Þjóðviljinn - 10.09.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.09.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. september 1974 ÞJóÐVlLJINN — SIÐA 3 Aðfararnám búvísinda í læknaskóla Búfræðingar sækja nú i fyrsta sinn undirbúnings- og raun- greinadeild tækniskóla sem að- fararnám fyrir kandidatadeildina ibúvisindum á Hvanneyri. Slikar deildir starfa nú á Akureyri og á tsafirði. Þetta kom fram ma. við setn- ingu Tækniskóla íslands i byrjun mánaðarins, en aðsókn að skólan- um er nú meiri en nokkru sinni og er fjöldi nemenda hátt á þriðja hundrað. 1 aðalatriðum er um tvenns konar framhaldsmenntun iðnað- armanna að ræða, sem tekur ým- ist 2 1/2 ár eða rösklega 5 ár. Við lok styttra námsins er námsgráð- an tæknir, en við lok þess lengra tæknifræðingur. Sérstakt verkefni i samvinnu Á fjórða hundrað miljónir veittar úr Iðnþróunar- sjoði a þessu ári Föstudaginn 30. ágúst hélt stjórn Iðnþróunarsjóðs fund i Reykjavik en sæti I stjórn hans eiga fulltrúar frá Norðurlöndun- um S. A þessum fundi var samþykkt lánveiting til fyrirtækja að upp- hæð 89 miljónir króna og hefur þá sjóðurinn lánað 310 milj. kr. á þessu ári. Þá veitti stjórnin fram- kvæmdastjórn sjóðsins heimild til að ráðstafa 60 milj. kr. til al- mennra lána til viðbótar fyrri heimildum. Einnig veitti stjórnin heimild til ráðstafana 10 milj. kr. til styrkja eða lána með sérstökum kjörum. Frá upphafi hefur sjóðurinn veitt 25,3 milj. kr. til slikra lána eða styrkja. Frá þvi er sjóðurinn tók til starfa, 1970, hefur hann veitt lán til fyrirtækja og sjóða að upphæð 1.344 milj. kr. í dag Haustslátrun hefst Aœtlað er að slátra um 900 þús. fjár á um 60 stöðum á landinu — Nýtt kjörverð innan viku Haustslátrun hefst í dag í sláturhúsi KB í Borgar- nesi sem er fyrsta slátur- húsið sem tekur til starfa á þessu hausti, sagði Sveinn Tryggvason hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins okkur í gær. Síðan munu húsin taka til starfa hvert af öðru næstu daga, þegar byrjað verður að slátra fé úr heimahögum, en al- mennt hefjast réttir ekki fyrr en um næstu helgi. Sveinn tjáði okkur i gær að áætlað væri að slátra um 900 þús- und fjár i haust i sláturhúsum landsins en þau eru um 60 á land- inu öllu. t fyrra var slátrað 830 þúsund fjár og er reiknað með 6 til 8% fjölgun slátur-fjár i ár. En Sveinn tók fram að hér væri um ágiskunartölur að ræða, það veit i rauninni enginn hve miklu verður slátrað fyrr en að henni lokinni i haust. Sveinn sagði, eins og raunar hefur áður komið fram i Þjóð- viljanum, að búið væri að ákveða verð á kjöti i haust en sú verð- lagning liggur enn fyrir rikis- stjórninni og er beðið ákvarðana hennar i málinu. Nýtt kjöt mun væntanlegt á markaðinn um miðja næstu viku þannig að ákvörðun rikisstjórnarinnar verður að liggja fyrir fyrir þann tima. Sveinn sagði að ekkert nýtt sláturhús yrði tekið i notkun á þessu hausti en á Hólmavik hefði verið unnið að endurbótum á sláturhúsinu þar og myndi þaö þvi verða nýtiskulegt og full- komið þegar slátrun hefst þar i haust ef verkinu verður endan- lega lokið en það er óvist enn. Eitt sláturhús fékk ekki leyfi i ár, stóðst ekki gæðamat en kröfur allar til sláturhúsanna um hrein- Framhald á 11. siðu. við þrjár rannsóknastofur i Reykjavik er menntun meina- tækna og tekur tvö ár að loknu stúdentsprófi. Næsti hópur meinatækna verður brautskráður 1. okt. n.k., en næsti hópur tækni- fræðinga fyrir jól og tæknar fara frá skólanum út á vinnumarkað- inn um miðjan janúarmánuð. Húsnæðisvandamál Tækniskól- ans eru enn óleyst og starfar skól- inn við mikið óhagræði á nokkr- um stöðum I Reykjavik, en stefnt er að þvi að starfsemin komist undir eitt þak fyrir haustið 1975. Barátta gegn loftmengun Alma-Ata. Borgarstjórn Alma- Ata, höfuðborgar sovétlýðveldis- ins Kasakstan, hefur skipað nefnd, sem á að hafa stöðugt eft- irlit með ástandi andrúmsloftsins i borginni. Eitt aðalverkefni henn- ar verður að finna viðhlitandi ráð til að hreinsa loftið I borginni, sem er i dal, umluktum háum fjöllum á alla vegu. Til þess að draga úr mengun loftsins hefur i fyrsta lagi verið ákveðið, að með- fram mestu umferðargötunum skuli komið upp lofthreinsunar- tækjum til að hreinsa loftið af út- blæstri bifreiðanna. Af Breiðholtsbraut eftir kosningar RÍFA, RÍFA Borgarstjórnarihald- inu hefur þótt það fara býsna vel með fé al- mennings. Almenningi hefur þótt borgar- stjórnarmeirihluti ihaldsins fara býsna illa með fé almennings. Hvor aðilinn hefur rétt fyrir sér má nokkuð sjá af meðfylgjandi mynd og eftirfarandi frásögn. Þegar leið að borgarstjórnar- kosningunum i vor fundu for- vígismenn borgarstjórnarmeiri- hlutans að staða þeirra var ekki svo sterk sem skyldi. Til þess að bæta úr var var fundin upp græna byltingin svokallaða. En sam- hliða henni átti svarta byltingin að fara fram, það er' götulögn. Mestan árangur hlaut að bera að svarta byltingin færi fram i þeim hverfum, sem flestir ibúar bjuggu i. Þvi varð sameiginlegt Breiðholtshverfi fyrir valinu, og svarta byltingin hélt þangað inn- reið sina og hafin var ný vega- lagning úr Breiðholti III, þar sem heitir Breiðholtsbraut. Svo skattgreiðendum og at- kvæðum mætti vera ljóst hver hugur var I borgarstjórnarmeiri- hlutanum, og til þess að fólk veldi slika stórhuga framkvæmda- menn enn aftur til þess að stjórna framkvæmdum og fjár- málum borgarsjóðs, var unnið langt fram á kvöld og flestar helgar siðustu vikurnar fyrir kjördag. Og Breiðholtsbraut lengdist og hækkaði. Svo var kosið. Meirihlutinn hélt velli með glæsibrag. Og þá var á- stæða til þess að hægja örlitið á, enda búið að eyða 800 miljónum umfram það sem hugsanlegt var að afla sem tekna allt árið. Þá var Breiðholtsbraut orðin býsna löng, en umfram allt mjög há. Gafst nú timi til þess að reikna út hvernig brautin skyldi liggja. Kom þá i ljós, að brautin var all miklu hærri orðin en hún skyldi endan- lega verða hæst og munaði hvorki meira né minna en um það bil hálfum metra. Þessa dagana eru þvi vinnu- vélar að vinna að þvi að grafa upp og aka á brott þvi uppfyllingar- efni, sem áður var búið að setja sem undirlag fyrir Breiðholts- braut hina nýju, efni sem búið var að jafna, slétta og þjappa, verk sem borgarbúar greiddu glaðir fyrir vikurnar á undan kosning- unum, en sem þeir greiða nú aftur fyrir eftir kosningar og nú miðar að þvi að rifa niður það sem fyrr var svo vel unnið. Svona er hún nú traust og góð fjármála- og verkstjórn borgar- stjórnarmeirihlutans. —úþ 35 kenna við Öldungadeildina Ör fjölgun 1 öldungadeild Hamrahlíðarskóla Yfir 500 manns munu lesa til stúdentsprófs við öldunga- deild Menntaskólans i Hamra- hlíð í vetur. Fjölgunin i öldungadeildinni hefur verið hröö frá þvi hún hóf starfsemi sina, en i fyrra voru 404 skráðir i deildina. Hjálmar Olafsson konrektor i M.H. tjáði Þjóð- viljanum, að afföll væru jafn- an nokkur á vetri, en þó ekki mjög mikil. Þannig gengu 280 til prófs i vor af þeim 404 sem hófu nám um haustið. Kennsla fer fram eftir venjulega skólatima, þ.e. frá 17.20 á daginn fram undir klukkan 19 og frá 21 til 22.30. Ekki er kennt á kvöldin á fimmtudögum á laugardeög- um er kennt frá 13.15 til 18. Timafjöldi sem öldungar- deildarnemendur sækja fyrir stúdentspróf er helmingi minni en i yngri deild skólans, og „öldungarnir” greiða 2500 kr. fyrir hverja námsönn, en annirnar eru tvær á vetri. 1 lok hverrar annar eru próf. 1 yngri deild er prófunum lokið á tiudögum.enda er hvert próf stutt, stendur aðeins i eina klukkustund. „öldungarnir” fá prófunum dreift á lengri tima eða allt til þess er næsta önn hefst. Hjálmar Ólafsson tjáði Þjóðviljanum, að yfirleitt gengi vel að fá kennara að öldungadeildinni. Þeir verða 35 talsins I vetur og margir þeirra kenna jafnframt i yngri deild menntaskólans, en nokkrir eru úr öðrum skólum, t.d. Háskólanum. —-GG Af Breiðholtsbraut fyrir kosningar Leggja, leggja

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.