Þjóðviljinn - 22.09.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. september 1974.
Að eiga aðeins eina höndina
Góöir hlustendur.
Oft er það haft á orði, enda vel
kunnugt, hve Islendingar á sögu-
öld sóttust eftir vináttu og hylli
erlendra konunga, enda mátti
meö nokkrum rétti segja, að það
væri þá vegurinn til frama og
mennta. Og það er ekki siður
kunnugt, hve þetta varð þjóðinni
dýrkeypt. Þó er það ekki siður at-
hyglisvert, hversu viða i fornsög-
um okkar kemur fram metnaður
tslendingsins gagnvart erlendum
höföingjum. Það er viðar en i
Egilssögu, sem bóndamanni er
teflt gegn konungi, þar sem bónd-
inn heldur sinum hlut til fulls.
Einatt er jafnvel þeim mannjöfn-
uði þannig varið, að hlutur bónd-
áns verður stærri en hlutur kon-
ungsins. Minna má á orð Sveins
Danakonungs um Þorvald við-
förla, er þrir konungar sátu
við sama borð, og haft var á
orði, að ekki mundi einn skut-
ull siðan verða svo vel skip-
aður. En konungur mælti svo:
„Finna mun ég þann útlensk-
an bóndason, að einn hefur
með sér, ef rétt virðing er á
höfð, i engan stað minni göfugleik
og sómasemd en við þrir konung-
ar”. Ekki er trúlegl, að frásögn
þessi sé sannsöguleg, en hún sýn-
ir þann hugsunarhátt söguritar-
ans, að manngildi bóndans sé
ekki minna en konungsins, „ef
rétt virðing er á höfð”. Þá mætti
og minna á orð Halldórs Snorra-
sonar, þegar Haraldur konungur
Sigurðsson vildi kúga hann til að
drekka viti, sem honum var rang-
lega borið: „Vera má það kon-
ungur, að þú komir þvi á leið, að
ég drekki, en það kann ég þó
segja þér, að eigi mundi Sigurður
sýr fá nauðgað Snorra goða til”.
Halldór minnir á, að hann stóð
konungi eigi að baki um ættgöfgi.
Mannjöfnuður
Einna skemmtilegastur finnst
mér þó þátturinn af Brandi hinum
örva. 1 sögu Haralds Sigurðsson-
ar hins harðráða, hins sama og
Halldór Snorrason þreytti mann-
, jöfnuð við, er frá þvi sagt, að eitt
sinn á hans dögum kom Brandur
sonur Vermundar i Vatnsfirði ut-
an til Noregs. Konungur sat þá i
Niðarósi og með honum var með-
al annarra Þjóðólfur skáld vinur
Brands. Þjóðólfur hafði sagt kon-
ungi margt af Brandi, hver mæt-
ismaður hann var, og lét þess
getið, að enginn mundi betur til
þess fallinn að vera konungur á
tslandi en Brandur fyrir sakir ör-
leika hans og stórmennsku. Nú
fréttir konungur af ferðum
Brands og vill reyna höfðings-
skap hans, og mælti til Þjóðólfs:
„Gakk til hans og bið, að hann
gefi mér skikkju sina”. Þjóðólfur
fór og kom þar sem Brandur var
og stikaði léreft. Hann var I skar-
latskyrtli og hafði skarlats-
skykkju yfir sér og var bandið
uppi á höfðinu. Hann hafði og öxi
gullrekna i handarkrikanum.
Þjóðólfur mælti: „Konungur vill
þiggja skykkjuna”. Brandur hélt
fram verki sinu og svaraði engu,
en lét falla af sér skykkjuna, og
tekur Þjóðólfur hana og færir
konungi, en konungur spurði,
hversu færi með þeim. Hann seg-
ir, að Brandur hafði engin orð
um, segir siðan frá búnaði hans
og hvað hann haíðist að. „Vist er
sá maður skapstór”, sagði kon-
ungur. „Gakk enn og seg, að ég
vil þiggja öxina, þá hina gull-
reknu”. „Eigi er mér um það”,
segir Þjóðólfur. „Ekki veit ég
hversu hann vill virða, ef ég kref
vopns úr hendi honum”. „Þú
vaktir fyrri umræðu um Brand”,
segir konungur, „enda skaltu að
vísu fara og seg að ég vil þiggja
öxina. Eigi þykir mér hann örr,
nema hann gefi”. Fer Þjóðólfur
enn til fundar við Brand og ber
fram erindi konungs. Brandur
rétti fram öxina og mælti ekki, en
hélt fram verki sinu. Þjóðólfur
færir konungi öxina og segir,
hversu farið hafði. Konungur
mælti: „Meiri von er, að þessi
maður muni vera fleirum örvari
og heldur fénast nú um hrið.
Farðu enn og seg, að ég vil hafa
kyrtilinn er hann stendur i”.
„Ekki samir, að ég fari oftar”,
segir Þjóðólfur. „Þú skalt fara að
visu”, segir konungur. Þjóðólfur
fer enn og segir, að konungur vill
þiggja af honum kyrtilinn.
Brandur bregður þá sýslu sinni og
steypir af sér kyrtlinum og mælti
ekki. Hann sprettir af annarri
erminni og réttir Þjóðólfi kyrtil-
inn, en hefur eftir ermina aðra.
Þjóðólfur tekur upp kyrtilinn og
færir konungi og sýnir honum.
„Þessi maður er bæði vitur og
stórlyndur”, mælti konungur.
„Auðséð er mér, hvi hann hefur
erminni af sprett. Honum þykir
sem ég eigi eina höndina og þó þá,
að þiggja ávallt og veita aldregi”.
Að þiggja og veita
Hér er ýmislegt skemmtilegt að
athuga. Enn er bóndamanni
stefnt gegn konungi til mannjafn-
aðar, þar sem hlutur Islenska
bóndans verður meiri en kon-
ungsins. 1 annan stað gæti það
hvarflað að lesandanum, að þeg-
ar þjóðveldið var i upplausn
vegna þess, að auður og völd
hafði dregist úr höndum alþýðu
og færst i hendur örfárra vold-
ugra höfðingja, sem flestir gerð-
ust handbendi hins erlenda valds,
sem seildist hér til valda á ts-
landi, en viðnámsþróttur alþýðu
var á þrotum, að söguritarinn
hafi látið sig dreyma um það að
efla innlendan mann til konungs.
Væri þá ekki hugsanlegt, að
Brandur væri persónugervingur
einhvers höfðingjaefnis Sturl-
ungaaldar, sem liklegur væri til
slikra hluta? En þar sem ég er
ekki háskólamenntaður, hef ég
auðvitað engan rétt til að setja
fram kenningu, hvorki sennilega
né ósennilega, og skal þvi ekki
lengra farið út i þá sálma. En það
eru siðustu ummælin i ræðu kon-
ungs, sem áttu að verða aðalum-
ræðuefni þessa spjalls, þetta að
eiga aðeins eina höndina, og þó þá
að þiggja ávallt en veita aldregi.
Ég held að setning mætti verða
okkur nútimamönnum nokkurt i-
hugunarefni. Okkur er tamt að
kalla okkur velferðarþjóðfélag. 1
þvi orði felst, að séð sé fyrir þörf-
um allra þegna þjóðfélagsins eins
og best verður á kosið. Það merk-
ir meðal annars, að aldraðir og
öryrkjar eigi að geta lifað á-
hyggjulausu lifi, að sjúkir og van-
heilir geti fengi aðhlynning og
læknishjálp eins og best verður á
Útvarps-
erindi um
daginn og
veginn eftir
Hlöðver
Sigurðsson
kosiö, aö allir geti náð þeim
þroska, sem fremst má verða
eftir þeim hæfileikum, sem þeim
eru áskapaðir, og helst að ekkert
atgervi fari forgörðum vegna
rangsnúins þjóðfélagskerfis.
Og til þess að fullnægja öllum
þessum kröfum, sem eru eðlileg-
ar, ef þjóðfélagið á ekki að kafna
undir slnu fallega nafni þurfa
auðvitað að vera vissar forsend-
ur, og án þeirra forsenda verða
þessar kröfur varla sanngjarnar.
Þeir aðilar, sem verða að full-
nægja þessum kröfum eru auðvit-
að riki og sveitarfélög, eða það,
sem við köllum einu nafni hið
opinbera. Og til þess þarf auðvit-
að gifurlegt fjármagn. Við þurf-
um að reisa skóla, félagsheimili,
sjúkrahús, heilsugæslustöðvar,
elliheimili, byggja brýr og leggja
vegi, og greiða háar upphæðir til
elli- og örorkulauna. Þá þarf hið
opinbera einnig að veita þegnun-
um rafmagn, neysluvatn og orku
til hitunar. Þá má ekki gleyma
hafnarmannvirkjum og atvinnu-
tækjum, sem hið opinbera þarf
einatt að byggja upp, þvi að það
hefur margsinnis sýnt sig, að
einkafjármagnið ber ekki sem
skyldi þegnana fyrir brjósti
heldur leitar þangað sem það á-
vaxtar sig best. En ekkert af
þessu verður gert nema eitthvað
sé framleitt til að standa undir
kostnaðinum. Já kostnaðurinn,
það er nú það,eins og maðurinn
sagði. Allir vilja fá sinn hlut i
samneyslunni, en þegar kemur að
þvi að greiða reikninginn vill ann-
að verða uppi á teningnum. Þá
eru þeir ótrúlega margir sem
eiga eina höndina, þó þá að þiggja
ávallt en veita aldregi.
Skattar og félags-
leg hugsun
Fátt hefur verið rætt af meiri á-
striðuþunga undanfarna mánuði,
jafnvel undanfarin ár, en skatta-
byrðina, einkum beina skatta,
sem eru þó tiltölulega lægri nú en
oft áður. Það er eins og menn
haldi, eða kannski réttara sagt að
sumir vilji láta almenning halda,
að alla þessa velferð, sem við
viljum eigna okkur, sé hægt að fá
án þess að greiða neitt fyrir.
Reyndar hafa nágrannar okkar á
Norðurlöndum komist lengra en
við i þvi að skapa það sem við
köllum velferðarþjóðfélag, enda
eru skattar hærri þar en hér. T.d.
veit ég dæmi þess, að einstakling-
ur, sem vann hér heima 1972 allt
árið greiddi 25% af tekjum sínum
i skatta, en vann síðan 10 mánuði i
Kaupmannahöfn 1973 og hafði þá i
kaup nokkurn veginn sömu upp-
hæð og allt árið áður yfirfært i is-
lenskar krónur, en greiddi nú
rúmlega 40% i skatta af þessum
tekjum. Hér þykjast allir vera
skattpindir og mest þeir sem
bestar hafa ástæðurnar, en þeir
meta litils það sem þjóðfélagið
lætur þeim i té. Oft er lika hinn
furðulegasti áróður hafður I
frammi. Oft er sagt, að konur
sem vinna úti séu skattpindar
meira en annað fólk. Sannleikur-
inn er hins vegar sá, að t.d. barn-
laus hjón, sem bæði stunda at-
vinnu sleppa miklu betur við
skatta en tveir einstaklingar. Þá
er þvi oft haldið fram, að ekki
megi leggja skatta á fólk, þegar
þaö er komið yfir vissan aldur,
jafnvel hversu háar tekjur, sem
það hefur. Auðvitað á gamalt fólk
að geta lifað alveg án þess að hafa
fjárhagsáhyggjur. En hvers
vegna á að ivilna hátekjumanni
bara af þvi að hann er gamall? A
kannskihelduraðleggja skattana
á fjölskyldumanninn, sem er að
ala upp nýja þegna fyrir þjóðfé-
lagið. Margir eftirlaunamenn
hafa rýmri og betri fjárhags-
ástæður en fjöldinn. Hvi skyldu
þeir ekki mega greiða skatta eins
og aðrir. „Sagt er að dalahrúgan
hörð i hreiðrinu eftir væri, og ör-
fátækur ofan i jörð engán skilding
bæri”, orti Bólu-Hjálmar um
maurapúkann. Og nú er ekki
heldur hægt að skipta fé slnu i
silfur og grafa það I jörð til að
gleðjast við það eftir dauðann, þvi
að það er alveg komið úr tisku að
ganga aftur.
Þegar tekjutrygging aldraðra og
öryrkja var aukin svo að nálgað-
ist að hægt væri að lifa af henni og
jafnvel gat heitið viðunandi fyrir
þá sem bjuggu i ódýru en sæmi-
legu eigin húsnæði, þá voru þeir
víst all-margir, sem betri höfðu
aðstæður, að þeir sáu ofsjónum
yfir þvi að þeir fengu ekki sömu
hækkanir. Þetta minnir mig á
söguna um manninn, sem átti að
fá ósk sina uppfyllta, en þó með
þvi skilyrði, að félagi hans fengi
hálfu meira. En náunginn vildi þá
ekki óska sér neins, þvi að hann
hlaut þá að sjá ofsjónum yfir vel-
gengni hins.
Gróði og þjóðhátið
Það sem okkur vantar tilfinn-
anlega er félagsleg hugsun. Ég
held, að henni hafi hrakað i okkar
ágæta velferðarþjóðfélagi. Ég
minnist þess, að á minum yngri
árum þótti sjálfsagt að vinna
fyrir félagið sitt án annars endur-
gjalds en ánægjunnar af að sjá á-
hugamálum sinum þokað áleiðis.
Ég held að það sé ekki ofmælt, að
þessum hugsunarhætti hafi stór-
lega hrakað. Vist eru enn þá til
menn bæði ungir og gamlir, sem
leggja fram bæði fé og fyrirhöfn
til framgangs hugsjónum sinum,
og það eru oft einmitt þeir, sem
minnstu hafa úr að spila. En hitt
er of algengt að krefjast af riki,
sveitarfélagi, eða bara af félag-
inu sinu, en vilja litið leggja af
mörkum.
Ég hef átt kost á að lesa allar
fundargerðir þjóðhátiðarnefndar,
og ætla ég ekki að ræða hér gerðir
nefndarinnar. Þar er eflaust
margt vel gert, þó um annað
kunni að vera skiptar skoðanir.
Fyrst við á annað borð ætlum
okkur að halda svona veglega há-
tið, hefði verið gaman, ef öll þjóð-
in hefði fyrst og fremst viljað
leggja sitt fram til að svo mætti
verða, og eflaust er það ósk
pefndarinnar og annarra ráða-
manna s.s. rfkisstjórnar og al-
þingis. En svo bregður viða fyrir i
þessum fundargerðum, að nefnd-
in fjallar um margvisleg erindi,
sem henni eru send af ýmsum ut-
anaðkomandi aðilum. Flest eru
þessi erindi með sama marki
brennd, þ.e. að fá leyfi nefndar-
innar til að setja merki hennar á
framleiðslu sina eða fyrirgreiðslu
hennar til að koma framleiðslu
sinni á framfæri á einhvern hátt. I
stuttu máli, hugsunin bak við
mörg þessi erindi er: Hvernig get
ég grætt á þjóðhátiðinni. Ég held
að þessi hugsunarháttur hafi
varla fyrirfundist i sambandi við
alþingishátiðina 1930. Þó var
þjóðin bláfátæk þá i samanburði
við það, sem hún er nú.
Litil saga
Mig langar að lokum til að
segja hér ofurlitla sögu. Það er
ekki fornsöguþáttur né ævintýri
heldur sönn saga um kotbónda,
sem ég þekkti sjálfur. Það viður-
kenndu vist allir, að þetta væri
greindur maður og gegn, þótt
sumum þætti hann ofurlitið sér-
vitur. Auðugur varð hann aldrei,
en komst þó sæmilega af með
ráðdeild og iðjusemi. Hann hirti
jörðina sina afburðavel og hefði
getað tekið undir með séra Birni
Halldórssyni i Sauðlauksdal:
„Ævitiminn eyðist,
unnið skyldi langtum meir.
Síst þeim Hfið leiðist,
sem lýist þar til út af deyr.
Þá er betra þreyttur fara að
sofa,
nær vaxið hefur herrans pund,
en heimsins stund
liði I leti og dofa.
Ég skal þarfur þrifa
þetta gestaherbergi.
Eljan hvergi hlífa
sem heimsins góður borgari.
Einhver kemur eftir mig sem
hlýtur.
Bið ég honum blessunar,
þá bústaðar
minn nár i moldu nýtur."
Já, svo kvaðBjörn Halldórsson,
sá sem fyrstur ræktaði kartöflur
á Islandi og það sem kannski var
meira um vert fyrstur hefti sand-
fok á Islandi, en vikjum nú aftur
að kotbóndanum minum. Hann
mun eins og ég áður sagði hafa
komist sæmilega af, og grunur
minn er sá, að hann hafi helst
aldrei hafa viljað skulda neinum
neitt. En hann bar lika umhyggju
fyrir Islensku þjóðfélagi. Þeir
voru svo gerðir margir aldamóta-
mennirnir, að þeir litu á sig fyrst
og fremstsem einstaklinga i einni
stórri fjölskyldu, islenskri þjóð.
Þá eins og oftar fyrr og siðar var
islenska rlkið skuldugt og það var
honum nokkurt áhyggjuefni.
Hann hugleiddi þvi, hvernig rikið
gæti losnað af skuldaklafanum og
komst að þeirri niðurstöðu, að
þetta gæti þjóðin, ef hún vildi ein-
hverju fórna. Og hann trúði þvi,
aðhún vildifórna,efbara einhver
tæki frumkvæðið. Og hann ákvað
að taka sjálfur það frumkvæði,
fyrst ekki urðu aðrir til þess og
lagði fram af fátækt sinni nokkra
upphæð. Ekki man ég hvað hún
var há, eflaust var hún rausnar-
leg miðað við fjárhag hans. Svo
talaði hann lltillega fyrir hug-
mynd sinni og vonaði að fleiri
kæmu á eftir. Þetta var sjálfsagt
barnaleg bjartsýni. Það var
raunar ekki líklegt að skattsvik-
ararnir fengju allt I einu sam-
viskubit og legðu nú fram rang-
fenginn gróða sinn með vöxtum
og vaxtavöxtum. Kannski hefur
hann lika treyst meira á eyri
ekkjunnar, en hvorugt kom fram.
Ég get verið þér sammála hlust-
andi góður, að hugmyndin hafi
verið dálitið barnaleg, en mér
finnst hugsunin bak við hana svo
falleg, að vert sé að vekja á henni
athygli. Og ef ykkur flestum eða
öllum finnst hún hlægileg, þá bið
ég fyrir þessari þjóð. Og þó, i aug-
um eiginhagsmunahyggjunnar,
er hugsjónamaðurinn alltaf
hlægilegur. Það er þó hugsjóna-
maðurinn, sem hefur lyft mann-
kyninu upp úr villimennskunni.
Og það er ekki fórnarlundin, sem
mér finnst mest til um i fari þessa
kunningja mins. Ég dáist enn
meira að þvi, að hann skyldi þrátt
fyrir allt eiga þá trú á þjóðinni
sinni að hún hlýddi kalli. Að visu
brást sú von að þvi sinni. En trúin
á manneðlið er þó fyrst og siðast
það, sem við verðum að byggja lif
okkar á. I ágætu kvæði, sem
Stephan G. Stephansson yrkir um
götubetlara lætur hann hann
segja: „Þvi öll sú huggun og
hjálp, sem ég á, er komin til min
beinlinis frá hinu meinblandna
mannanna hjarta”. Þvi þrátt
fyrir allt eru þó til margir,
kannski miklu fleiri en við höld-
um, sem eiga ekki aðeins þá
höndina, sem krefur og þiggur,
heldur og hina sem veitir.
HÚSEIGN TIL SÖLU
ÁAKUREYRI
Kauptilboð óskast I útihúsbyggingar að Galtalæk við
Eyjafjarðarbraut, Akureyri,ásamt 3,8 hektara erföafestu-
landi.
Brunabótamat eignarinnar er kr. 5.868.900,00 Eignin verð-
ur til sýnis væntanlegum bjóöendum kl. 3—6e.h„ fimmtu-
daginn 26. sept. 1974, og tilboöseyöublöö afhent á staðnum.
Kauptilboð þurfa aö berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11:00
f.h., 3 október 1974.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGAP.TUNI 7 SÍMI 26844