Þjóðviljinn - 10.09.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.09.1974, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. september 1974 þjóDVILJINN — StÐA 9 A-þjóöverjar sönnuðu það enn einu sinni hvílíkir yfirburðamenn þeir eru í Evrópu á sviði íþrótta, er Gunhild Hoffmeister, sigraði i 1500 m. hlaupinu. þeir gerðu sér litið fyrir og stungu sovétmönnum aftur fyrir sig og sigruðu á Evrópumeistaramótinu í Róm sem staðið hefur yfir síðustu viku. A-þjóðverjar hlutu 10 gullverðlaun, 12 silfur og 5 brons en sovét- menn sem leiddu þar til á síðasta degi hlutu 9 gull, 3 silfur og 6 brons. önnur lönd stóðu þessum tveimur langt að baki. A-þjóð- verjar sigruðu japani A-þýska landsliðið i hand- knattleik, það sama og kemur hingað til lands i haust er nú i keppnisferðalagi I Asiu. Um siðustu hclgi léku a-þjóðverjarnir við japanska iandsiiðið sem staðið hefur sig meö ágætum bæði á HM 1970 og 1974, og sigruðu þjóðverj- arnir 17:10. Og það sem vckur mesta furðu við þessi úrslit er það, að japanir höfðu yfir I leikhléi 12:7, þannig að þjóðverjarnir hafa skoraö 10 mörk gegn að- cins 4 I þeim siðari. Svona sveiflur eru heldur fátiðar i landsleikjum i handknattieik, og það er furðulegt að þýska liöiö skyldi fá svona útreið i fyrri háifieik, en a-þjóðverjar urðu númer 2 I siöustu IIM eins og menn eflaust muna. A-þjóðverjar sigruðu með yfirburðum Þeir stungu sovétmönnum aftur fyrir sig á tveim síðustu dögunum Lokaverðlaunastaðan úr mót- inu varð þessi, 5 efstu þjóðir: G S B A-þjóðverjar 10 12 5 Sovvétmenn 9 3 6 Bretar 4 3 3 Pólverjar 4 1 1 Finnar 4 0 3 En þjóðir sem fengu ein til þrenn gullverðlaun voru v-þjóð- verjar, Italia, júgóslavar, búlg- arir, danir og ungverjar. I 110 m. grindahlaupi sigraði frakkinn G. Drutá 13,40 sek, i 1500 m. a-þjóðverjinn Justus á 3:40,6 min. i 1500 m. hlaupi kvenna Hoff- meister A-Þýskalandi á 4:02,3 min. 1 spjotkasti sigraði finninn Sutonen, kastaði 89,58 m. en þeir Wolfermann og Lusis urðu að láta sér nægja 5. og 6. sæti. I þristökki sigraði Saneyev Sovétrikjunum, stökk 17,23 m. og hafði mikla yfirburði þar sem næsti maður stökk ekki nema 16,68 m. en það var Corbu frá Rúmeniu. 1 4x100 m. hlaupi kvenna sigraði a-þýska sveitin á 42, 51 sek. sem er nýtt heimsmet og a-þýska stúlkan Witschas sigr- aði i hástökki, stökk 1,95 m. sem einnig er nýtt heimsmet. 1 4x100 m. hlaupi karla sigraði franska sveitin á 38,69 sek. I 4x400 m. hlaupi kvenna sigraði breska sveitin á 3:34,0 min. Alexei Spiri- donov frá Sovétrikjunum sigraði i sleggjukasti, kastaði 74,20 m. og Rosemarie Witschas, setti nýtt heimsmet i hástökki. Annelie Ehrhard frá A-Þýska- landi sigraði i 100 m. grindahlaupi kvenna á 12,67 sek. og i 5000 m. hlaupi sigraði bretinn Foster á 13:17,2 min. Allt gengur á aftur- fótunum hjá meistaraliði Leeds Allt gengur nú á afturfótunum hjá Englandsmeisturunum Leeds, þeir hafa aðeins hlotið 4 stig af 12 mögulegum i 1. deilflar- keppninni það sem af er, og'siðast á laugardaginn náðu þeir aðei.ns jafntefli 1:1 gegn nýliðunum i 1. deild Luton Town. Og auðvitað er hinum nýja framkvæmdastjóra liðsins, Brian Clough, kennt um allt saman. A sama tima gengur allt i hag- inn hjá helsta andstæðingi Leeds I fyrra, eina liðinu sem ógnaöi sigri Leeds i keppninni þá, Liverpool. Það er nú efst i 1. deild méð 11 stig af 12 mögulegum, og á laugar- daginn sigraði Liverpool Totten- ham 5:2. En litum þá á úrslit leikjanna sl. laugardag og stöð- una I 1. deild. 1. deild: Arsenal—-Burnley 0-1 Carlisle—Stoke 0-2 Coventry—Man.City 2-2 Derby—Newcastle 2-2 Ipswich—Everton 1-0 Leeds—Luton Town l-l Liverpool—Tottenham 5-2 Middlesbro—Chelsea l-i QPR—Birmingham o-l Staðan i 1. deild er nú þannig: Middlesbro 6 2 3 1 7-5 7 Wolves 6 2 3 1 8-7 7 Derby 6 1 4 1 6-6 6 Newcastle 6 2 2 2 12-12 6 Chelsea 6 2 2 2 9-11 6 Burnley 6 2 1 3 9-9 5 Leicester 6 1 3 2 8-9 5 Q.P.R. 6 1 3 2 4-5 5 Arsenal 6 2 0 4 6-7 4 Birmingham 6 1 2 3 6-10 4 Luton Town 6 0 4 2 4-7 4 Leeds 6 1 2 3 4-8 4 Coventry 6 0 3 3 7-13 3 West Ham 6 1 1 4 5-11 3 Tottenham 6 1 0 5 5-10 2 Staðan efstu liða i 2. deild er þannig: Manch.Utd. 5 4 1 0 11-3 9 Norwich 6 2 4 0 6-4 8 Aston Villa 6 2 3 1 12-5 7 Oxford 4 3 1 0 7-3 7 Fulham 6 3 1 2 9-5 '7 Blackpool 6 2 3 1 5-4 7 NottsCounty 6 2 3 1 7-8 7 Sunderland 4 3 0 1 12-4 6 York City 5 2 2 1 7-6 6 Liverpool Ipswich Manch.City Stoke City Everton Sheff.Utd. Carlisle West Ham—Sheff.Utd. 1-2 Wolves—Leicester i-i 2. deild: Aston Villa—Orient 3-1 Blackpool—Millvall 1-0 Bristol City—Bolton 2-1 Fulham—York 0-2 Hull—Norwich 0-0 ManJJtd.—Nottm.For. 2-2 Notts Co—Southampton 3-2 Oxford—Oldham 1-0 Portsmouth—WBA 1-3 Sheff.Wed.—Cardiff 1-2 Sunderland—BristolR. 5-1 Tvö ný heimsmet Tvö ný heimsmet bættust i hið mikla metasafn a-þjóðverja I iþrótt- um á sunnudaginn er spretthlaupsveit þeirra sigraðillxlOO m. hlaupi kvenna á 42,51 sek. og Rosemarie Witschas setti nýtt heims- mct i hástökki kvenna, stökk 1,95 m. Eldra metið á v-þýska stúlkan Meyfarth, 1,93 m„ en þaö met setti hún á ÓL i Munchen 1972 og kom mjög á óvart. Iiún varð aftur á móti að láta sér nægja 7. sætið að þessu sinni, stökk aðeins 1,83 m. Frá ISI-þingi Um siðustu helgi héit tþrótta- samband tslands þing sitt og fór það fram i Reykjavlk. Alls höfðu 99 fuiltrúar rétt til þingsetu og mættu 90 sem þykir mjög gott. Ekki verður sagt að þetta þing hafi verið stórmerkt, en þó voru þar samþykktar nokkrar at- hyglisverðar tillögur. Þar skal þá fyrst nefna, að samþykkt varð aö visa hugmynd- inni að grunnskóla ISI til framkvæmdastjórnar ISl og henni falið að hefja kynningu á þessu námsefni, sem er fyrir þá sem hyggjast taka aö sér leið- beinendastörf i iþróttahreyfing- unni hvort heldur er á félagsleg- um eða iþróttalegum vettvangi. Þá var samþykkt tillaga þar sem ISI var falið að láta fara fram breytingar á móta- og kepp- endareglum ISt i sambandi við félagsréttindi og félagaskipti (Elmars-málið svonefnda), og einnig var gerð breyting á gild- andi dóms- og refsiákvæðum i sambandi við kærufrest, þannig að hann verði einn mánuöur i stað allt að sex mánuði nú. Þó er hverju sérsambandi heimilt að hafa frestinn styttri. Fyrir þinginu lá enn einu sinni ósk frá hestamönnum um upp- töku i sambandið, en frestað var að taka ákvörðun um það mál, en milliþinganefnd falið aö láta fara fram skilgreiningu á orðinu iþróttir, en þessari nefnd var einnig falið að endurskoða lög og reglugerðir ISl. Þá var og samþykkt tillaga um könnun á stofnun Iþróttabóka- safns sem iþróttakennarar og iþróttaáhugamenn hefðu greiðan aðgang að, svo og að kannáð verði hvort möguleiki sé á stofnun iþróttam in jasafns. Ýmislegt fleira var rætt og samþykkt á þessu þingi, en þetta framangreinda efni er einna markverðast af þvi sem á þinginu gerðist. Stjórn ISI var endurkjörin utan það að Ólafur Jónsson baðst und- an endurkosningu og var Þor- varður Arnason kjörinn i hans stað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.