Þjóðviljinn - 22.09.1974, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. september 1974.
Á næstunni munu birtast i blaðinu nokkrar greinar
um Kúbu af tilefni dvalar hóps íslendinga þar i
sumar á vegum Vináttufélags íslands og Kúbu.
Fyrsta greinin birtist þann 8. þ.m. og fjallaði um
misheppnun þeirrar pólitisku og viðskiptalegu
einangrunar, sem Bandarikin reyndu að hneppa
Kúbu i með það fyrir augum að koma kúbönsku
byltingunni á kné. í þessari grein er drepið á nokkur
meginatriði i sögu Kúbu fyrir byltingu. Kjarni
greinarinnar er fyrirlestur, sen nýlega var fluttur á
fundi VÍK.
FORSAGA BYLTINGARINNAR
Þrœlauppreisnir
og frelsisstríð
Þegar Kristófer Kólumbus sá
græna strönd Kúbu risa úr sæ i
fyrstu ferð sinni vestur um haf,
varð honum að orði að „þetta
eyland væri hið fegursta, sem
mannlegt auga hefði nokkurn-
tima litið.” Annar merkur athug-
andi, prófessor Lowry Nelson,
kallar Kiibu einhvern þann blett
jarðar, sem best sé faliinn fyrir
mannlif. Og vist er um það að
enginn, sem til þessa lands hefur
komið, dregur i efa fegurð þess,
og náttúruauðlegð þess stenst
væntanlega samjöfnuð við
náttúrufegurðina. Kúba hefur
með miklum rétti verið nefnd
„sykurker heimsins”, og þar eru
framleiddir heimsins bestu vindl-
ar, kenndir við Habana, eins og
hver nikótinisti veit. Af málmum
I kúbanskri jörð er helst að nefna
nikkel, en samkvæmt einni
heimild er Kúba annað auðugasta
riki heims af þeim málmi, og er
þá fátt eitt talið af auðævum
þessa lands, sem i aldanna rás
hefur dregið að sér margskonar
gesti, misjafnlega þarfa og vel-
komna.
Nýlenda i 400 ár
Eftir ferðir Kólumbusar vestur
var Kúba um fjögur hundruð ára
skeið nýlenda Spánar, og megin-
einkenni þeirrar nýlendustjórnar
voru óstjórn, arðrán og skefja-
laus grimmd. begar rakin er
saga evrópsku nýlenduveldanna
má varla á milli sjá, hvert gengið
hafi lengst i illvirkjum og arð-
ráni, en erfitt er að sjá að nokkurt
hafi getað farið fram úr Spán-
verjum ef hafður er i huga ferill
þeirra i Ameriku og Vestur-
Indium sérstaklega. Eyjar þessar
voru við komu Spánverja allar
byggðar indiánum, sem skiptu að
minnsta kosti hundruðum þús-
unda, en þeim útrýmdu Spánverj-
ar svo að segja algerlega á fáein-
um áratugum með fjölda-
morðum, þrældómi og sjúkdóm-
um, sem hinir hvitu sigurvegarar
báru með sér. Að minnsta kosti
eina uppreisn gerðu kúbuindiánar
þó gegn spánverjum, og stjórnaði
henni höfðingi að nafni Hatuey.
Sú uppreisn var að sjálfsögðu
bæld niður og Hatuey brenndur á
báli.
Sambræðsla spánverja
og blökkumanna
1 stað indiananna settust að á
Kúbu spænskir landnemar og
jafnframt voru fluttir inn þrælar
frá Afriku. Nútima kúbanar eru
fyrst og fremst afkomendur
þessara tveggja þjóðstofna,
spánverja og afriskra blokku-
manna, sem hafa blandast mjög i
gegnum aldirnar, svo að næst er-
fitt mundi reynast að greina
landsmenn sundur eftir kynþátt-
um.
Eins og kunnugt er rifu ibúar
meginlands Rómönsku-Ameriku
sig lausa frá Spáni kringum 1830.
Sú frelsun hafði þó takmarkaö
gildi, vægast sagt: þar var um að
ræða „byltingu” i anda frönsku
stjórnarbyltingarinnar og sjálf-
stæðisstriðs Bandarikjanna, og
þær stéttir sem stóðu þar að baki
voru stórjarðeigendur og vaxandi
borgarastétt, sem litu á skrif-
stofubákn spænska einveldisins
sem hindrun i vegi gróðavæn-
legra viðskipta við breska heims-
veldið. Fyrir allan almenning i
þessum löndum þýddi þetta engar
umbætur, og jafnvel yfirstéttirn-
ar græddu minna á sjálfstæðinu
en þær höfðu -vonast til, vegna
þess að breskt og síðar banda-
riskt auðmagn náði fljótt þræla-
tökum á efnahagslifi landanna.
Hagsmunir
þrælahaldara
héldu Kúbu undir
Spáni
Þessi þáttur i sögu Rómönsku-
Ameriku fór algerlega framhjá
Kúbu, þar eð hún var áfram hluti
spænska nýlenduveldisins
framundir si.ðustu aldamót. Hér
var ekki um neina tilviljun að
ræða. Kúba hafði allt frá dögum
Kólumbusar ásamt með öðru
verið einkonar viðkomustaður
hvitra landnema, sem ætluðu sér
til Mexikó eða Suður-Ameriku til
þess að auðgast i skyndingu á
gulli og gersemum þessara landa,
sem hinir ævintýralegustu sagnir
gengu um i Evrópu. Þegar upp-
reisnirnar hófust á meginlandinu
voru hvitir kúbanar þvi flestir til-
tölulega nýkómnir landnemar
eða áttu skammt til landnema að
telja og tiltölulega tryggir Spáni
af þeim orsökum. Við það bættist
Dregið
um leið
105 VINNINGAR
að verðmæti 4o.ooo.kr. kver.
í söluturnum borgarinnar
eru enn fóanlegir miðar
í smámiðahappdrættinu
LEITIÐ MERKISINS - FREISTIÐ GÆFUNNAR
að margt konunghollra megin-
landsbúa flýði út á Kúbu, þegar
uppreisnirnar hófust, og þeir
stóðu að sjálfsögðu sem einn
maður með spænsku nýléndu-
stjórninni. Þó er enn ótalin ein
ástæða, sem að öllum likindum
réði mestu um að halda Kúbu
undir Spáni. Meirihluti ibúa
eyjarinnar voru þá ánauðugir
blökkumenn: þeir voru sam-
kvæmt manntali teknu 1817
340.000 talsins, eða fleiri en
blökkumenn i öllum öðrum lönd-
um spánverja i Ameriku saman-
lögðu en hvitir menn á eynni voru
á sama tlma aðeins 290.000.
Frelsisbaráttan spratt
úr þrælauppreisnunum
Þaö var lengi útbreidd þjóð-
saga I Evrópu að blökkumenn
þeir, sem hvitir menn höfðu til
þess að þræla fyrir sig i Ameriku,
hafi yfirleitt tekið örlögum sinum
af sljórri undirgefni. Þetta er
reginmisskilningur: svo að segja
hvert einasta Amerikuland, sem
hafði svarta þræla, á lika sögu
þrælaupreisna, sem margar
hverjar urðu mjög blóðugar.
Þetta á ekki hvað sist við um
Kúbu, og raunar má segja að
sjálfstæðisbarátta landsins eigi
rætur sinar i þrælauppreisnum. A
timabilinu frá 1520 til 1815 risu
kúbanskir blökkumenn marg-
sinnis til vopnaðrar baráttu fyrir
frelsi sinu. Hin spænskættaða
yfirstétt eyjarinnar óttaðist þvi
að ef farið yrði að dæmi nýlendn-
anna á meginlandinu og uppreisn
gerð gegn Spáni, myndi sú upp-
reisn þróast út i frelsisstrið
blökkuþrælanna gegn hvitu
plantekrueigendunum.
Óánægjan með yfirráð Spánar
jókst þó sifellt, og 1868 hófst fyrra
frelsisstrið kúbana gegn Spáni, og
stóð það i tiu ár. 1895 risu kúbanir
aftur upp undir stjórnmála-
mannsins og skáldsins José
Martis, sem siðan hefur verið
hafður i hávegum sem helsta
þjóðhetja landsins, og sé hægt að
tala um persónudýrkun á Kúbu,
þá snýst hún öllu fremur um
Marti en til dæmis Fidel Castro.
Þessi frelsistrið voru einhverjar
grimmustu og blóðugustu styrj-
aldir, sem Amerikusagan kann
frá að greina. Þar gaf hvorugur
aðilinn grið og enginn veit meö
vissu hversu mikið afhroð
kúbanska þjóðin galt.
400.000 fallnir
Agiskanir um tölu drepinna
kúbana I siðari frelsisstriðinu eru
frá 250.000 upp I 400.000, og sé
siðari talan rétt, hefur nærri
þriðjungur kúbönsku þjóðarinnar
látið lifiö i því striði, þvi að fyrir
það var mannfjöldinn á eynni
talinn um hálf önnur miljón.
Þessara striða hefur að sára-
litlu verið getið i hinni opinberu
mannkynssögu, og sýnir það best
að rétt er að taka sagnfræðilegar
kennslubækur og rit með varúð.
Hinsvegar hefur strið Bandarikj-
anna og Spánar, sem hófst 1898,
verið talið einn af merkari tima-
mótaatburðum i sögu álfunnar.
Tjón bandarikjamanna i þvi striði
var þó sáralitið, aðeins um tvö
þúsund og fimm hundruð dauðir,
flestir úr hitabeltissjúkdómum,
en aðeins fáir tugir urðu vopn-
bitnir. Bandariskir stjórnmála-
menn og áróðursaðilar hafa siðan
reynt að slá sig til riddara i aug-
um heimsins með þeirri sögu, að
þeir hafi komið sem frelsandi
englar til þess að bjarga kúbön-
um undan oki spánverja. Sjálfir
halda kúbanar þvi fram að
spænska hernum hafi veriö ósigur