirmaöur). 37.gr. 1. Ef forsetningar og samteng- ingar eru orðnar til úrfleirien einu orði, skal farið eftir upp- runa, þ.e. hvert ,,orð” skal rit- að út af fyrir sig. Dæmi: á mcðal, á milli, I gcgn- um; þó aö, þvl aö, þar eö, enda þótt, til þess aö. 2. Atviksorð, sem mynduð eru af fallorðum eða orðin eru til við samvöxt smáorðs (viðskeytis) og fallorös, skal rita i einni heild. Dæmi: allsendis, andæris, framvegis, umhverfis, útbyrö- is, þannig, aldrei, rösklega, hálfvegis, gegnum, kringum, langtum, aðeins, alltaf, ávallt o.s.frv. a) Athuga ber, að valfrjálst er að rita hvort heldur sem er allt- ofeða allt of, smámsamaneða smám saman, ööruhverju eöa ööru hverju. Orð, sem enda á -megin, má rita sem eina heild, ef fyrri hlutinn er tvikvætt fornafn, sjá lib 5, d, t.d. báðumegin, hinu- megin, öörumegin. b) Hvers vegna og þess vegna eru orðasambönd, og ber þvi að rita sem tvö orö, sbr. 5. lið. h. c) Orð eða orðasambönd, sem gerð eru af atviksorði (forsetn- ingu) og eignarfalli nafnorðs, má rita i einu orði eða tveimur, t.d. innanlands (eða innan lands), utanlands (eða utan lands), neðanjarðar (eða neðan jarðar), innanhúss (eða innan húss), utangarös (eða utan garös), innansveitar (eða innan sveitar) o.s.frv. 3. Þegar atviksorð er til orðið úr smáorðum, skal farið eftir upp- runa, þ.e. hvert „orð” ritað út af fyrir sig. Dæmi: enn þá, enn fremur, hér meö, á milli, i kringum, I gegn- uin, með fram, fyrir fram. Undantekningar eru orðin á- fram og umfram. 4. Rita skal staðaratviksorð og eftirfarandi forsetningu sem tvö. orð: Dæmi: fram hjá, inn i, út af, út undan, út frá, yfir um, suður, i, sunnan viö o.s.frv. 5. Orðasambönd, sem notuð eru i atvikslegri merkingu, skal rita i samræmi við uppruna, þ.e. rita skal hvert „orð” út af fyrir sig. Þó er i sumum tilvikum valfrelsi um rithátt. Dæmi: a) Háttur: litils háttar, mikils háttar, þess háttar. b) Konar og kyns: alls konar, eins konar, einhvers konar, hvers konar, margs konar, nokkurs konar, sams konar, tvenns konar, ýmiss konar; alls kyns, hvers kyns, margs kyns, þess kyns o.s.frv. þessi sam- bönd má einnig rita sem eitt orö, t.d. allskonar; allskyns. c) Kostur: alls kostar, eins kostar, aö minnsta kosti. d) Mcgin: báöum megin, hérna megin, hinum megin, þarna megin, þeim megin, öör- um megin. Sum þessara orða hafa þó vax- ið saman i eina heild, og má þá rita sem eitt orð, sbr. 2 lið, a. e) Sinni: einu sinni, einhverju sinni, hverju sinni, nokkru sinni f) Staöur: alls staöar, annars staöar, einhvers staöar, nokk- urs staöar, sums staöarÞó má einnig rita alstaðar og sum- staöar. g> Timi: einhvern tlma (tim- ann), nokkurn tlma (tímann). h) Vegna: hvers vegna, þess vegna. Sjá 2. lið, b. i) Vcgur: annars vegar, hins vegar; einhvern veginn, engan veginn, nokkurn veginn. Aftru á móti skal rita hinseg- inn, þanneginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.