Þjóðviljinn - 10.09.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 10. september 1974
t ■f't £7 D Qd7 * /ó' A a 0 [p * ^ 7> a D , r\
Landsleikurinn Island 1- - Belgía 0:í l
Framar öllum vonum
þrátt fyrir furðulega liðsuppstillingu — dómaramistök
komu í veg fyrir íslenskt mark — náðum okkur aldrei á strik,
sögðu belgarnir, völlurinn var alltof þungur —
Sennilega hafa flestir hinna 7500 áhorfenda að leik
islendinga og belgíumanna rekið upp stór augu þeg-
ar þeir sáu islensku liðsuppstillinguna, er leik-
mennirnir hlupu inná völlinn, engir bakverðir i lið-
|nu. _ Ég talaði við skoska landsliðsþjálfarann
fyrir leikinn og hann sagði mér að belgarnir notuðu
liðsuppstillingu 4-3-2-1. sem sagt engir kantmenn,
og þvi ákvað ég að stilla islenska liðinu svona upp,
sagði Tony Knapp landsliðsþjálfari eftir leikinn. En
þegar svo belgarnir sáu hvernig islenska liðið stillti
upp breyttu þeir sinni liðsskipan, og þá varð is-
lenska liðið að breyta sinni og vantaði þá illilega
bakverði. Annars varð útkoman úr þessum leik 0:2
tap, betri en menn bjuggust almennt við fyrirfram,
og dómaramistök komu í veg fyrir islenskt mark.
Á Gisla Torfas. var brotið gróflega er hann var
kominn innfyrir belgisku vörnina, en ekkert dæmt
— mér sýndist Gísli hafa boltann, sagði dómarinn
eftir leikinn. Hann kórónaði svo mistök sin með þvi
að dæma vítaspyrnu á islenska liðið 4 min. fyrir
leikslok, vitaspyrnu sem átti sér enga stoð.
Leikurinn byrjaði ósköp rólega,
og fátt markvert gerðist framan
af. Belgarnir lögðu alla áherslu á
að gæta Asgeirs Sigurvinssonar
sem lék miðframherja af ein-
hverjum ástæðum. Hann hefur
ekki leikið þá stöðu sfðan i 5.
flokki að eigin sögn. Bæði þessi
staða og svo hitt hve vel hans var,
gætt, varð til þess að hann átti
slakan leik og nýttist ekki sem
skyldi. Hefði hann leikið stöðu
tengiliðs eins og hann er vanur,
hefði áreiðanlega margt farið
öðru visi.
Gisli Torfason var skráður bak-
vörður i liðið, en átti ekki að leika
þá stöðu, heldur gæta hins fræga
leikmanns Van Himst. Hann
gerði það vel i 15 minútur, en þá
breyttu belgarnir um uppstillingu
eins og áður segir, og þá varð
Gisli að fara i bakvarðarstöðuna
meðmisjöfnum árangri. A meðan
sátu tveir okkar bestu bakverðir,
Björn Lárusson og Eirikur Þor-
steinsson, á varamannabekk.
En hvað um það. Belgarnir
voru að sjálfsögðu meira með
boltann, léku betur og voru raun-
ar betri á flestum sviðum knatt-
spyrnunnar. Þrátt fyrir þetta
náðu þeir ekki að skapa sér nein
veruleg marktækifæri, og var það
fyrst og fremst að þakka góðum
varnarleik islenska liðsins með
þá Martein Geirsson og þó alveg
sérstaklega Jóhannes Eðvaldsson
sem yfirburðamenn á miðjunni.
Mér er til efs að Jóhannes hafi
leikið betur i landsleik en að
þessu sinni.
Af öðrum leikmönnum átti
Guðgeir Leifsson bestan leik og
gerði margt svo laglega að ekkert
gaf eftir þvi besta hjá atvinnu-
mönnunum. Það var til að mynda
hann sem færði islenska liðinu
fyrsta tækifærið i leiknum, þegar
hann lék sig i gegn um belgisku
vörnina og komst innað enda-
mörkum og gaf fyrir markið, en
islensku sóknarmennirnir voru
alltof seinir og ekkert varð úr.
Á 37. minútu átti islenska liðið
aftur færi, sem endaði með skoti
frá Asgeir Eliassyni, en þá geig-
aði.
Svo á 40. minútu voru belgarnir
að leika með boltann rétt fyrir
framan vitateiginn, og allt i einu
skaut Van Moer, besti maður liðs-
ins, lausu skoti að marki, boltinn
stefndi i markhornið án þess að
Þorsteinn markvörður hreyföi
sig, og boltipn hafnaði i netinu al-
veg efst. — Ég reiknaði boltann
fyrir utan, sagði Þorsteinn eftir
leikinn. Þetta var að visu glæsi-
legt mark, en skotið var svo laust
og af svo löngu færi aö Þorsteinn
hefði átt að ná boltanum. Staðan
var þvi 1:0 belgum i vil i leikhléi.
1 síöari hálfleik bætti Þorsteinn
þetta upp er hann varði glæsilega
á 59. mínútu, en þó enn glæsileg-
Þeir Jón Pétursson, Asgeir Sigurvinsson og Jóhannes Eövaldsson sækja hér aö belglska markveröin-
um, sem haföi yfirhöndina aö þessu sinni og náöi aö slá boltann frá. — mynd: gsp
ar á 66. min. er hann varði á ótrú-
legan hátt fast skot af 2ja metra
færi. Svona tilþrif sér maður ekki
oft til markvarða.
Fátt markvert gerðist fyrir ut-
an þetta þar til á 85. minútu, að
Gisli Torfa komst óvænt i gegnum
belgisku vörnina og hafði frian
sjó fyrir framan sig. Hann komst
langt inni vltateiginn og var að
skjóta þegar belgiskur leikmaður
Framhald á 11. siðu.
Að
leik
loknum
Tony Knapp
landsliðsþjá Ifari
— Auövitaö er ég ánægður
meö leikinn. Þetta er áhuga-
mannalið sem viö erum meö,
og aö ná þvi að vera aðeins 0:1
undir þegar 5 minútur eru eft-
ir en fá þá á sig vafasama
vitaspyrnu gegn sllku liöi sem
þvi belgiska er aö minum
dómi frábært. Þar aö auki átt-
um við auövitað aö fá vlta-
spyrnu þegar á Glsla var brot-
ið, og þá heföi staðan breyst i
1:1 og aöeíns 6 minútur eftir,
og þá heföum viö aldrei tapaö
þessum leik.
Jóhannes Eðvaldsson
fyrirliði.
— Ég er mjög ósáttur viö
þessa vitaspyrnu sem á okkur
var dæmd, hún átti sér enga
stoö. Hinsvegar gat ég ekki
betur séö en aö brotiö væri
gróflega á Gisla þarna rétt áö-
ur, án þess aö neitt væri dæmt.
Annars var þetta ekki mjög
erfiöur leikur en þaö er ekki
svo erfitt aö Ieika gegn þess-
um körlum ef maöur hefur
enga minnimáttarkennd fyrir
þeim og tekur á móti og berst.
Þaö geröum viö, og eins og þú
sást þá áttu þeir engin umtals-
verö tækifæri,- það er baráttan
sem gildir fyrir okkur.
Gísli Torfason
— Hann bara sparkaði und-
an mér fótunum um leiö og ég
ætlaöi aöskjóta, og þess vegna
varö ekkert úr skotinu, ég
hrökk á boltann. Sé eitthvaö
vltaspyrna, þá var þaö þetta.
Og auövitaö er maður
ergilegur að þvi skuli hafa
veriö sleppt, en að ööru leyti
er ég sæmilega ánægöur meö
leikinn.
Grétar Magnússon
— Þetta var bara dæmigert
atvinnumannabragð sem
hann notaöi og fékk viti út á.
Við vorum aö vinna að boltan-
um, og um leið og ég ætlaði aö
renna mér framhjá honum og
hreinsa Iagöist hann á mig,
þannig að ég féll og hann lét
sig detta lika. Það er furöulegt
aö atvinnudómari skuli ekki
sjá I gegnum svona einfalt
bragö. Ég er aö ööru leyti ekk-
ert óánægöur meö útkomuna.
0:2 tap fyrir þessu liöi er ekki
alvarlegt.
Teitur Þórðarson
— Mér fannst þetta nokkuð
góöur leikur, og mér fannst
viö standa okkur betur en ég
bjóst viö fyrirfram. tJtkoman
cr alls ekki svo slæm. Þaö sem
mér fannst verst var að varast
rangstööutaktlkina þeirra.
Hún var mjög vel útfærð hjá
þeim og maöur var oröinn
rangstæöur áöur cn maöur
vissi af.